Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 5
wmm® wmmm '>y//sss/ssss/SA-sý/,vj s liil|«| í’íííi-ííA-XwíK'x-xív::: Sllllll ssiíáíí Úr „Sjöunda innsiglið' Hann ýtir úþyrmilega við samtíð sinni^v !. RAM á síðustu ár var nafnið Ingrid oftar nefnt á undan Bergmar. heldur en Ing- mar, sem á frægðarárum henn- ar var næstum óþekktur. En þó nafn Ingmars Bergmans sé nú heimsþekkt og myndir hans sýndar hver á fætur annarri um allan heim, þá hefur þessi sænski meistari ekki verið kynntur íslenzkum kvikmynda- skoðurum sem skyldi á undan- förnum árum. Fáar af nýjustu myndum hans hafa verið sýndar h«r ennþá. Tjarnarbíó hefur átt mestan þátt í að kynna hann hér, með myndunum Sumar með Móniku (Sommaren med Monika, gerð 1952), Ævintýri sumarnæturinnar (Sommar- nattens leeende, 1955) og Sjöunda inn- Sigiið (Det sjunde inseglet, 1956). Hafn- arfjarðarbíó hefur sýnt myndina Undur lífsins (Nára livet, 1957). Sama mynd var sýnd í Stjörnubíó í vetur og hét þá Við iífsins dyr. En nú mun ein bezta mynd hans Jómfrúlindin (Jungfrukállen, 1959; verða sýnd bráðlega í Hafnar- fjarðarbíó og eru það góð tíðindi. K ergman er vafalaust frægasti kvikmyndastjóri Norðurlanda. Hann hef ur jafnvel komizt í tízku um allan heim og gæti það orðið honúm hættulegt, því oft hcfur hylli og ofdýrkun almennings orðið banastunga rnörgum góðum lista- manm. Á síðustu árum hefur Bergman gert hvert listavsrkið á fætur öðru og hlotið fyrir þau fjölda verðlauna á kvik- myndahátíðum. Þrjú ár í röð fékk hann verðlaun fyrir myndir sínar í Cannes, fyrir íEvintýri snmarnæturinnar, Sjö- unda innsiglið og Undur lífsins og er það einsdæmi. Stiil Ingmars Bergmans er mjög 6terkur og persónulegur. Baráttan milli góðs og ills, milli hins guðlega og djöful- lega í manninum leitar mjög sterkt á hann og ótti hans um afdrif mannlegrar sálar kemur skírt fram í myndum hans. Hann ýtir óþyrmilega við samtíð sinni og reynir að vekja hana lil umhugsun- ar utn andlega velferð sína, ekki með þurrum pi-édikunum, heldur snilld orðs og myndar. Hann vitnar oftlega í O’Neill: „öll dramatísk list er einskisverð, ef hún ekki fjallar um samband mannsins við Guð“. Líf farand-trúða og fjölleika- xnanna virðist einmg heilla hann mjög og hefui hann gert tvær myndir sem fjalla um slíkt fólk, Kvöld trúðanna (Cyclornas afton, 1953) og Anidlitið (Ansiktet, 1958), enda er það í samræmi við persónuleika hans, því Ingmar Berg- man er bæði andlega og veraldlega sinnaður. Hann er siðavandur, en einnig frjálslyndur. Hann dáir æskuna og lifið, en viofangsefni hans er oft dauðinn og ellin. I ngmar Bergman er mjög af- kastamikill listamaður. Hann stjórnar leiksyningum á vetrum, en tekur mynd ir sinar yfir sumarmánuðina og gerir stundum tvær myndir á ári. Hann er 44 ára gamall prestssonur, fæddur í Upp- sölum. Hann stundaði nám í bókmennt- um og iistasögu við Sliokkhólmsháskóla, en iiaitti námi er hann fór að hafa af- skifti af leikhúsmálum. Fyrstu mynd sína gerði hann árið 1945. Árið 1960 Ingmar Bergman, frægasti kvik- nr.yndaleikstjóri á Norðurlöndum, einbeittur við vinnu sína. varð hann for- stjóri Konung- lega leikhússins í Stiokkhólmi og hef ur farið víða um lönd með leik- flokk sinn og feng ið mjög góða dóma. Á árum þöglu kvikmyndanna áttu Svíar afburða menn í kvik- myndagerð, sem voru þekktir um allan heim, þá Mauritz Stiller og Victor Sjöström. Stiller er kunnastur fyrir Gösta Berl- ings Saga (1919) og Silfrið Prestsins (1923, sýnd í Filmíu 1956), báðar eftir sögum Selmu Lagerlöf. Sjöström gerði meða! annars Körkarlen (1920), Fjeld- Eyvind och hans hustru (1917) eftir ieikriti Jóhanns Sigurjónssonar, sem þótti merk mynd, og The Wind (Storm- urinn. 1928), sem hann gerði í Banda- rikjunum á þeim árum er Hollywood- kóngarnir smöluðu til sín mörgum beztu leikstjórum Evrópu, til að bæta fram- leiðslu sina. Sjösti-öm kórónaði feril sinn með frábærum leik í mynd Bergmans Bernskuslóðir (Sinultronstallet, 1957) og iézt fyrir noklcru fjörgamall maður. „•IV.V: ■■:.-■-■ ■: M. ieð tilkomu talmyndanna hnignaði kvikmyndagerð Svía og kom fátt merkvert frá þeim næstu árin. En árið 1940 sást aftur lífsmark með sænsk- um uvikmyndum. Alf Sjöberg gerir sína fyrstj valmynd, Med livet som insats, sem þótti merki um uppreisn gegn flab- neskjunni sem rikt hafði. Síðar gerði Sjöberg mjög góðar myndir, eins og Fröken Julia (hlaut Grand Prix í Cann- es 1951), eftir jeikriti Strindbergs, og Barrabas, eftir skáldsögu Pár Lager- kvists. Einnig gerði hann myndina Hets (Skelfing, 1944) eftir fyrsta kvikmynda- handriti Ingmars Bergmans. Hann hefur ásamt öðrum hæfileikamönnum eins og Gustaf Molander og Arne Mattson (Salka Valka) vakið á ný virðingu og áhuga fyrir sænskum kvikmyndum. En höfuð og herðar yfir þessa menn ber samt snillingurinn Ingmar Berg- man. Fyrsta mynd hans er Kris (Hættu leg tímamóli) gerð árið 1945. Þótt hún bæri vott um ósjálfstæði og öryggis- leysi, gaf hún samt góðar vonir um framtíöina og þær vonir brugðust ekki. Næstu ár gerir hann eina mynd á ári, þar á meðal Hafnarborg Hamnstad gerð 1948. Sýnd j Filmíu), Sumar með Móniku og Kvöld trúðanna. Hann vek- ur fvrst á sér athygli erlendis með Ævintýri sumarnæturinnar og hlýtur fyrir hana sérstök verðlaun í Cannes 1956. Síðan rekur KVert stórverkið annað.Sjöunda innsiglið, Bernskuslóðir, Undui lifsins og Jómfrúlindin. S jöunda ininsiglið er djúpstæð, magnþrungin og akaflega nærgöngul krufning á ótta mannsins við dauðann. Á unglingsárum sínum fylgdi Bergman föður sínum er hann ferðaðist um land- íð og boðaði helvítiskenninguna sænsk- um lýð. Á meðan faðir hans þrumaði yfir syndugum lýðnum, skoðaði dreng- urinn fornar freskómyndir á veggjum kirknanna, þar á meðal skreytingar úr Opinberunai-bókinni. Myndir af englum og djöflum, helgum mönnum og for- dæðum greyptu sig með eldletri í mót- tækiiega sál hans og í Sjöunda iniiisigl- inu sækir hann efnið í eina slíka mynd. Svarti dauði geisar yfir landið þegar riddari og fylgisveinn hans snúa aftur úr krossferð til landsins helga. Riddar- inn er fullur efasemda um tilveru Guðs, sem íiann hefur bnrizt fyrir í áralangri krossför sinni og vill ekki deyja fyrr' en hann hefur endurheimt trúna og öðlazt frið með sjálfum sér. Á strönd- inni mætir hann dauðanum, en neitar að fylgja honum og býður honum að tefla um líf sitt og tefur þannig um stiund hið óhjákvæmilega. Riddaiúnn sér hvernig óttinn við pláguna tryllir fólk- ið og sú kristna kirkja, sem hann hefur helgað baráttu sína, pinir fólk og brennir það á bali i vitstola ótta við myrkravöldin. Fyrir Bergman er þetta ekki aðeins gömui saga, heldur spegill samtíðar hans. Myndin er líking nú- tímans, ógnir helsprengjunnar er svarti dauði vorra tima. í Bernskuslóðum leikur aðalhlut- verkið hinn gamli snimngur V ictor Sjöstiöm, eins og áður er getið. Þrátt Framhald á bls. 12. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.