Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 12
Birgitta Pettersson í Jómfrúlindin, sem talin cr ein bczta mynd Bergmans Kvikmyndir Framhald af bls. 5. fyrir framúrskarandi leik meSleikara hans. ber hinn aldni maður af öllum öðrum í túlkun sinni á hinum aldraða prófessoi Isak Borg, sem er á leið til háskolans í Lundi, þar sem á að sæma hann heiðursnafnbót. Á leiðinni vitjar ihann æskustöðvanna og atburðir úr for- tíðinni ber fyrir augu hans. Hann mætir ungri stúlku, Söru, sem minnir hann á æskuunnustu hans og ber sama nafn. Þessar minningar, ásamt hræðilegum draumi nóttina áður um eigin dauða. rifrildi við tengdadóttur hans, kulda- legir endurfundir hans o.g fjörgamallar móður hans, opna augu hans fyrir eigin sjálfselsku Og eigingirni. Með smámuna semi og þrasgirni hefur hann bakað sér hatur sonar síns og dóttur. í draumi verður hann vitni að hórdómsbroti eig- inkonu sinnar og heyrir hvernig áhuga leysi hans og kæruleysisleg fyrirgefn- ing hans knýr hana til ótrúmennsku við hann. Hann eér að hann hefur ekki lifað lífi sínu til góðs og reynir að bæta fyrir glöp sín. Að loknum þess- um merka degi í lífi hans gengur hann til hvílu sáttur við sjálfan sig Og um- hverfi sitt, vitandi að hann hefur hjálp- að til að bjarga hjónabandi sonar síns og íur.dið ró með sjálfum sér með því að vinria ást og skilning ástvina sinna, sem hann áður hafði aðeins krafizt vhðingar af. Með ótrúlegum þýðleika tvinnar Bergman saman dapurleik líð- andi stundar og birtu og skugga for- tíðar. drauma og martröð, svo að áhorf- andinn fær litið í innblásinni og lotn- ingaríullri sýn þroskaferil manns frá vöggu til grafar. Þessi mynd hefur ekki enn verið sýnd hér á landi. Jómfrúlindin, er frægasta og lík- legasta bezta mynd hans hingað til. Mesta forvitni meðal lítt þroskaðra sálna vekur list Bergmans þó líklega ekki, heldur nauðgunaratriðið í mynd- inni, sem er lýst á miskunnarlausan og raunsannan hátt. Tilgangur Bergmans er að sýna hve skelfilega maðurinn stjórn ast af holdlegum ástríðum og hve hræði lega ófullnægjandi þessar ástríður eru. Þetta mun sænska kvikmyndaeftirlitið hafa skilið og séð að Bergman var svo opinskár í listrænum tilgangi einum, og að skerða myndina með því að klippa úr henni væri sama og að skerða gildi hennar og boðskap Bergmans. Því var hún látin óstytt. í sumum lönd- um hefur hún þó verið eitthvað klippt. Fyrir þá sem ætla sér að sjá klám mun hún verða vonbrigði. Því aldrei hefur kynferðisleg athöfn í kvikmynd verið sýnd á jafn óerótískan og viðurstyggi- legan hátt. Mynd þessa gerði Bergman eftir fornu kvæði frá 14. öld, um sakleysi, nauðgun og hefndarmorð. Ungmey, hé- gómagjörn heimasæta, ríður um skóg á leið til kirkju ásamt þjónustustúlku sinni. Tveir geitahirðar nauðga henni að unguin bróður sínum ásjáandi, myrða hana síð'an Og ræna. Um kveldið leita þeir skjóls á býli föður bennar. Móðir stúikunnar sér hiá þeim kyrtil dóttur sinnir Og grunar hið versta. Um morg- uninn kemur þjónustustúlkan heim og staðfest'.r grun þeirra um örlög hennar. Er faðir hennar heyrir ódæðið drepur hann hirðana og síðan hinn unga bróður þeirra. Þegar hann leitar líks hennar, sprettur fram iind þar sem líkami hennar hafði hvílt. Á kvikmyndahátíðinni i Cannes í fyrra. þar sem Jórnfrúlindin var sýnd, ákváðu dómararnir að verðlauna hana ekki, á þeirri forsendu að Bergman hefði svo oft fengið verðlaun áður! Var hún þó talin betri en La Dolce Vita, sem fékk 1. verðlaun, mest vegna þess að Fellini hafði engin verðlaun hlotið nýlega. Vakti ákvörðun þessi hina mestu furðu og óánægju og voru gerð hróp að dómnefndinni. ^íýjustu myndir Bergmans eru Auga djöfulsins (Djávulens öga, 1959) og Eins og í spegli (Sásom í en spegel, 1961). Auga djöfulsins er gamanmynd spunnin af máltækinu ,,Skírlíf kona er vagl á auga djöfulsins", með Stig Jarrel, Bibi Anderson og Jarl Kulle í aðal- hlutverkunum. Eins og í spegli er harm leikur innan fjölskyldu og temað er sú sannfæring, sem hefur leitað æ fast- ar á Bergman, að við verðum að frelsast eða farast ella og það eina sem getur frelsað okkur er ástin, kærleik- urinn er við berum hver til annars. Við sjáum hve ein mannssál á erfitt með að komast í samband við aðra og hve menmrnir eru í raun og veru ein- angraðir hver frá öðrum, en samt háðir hver öðrum. Karin, sem er ekki heil á geðsmunum, kemur heim af geð- veikrahæli. Það öryggi og sú ást, sem hún barfnast svo mjög, finnur hún ekki hjá eiginmanni sínum eða föður. Ein- ungis i sambadi hennar við bróður sinn á gelgjuskeiði finnur hún möguleika á snertmgu við það sem hún þarfnast. En sá möguleiki er í iausn sinni ekki leyfi- legur Myndin var frumsýnd í Stiokkhólmi í október s.l. og hefur hlotið einróma lof og Bergman talinn standa á hátindi snilldar sinnar. Og í höndum hans hafi leikendur náð frabærum árangri, bæði Harriet Anderson sem Karin og Lars Passgárd sem ungi bróðir hennar og einnig hinir föstu Bergmans-leikarar Max von Sydow og Gunnar Björnstrand. Lanái okkar Erling Blöndal Bengtsson leikur tónlistina í myndinni, kafla úr svítu í B-moll fyru celló eftir Bach. Páll Ólafsson. Konur Framhald af bls. 6. komu fram, hafi verið verð fyllstu at- hygli, samin af kunnáttu, andríki og þeirri djörfung, sem er skilyrði allrar umtalsverðrar nýsköpunar í listum. Þótt mikið hafi skort á, að konur gætu talizt jafnokar karla á þessum vettvangi, hafa þó nokkrar konur hlot- ið verðuga viðurkenningu fyrir tón- smíðar sínar, Ein hin fyrsta þeirra er Clara Schumann (1819—1896), kona tónskáldsins Roberts Schumanns. Hún var einn allra fremsti píanóleikari sinn- ar tíðar, og tónverk hennar, einkum píanólög, búa yfir ferskum, kvenlegum þokka. Schumann notaði stef eftir konu sína í sumum tónsmíðum sínum. W orska konan Agathe Backer- Gröndahl (1847—1907) er eina Norður- landakonan, sem hefir getið sér varan- legt orð fyrir tónverk sín. Hún var einnig ágætur píanóleikari, hafði ver- ið nemandi Biilows og Liszts og kom oft fram á tónleikum með Edward Grieg, bæði heima í Noregi og erlend- is. Hún var fjórum árum yngri en Grieg og fimm árum yngri en Rikard Nordraak. Þessir feður þjóðlegrar, norskrar tónlistar áttu í henni tryggan bandamann. Tónsmíðar hennar, pianó- lög og sönglög, bera ótvíræðan þjóð- legan blæ, og sum sönglögin eru enn í dag meðal þeirra norskra laga, sem mest eru sungin. Aðsópsmesta konan í hópi tón- skálda til þessa dags er vafalítið Ethel Smyth (1858—1944), enda hlýtur hún að teljast meðal merkari brezkra höf- unda á áratugunum kring um alda- mótin. Hún dvaldist langdvölum á meg inlandi álfunnar og samdi þar mörg af verkum sínum, en meðal 'þeirra eru tvær sinfóníur, nokkrar óperur, sem hafa verið sýndar víða um lönd, kamm ertónverk, kórlög og sönglög. Hún þótti lengi vel ekki mikill spámaður í sínu föðurlandi, og því hlaut hún fyrst að afla sér viðurkenningar utanlands. En svo fór, að einnig landar hennar mátu hana að verðleikum, og þegar hún lézt, hafði hún hlotið doktorsnafnbót í heið- ursskyni frá mörgum háskólum og auk þess (1922) heiðurstitilinn „Dame of the British Empire“, iNokkrar íslenzkar konur hafa sam ið lög, en aðeins ein þeirra, Jórunn Viðar, getur, sökum menntunar sinn- ar og afkasta á þessu sviði, talizt í hópi tónskálda. Og hún þarf engrar afsökunar að biðja á veru sinni í þeim hópi. Eins og sumir fyrirrennarar hennar er hún einnig ágætur pianóleik- ari. Hún mun hafa orðið fyrst is- lenzkra tónskálda til að semja ballett- músik, og hafa komið frá hennar hendl tveir ballettar: „Eldurinn“ 1950 og „Ólafur liljurós“ 1952. Auk þess liggja eftir hana kórverk, píanólög, ágæt sönglög og skemmtilegar útsetningar íslenzkra þjóðlaga. Ef til vill bera sum verk hennar því vitni, að þau eru sam- in af konu, en það getur naumast tal- izt galli, úr því að höfundurinn er kona. Ef konur eiga eftir að auðga tónbókmenntirnar til muna, — og ekk- ert er líklegra en svo sé, — hlýtur eitt veigamesta innlegg þeirra að verða vænn skammtur af sönnum kvenlegum þokka — og jafnvel dálítið af kven- legum duttlungum! E ina konu enn verður að nefna í þessu spjalli. Þótt hún hafi sjálf lítt starfað að tómsmíðum, hafa aðeins fáir menn haft ríkari áhrif á þá tónskálda- kynslóð, sem nú er miðaldra og vel það, en í þeim flokki eru mörg þau tónskáld, sem einna hæst ber um þess- ar mundir. Þetta er franska tónlistar- konan Nadia Boulanger (f. 1887). Hún stundaði nám við Tónlistarháskólann í París og hlaut minni Rómarverðlaunin, sem veitt eru við þann skóla, 21 ára gömul. Þótti það mikil viðurkenning, Síðan hefir hún starfað sem kennari, organleikari og hljómsveitarstjórl. Hún hefir verið nefnd „the Grand Old Lady“ í tónlist 20. aldar, og enn í dag, 74 ára gömul, gengur hún að áhugamálum sín- um með oddi og egg. Nú fyrir fáum vik- um stjórnaði hún tónleikum í London. írésmíöavélar Útvegum frá ARTEX, Ungverjalandi allskonar trésmíðavélar, með stuttum afgreiðslufresti. Meðal annars utvegum við: Bandsagir Þykktarhefla Hjólsagir Kombineraðar vélar Slípivélar Borvélar Afréttarar Kynnið yður verð og fáið myndalista ásamt tækni- legum upplýsingum hjá umboðsmönnum, EVEREST TRADING COMPANY Garðastradi 4 — Sími 100.90 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.