Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 2
iSIMVlHlik SVIP- MVND Baráttan um Alsír verSur æ hat- rammari; morð og alls konar hermdarverk eru daglegur liður í þeirri viðleitni OAS-fcisistanna að ónýta ráða- gerðir de Gauiies og hrifsa völdin i sín- ar hendur. Þessi barátta hefur harðnað dag frá degi og virðist brátt muni ná hápunkti. Það er því ekki óviðeigandi að kynna hér stuttlega manninn, sem ber hita og þunga dagsins í Alsír. Sá maður er Jean Morin, hinn 45 ára gamli aðalfulltrúi frönsku stjórnarinn- ar í Alsír. Það er hann sem ber á-byrgð á því, að dagleg stjórn landsins sé í föst- um skorðum, þrátt fyrir plastsprengjur, hryðjuverk og verkföll. Það er erfitt að gera sér þess nokkra grein, hvilíkar skyldur og vinnu þetta verkefni leggur honum á herðar. Til dæmis er venjulegur vinnutími hans á skrifstofunni frá kl. 9 á morgnana til kl. 1 eftir miðnætti. Þar situr hann án nokk- urrar hvíldar önnum kafinn á ráðstefn- um, gefur fyrirskipanir til sendimanna úr öllum héruðum landsins, vegur og metur sögusagnir og allrahanda upplýs- ingar, sem látlaust streyma til skrif- stofu hans. ur orðið að taka að sér ný verkefni og jafnvel semja sig að nýjum lifnaðar- háttum, sem eru gagnstæðir eðli hans, heldur hefur það orðið hlutskipti tug- þúsunda annarra Frakka. Jean Morin er kominn af gamalli embættismannaætt. Eftir glæsi- legan námsferil gekk hann í opinbera þjónustu og var álitinn nokkurs konar „undrabarn‘“, enda komst hann fljótt til metorða og fékk ábyrgðarmikil störf. Svo kom heimsstyrjöldin og fall Frakk lands, en Jean Morin sat í embætti sínu áfram. Árið 1941 gekk hann að eiga hina fögru Janine Lamouroux, sem hann hafði kynnzt á námsárunum — og þau eignuðust brátt stóran vinahóp meðal starfsbræðra Morins, m. a. vegna þess að þau voru meðal beztu bridge-spilara Frakklands. Það gat því virzt sem Morin væri einn þeirra andlegu makræðismanna sem sættu sig við hina „nýju Evrópu“ Hitlers, en í reyndinni lifði hann „tvöföldu lífi“ með næsta furðulegum hætti. Hann var einn af helztu áhrifamönnum andspyrnu hreyfingarinnar og átti einkanlega mjög náið samstarf við forseta „þjóðráðsins", Georges Bidault, enda varð hann fyrsti ritari hans, þegar sá síðarnefndi tók við embætti utanríkisráðherra eftir frelsun Frakklands. í þann tíð voru þeir báðir ákafir stuðn- ingsmenn de Gaulles. Nú er Bidault hins vegar einn af hörðustu andstæðingum hershöfðingjans, en Morin hefur haldið tryggð við hann. Þó undarlegt megi virðast hefur þessi skoðanaágreiningur samt ekki haft nein áhrif á vináttu þeirra Morins og Bidaults, að því er bezt verður séð. Jean Morin hélt áfram að klífa metorðastigann. Hann varð yngsti amtmaður Frakklands og gegndi um skeið mikilvægu embætti i innanrík- isráðuneytinu, en meðal fransks almúga Sá hlutur er samt vís, að hann jaðraði við öngþveiti fyr- ir nokkrum vikum, var allt með tiltölulega kyrr- dæmi má taka, að á sama af hinu ótrúlega umfangs um kjörum í Alsir, þrátt fyrir allsherjarverkfallið. Þetta var ekki sízt því að þakka, að Morin hafði fær talsverða umbun erf- iðis síns í þeim góða árangrl sem orðið neiur tíma og ástandið í París ríka starfi hans. Sem kvatt landgöngulið flotans til hjálpar við öryggislögregluna í miðhverfum Al- geirsborgar. Jafnframt bárust honum þau gleðitíð- indi ,að yfirvöldin í útborginni E1 Biar hefðu fundið aðalstöðvar „leynihersins" og komizt yfir 75 kg af mikilsverðum skjölum og gögnum. Hitt var þó enn mikilvægara, að tek- izt hafði að afhjúpa ráðagerðir „leyni- hersins" um að koma upp sellum inn- an öryggislögreglunnar í því skyni að eyðileggja allt öryggiskerfið. egar maður hittir Jean Morin, fer því fjarri að hann komi manni fyrir sjónir sem örlagavaldur. Kringluleitt, vingjarnlegt andlitið og glettnin sem glampar í augum hans kalla ósjálfrátt fram í hugann bað Frakk land, sem er okkur hugstæðast, land gleðskapar og lífsnautnar, þar sem góð- ur matur, göfug vín og líkamlegt atgervi eru í hávegum höfð. Enda má ganga út frá því sem vísu, að þegar Morin gekk í opinbera þjónustu á unga aldri, lét hann sig sízt af öllu dreyma um þá að- stöðu, sem hann er nú kominn í. En það hafa orðið örlög Frakklands síðustu 20 árin og rúmlega það að fara úr einu stríði í annað, lenda í sífellt nýj- um róstum utan lands og innan — og það er ekki aðeins Jean Morin sem hef- varða hann kunnastur meðan hann var amtmaður í Maine-et-Loire. Það var í þessu embætti sem hann átti þess kost að lifa hinni lífsglöðu til- veru Frakkans, og það sem hann var mest dáður fyrir var, að hann bótti ein- hver bezti dómari um hin ágætu Anjou- vín, en slíkt hefur jafnan þótt mikill álitsauki í Frakklandi. „New York Times“ skýrir frá því, að einu sinni meðan Morin var amtmaður tók hann þátt í mikilli hátíðaveizlu, og voru þá gestirnir beðnir um að skrifa á miða, af hvaða árgangi og úr hvaða þrúg- um hin ýmsu vín væru, sem borin höfðu verið fram með réttunum — að sjálf- sögðu í ómerktum flöskum. Þarna voru viðstaddir miklir vínframleiðendur og kunnir vínþekkjarar, en Jean Morin var sá eini, sem hafði öll svörin rétt! Þegar de Gaulle kom til valda, hlaut hinn gamli samherji hans að fá mikil- væg verkefni, og í nóvember 1960 kom kallið. Hann var skipaður aðalfulltrúi í Alsír (svarar til landstjóra áður). Enginn gæti með góðri samvizku haldið því fram, að Morin hafi tekizt að friða Alsir eða vinna bug á OAS-hreyfingunni, en flestir munu viðurkenna, að án hans hefði getað far- ið miklu verr en raun varð á. Hann hef- ur beitt mikilli Iagni — og að sjálfsögðu einnig þeim hæfileikum sem gera hann svo skæðan við bridge-borðið. Það hefur verið honum sérstakt keppi- kefli að skilja sálarlíf hvítra manna í Alsir, ekki sízt hinna svonefndu „Pieds- noirs“ (svartir fætur), sem eru afkom- endur ýmissa aðkomumanna frá Mið- jarðarhafslöndum öðrum en Frakklandi. Unga kynslóðin meðal þessara „Pieds- noirs“ er á margan hátt hættuleg, af því hún er hviklynd og áhrifagjörn og hlust- ar gjarna á lýðskrumara, eins og t.d. Salan hershöfðingja og kumpána hans, en vill jafnframt njóta lífsins í ró og næði á gagnstéttakaffihúsunum í Al- geirsborg yfir glasi af „anisette“, sem er þjóðardrykkur Alsírbúa. Eins og franskur liðsforingi hefur komizt að orði um þessa unglinga: „Jafn- vel þótt þeir stofnuðu til byltingar, yrðu þeir að fá tíma til að drekka sinn „anisette“!“ „Ef til vill“, segir Morin og brosir, „felst í þessu svolítill skerfur til varð- veizlu friðarins". En ástandið í Alsír er eigi að síður uggvænlegt og harmþrungið og ráðin sem hann neyðist til að beita geta ver- ið grimmileg — og er þá ekki hið svala Ijósrauða vín í Anjou óttalega langt í burtu? Enn berjast þeir við hungur- voíuna ÞAÐ Iætur að vonum undarlega í eyrum okkar, sem búum við alsnægtir að liundruð milljóna bræðra okkar og systra eru vannærð- ar, svelta heilu eða hálfu hungri frá vöggu til grafar. Lítil fæða, léleg fæða og fávizka valda því, að enn þann dag í dag deyr fólk úr sulti eða þjáist af fylgikvillum vannæringar. Samtímis eru milljónir manna í okkar heims- hluta í matarkúr til þess að verjast of- fitu og nú orðið taka menn jafnvel lyf til þess að halda holdunum í skefjum. En það er ekki aðeins hungrið, sem þjáir milljónimar úti í hinum stóra heimi. Ýmsir sjúkdómar, sem lækna- vísindin hafa þegar sigrazt á, höggva stór skörð í margar þjóðir — og enda þótt Vesturlandamenn leggi mikið af mörkum til þess að koma þessu fólki til hjálpar, virðist enn langt í land að takmarkinu sé náð. 10 MILLJ. MEÐ BERKLA Átakanlegast er að vita af bömun- um, sem daglega verða hungri og sjúkdómum að bráð. Barnahjálp SÞ hefur unnið geysimerkilegt starf víða um heim, en þrátt fyrir góða og mikla starfskrafta og aukin fjárútlát aflögu- færra þjóða, fjölgar mannanna börnum það ört, að enn sem komið er verður ekki séð fyrir endann á starfinu. Sem dæmi má nefna, að um 5 millj. barna eru haldin holdsveiki, 10 millj. barna eru með berkla, 80 milljónir barna þjást af malaríu og a.m.k. 160 milljónir barna eru með trakóma (augnsj úkdómur ). Baráttan við sjúkdómana er í raun- inni jafnframt barátta við fáfræði, upp- lýsingastarfsemi og fræðsla um orsakir, smithættu og varnir gegn þeim. En það er við ramman reip að draga, þeg- ar þess er gætt, að einungis 45% full- orðinna eru læsir og skrifandi. í ýms- um löndum njóta aðeins fáein börn á skólaaldri fræðslu, sem í þessum heimshluta er talin alger lágmarks- menntun hverjum einstaklingi. í sum- um löndum fer tala skólabarna niður í 5% af þeim fjölda, sem er á skólaaldri. BARNADAUÐI UPP I 40% Hlutfallstala barnadauða er oft tal- inn góður mælikvarði á heilbrigðis- ástand meðal heilla þjóða. Yfirleitt deyja tiltölulega fleiri böm á fyrsta ári en nokkru öðru aldursskeiði. í Sví- þjóð er dánartala einna lægst. Þar deyja að meðaltali 16 börn af hverjum 1,000 á fyrsta ári, en í fjarlægari lönd- um, þar sem ástandið er verst, fer dán- artalan upp í 400 per 1,000 börn. Útgefandi: H.f. Árvalcur, Reykjavik, Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Kitstjórar: Valtýr Steíánsson (óbm.) Sigurður Bjamason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Kitstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.