Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 11
Vatikanib Framhald af bls. 1. • HvAÐ Rafael snerti var Leo X, sem var af Medici-ættinni næsti og síð- asti vemdari hans. Leö var sanniur Medici og mikill vinur visinda, lista og bókmennta En hann hirti oft lítt um skyld- ur sínar og seldi kardinálahatta, setti á stofn ný embætti til að selja þau hæstbjóð- anda, fékk lánaðar miklar fúlgur frá bönk- um og veðsetti jafnvel hallarhúsgögnin, borðbúnað og dýrgripi til að fá þær geipi- legu upphæðir, sem hann þurfti að nota Við skreytingaráform sín og byggingar. „Látum oss njóta páfadómsins úr því guð hefur gefið oss hann“, er haft eftir Leo. Sem betur fer var ein af aðalskemmtunum hans að láta Rafael mála sem mest. Á þeim sjö árum, sem Rafael þjónaði Leo X lauk hann fleiri verkum en margur annar hef- ur gert um langa ævi. Bramante hafði fyr- ir dauða sinn 1514 beðið sérstaklega um, að Rafael yrði eftirmaður hans sem yfirhúsa- meistari við Péturskirkjuna, og þótt Rafael hafi að sjálfsögðu verið fús til að úthella sköpunargleði sinni yfir Péturskirkjuna, ber hún lítil merki hans. Byggingin gekk þá mjög hægt, og margir hefðu heldur vilj- að, að gert væri við gömlu Basilikuna en að horfa á þá ógrynni fjár sem eytt var í þessa nýju áætlun. Margir álitu einnig, að þarna hefðu páfarnir tekizt á.hendur verk, sem væri of stórkostlegt fyrir mann- legar verur til að ljúka við. Leo X og Rafael höfðu báðir verið dánir í meira en 20 ár, þegar Páll III ákvað að hraða nú byggingunni og fékk Micelangelo til að taka að sér yfirstjórn hennar og gaf hon- um frjálsar hendur um að stækka eða breyta öllu, að eigin vild. Michelangelo breytti teikningu Rafaels og sneri aftur til áætlunar Bramantes um hof í mynd gríska krossins, en hann breytti hvelfing- unni gerði hana hærri en hún hafði verið teiknuð áður. Michelangelo dó 1564 og skildi við hvelfinguna áður en lokið var við hana og henni var ekki lokið fyrr en 1590. ó hún sé ekki mjög ólík áætlun- um Michelangelos, mundi hvorki hann né Bramante þekkja ytra útlit Péturs- kirkjunnar eins og henni var loksins lok- ið, undir stjórn Carlo Maderna í byrjun 17. aldar. Síðastur byggingapáfanna var Urban VII. Hann var af Barberini-ættinni og aðallistamaður hans var Bernini, sem var mjög vel gefinn maður en mikill yfir- borðsmaður. Urban reyndist Galileo hauk- ur í horni og var einn af hinum síðustu af páfunum til að skreyta Róm með stórfeng- legum byggingum. Hann naut þess mikla heiðurs 18. nóv. 1626, 112 árum eftir dauða Bramantes, að vígja St. Péturskirkjuna, sem þá var fullbúin. í flestum atriðum var framhhð hennar þá eins og hún er í dag, en inni í kirkj- unni var ennþá geipilegt tómt rúm undir hvelfingunni. Bernini, sem þá var enn ekki þrítugur, en þegar orðinn frægur, var kall- aður til verka. 1624—1633 reisti hann hinn geysistóra baldacchino, sem rís yfir altar- inu nú. Ekki var nóg brons í Róm fyrir þennan stórkostlega himin, svo páfinn skipaði mönnum sínum að rífa af þakinu á Pantheon. Þetta varð til þess að einhver Rómverji bjó til bitran málshátt: „Quod non fecerunt barbari, fecerunt Barberini". (Það sem barbararnir gerðu ekki, gerðu Barberinarnir). Bernini hafði lítið að gera hjá Innocen- tiusi X, en kom þvi betur saman við næsta páfa, Alexander VII, sem var lærdóms- maður, er hafði gaman af að búa til máls- hætti og kveðast á á latínu við vini sína, en lét stjórnarmálefni riturum sínum eft- ir Hann var maður með mikinn fegurðar- smekk. Hann sá, að eitthvað þurfti að bæta um framan við kirkjuna og hann vissi að Bernini mundi finna lausn. Til að mynda torgið og loka úti alla þá húsaflækju, sem í nágrenninu var, bjó Bernini til hin miklu sporöskjulöguðu súlnagöng, sem ná í kring- um torgið. V atikanið hefur breytzt mikið á hinum síðustu þrem öldum. Varla er til sá páfi, sem ekki hefur látið breyta einhverju herbergi eða byggja nýja skrif- stofubyggingu. Páfarnir hafa safnað lista- verkum allt fram á þennan dag, þó mikill munur sé á páfum nútímans og heiðingja eins og Leo X. Flestir hinna nýrri páfa hafa byggt yfir söfn„ sem þegar voru til. Listasafn Vatikansins var verk Piusar XI. Safnið átti engan samastað fyrr en hann opnaði Pinacoteca Vaticana 1932, en byrj- að var að safna í það í tíð Páls II. Eftirtekt- arverðasta inyndin í safninu er hin stór- kostlega Ummyndun, ein af síðustu mynd- um Rafaels. Myndinni var ólokið við dauða hans, og neðri hluti hennar var málaður af nemendum hans. Heilagur Jeremías eft- ir Leonardo da Vmci var uppgötvaður af hinum velþekkta safnara, Fesch kardinála, sem fann myndina í byrjun síðustu aldar sem kistulok. Höfuðið vantaði en kardi- nálinn fann það seinna á skósmíðaverk- stæði og myndin var að lokum keypt af Píusi IX. Flestar myndirnar eru ítalskar og trúarlegs eðlis. Sjaldnast var keypt eftir neinu kerfi og sumar myndirnar eru lítils virði. En Rafaels-myndin og myndin eftir da Vinci og meistaraverk eins og Madonna di San Niccoló dei Frari eftir Tizian og Greftrun Jesús eftir Caravaggio og góðar myndir eftir Giotto, Vivarini, Pinturicchio, Perugino og aðra renaissance-málara mynda þarna safn, sem yrði prýði hvers staðar, þar sem minna væri af listaverkum en í Vatikaninu. En á þeim stað skina ekki aðeins fresclistaverkin skærar, heldur er þar og stærsta safn heimsins af grísk-róm verskum styttum. Frægasta höggmyndin í Vatikaninu er sennilega Laocoön. Næstfræg ast mundi vera Apollo Belvedere. Áður fyrr var talið að sú mynd væri grísk frummynd frá 4. öld fyrir Krist en nú hafa menn komizt að, að hún er einungis rómversk eftirmynd af slíku verki, þó góð sé. Bezta höggmyndin er þó kannski ekki meðal þús- undanna í Vatikansafninu, heldur í kap- ellunni til hægri skammt frá inngangin- um í St Péturskirkjuna. Það er Pieta eftir Michelangelo. Allar hinar miklu veggmynd- ir, málverk og dýrmætu. fornstyttur fölna við hlið þessa verks. Sagt er að Michelan- gelo hafi grafið nafn sitt á höggmyndina, sem er eina verkið sem hann nokkru sinni ritaði nafn sitt á, eftir að hafa heyrt gesti að norðan eigna einum landsmanni sínum það. En það er líklegra að áletrunin sé merki um réttlátt stolt hins unga manns yfir verki sínu, því hann var aðeins 24 ára, er hann gerði myndina. Jíinn óbrotni fiskimaður frá Gali- leu, sem sagt er að sé grafinn undir kirkjunni, sem nefnd er eftir hon- um, mundi ekki kunna við sig í þeirri borg 20 þúsund sala, sem kallast Vatikan, svo ekki sé minnzt á Péturskirkjuna sjálfa, með sínum 777 súlum, 44 ölturum og nærri 400 styttum. Augu hans mundu blindast af glampanum af fægðum marmara framhlið- arinnar og gullinu inni. Tilfinningar hans yrðu ef til vUl svipaðar og þjónustustúlk- unnar, sem Franz Werfel leggur þessi orð í munn: „Þetta var síður kirkja hins kross- festa en glæst konungshöll hins almáttuga guðs, staður, sem hann gæti haldið hirð sína á jörðu. Það virtist, sem allt mann- kynið gæti fundið stað til að nálgast kon- ung himnanna og umboðsmann hans á jörðu í þessum stórfenglega hásætissal. Þúsundir sáust hvergi í þessum geim og jafnvel tugir þúsunda voru ekki nóg til að fylla út í hvert horn“. En postulinn yrði einnig hrærður yfir því, hve margir snjallir menn hafa öldum saman neytt gáfna sinna, tilhneiginga og jafnvel ástríðna til að smíða þessa stórfeng- legu kirkju og gera Vatikanið að mesta listafjársjóði í kristnum löndum. Hvar eru þeir nú Framhald af bls. 8. Að horfa í eldinn n hvað sem öðru líður, þú kann frúin vel við sig við Selvogs- grunn, enda er hús þeirra hjóna ein- staklega hlýiegt og skemmtilegt. Yngri dóttir hennar, Bergljót, 19 ára, er í sjötta bekk Menntaskólans og það verður því væntanlega stúdentsveizla við Selvogsgrunn í vor. Eldri dóttirin, Sólveig, 23 ára, er við nám í Svíþjóð. — Á sumrin erum við lengst af í kotinu okkar í Grímsnesinu, og þar er dásamlegt að vera, segir frúin. Ann- ars kann ég einnig vel við mig hér fyrir framan arininn ávetrarkvöldum, er ég horfi inn í eldinn og hlusta m. a. á útvarpið. h. j. h. Slankbelti eða brjóstahaldari er undir- fatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar vel þekktu KANTER’S lífstykkjavörur, sem eingöngu eru framleiddar úr beztu efnum, í nýjustu sniðum. Þér getið ávallt verið öruggar um að fá einmitt það sem yður hentar bezt frá L, L,\ ,v,1 11 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.