Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1962, Blaðsíða 8
HVAR ERU ÞEIR NU? HÚN VAR í PERSÓNULEGU SAMBANDI VIÐ HLUSTENDUR Frú Sigrún Ög- mundsdóttir og maður hennar, Árni Tryggvason. Og Sigrún á margar gáðar minningar úr útvarpinu VINTÝRIN eru alltaf að gerast á meðal okkar. Þau stóru geymast á spjöldum sögunnar, en þau litlu, sem eru langtum fleiri, gleymast og hverfa með samferðamönnun- um um leið og þeir kveðja þennan heim. Og alltaf erum við að bíða eftir ævintýrum, helzt þeim stóru, því eru það ekki einmitt þau, sem fylla hversdagsleikann lífi og fjöri? Okkur kom þetta til hugar, þegar við hringdum dyrabjöllunni að Sel- vogsgrunni 21 dag einn í vikunni. Við ætluðum að hitta eina þeirra, sem tek- ið hafði þátt í einu af stóru ævintýr- unum á fslandi á þessari öld. Dyrnar lukust upp og þar stóð frú Sigrún Ög- mundsdóttir, ein þeirra, sem hjálpaði til að gera útvarpið að veruleika á ís- landi. Upphaf útvarpsins er vafalaust ein mesta tæknibylting, sem orðið hefur á íslandi — og þeir hinir mörgu úti á landsbyggðinni, sem fengu póst og fréttir á 2—3 vikna fresti, kunnu vel að meta „radioið“. Sumir trúðu ekki sinum eigin eyrum. Að skapa eitthvað nýtt Fyrstu sjö ár útvarpsins var frú Sigrún Ögmundsdóttir þulur ásamt Þorsteini Ö. Stephensen — og það er óhætt að segja, að engin kona hafi þá verið þekktari og vinsælli á íslandi. Þegar hún lét af störfum þar árið 1937 fannst mörgum sem þeir hefðu misst bezta heimilisvin sinn. — Það var í rauninni tilviljun, að ég réðist til útvarpsins, sagði frú Sigrún, er við höfðum setzt niður inni í stofu á hinu glæsilega heimili þeirra Árna Tryggyasonar, hæstaréttardómara. — Og ég naut starfsins innilega og saknaði þess mikið fyrst eftir að ég hætti, hélt hún áfram. Þetta var ævin- týri, samt blákaldur veruleikinn. Ég reyndi að leggja mig aila fram. Er það ekki svo með alla, þegar þeir eru að skapa eitthvað nýtt? — Þetta undratæki, útvarpið, var svo framandi fyrir okkur. En fyrir mér var þetta ekki aðeins tækni, því með timanum fannst mér ég vera kom- in í persónulegt samband við alla hlustendur. Þannig leit ég á það — og mér fóru líka að berast bréf og gjafir hvaðanæva að. Þetta var sannkallað ævintýri. Guðbrandur færðist í aukana ið bjuggum mjög þröngt fyrst í stað, höfðum bara einn grammo- fón, og annað eftir því. Fréttirnar voru oft handskrifaðar eftir fréttamennina, og kom þá stundum fyrir kátlegur mis- lestur. Allt hafði persónulegan blæ. Yið vorum eins og ein fjölskylda, því byrj- tmarörðugleikarnir voru margir og allir urðu að hjálpast að. __ Eitt af stóru vandamálunum var að fá fyrirlesarana til að takmarka sig við fyrirfram ákveðinn tíma. Þá voru ekki segulböndin og menn urðu að gera svo vel að koma beint að hljóð- nemanum á tilsettum tíma. Ég minnist þess, að eitt sinn flutti prófessor Guð- brandur Jónsson tvo fyrirlestra um ka- þólskuna og í trúareldmóðinum fór hann 10 mínútur fram yfir tímatak- markið og setti alla dagskrána úr skorðum. Það var reynt að gera hon- um það skiljanlegt, að nú yrði hann að stanza, en ekkert dugði. — Þegar hann kom með síðari hluta erindisins vorum við ákveðin í að láta hann ekki leika á okkur aftur. Þegar tími hans var útrunninn bankaði ég í gluggann, sem Wlr á milli þuls og fyr- irlesara, en hann hristi bara höfuðið og færðist í aukana. Þrír góðir gripir g átti þá ekki annars úrkosta en skrúfa fyrir hann og kynna næsta dagskrárlið, en hann lauk erind- inu í einrúmi. Svo áttaði hann sig á því hvað hafði gerzt — og hann var þungur á brún, þegar hann drap á dyrnar hjá mér. Ég greip fram í fyrir honum, þegar hann byrjaði að hella úr skálum reiðinnar og sagði, að hann væri áreiðanlega það skilningsgóður og sanngjarn eftir þennan kristilega fyrir- lestur, að hann færi ekki að ávíta mig fyrir að gegna skyldustörfum. — Hann þagnaði, gekk út, en dag- inn eftir sendi hann mér minnispening frá Vatikaninu, sem blessaður hafði ver- ið af sjálfum páfanum. Þessi pening- ur er ein af þremur gjöfum frá árun- um í útvarpinu, sem mér hafa verið hjartfólgnar alia tíð. — Önnur var brúðarslæða, sem gömul kona fyrir austan sendi mér. Þessa konu þekki ég ekki, en gjöfina sendi hún mér sem þakklætisvott fyrir út- varpið. Þetta var brúðarslæða, sem bæði hún og mamma hennar höfðu borið, sennilega það dýrmætasta, sem gamla konan hefur átt. — Þriðji grip- urinn var belti og áföst taska, sem Knud Rasmussen færði mér frá Græn- lendingum, sem þá höfðu líka fengið útvarpsviðtæki og gátu hlustað á Reykjavík. Þeir þrumuðu yfir þulnum Já, það er margs að minnast — og pólitísku deilurnar um hlut- leysi útvarpsþulsins eru jafngamiar út- varpinu sjálfu. Ég gleymi ekki látun- um einu sinni í kosningum. Þá var út- varpað allan daginn meðan úrslit voru að berast, nýjustu kosningatölum og hljómlist á milli. Svo komu endanleg úrslit í kjördæmi Bjarna heitins Ás» geirssonar — og hann hafði unnið. Þegar ég var búin að lesa úrslitin þreif ég efstu plötuna í bunkanum og skellti henni á grammofóninn — og það var þá dynjandi fjörugur mars. Út af þessu urðu blaðaskrií og andstæðingarnir sögðu, að þama hefði útvarpið verið að sýna hið pólitíska innræti sitt. —- Og eldhúsdagsumræðurnar. Það var nú meira bíóið. Ákveðið var, að þulurinu sæti inni í salnum hjá stjórnmálamönn- unum meðan umræðurnar fóru fram — og þar voru aðeins stjórnmálamenn- irnir og svo ég. Auðvitað voru þeir allir þaulvanir ræðumenn, en vanir að . tala fyrir fullu húsi. Og — sennilega — til þess að fara ekki úr jafnvægi —. þurftu þeir að hafa einhvern áheyr- anda fyrir framan sig. Þeir töluðu því allir til mín, héldu þarna ákafar kosn- ingaræður yfir hausamótunum á mér. Mikið var ég orðin þreytt þegar um- ræðunum lauk. En ég held að engum hafi tekizt að sannfæra mig um neitt, því ég hef aldrei skipt mér af stjórn- málum, hef aldrei haft áhuga. í útvarpið aftur? Og hvað er nú orðið langt síðan til yðar hefur heyrzt í útvarp- inu? — Tvö til þrjú ár. Ég hefi komið fram nokkrum sinnum eftir að ég hætti þulsstörfum. — Gætuð þér ekki hugsað yður að fara aftur til útvarpsins — að ein- hverju leyti? — Ja, ég er ekki frá því, enda þótt mikið sé nú breytt frá því sem áður var — segulböndin komin og annar nýr tækniútbúnaður, sem að miklu leyti hefur bundið enda á þetta per- sónulega í útvarpinu. Frh. á bls. 11, Huseigendur á hitaveitusvæðinu Sparið hitunarkostnaðinn um 10—30% með því að nota sjálfvirk stiilitæki Önnumst uppsetningar Talið við okkur og leitið upplýsinga = HÉÐINN = Vélaverzlun — Sími 24260 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.