Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Page 3
. Smásagan frá sér mjúk hogg eins og slagæð hjartans. pifl Wml mM *íWsíí'*2!£Í lláliSPÍl Eftir Virginiu Woolf mWpV'% II > var milli okkar; kom fyrst til kon- unnar, fyrir mörg hundruð árum, yfirgaf húsið, innsiglaði gluggana; herbergin myrkvuðust. Hann yfir- gaf það, yfirgaf hana, fór norður, fór austur, sá stjörnurnar blika á suðrænum himni; leitaði að húsinu, fann það sokkið í sandhólana. „Ör- uggt, öruggt, öruggt“, sló slagæð hússins feginsamlega. „Fjársjóður- inn er þinn“. Vindurinn kemur beljandi upp eftir trjágöngunum. Trén eru álút og svigna á ýmsa vegu. Tunglgeisl- ai’ skvampa og skvettast til í regn- inu. En geislinn frá lampanum fell- ur þráðbeinn út um gluggann. Kert- ið logar stirt og hljóðlega. Vofu- hjónin reika um húsið, opna glugg- ana, hvíslast á til að vekja okkur ekki, leita gleði sinnar. „Hérna sváfum við“, segir hún. Og hann bætir við: „Ótölulegir kossar“. „Vöknuðum á morgnana". „Silfur milli trjánna“. „Uppi á lofti —“ „Úti í garði —•“ „Þegar sumarið kom —“ ,,í mjöll vetrarins —“ Hurðirnar skellast í fjarska, gefa au koma nær; nema staðar við dyrastafinn. Vindinn lægir, regnið rennir silfri niður rúðuna. A.ugu okkar myrkvast; við heyrum ekkert fótatak við hliðina á okkur; við sjáum enga konu veifa vofu- hjúpi. Hann heldur höndum sínum um ljóskerið. „Sjáðu“, hvíslar hanrn „í fasta svefni. Og ástin á vörum þeirra“. Þau lúta yfir okkur, halda silfur- lampanum á loft, skoða okkur lengi og vandlega. Þau tefja lengi. Vind- urinn heldur beint af augum; log- inn hallar sér lítið eitt. Tryllt- ir tunglgeislar hendast um gólf og veggi, og þegar þeir koma saman flekka þeir álút andlitin; íhugul andlitin; andlitin sem rannsaka svefnpurkurnar og leita að leyndri gleði þeirra. „Öruggt, öruggt, öruggt“, slær hjarta hússins hreykið. „Löng ár —“, andvarpar hann. „Þú fannst mig aftur.“ „Hérna“, muldrar hún, „sofandi; úti í garðinum að lesa; hlæjandi þegar við veltum eplum uppi á háa lofti. Hérna skildum við fjársjóð okkar eftir —“ Þau eru álút, og Ijósið þeirra lyft- ir á mér augnlokunum. „Öruggt! öruggt! öruggt!“ slær slagæð hússins tryllingslega. í svefnrofunum hrópa ég: „Æ, er þetta grafni fjársjóðurinn ykk- ar? Ljósið í hjartanu." TT TT3? VLffJI ffSffVL A L L IR vita, að tónarmur á nýtízku gramófóni er ekki ýkja þungur, og mundu menn því ætla, að ekki hvíldi mikill þungi á nálaroddinum. Þetta fer þó eftir því, við hvað er miðað. Fróðir menn hafa sem sé fundið út, að sami þungi, umreiknaður á einn fersentí- metra á yfirborði plötunnar, mundi nema hvorki meira né minna en 80 smálestum. Þegar það er jafnframt haft í huga, að sú vegalengd, sem nálin fer, þegar ein hæggeng plata er spiluð, nemur ura það bil einum kílómetra, verður ljóst, að það er ekkert smáræði, sem lagt er á eina litla gramófónnál Vorið vaknar Eftir Guðmund Inga Kristjánsson Vorið er sem mær á morgni, mild og hýr af góðum svefni, hefur upp í ljóði og lagi löngun sína og hugðarefni. Svona getur vorið vaknað, vísur sínar til þín borið, staðið hjá þér stundarlengi. -----Stíittu upp og kysstu vorið. \ hvaða tíma sólarhringsins * ■ sem maður vaknaði var hurð að skellast. Þau fóru úr einu herbergi í annað, héldust í hendur, lyftu hlutum, opnuðu skápa, því þau vildu vera viss í sinni sök — vofuhjónin. „Við skildum hann eftir hérna“, sagði hún. Og hann bætti við: „Já, en líka hérna“. „Hann er uppi á lofti“, muldraði hún. „Og úti í garði“, hvíslaði hann. „Hljóðlega nú“, sögðu þau, „því annars vekjum við þau“. En þið vöktuð okkur ekki. Það var nú eitthvað annað. „Þau eru að leita að honum; þarna eru þau að draga frá glugga- tjöldin“, sagði maður kannski við sjálfan sig og las eina eða tvær blaðsíður í viðbót. „Nú hafa þau fundið hann“, fannst manni og hætti að lesa, með blýantinn á spássíunni. Og af því maður var orðinn þreyttur á lestr- inum stóð maður kannski á fætur til að ganga úr skugga um það: húsið var tómt, dyrnar stóðu upp á gátt, ánægjulegt korrið í skógar- dúfunum barst að utan blandað suðinu í þreskivélinni á bóndabæn- um. „Hvers vegna kom ég hingað inn? Hvað ætlaði ég að finna?“ Ég var ekki með neitt í höndunum. „Kannslci það sé uppi á lofti“. Eplin voru uppi á háalofti. Svo kom ég niður aftur, garðurinn var eins og hann átti að sér, en bókin hafði dottið niður í grasið. E n þau höfðu fundið hann í setustofunni. Ekki svo að skilja að maður kæmi noklcurn tíma auga á þau. I gluggarúðunum spegluðust epli, spegluðust rósir, laufblöðin voru græn í rúðunum. Ef þau hreyfðu sig í setustofunni, sneri eplið aðeins gulu hliðinni að mér. En andartaki síðar, ef dyrnar opn- uðust, dreifðist um gólfið, hékk á veggjunum, danglaði niður úr loft- inu — hvað? Ég hafði ekki neitt í höndunum. Skuggi af þresti fór yfir teppið; úr dýpstu brunnum þagnarinnar dró skógardúfan loft- bólur raddbanda sinna. „Öruggt, öruggt, öruggt“, sló slagæð hússins mjúklega. „Fjársjóðurinn grafinn; herbergið ‘ .... “ slagæðin hætti skyndilega. Æ, var þetta grafni fjársjóðurinn? Andartaki síðar var farið að bregða birtu. Var hann þá úti í garðinum? En trén ófu myrkur handa reikandi sólargeisla. Svo fín- legur, svo fágætur, sokkinn undir kalt yfirborðið, geislinn sem ég leitaði og brann sífellt bakvið rúð- una. Dauðinn var rúðan; dauðinn LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.