Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Side 4
u, > m áratuga skeið hefur Holly- wood verið kölluð Mekka kvikmynd- anna. Réttara væri þó líldega að skil- greina hana sem sambland af Mekka og Sódómu og Gómorru. Frá henni hafa komið verk frábærra hæfileika- manna: Griffiths, Ohaplins, Stro- heims, Welles og Kazans, en sömu- leiðis hefur streymt frá henni sam- suða ómerkilegra glæpa- og hryil- ingsmynda, sem tröllríða kvikmynda húsum okkar. Enginn stendur Holly- wood-mönnum á sporði í framleiðslu taeknilega vel gerðra skemmtimynda, en þaðan koma ekki mestu snilid- arverk kvikmyndanna — í því efni hafa Evrópumenn oftast staðið fram- ar. Þar eiga handverksfróðir miðl- ungar meiri ítök heldur en skapandi persónuleikar. Hvað yrði til dæmis úr Ingmar Bergman í Hollywood? — eða Jean Cocteau? Sú óbifanlega trú þeirra sem þar ráða, að kvik- myndin sé iðnaður en ebki listgrein, á sök á þessu. Þessi stefna, að búa til kvikmyndir eftir sömu lögmálum og t.d. húsgögn eða bíla, þar sem einu breytingarnar eru samkvæmt forskriftum tízikunnar, hefur ekki haft örvandi áhrif í átt til framþró- unar og endumýjunar í þeirri list- grein, sem kvikmyndin óneitanlega er engu síður en list leiksviðsins, ef ekki er einungis litið á hana sem afslöppunarmeðal. Af þeim sökum er þess tæplega að vænta, þegar vart verður hreyfingar í Bandaríkj- unum, sem stefnir að nýjum túikun- araðferðum og nýsköpun í kvik- myndinni, að sú vakning geri fyrst vart við sig í Hollywood. xl austurströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið í New York eða eins langt frá Hollywood og hægt er, er hópur óháðra kvikmyndamanna, sem hafa myndað með sér samtök er nefnast The New American Cinema Group og er hreyfing þessi oft nefnd „ameríska nýja aldan“, þar sem hún þykir minna á „nýju ölduna" í Frakklandi. Stefna þeirra er að Byltingarmenn i nokkru leyti sú sama og hinna frönsku starfsbræðra þeirra. Bar- áttan stendur aðallega við hin sterku iðnfélög, sem setja strangar reglur um fjölda starfcliðs við myndatök- ur og hvaða verk hver starfsmaður má vinna. Ólærðum starfsmanni leyfist ekki einu sinni að setja raf- tengil í samband og ef leikstjóri ger- ist svo djrafur að færa sjálfur til lampa, á hann reiði rafvirkjasamtak- anna yfir höfði sér. Shirley Clarke, höfundur myndarinnar The Connec- tion, segir frá því sem dæmi, að er hún ætlaði að kvikmynda tré úti í skógi, varð hún að hafa sex menn til að vinna verk, sem einn hefði hæglega getað unnið, þar sem að- eins þurfti að beina myndavélinni að trénu og setja hana af stað. En þetta var samt lágmarkskrafa iðnfé- laganna, til þess að tryggja meðlim- um þeirra næga atvinnu. Eitthvað hefur hreyfingunni orðið ágengt og iðnfélögin slakað nokkuð á kröfum sínum gagnvart hinum smærri fram- leiðendum. kvikmyndir sem tjáningarform sitt. Gerð myndarinnar Primary bendir til þess, að sá langtþráði tími sé kom- inn, að ekki bosti meira að gera kvi'kmynd en gefa út ljóðabók eða skáldsögu, og að kvikmyndasmiður geti gert talmynd einn og ótruflað- ur, líkt og skáld semur verk sitt eitt. Hér er um að ræða tímamót í sögu kvikmyndarinnar. Við trúum því að kvikmyndin sé ódeilanleg persónuleg tjáning. Við afneitum því öllum af- skiptum framleiðenda, fjárfestingar- og dreifingarmanna þar til verk okk- ar eru tilbúin til sýningar. Við höf- um fengið nóg af Lyginni Miklu bæði í lífi og listum. Við viljum etoki ó- sannar, póleraðar og áferðarsnotrar kvikmyndir. Við kjósum frekar að þær séu hrjúfar, óslípaðar, en lif- andi; við viljum ekki rósrauðar myndir — heldur myndir sem bera lit blóðsins.“ H í málgagni þeirra Film. Culture er stefna þeirra skýrð með stefnu- yfirlýsingu eða Manifesfo. Þar segir m.a.: „Helzti Þrándur í Götu kvik- myndarinnar hefur verið hvað hún er dýr í gerð og hvað hún krefst mik- illar hópsamvinnu. Vegna þess hve öll mannsins sköpun er persónuleg og einstaklingsbundin hafa hinir viðkvæmustu listamenn sniðgengið . elztu myndir þessa hóps eru Shadows (Skuggar) gerð af John Cassavetes, The Connection (Sam- bandið) gerð af Shirley Clarke og Prinr.ary gerð af A1 Maysles og Ricky Leacock. Kunnust þeirra allra mun vera Skuggar, talin með beztu mynd- um sem gerðar hafa verið um æsku nútímans. Filmuð á börum, braut- arstöðvum og bakstrætum New York-borgar, segir myndin sögu þriggja systkina, tveggja bræðra og systur þeirra, sem reyna ,að festa rætur í óblíðu og eirðarlausu lífi stórborgarinnar. Öll eru þau af svert- ingjaættum. Annar bróðirinn er dökkur á hörund, en hin tvö hafa ljósan litarhátt. Systirin Lelia (leik- in af Lelia Goldin) kynnist og sef- ur hjá hvítum piiti, Tony (Anthony Ray). Hún hrífct mjög af honum og þetta er hen-nar fyrsta kynlífs- reynsla. Þegar hann uppgötvar að hún er svertingjaættar og annar bróðir hennar er svartur, snýr hann baki við henni. Þegar hann kemur aftur til hennar, hefur hún gert upp við sig að hún tilheyri sínum dökka kynstofni og afneitar honum. Svarti bróðirinn, Hugh (Hugh Hurd), er blues-söngvari í næturklúbb og finnst niðurlægjandi að vinna með strípadönsurum og dreymh um betra líf. Ben (Ben Carruthers), hinn hvíti suður fjölskyldunnar — verðandi músikant en nátthrafn á öllum skemmtistöðum — er beggja blend- ingur í útjarðri tveggja aðskildra heima hinna hvítu og svörtu. Þetta eru aðalpersónurnar, en bað er ein að auki: New York sjálf — eða rökik- urfólk hennar, blanda af gáfnaljós- um ,slæpingjum og tataralýð; nafn- lausir ráparar stórborgarinnar milli náttmála og dagrennmgar. Og frá þeim streymir sterk kennd einmana- leika, hrjúfe yfirborðs en sárrar kviku og djúps öryggisleysis. í myndinni lætur Cassavetes leíkend- ur „impróvisera" leik sinn og sam- töl. Etokert tökurit var gert að mynd- inni, einungis „beinagrindin“ og hana kilæddu leikendurnir holdi og blóði innblásinnar túlkunar svo tæplega er hægt að tala um „leis“ heldur lifun. Eins og Stanislavskí uppgötvaði á sínum tíma, þá hefur impróvisering örvandi áhrif á frjótt ímyndunarafl listamannsins og fæð- ir oft af sér sannari og betri túlkun. (J, > r efniviði, sem kostaði 40 000 dollara að kvikmynda (Ben-Húr kostaði 15 000 000) og tók 6 stundir að sýna, var 81 mínútu kvikmynda- verk skapað, sem kom öllum á óvart og þykir gefa vonir um endurlífgun amerísku filmunnar. Myndin var fyrst sýnd í Feneyjum 1960 og hlaut þar verðlaun gagnrýnenda og hefur hvarvetna hlotið mikið lof. Ef að líkum lætur líða nokkur ár þar til okkur verður gefinn kostur á að sjá þessa mynd hér á landi ,ef það verð- ur þá nokkurn tíma. Cassavetes hef- ur nú verið kvaddur til Hollywood og hefur gert myndina Too Late Blues fyrir Paramount kvikmynda- félagið. Eftir er að sjá hvort þeir fá að njóta sín eins og £ fyrstu mynd hans — Skuggum. -3- he Connection (Sambandið), sem er gerð eftir samnefndu leikriti Jack Gelbers, er í rauninni kvik- mynd um kvikmynd. Hún fjallar urn tvo leikstjóra, sem eru að reyna að gera heimildarmynd um hóp eitur- lyfjaneytenda, sem allir bíða eftir manni er þeir nefna Cowboy og á að færa þeim skammt af heróini. f leikriti Gelbers er sú Pirandelliska tilhögun, að „höfundurinn“ er stadd- ur úti í salnum meðal áhorfenda og kvartar í sifellu yfir hvað leikend- ur mistúlki og misbjóði verki sínu. Clarke og Gelber unnu saman að gerð handritsins að myndinni og ákváðu, að í stað höfundar skyldu þessir tveir leikstjórar koma. Að öðru leyti fylgir atburðarásin leik- ritinu, en myndin þykir standa því framar að flestu leyti. f flestum myndum er kvikmyndavélin hlaut- Framh. á bls. 11 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.