Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Page 6
V1 YRIR 110 árum (1852)
reisti þýzkur timbur-
maður, G. Ahrentz, hús það, sem
nú er Lækjargata 4. Hann var
kvæntur íslenzkri konu og dóttir
þeirra var Ágústa, sem giftist Er-
lendi Árnasyni snikkara og voru
þau foreldrar Einars Erlendssonar
byggingameistara. Ekki bjó Ahr-
entz í húsinu nema fjögur ár. Þá
keypti hann vindmylluna miklu í
Bankastræti af Knudtzon. En Helgi
biskup Thordersen keypti þá húsið
í Lækjargötu og átti þar heima til
dauðadags (1867). Biskup hafði áð-
ur átt heima í Laugamesstofu, sem
upphaflega átti að vera „ævarandi
biskupssetur“, en lagðist nú niður
eftir 30 ár, vegna þess hve húsið
var lélegt og samgöngur þangað
erfiðar. Fram að þessu hafði húsið
í Lækjargötu verið nefnt Ahrentz-
hús, en nú var skipt um nafn á því
og það kallað Biskupshúsið.
Kona Helga biskups var Ragn-
heiður, dóttir Stefáns amtmanns Step-
hensens á Hvítárvöllum. Þau áttu tvö
böm, Stefán og Ástríði, sem giftist Sig-
urði Melsted. Stefán var allra manna
fríðastur og vel á sig kominn, en var
skemmdur af of miklu eftirlæti. Hann
varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1843
og sigldi þá til Kaupmannahafnar og
setlaði að leggja stund á lögfræði við
háskólann. Var hann þar í mörg ár, en
lítið varð úr námi. Segir Gröndal að
hann hafi mest stundað fjárhættuspil,
en það var þá bannað. Var hann svo
leikinn í knattborðsleik, að engum
þýddi að keppa við hann. „Einu sinni
var hann kallaður fyrir Braestrup lög-
reglustjóra, og vissi hann hverra
manna Stefán var. „Hver hefur kennt
yður að spila?“ spurði hann (hann
meinti, tælt hann út í það). „Móðir
mín“, segir Stefán. „Ó, farið þér til
fjandans", sagði Bræstrup og þar með
var sú yfirheyrsla búin“. — Stefán kom
próflaus heim og reyndi að halda upp-
teknum hætti. „Hann fékk jafnvel
kaupmennina á klúbbnum, roskna og
ráðsetta menn, til að spila „klink“ eins
og götudrengi“, segir Gröndal. Stefán
var settur sýslumaður í Rangárvalla-
sýslu 1859 og í Vestmannaeyjum 1860—
61. En 1863 var hann vígður prestur
til Kálfholts og gegndi því embætti til
1876, en fékk þá lausn. Níu árum
seinna var honum veitt Ofanleiti í
Vestmannaeyjum og var hann þar
prestur til æviloka 1889. Hann var
kvæntur Sigríði, dóttur Ólafs dóms-
málaritara í Viðey og voru þau for-
ins og fyrr segir í þess-
um greinum er margt góðra
gripa, sem frú Þorbjörg Berg-
mann safnaði á sínum tíma varð-
veitt í Árbæjarsafni. Kirkjugrip-
ir úr safninu voru að sjálfsögðu
lagðir til torfkirkjunnar, þegar
hún var reist, en vegna ókunn-
ugleika um uppruna nokkurra
muna, verða þeir að segja sögu
sína sjálfir eftir útliti, skreyt-
ingu og, í þezta falli, áletrun-
um. Þessi saga verður þó aldr-
ei einhlít og ættu góðir menn,
ef til þekkja, að bæta við hana.
Svo er t.d. um fjöl úr bekk, að
því er ætla mó, bakfjöl úr brúðar-
bekk, með upphafsstöfum og fugla-
myndum á miðrein en höfðaleturs
áletrun á böndum að ofan og neð-
an. Því miður er fjölin slitin til
beggja enda, svo að. ártal vantar,
en dagssetningin er 28. júní, sem
gæti komið heim við giftingardag
Hannesar biskups Finnssonar og
fyrri konu hans Þórunnar Ólafsdótt-
ur í Sviðsholti á Álftanesi 28. júni
1780. Við tilgátuna situr í bili.
]\ okkru - eftir að aðalsafni frú
Þorbjargar hafði verið komið fyrir
í Árbæ kom í leitirnar meðal eftir-
látinna muna hennar lítil grænlit-
uð, prjónuð pyngja eða sekkur,
eiarar Ragnheiðar, konu Hannesfer
Hafsteins ráðherra.
Meðan Helgi biskup bjó í Lækj-
argötu 4 var þar eitt mesta og virðu-
legasta höfðingjasetur í bænum. Að
honum látnum fluttist Jón Hjaltalín
landlæknir þangað og var þar leigjandi
um nokkur ár. Átti að selja húsið, en
það var ekki fyrr en 1874 að Bjami
Bjarnason á Esjubergi keypti það. —
Gröndal fluttist hingað þá um haustið
og var um veturinn í Doktorshúsinu,
en var húsnæðislaus með vorinu.
„Fékk ég þá Bjama á Esjubergi til að
leigja mér og settumst við að niðri, en
í efri herbergjunum bjó Pétur Péturs-
son (faðir dr. Helga Pjeturss). Þegar
Þorlákur Johnsen kvæntist urðum við
að flytja upp, en Pétur fór þá. Þarna
vorum við eitthvað sjö ár, höfðum 2
stórar stofur og 2 herbergi minni og
eldhús. En svo fór Þorlákur að eiga
börn og þurfli að hafa meira um sig,
svo við gátum ekki verið þar lengur“,
segir Gröndal í Dægradvöl. Hann mun
hafa búið þarna 1875—1881.
orlákur Ó. Johnson kaupmaður
kvæntist Ingibjörgu, dóttur Bjarna á
Esjubergi árið 1876. Hann hafði áður
vcrið við verzlunarnám í Englandi og
síðan bókhaldari hjá Fiseherverzlun,
en hafði nú keypt verzlunarhús Robbs
í Hafnarstræti (nú nr. 8) og byrjaður
að verzla þar. Hann vildi kenna ís-
lendingum nýja verzlunarháttu eftir
enskri fyrirmynd og varð um margt
brautryðjandi hér á því sviði. Hann
hóf fyrstur kaupmanna að auglýsa vör-
ur sínar bæði í blöðum og á götum úti,
og lét jafnvel bera auglýsingablöð í
húsin. Þrátt fyrir þetta gekk verzlun
hans ekki vel og hætti hann eftir nokk-
ísaumaður með mjög fínum gler-
perlum. Sama máli skiptir um sekk-
inn og fjölina, að hafa verður það
sem út verður dregið af lýsingu
hans meðan annað liggur ekki fyrir.
Áletranir tveggja vegna á sekkn-
um eru eindregið kirkjulegar, ann-
arsvegar I.H.S., hinsvegar I.N.R.
Hin fyrri er raunar algeng á út-
ur ár. En þá tók kona hans við og
setti á fót verzlun í heimahúsum,
Verzlun Ingibjargar Johnson, og gekk
hún svo vel að hún er enn vi§ ljffi.
E n með tengdamóður sinni setti
Þorlákur á fót „Café og Conditori Her-
mes“, og var það hin fyrsta stofnun
sinnar tegundar hér á landi. Hún var í
húsinu við Lækjargötu. Annars brauzt
Þorlákur í mörgu og mátti með nokkr-
um sanni segja að hann hafi verið
hrókur alls fagnaðar hér í Reykjavík
á sinni tíð. Var þá lítið um skemmtan-
ir og fræðslu fyrir almenning hér, en
Þorlákur taldi að hvort tveggja væri
nauðsynlegt til þess að draga fólkið
upp úr volæðinu. Hann hélt fræðslu-
erindi með skuggamyndum og höfðu
þá slíkar myndir ekki sézt hér áður.
Hann stofnaði Sjómannaklúbbinn, sem
hafði aðsetur í stórhýsinu Glasgow.
Þar var opið daglega og voru þar töfl
og spil handa mönnum. Á sunnudögum
voru þar haldnar guðsþjónustur, og
svo fékk Þorlákur hæfustu menn bæj-
arins til þess að flytja þar fyrirlestra
á kvöldin. Þetta var menningarstofn-
un, en hún lagðist niður eftir eitthvað
tvö ár og mun kostnaður hafa valdið.
Hann stofnaði og drengjakór.
orlákur andaðist 1917 og hafði
þá lengi verið heilsutæpur. En kona
hans hélt verzluninni í Lækjargötu á-
fram með skörungsskap og bjó þarna í
húsinu til æviloka, 1920.
Eins og á þessari stuttu frásögn má
sjá, er hús þetta með merkari húsum
í bænum, vegna þess hve lengi bjuggu
þar höfðingjar, hver fram af öðrum.
En nú mun það senn hverfa. Seðla-
bankinn hefur keypt það og mun láta
rífa það og reisa stórhýsi á lóðinni.
skornum munum t.d. rúmfjölum,
það eru upphafsstafir Jesú á grísku,
Jota, eta og sigma, en hin síðari er
skammstöfun á: Jesus Nazarenus
Rex og getur varla bent til annars
en þess, að sekkurinn hafi verið í
kirkjulegri notkun.
A ð handbragði er sekkurinn
hið ágætasta verk, prjónaður úr fín-
asta þræði og örsmáar perlur teknar
upp á þráðinn í tvöföldum doppótt-
um bekk að ofan og neðan svo og
í öðru skrautmynstri í sambandi
við áletranir og í stétt sekksins.
Perluraðir í mynstri, áletrunum og
Frh. á bls. 11
BÚNAÐUR UM
MESSUVÍN
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS