Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1962, Side 7
■^Ccsbóh F ræðafél agið FRÓÐI IESBÓK æskunnar 1 kynntr í dag Fræðafélagið Fróða. Það er una margt sérstætt félag, því að það er ekki nógu algengt að ungt fólk iðki þær gömlu og hollu list- greinar framsögu og rit- mennsku. Gaman væri að fá fréttir frá fleiri slíkum hópum og birta eitthvað úr viðfangsefnum þeirra eins og hér er gert. Lesandi góður. I Að þes.su sinni hefur Fræða félagið Fróði í Reykjavík tekið ; þessa síðu að sér að nokkru I leyti. Það mun þykja hlýða, að ; með fylgi nokkur skýring og I iýsing á félagi þessu. — Fer Ihún og hér á eftir. ' Félag þetta var stofnsett Ihinn 17. apríl 1959. Er það því tæpra 3ja ára nú. Frá upphafi hefur félagið vaxið jafnt og þétt. Telur það uú. eina 20 meðlimi. Mjög strangar reglur giida um inntöku nýrra félaga. Yfir- leitt er sá háttur á hafður, að eimhver félagsmanna leggur fmm tillögu um nýjan meðlim. Er sú tillaga síðan rædd sem (hver önnur væri. Fundir eru háðir með félag- inu einu sinni í viku. Skiptast þeir í tvennt, þó allir séu félags fundir, sem ræða almenn fé- Einn ræðumanna. Fclagar í Fróða á fundi. lagsmál. Er annar hver um- ræðufundur nokkurskyns mál fundur, en annar hver fundur fyrirlestur, erindi eða dagskrá um eitthvert fræðandi efni. Skylda er hvers félagsmanns að sækja fundi og starfa virkt í félagimu. Starfsemi félagsins miðast aðallega við þrenmt: Fræðslustarf, er fram fer með erindum og fyrirlesti'um fróðra manna, og dagskrám, er einhverjir félagsmenn annast, og umræðum félagsmanna sjálfra. Málhreinsunarstarf, er fram fer í alhliða fræðslu á málefn- um rétts framburðar íslenzkrar tungu, og rétts og fagiurs orða- vals. Félagisstarf, er fram fer 1 hverskyns æfing félagsmanna í starfsemd félags og þátttöku þeirra í störfum og umræðum. Fastur liður í störfum félags- ins er stöðug samkeppni um hverskyns efni lista og bók- mennta. Um hana sér Dóm- nefnd Fróðaverðlauna. Afstöðu til stjórnmála tekur félagið enga, nema bá að ísland sé fyrir íslendinga og enga aðra. Telur félagið mikilvægt, að það fylli menn sem flestra og ólíkastra skoðana á hverju máli. Nokkra samvinnu hefur fé- lagið nú við Æskulýðsráð Reykjavíkur. Er hún einkum fólgin í því að félagið þiggui af ráðinu húsnæði. Félagið heldur sér að mestu utan allra samtaka. f>að starfar algjörlega sjálfstætt og óháð. Félagsstjórn skipa fimm menn: Forseti, Vara-Forseti, Ritari, Féhirðir og Meðstjóm- andi. Forseti er nú Pétur Guð- geirsson. Telst heimilisfamg Porseta heiimilisfang félagsins. Það er nú Miklabraut 10, sími 10204. MORGUNN Það er morgunstund mild, sem að myrkursins vald flæmir braut yfir bláhvelið víða. Nú rís gullsólin gild yfir grundanna fald, og hún lýsir upp Fóstjörðu MYNDAVÉLIN ÞA er lcomið að myndavél- inni, í þessu tilfelli kulum við nota kassavél. Við setj- Um filmuna í, snúum spól- unni þar til talan 1 kemur í Ijós í rauða glerinu á baki vélarinnar, en gætum þess að sól eða sterkt rafljós skíni ekki á spóluna á með- an, nóg er að snúa sér frá birtunni og mynda þannig sjálf nægilegan skugga. Við erum nú tilbúin til að taka mynd, en áður skulum við aðeins lita á vélina sjálfa. Kassavélar (hér notað um allar einfaldar vélar) hafa yfirleitt aðeins tvær hraða- stillingar, sem eru tími (tákn B eða T) og ]/:io hluti úr sek. (M, L eða 30). — Á mörgum þeirra er aðeins ein ljósopsstærð, en sumar hafa ljósop 8 og 11 eða 11 og 16. Linsa þeirra er lítil og einföld, en smæð henn- ar gefur möguleika til mik- illar skarpleikadýptar, þannig að sæmilega skýr mynd fæst allt frá 2 m fjar lægð til fjalla í fjarska. Ef það sem mynda á er í minna en 2 m fjarlægð er hætt við að myndin verði ósköi'p (ekki í focus). — Á meðfylgjandi mynd sjáið iþ telpu og hús í baksýn, telpan var of nálægt vél- inni og sneri baki í birt- una, útkoman verður því sú að andlit telpunnar er alveg í skugga og óskýrt, en húsin, sem auðvitað voru aukaatriði, koma bet- ur fram og verða skýrari. Á sumum kassavélum er aukagler, sem færa má fyr- ir linsuna og þannig ná skýrum myndum í 1—2 m fjarlægð. Lítill lokarahraði O/30 úr sek.) gerir það að ekki þýðir að taka myndir af fólki eða hlutum á mik- illi hreyfingu, því að þá verður myndin hreyfð, þó ber minna á slíku ef hreyf- ingarstefnan er að eða frá vélinni, heldur en ef hún er þvert á hana. Á hinni myndinni sjáið þið dreng, sem sveiflar handleggnum, en hann sést ekki yel á myndinni, því að lokara- hraðinn er svo lítill að handleggurinn færist mikið á meðan ljósið streymir inn um linsuna, hinir hlutar drengsins eru lika svolítið hreyfðir, en gatan er vel skýr. — Ef lokarahraðinn væri meiri, þá gætti síður hreyfingar í myndinni. Þá þarf einnig að gæta þess að sól skíni ekki á linsuna þegar mynd er tekin, því að þá er hætt við speglun í linsunni og getur það eyðilagt góða mynd. Við lítum í myndleitarann og ákveðum hvenær rétt er að „smella af“, en gætum þess að halda vélinni stöðugri á meðan mynd er tekin. Það má taka góðar myndir á kassavélar ef sólskin er eða birta sæmileg, því að flestar svart-hvítar filmur þola nokkra undir- eða yf- irlýsingu og nota má mis- munar.di myndapappír til að rétta af lýsingu á filmu. Þó eru kassavélar illa fallnar til myndatöku innanhúss, nema þær séu þannig gerðar að tengja megi leifturljós (flash) við þær. fríða. Nú fer lifnandi líf, nú hefst löngun á flug. Það er albjart á árdegisstundu. Nú fer stonmhviða stíf yfir storð, gegnum hug. Sólin ryður nú gulli á grundu. Það er gaman og glatt út um grundir og teig. Nú rís dagur úr djúpsævi nætur. Upp á brúnriðið bratt sé ég bálið, er hneig, og nú fólkið mitt fljótt gl’eðjast lætur. Nú er kæti og kátt, og nú kveður við lag. Nú er bjart yfir bylgjunum reiðu. En af himninum hátt sólin horfir í dag, og hún svífur um ljósheima leiðu. Eg syng birtunni brag út um byggðir og skörð. Og nú fjallið mitt tón undlr tekur. Hvílík dýrð þennan dag! Hvílík dósemd á jörð! Það er morgunsins mund, sem að vekm:. Leir ljóðari 15 ára. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.