Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 1
 12. tbl. — 13. maí 1962 — 37. árg. Forn uppruni og kristin áhrif. Sæmdin H< L öfundar fslendingasagnanna, svo og þeir, sem íóru me'ð munn- legar sagnir þeirra, voru kristnir að meira eða minna leyti, ef til vill aðallega minna. Hér og þar sést votta fyrir kristnum einkennum. Þá virðist sem einhver gömul dyggð sé færð í kristilegan búning. En þetta er fágætt og áhrifin rista sjaldan djúpt. Að jafnaði or hér um að ræða siða- og lífsskoðanir af nor- rænum uppruna, þár sem flest hið frumstæða, sem í öndverðu loddi við þær, flestallar hjátrúarleifar, eru horfnar, en eftir er eins konar nægilega. í fyrsta lagi hinar fornu rætur sagnanna og tilvist heiðinna hugmynda í siðaskoðun á ritunar- tíma þeirra — og hér verður að minnast hinnar þróttmiklu leik- mannamenningar og andstöðu milii veraldlegra og kirkjulegra höfðingja á íslandi á 13. öld. í öðru lagi verð- ur að gæta að hinu alþekkta fyrir- brigði, að listaverkið hefur oft sinn sérstaka hugmyndaheim; sem dæmi mn það má nefna harmleiki Shaké- speares eða klassisku harmleikina frönsku, verk sem upprunnin eru í alkristnu samfélagi, en áhrif þeirra eru að nokkru leyti háð hæfileika áhorfenda að halda í svip hvoru í sínu lagi, hugarburðarheimi lista- verksins og hugmyndum kristninn- ar. — Undirstaða siðahugmynda sagn- anna er sæmdarhugsjónin, sem krefst mikils af mönnum og kemur þeim oft í miklar raunir, eins og er í frönsku klassisku harmleikunum. Hverja stund mega menn vera við því búnir, að sæmdarhugsjónin kosti þá lífið. Hún breytir mörgum deilum, sem sögumar segja frá, sem annars væru oft villimennskan ein- ber eða lítilfjörlegar, í mikilsverð mál. Víða er sæmdartilfinningin mjög næm, jafnvel harðjaxlar geta stundum sýnt mikla viðkvæmni, þegar imi heiðurinn er áð tefla, og stundum eru þættir í sögum því Ifk- astir, sem þeir væru dæmasafn sæmdarinnar, ætlaðir til að lýsa til- vikum hennar, alveg eins og ridd- arasögurnar frönsku eru oft eins og dæmaþættir um tilvik í ástamálum. Það má sjá í hendi sér, að sæmd- arhugsjónin, svo ágæt sem hún er í sjálfu sér, stuðlaði ekki að friði í þjóðfélaginu. í tengslum við hana var krafan um blóðhefnd, þar sem högg fylgir höggi, víg vígi, og slíkt ætlaði oft engan enda að taka. í þjóðfélagi, sem ekki hafði neitt ails- herjar framkvæmdavald, ýtti sæmd- arhugsjónin undir ofstopamenn, sem óðu uppi, eða þeir höfðu hana að yfirvarpi til að þjóna sinni lund. Hjá Ara fróða kemur fram mikil þjóðfélagskennd, sama er að segja um lög þjóðveldistímans. I sögunum kveður aftur á móti mikið að ein- staklingshyggj u, og eins og fyrr var sagt, er einstaklingurinn aðalvið- fangsefni þeirra. Frægð og afreks- verk eru þar mikils metin, hreysti og harðfengi. Er það þá herfrægðin ein, sem er nokkurs metin í sögun- um? Hefur höfundunum aldrei kom- ið til hugar, að „þegar öllu er á botninn hvolft, kunni að vera til annars konar frægð“, eins og Tchengis Khan kemst að orði í sorg- arleik Voltaires: Peut-étre qu’cn effet il est une autre gloire! Vissu- lega kemur þar víða fram skilning- ur á „annars konar frægð“. Hjá sumum persónum finnst manni blóð- hefndin frekar koma af grimmri skyldu heldur en hefndarþorsta. Og í mörgum sögum segir frá baráttu goðviljaðra manna gegn vígaferlum, viðleitni að varðveita friðinn. Þetta er meginuppistaðan í Njálu. En sög- urnar segja líka frá skáldum, hvort sem þeir voru vígamenn eða ekki. Og stundum frá ástamáium, og er skiljanlegt, að þeim fylgdi ekki allt- af friður, sízt ástamálum skáldanna, sem oft voru örlyndir, þar sem annarstaðar. IV átengd sæmdinni er dreng- skaparhugsj ónin, norræn, alþýðleg Frh. á bls. 12. Eftir próf. Einar Ól. Sveinsson. f Frakklandi er gefinn út bóka- flokkurinn „Archives des lettres moderne", bækur, sem kryfja ákveðin bókmenntaleg viðfangs- efni eða birta frumrannsóknir f bókmenntasögu. Nýlega skrifaði prófessor Einar Ólafur Sveinsson eina af bókum þessa bókaflokks, en hún fjallar um fslendingasög- urnar og nefnist, á frönsku „Les sagas islandaises". Hér birtist þriðji og síðasti kafli bókarinnar: Inngangsorð íiESANDI, sem þekkir bók- menntir annarra þjóða á sama tíma, t.d. helgisögur og riddarasögur, mun fljótlega veita athygli mismun þeirra og íslenzkra sagna, bæði að si'ðaskoðun og lífsskoðun. Séð úr fjarska kann mönnum f fyrstu að sýnast sögurnar hver ann- arri líkar í þessum efnum. Það er rétt að því leyti, að þær eru sprottn- ar upp úr jarðvegi leikmannastéttar, sem hafði sömu menningu og hugs- unarhátt, og auðvitað bera þær merki þess jarðvegs. En annars sýn- ir gaumgæfilegur lestur mikinn mun einstakra sagna. Hjá einum höfundi ber meira á einu sjónarmiði en öðru. Nú fylglr það beint af listarreglum íslendingasagna, að hÖfundarnir draga nærri þvi aldrel í eigin nafni ályktun af sögunni. Vandlegur lestur mun þó oft sýna mikla umhugsun um efnið. Af meðferð þess má oft ráða, hvað þeim er helzt á hjarta, og stundum birtist það líka í orðum persónanna eða í almannarómi, sem greint er frá. Og þá ber við, að meginvandamálið er sett fram í ein- um orðskvið, eins og þegar ein per- sóna Grettis sögu segir um hann, að annað sé gæfa en gjörvileiki. Hitt er þó miklu oftar, að höfundur sögu sýnlr mannlífsmynd, sem vekur spurningu, án þess að svara henni. Þá er eins og lesandinn standi frammi fyrir lífinu sjálfu — með gátum þess og vandamálum, flókn- um og torveldum. leikmannaheimspeki, veraldleg, af fornum rótum, en styðst þó um leið við beina athugun á lífinu. Það get- ur virzt undarlegt, að sögumar skuli ekki bera greinilegri merki áhrifa kristninnar, en tvennt skýrir það ■Ma* MMkMMMMkMMMMMll * •MMM%

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.