Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 4
CUNNÞÓRUNN HALLDÓRSDÓTTIR GAMLAR LEIKHÚSMINNINGAR AÁRUNUM eftir 1890 voru starfandi hér í bæ tveir leikflokkar. Hafði annar þeirra sýn- ingar í Breiðfjörðsleikhúsi, Fjala- kettinum svonefndum, nú Aðal- stræti 8, en hinn í Góðtemlparahús- inu. Þessi síðarnefndi leikflokkur gat þá teflt fram hinni ungu og mikilhæfu leikkonu Stefaníu Guð- mundsdóttur, en Kristján Þorgríms- son og Árni Eiríksson báru uppi sýningamar í Fjalakettinum. Síðar bættist í þeirra hóp. ung leikkona, Gunnþórunn Halldórsdóttir, er vakti þegar athygli og þótti líkleg til góðs frama á leiksviðinu. Gunn'þói’unn kom fyrst fram á leik- sviði 6. janúar 1895 og lék þá tvö hlut- verk, Sigríði frá Stuðlabergi í „Syst- kininum í Frostadal" eftir Indriða Ein- arsson og Helgu í „Hjá höfninni" eftir Einar Benediktsson. Með þessum sama leikflokki lék Gunnþórunn ýmis önnur hlutverk, svo sem Guðrúnu í Hellis- mönnum og Donna Lucia í Frænku Charleys. Gunnþórunn var því orðin þekkt og vinsæl leikkona hér í bæ þeg- ar hún gerðist einn af stofnendum Leik- félags Reykjavíkur. G unnþórunn Halldórsdóttir var fædd í Reykjavik 9. janúar 1872, í litlu húsi við Amtmannsstíginn og á þeim slóðum átti hún heima allan sinn langa aldur. Fo::eldrar Gunnþórunnar voru þau hjónin Halldór Jónatansson söðla- smiður, Skagfirðingur að ætt, og Helga Jónsdóttir. ættuð úr Fljótum. Móðir Cunnþórunnar hafði á hendi matsölu eftir að eiginmaður hennar lézt. Voru meðal kostgangara hennar margir skóla piltar, enda heimili hennar í næsta ná- grenni við Lærða skólann (nú Mennta- skólann). Einn þessara skólapilta var Sigurður Magnússon, lengst af kennd- ur við Flankastaði, síðar guðfræðingur og þá um skeið talinn einn af færustu leikurum bæjarins. Mun Sigurður hafa átt drjúgan þátt að því að Gunnþór- unn gekk leiklistinni á hönd. Gunnþór- unn var dugmikil athafnakona, og því var það, að þegar hún varð viðskila við Leikfélag Reykjavíkur árið 1905, sem síðar rnun vikið að, sneri hún sér að kaupsýslu ásamt Guðrúnu Jónasson, síðar bæjarfulltrúa, hinni merkustu konu. Ráku þær verzlun hér í bænum til æviloka og voru sambýliskonur alla tíð. Auk þess ráku þær umfangsmikinn búskap að Nesjum í Grafningi síðustu þrjátíu árin. Gunnþórunn var kjörin heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur árið 1938. Hún lézt á heimili sínu 15. fébrúar 1959. Hvarf með henni af sjón- arsviðinu síðasti fulltrúi þeirra mætu manna, sem með stofnun Leikfélags Reykjavíkur unnu ómetanlegt braut- ryðjendastarf í þágu íslenzkrar leik- listar. IVÍeðal stofnenda Leikfélagsins voru aðeins þrjár konur, sem tóku beinan þátt í leikstarfseminni, þær Stefanía Guðmundsdóttir, Þóra Sigurð- m ardóttir, kona Árna Eirlkssonar, og Gunnþórunn Halldórsdóttir. Þóra var lengst af heilsutæp, enda naut hennar skammt við (d. 1904). Mæddi því fyrstu árin mest á þeim Gunnþórunni og Stefaníu, en allar voru þær velmetnar leikkonur. — Á fyrsta leikári Leikfé- lagsins fór Gunnþórunn með sjö hlut- verk, en þau voru þessi: Klara í Ferða- ævintýrinu (Arnesen), Frederikka í Ævintýri í Rósenborgargarði (Heiberg), Mad. Olsen í Sagt upp vistinni (C. Möller), Constance í Aprílsnarrarnir (Heiberg), Jóhanna í Ævintýri á göngu för, Donna Lucia í Frænku Charleys og Emil í Hjartslætti Emils. — Ég hef getið þess áður í þessum þáttum að gagnrýnendur blaðanna tóku starfsemi L. R. í fyrstu allfálega, bæði leik og leikritavali, enda vérður því eigi neit- að að flest, ef ekki allt, sem sýnt var fyrsta árið var mikið léttmeti. Um þetta segir E. H. (Einar Hjörleifsson?) í ísafold 1. jan. 1898: „Það er mikill misskilningur, sem virðist vaka fyrir leikendum hér, að þessir stuttu leikir séu sérlega auðveldir viðfangs. Því minna sem efnið er, því meira er undir leikendunum komið.“ Eru þessi um- mæli hins gáfaða og snjalla rithöfund- ar vitanlega enn í fullu gildi. unnþörunn varð á þessum árum oft óþyrmilega fyrir barðinu á leik- dómendum eins og flestir aðrir leikend- ur. í einum blaðadómi um leik hennar í Sagt upp vistinni, er þó gervi henn- ar hælt og talað um góð tilþrif og um leik hennar í Aprílsnörrunum seg- ir: .... og fröken Gunnþórunn hefur naumast jafnvel leikið áður eins og í þessum leik.“ Hins vegar segir um leik hennar í hlutverki Jóhönnu í Æv- intýri á gönguför (fsaf. 5/4 ’98): „Jó- hanna varð að skellulegum og óþekki- legum kvenmanni, allsendis ófyndin þrátt fyrir öll hnittinyrðin, sem henni eru lögð í munni." Þá segir í sama blaði (21/1 ’99) um leik hennar í hlut- verki mad. Rogers í Esmeralda (W. Gilette): „Kerling hans (Matt Rogers), svarrinn (Gþ. H.) er myndarlega leikin og af mikilli alúð, en betur mundi á því fara og eðlilegar, að minna bæri á óhemjuskapnum með köflum, — að ósköpunum slotaði endrum og sinnum (hnefastælingum og öðru skapvargs- látbragði).“ Þess á milli er sagt að Gunnþórunn leiki „dável“, stundum „fyrirtaksvel." En einna harðastan dóm fær hún í blaðinu „Reykjavík" (14/1 ’04) fyrir leik sinn í hlutverki Valborg- ar í Gjaldþrotinu eftir Björnson. Þar segir: „Ungfrú G. Halld. leikur Val- borgu og virðist hafa misskilið aðals- eigindi hennar.... hún finnur.... ekk- ert annað í Valborgu, en geðvonzk- una, og heldur hér, eins og í öllu, sem hún leikur, þeim óþolandi kæk að „höggva máfinn“ eins og norn við hvert orð, sem hún segir. Þetta má hún ó- mögulega gera, þegar hún leikur unga og vel upp alda hefðarmey, þótt það fari henni vel og eðlilega, þegar það á við (í gömlum geðvörgum).“ Af þessu má ráða að Gunnþórunn hafi verið ær- ið skapmikil leikkona og því látið vel að leika kvenskörunga. Kemur það og fram í dómi Fjallkonunnar um Jeppa á Fjalli (27/3 1907): „Kerlingu hans, skapvarginn Nillu leikur Þóra Guð- johnsen, líka óaðfinnanlega. Líklega hefði jungfrú Gunnþórunn Halldórs- dóttir leikið hér betur. Hún reyndist svo vel fallin til þess konar hlutverka.“ — Enda þótt Gunnþórunn fengi á þess- um árurn allmikið að kenna á leik- dómendum, þá naut hún almennings- hylli sem leikkona og margir ágætir menn, sem séð höfðu góða leiklist er- iendis, voru gagnrýnendum mjög ósam- mála urn list hennar. Meðal málsvara hennar var t.d. Þorsteinn skáld Erlings- son, sem svarar einum leikdómnum flíklega þeim, sem birtist í „Reykja- vík“ og að framan getur), á þessa leið: „Ég hef séð margar konur, sem mér þótti fara prýðilega á leiksviði, en ég er ekki alveg viss um, að ég hafi séð nokkra, sem stendur þar og gengur betur en Gunnþórur.n Halldórsdóttir, hún á það eitthvað í sjálfri sér, sem hefur nóg afl til að horfa framan í allt og alla, og /æri ég leikstjóri, fengi ég hané. undir eins á mitt leiksvæði, ef þess væri kostur, — Ég vil ekki að dómur neins manns beygi stúlkuna, því hana á ekki að beygia". — Og frú Eufemia Waage, sem hafði öll skilyrði til að geta metið góða leiklist, segir svo um Gr nnþórunni í minningabók sinni „Lifað og leikið: „Þegar Gunn- þórunn var yngri, fannst mér hún vera mjög skemmtileg leikkona. Húa gat tekitf á sig mörg gerfi, og maður gat oft búizt við að sjá ýmislegt nýtt hjá henni“. Sannleikurinn er sá, að Gunn- þórunn var mjög hugkvæm leikkona og kom það hvað bezt í ljós síðar á leik- ferli hennar. A.rið 1905 er Gunnþórunn Hall- dórsdóttir stödd í Kaupmannahöfn, í þeim tilgangi að kynna sér danska leik- list. Birtist þá viðtal við hana í einu Kaupmannahafnarblaðanna. Þar eð samtal þetta hefur ýmsan gamlan fróð- ieik að geyma þykir mér ekki úr vegi að taka hér upp nokkrar glefsur úr því. Blaðamaðurinn furðar sig á því að hér skuli vera til leikhús, en Gunnþór- unn segir honum að það hafi starfað í sjö ár, frá október og fram í apríl ár hvert og hafi 1—2 sýningar á viku, jafnvel 3—4 þegar um vinsæl leikrit sé að ræða. Félagið fái 500 kr. á ári I styrk frá Reykjavíkurbæ og 500 kr. frá Alþingi Og hver eru laun leikendanna? spyr blaðamaðurinn. Þeir hæstlaunuðu fá 10 kr. á kvöldi. En leiklistin er stunduð 1 hjáverkum. Jens Waage er bankastarfsmaður, Friðfinnur Guðjóns- son prentari, Ámi Eiríksson og Helgi Helgason verzlunarmenn. Kristján Þor- grímsson er svo vel stæður að hann. þarf ekki að vinna neitt nema að leik- listinni. Hann á reyndar bráðum 25 ára leikafmæli, bætir Gunnþórunn við. Aðstæður til leikstarfseminnar eru mjög slæmar, húsakostur þröngur og án þæginda. Leiktjöldin gamalt dót frá Bagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn. Áhorfendasalurinn rúmar um 400 manns og er alltof lítill því að íbúar Reykjavikur eru um 10 þúsund. Olíu- lampar, en brátt von á rafmagnisstöð ! Reykjavík (varð reyndar gasstöð. S. Gr.) Og aðgangseyririnn? spyr blaða- maðurinn. Ein króna hvar 1 salnum sem er! Að lokum spyr blaðamaðurinn Gunnþói-unni hvort hún hafi fengið styrk til ferðarinnar. Nei, því miður, svarar hún. Eruð þér við leiklistarnám hér. Nei, ekki ennþá. En prófessor Pouisen (Emil Poulsen, faðir Adams og Jóhannesar Poulsens. S. Gr.) hefur lof- að að fara yfir nokkur hlutverk með Framhald á bls. 13 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.