Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 13
GUNNÞÓRUNN f Framhald af bls. 4. mér og mælt með mér við Valdemar r-rice. Hef ég hug á að læra hjá hon- s um látbragðslist (Plastik). Og svo fer ég í leikhús hér um bil á hverju kvöldi. Hvaða leikkonur hér fellur yð- ur bezt við? Ég er mjög hrifin af Augustu Blad. Og frú Oda Nielsen er indæl! Ég hef séð „Brúðuheimilið“ í Konunglega leikhúsinu — ó, ég varð alveg heilluð af frú Hennings! Já, hér er margt og mikið að læra. En verst þyk- ir mér að fá ekki að sjá frú Nansen. Hvað verðið þér hér lengi? Eins lengi cg peningamir endast! Teikningin, sem fylgir hér með, er tekin úr hinu danska blaði. Það hefur löngum viljað við brenna í Leikfélagi Reykjavíkur að rnenn greini þar á um margt er lýtur að starfsemi félagsins, einkum að leik- ritavali og hlutverkaskipun. Svo var einnig á þeim árum, sem hér ræðir um og það svo mjög að oft horfði til vendræða. Má glöggt lesa þetta milli línanna í bók frú Eufemiu Waage og F.riðfinnur Guðjónsson vílrur að þessu í giein sinni í afmælisriti Leikfélagsins er hann segir: „Verður því þó ekki neitað, að oft var leikritavali þannig bagað, að aðeins var tekið tillit til þess, að í því væru hlutverk við hæfi eins eða tveggja leikenda, en hinir ii'ðu að sætta sig við hlutverk, sem alls ekki voru í samræmi við hæfileika þeirra. Varð þetta iðulega til að vekja óánægju, og varð þar að auki tilefni klíkuskapar innan félagsins". Mun fcinhver slíkur ágreiningur hafa orðið til þess að Gunnþórunn Halldórsdóttir !iét af störfum á vegum Leikfélagsins, annað hvort skömmu áður en hún fór lil Danmerkur árið 1905 (síðasta leik- r:tið, sem hún lék í hjá Leikfélaginu að þessu sinni, John Storm, var frum- sýnt 26. des.1904), eða þegar hún kom heim aftur úr þeirri ferð sama ár. Eft- ir það lágu eigi leiðir hennar og Leik- félagsins saman um tugi ára. Var það eigi fyrr en haustið 1924, er frú Stef- anía Guðmundsdóttir var formaður fé- iagsins, að Gunnþórunn hóf aftur leik- ístarf á vegum félagsins. En enda þótt Gunnþórunn hefði um þetta leyti ærið að starfa við hið nýstofnaða verzlunar- iyrirtæki sitt, þá hafði hún bundizt ?eiklistinni of sterkum böndum til þess að hún gæti sagt skilið við hana fyrir fullt og allt. Frá þeim tíma er Gunn- Jpórunn hætti að leika á vegum Leikfé- llagsins og til ársins 1924 er hún hóf þar aftur starf, lék hún með ýmsum rmáflokkum hér í bæ, var eftirsóttur gamanvísnasöngvari á skemmtunum og ó árunum 1920—30 var hún aðalrevíu- Etjarna bæjarins og lék þá einkum á vegum Hf. Reykjavíkurannáls, sem Páll Skúlason ritstjóri átti hvað mestan þátt sð. Ástæða hefði verið til að ætla að þessi langa þjónusta Gunnþórunnar við !hina léttari grein leiklistarinnar hefði Elævt hæfileika hennar til skapgerðar- leiks og túlkunar alvarlegra hlutverka. En raunin varð allt önnur, því að með komu hennar til Leikfélagsins á ný, kefst, svo eigi verður um deilt, merk- asti og glæsilegasti þátturinn í leik- ferli þessarar mikilhæfu leikkonu. Hún ttiefur á þesum árum þroskazt mjög í 3ist sinni og hefur nú jafnt á valdi fúnu gamanhlutverk og veigamikil og vandasöm skapgerðarhlutverk. Fyrsta ei nú Petrúnella í Stormum eftir Stein Sigurðsson. Um leikinn segir svo í Morgunblaðinu (26. 10. ’24): „Þau Gunnþórunn Halldórsdóttir, Friðfinnur Guðjónsson og Stefán Runólfsson fara Óll ágætlega með hlutverk sín, gaman- eemi og glens leiksins. Þeim fórst það evo vel úr hendi að jafnvel Jón Magn- ússon forsætisráðherra með sinni al- kunnu stillingu hló oft og tíðum dátt þar sem hann sat uppi á hinum nýju svölum“. Eftir þetta leikur Gunnþór- unn hvert hlutverkið öðru veigameira og vandasamara. Má með réttu segja að a-draðar konur verði sérgrein hennar, enda túlkaði hún þær af sterkri inn- Jifun og auðlegð skilnings og hjarta- hlýju, ekki sízi þegar um var að ræða íslenzkar almúgakonur. Meðal helztu iilutverka Gunnþórunnar á þessum síð- ari hluta leikferils hennar má nefna: Þorbjörgu í Dauða Natans Ketilssonar eftir Eline Hoffmann, Öglu í Dómum eftir Andrés Þormar, Geirlaugu í Hall- sreini og Dóru eftir Einar H. Kvaran, Grírnu í Jósafat eftir sama höfund, Staðar-Guanu í Manni og konu, Þor- grímu galdrakinn í Fróðá eftir Jóhann Frímann, konu Jóns bónda í Fjalla- Eyvindi, Vilborgu grasakonu í Gullna hliðinu, Mettu Marin í Orðinu eftir Kaj Munk og Ásu í Pétri Guut. M VTunnþórunn fær, að heita má undantekningarlaust, mikið lof fyrir leik sinn í þessum hlutverkum. Um leik hennar í Dauða Natans Ketilsson- ar segir eitt blaðið: „Gunnþórunn Hall- dórsdóttir lék Þorbjörgu nákvæmt og eðlilega og efast ég um að aðrir hefðu bjargað þeim óskapnaði í land“. Um leik Gunnþórunnar í hlutverki Geir- laugar í Hallsteini og Dóru segir í Mbl. (3. 5. ’31): „Þó bar Gunnþórunn Hall- dórsdóttir .... af öðrum. Leikur henn- ar var svo látlaus og eðlilegur, að eng- inn gat fundið, að hér væri um leik að ræða, heldur veruleika". Og um leik hcnnar í Jósafat (Grímu) segir sama blað (20. 3. ’32): „Þessa konu lék Gunnþórunn af mikilli list. Leikurinn allur snilldarlegur frá upphafi til enda. Tilfinningarnar sannar og ósviknar bæði í sorg og reiði“. Og þannig mætti lengi teija. Aðeins vil ég bæta því við að leikur Gunnþórunnar í hlutverki Mettu Maríu í Orðinu, veríur mér ef til vill minnisstæðastur af öllu, sem ég hef séð á íslenzku leiksviði. Svo innileg og tær leiklist er fágæt, ekki aðeins hér hjá okkur, heldur þótt víðar sé leitað. Hlutverkið er eigi mikið að vöxtum, en gerir þó geysimiklar kröfur til leik- andans, því að þegar þessi umkomu- 1-ausa, gamla kona vitnar um synd sína á bænasamkomu Péturs skraddara má ekki muna hársbreidd svo að atriðið verði ekki broslegt. En með hinni miklu nærfærni sinni og djúpu samúð með smælingjunum sneiddi Gunnþór- unn hjá þessari hættu með þeim ár- ar.gri að þetta „litla“ hlutverk var eitt af áhrifamastu hlutverkum leiksins. Þá ber og að minnast á leik Gunnþórunn- ar í hlutverki Ásu í Pétri Gaut. Ása býr yfir margsiungri skapgerð, sem fær cít snögga og óvænta útrás í skiptum l ennar við hinn ódæla son sinn. Hlut- verkið er því bæðj. erfitt og vandasamt, en Gunnþórunn leysti það af hendi með miklum ágætum. Var hún þó kom- m á áttræðisaldur er hún lék hlutverk- íð fyrst. Gunnþórunn Halldórsdóttir fór alls með 72 hlutverk á vegum Leikfélags- ins, en ekki er mér kunnugt um hversu mörg hlutverk hún lék þar fyrir utan. egar Þjóðleikhúsið var vígt lék Gunnþórunn sitt gamla hlutverk, konu Jóns bónda í Fjalla-Eyvindi og Frið- finnur lék þá Jón sem fyrr. Var þeim ákaft fagnað er þau birtust á sviði hins nýja og glæsilega leikliúss. Var það vissulega ekki að ástæðulausu, því að þau voru síðustu fulltrúar þeirra frum- herja íslenzkrar leiklistar, sem með þrautseigju og ósérplægni unnu mark- visst að því að skapa Þjóðleikhúsinu tvimælalausan tilverurétt. Þegar Gunnþórunn varð áttræð, 9. janúar 1952, efndi Þjóðleikhúsið til sýningar á Gullna hliðinu til heiðurs hinni öldruðu listakonu. Lék Gunnþór- unn þá hið gamla hlutverk sitt, Vil- borgu grasakonu. Fögnuðu leikhúsgestir henni af miklum innileik og var aug- Ijóst að hún hafði á löngum listferli smum unnið hug og hjarta samborgara sinna. Lýsti formaður Félags íslenzkra leikara yfir því við þetta tækifæri að Gunnþórunn hefði þennan dag verið kjörin heiðurfélagi félagsins. Var þetta í síðasta sinn er Gunnþórunn stóð á leiksviði og lauk þar með löngum og merkum leikferli einnar af mikilhæf- ustu leikkonum þessa lands. Siguröur Grímsson. EVELINE Framhald af bls. 3. til föður hennar. Ernest hafði verið uppáhaldið hennar, en henni þótti líka vænt um Harry. Pabbi var farinn að láta á sjá upp á síðkastið, hafði hún tekið eftir; hann mundí sakna hennar. Stundum gat hann verið reglulega inn- dæll. Ekki alls fyrir löngu, þegar hún lá rúmföst einn dag, hafði hann lesið fyrir hana draugasögu og ristað handa henni brauð við eldinn. Annan dag, þegar mamma var enn á lífi, höfðu þau öll farið 1 skemmtiferð út á Howth-hæðina með mat og drykk. Hún mundi að pabbi hafði sett upp hattinn hennar mömmu til að koma krökkunum til að hlæja. Tíminn var brátt á þrotum, en hún sat áfram við gluggann, hallaði höfð- inu að gluggatjöldunum og andaði að sér þefnum ur rykugu baðmullarefn- inu. Lengst niðri í breiðstrætinu gat hún heyrt leikið á götuorgel. Hún þekkti lagið. Skrýtið að það skyldi koma einmitt þetta kvöld til að minna hana á loforðið til móður sinnar, lof- orðið um að halda heimilinu saman eins lengi og hún gæti. Hún minntist síðustu næturinnar sem móðir hennar lifði; hún var aftur komin í þrönga dimma herbergið hinum megin við ganginn og fyrir utan heyrði hún þunglyndislegt lag frá Ítalíu. Orgel- leikaranum hafði verið skipað að fara burt og fengið sex pence fyrir. Hún mundi hvernig faðir hennar reigsaði aftur inn í sjúkraherbergið og sagði: „Þessir bölvaðir ítalir! Hvað hafa þeir hingað að vilja!“ M eðan hún var niðursokkin 1 hugsanir sínar, gagntók eymdarmynd- in af lífi móður hennar kvikuna í sjálfri veru hennar — myndin af þessu lífi hversdagslegra fórna sem lauk með endanlegri sturlun. Það fór hrollur um hana þegar hún heyrði aftur rödd móð- ur sinnar endurtaka í sífellu með fárán- iegri þrákelkni: j „Dereván Serán! Dereván Serán!" Hún spratt á fætur gripin skyndilegri skelfingu. Sleppa! Hún varð að sleppa! Frank mundi bjarga henni. Hann mundi gefa henni líf, kannski líka ást. En hún vildi fá að lifa. Hvers vegna ætti hún að vera vansæl? Hún átti rétt á ham- ingju. Frank mundi taka hana í faðm ser, vefja hana örmum Hann mundi bjarga henni. i Í5ún stóð í iðandi þvögunni á stöð- inni við Norðurbakkann. Hann hélt í höndina á henni og hún vissi að hann var að tala við hana, segja eitthvað um íerðalagið aftur og aftur. Stöðin var full af hermönnum með brúnan farang- ur. Út um breiðar dyrnar á skýlinu sá hún bregða fyrir svörtu bákni skips- ins þar sem það lá við hafnarbakkann með uppljómuð kýraugu. Hún svaraði engu. Hún fann að hún var föl og köld á vanga, og úr völundarhúsi eymdar sinnar bað hún Guð um að taka stjórn- ina í sínar hendur, leiða henni fyrir sjónir hver væri skylda hennar. Skip- íð blés löngu, sorglegu blístri út í þok- una. Ef hún færi,- yrði hún með Frank á sjónum á morgun siglandi til Buenos Aires. Það var búið að panta farmið- ana. Gæti hún enn snúið til baka eftir allt sem hann var búinn að gera fyrir hana? Bágindi hennar vöktu henni ógleði í líkamanum og hún hélt áfram að bæra varirnar í hljóðri og heitri bæn. Bjalla hringdi og lamdist við hjart- að í henni. Hún fann að hann tók í höndina á henni. „Komdu!“ Öll heimsins höf byltust kringum hjarta hennar. Hann var að draga hana út í þau: hann mundi drekkja henni. Hún greip báðum höndum um járnkalt handriðið. „Komdu “ Nei! Nei! Nei! Það var ekki hægt. Hún kreppti hendurnar um járnið í örviti. Úr hafrótinu gaf hún frá sér angistarvein! „Eveline! Evvy!“ Hann ruddist gegnum hliðið og kall- aði til hennar að fylgja sér. Það var hrópað til hans að hann ætti að halda áfram, en hann kallaði aftur til henn- ar. Hún sneri náhvítu andlitinu til hans, hlutlaus, eins og hjálparvana dýr. Augu hennar báru honum engin boð um ást eða kveðjur eða kunnugleik. tflúseigendiir á hitaveitusvæðlnu Sparið hitunarkostnaðinn um 10—30% með því að nota sjálfvirk stiilitæki Önnumst uppsetningar Talið við okkui og leitið upplýsinga HÉÐINN = Vélaverzlun — Simi 24260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.