Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 12
Mm ■ ÍSLENDINGASOGUR Framihald af bls. 1. hliðstæða hins suðræna riddara- skapar, en þó frábrugðin honum í því, að hún er sneydd allri ást- hneigð. Söguhetjan sýnir af sér drengskap sinn sem óhlutkennda dyggð, án þess að vænta launa, en ekki til heiðurs drottningu hjarta síns. Drengskapurinn hefur í sér fólgna fyllingu persónuleikans, sem hefur ekki aðeins í för með sér sjálfsagt réttlæti og kröfu um jafna aðstöðu í skiptum við óvini, en trygglyndi og hjálpfýsi við vini, ekki aðeins - óbeit á níðingsverkum við hvem sem er, líka óvini, og hjálpfýsi við hjálparþurfa, þótt ó- kunnugir séu, heldur og eins konar stórsýni, sem slær striki yfir fjand- skap og veitir óvini hjálp. Þannig er þá drengskapurinn samgróinn sæmdinni, en vex þó um leið upp frá henni og sigrast á sumum nei- kvæðum afleiðingum hennar, þegar hún er í þröngri, eigingjarnri mynd. Hinir fornu íslendingar voru mennskir menn, menn með kostum og göllum, menn sem stóðu báðum fótum á jörðinni. Og sagnahöfund- arnir sem lýstu þeim og lífi þeirra, voru raunsæir menn, sem sögðu jafnt frá góðverkum og illvirkjum, sem hvort var innan um annað í lífi manna. En gegnum stranga hlut- lægni sögunnar höfum vér þá til- finningu, að segulnálin vísi alltaf rétt, vér lesum milli línanna aðdá- un á göfugmennsku og drengskap. H, Gæta og ógæfa . lutlægni sagnanna merkir í rauninni karlmannlega bölsýni, sem getur minnt á lífsskoðun grísku harmleikanna. Það er mannlegt að óska hamingju, óska þess að saga endi vel, en þessar sögur segja mest frá hörmungaratburðum, oft er aðal- atburður þeirra fall hetjunnar. Sög- ur ritaðar eftir lok hins klassiska tímabils, svo og fornaldarsögurnar, sýna, hve þungt var undir þessu að búa: þar ryður krafan um góðan endi sér til rúms, svo að ekkert fær við staðizt. En á dögum klassisku sagnanna horfðust menn hins vegar í augu við hinn harmkvæða veru- leika. Það er stundum nserri því geigvænlegt að sjá þetta. Hvernig þoldu höfundarnir þetta, svo að þeir hörfuðu ekki undan, lugu ekki sér og öðrum til hugar- hægðar? Fyrst og fremst með því að segja söguna, gefa mynd af lífinu, sjá og skoða. Stundum með því að finna lögmál. Stundum getur að líta skáldlegt réttlæti í sögunni, en það er líklega álíka sjaldgæft í henni og í lífinu sjálfu. Glæpur og refsing fylgjast ekki að, eða svara ekki hvað til ann- ars. Einkennilegt er að athuga Víga- Glúms sögu. í henni virðist gægjast fram hugmyndin um sekt, sem dreg- ur á eftir sér refsingu — það er eins og það sé bak við hina varð- veittu sögu, eins og skuggi, en það er eins og í henni hafi þetta orðið af að þoka fyrir mannlýsingunni, hlutlægri og miskunnarlausrL f íða koma fram hugmyndir, sem tjáðar eru með orðunum gæfa- ógæfa, — nöfnin eru fleiri. Þær eiga rætur að rekja til fornra magntrúar og fylgjutrúar hugmynda, en í sögunum er mest af hinu forna horfið og þetta er orðið að eins kon- ar lífsspeki. Gæfan er hér skilin sem líkamlegt og andlegt lífsmagn, sem dregur að mönnum góða hluti og veldur því, að þeir farsælast af því, sem þeir hljóta. Ógæfa er and- stæðan, þurrð þessa magns, og hef- ur hún í för með sér, að líkamleg gæði þverra, en einnig hneigð til ó- happa og böls. Gæfan býr í ein- staklingnum, hamingjumanninum, dregur gæði að honum, en hún geislar einnig frá honum til ann- arra, sem hljóta gæfu af honum. Á sama hátt getur ógæfan verið eins og sýking, sem breiðist út frá ó- gæfumanninum eins og sótt. Oft er talað um ættargæfu eða — ógæfu, og ættarógæfan getur minnt á grísku hugmyndirnar um ættarsekt, einkum þar sem hugmyndirnar um gæfu og ógæfu hafa oft í sér fólgið siðferðilegt innihald. f fljótu bragði getur mönnum virzt, að hér sé að ræða um sekt og refsingu (eða and- stæður þess), en í rauninni er þetta ekki svo, heldur er þetta eins konar sjúkleg tilhneiging, sem komið getur fram í margvíslegum sundurleitum myndum, er stundum eðlislæg, stundum til orðin við óhapp. Um vandamál ógæfunnar má læra margt í Grettis sögu. Eða í Njáis sögu — engin saga sýnir betur ógæfuna sem eitthvert sýkjandi, eyðandi afl, sem grefur um sig og eitrar og berst frá einum til annars; lesanda kemur í hug sú tilfinning, að hér sé að ræða um einhvern alheimskraft, senni- lega blindan, en fjandsamlegan rr '"nu.*> Örlöe-in 0 'nnur hugmynd, sem oft blandast saman við þessa í sögunum — og í ritum fræðimanna —, er for- lagatrúin. Eins og gæfuhugmyndin hefur forlagatrúin í sögunum losnað við alla forna trú (á nornirnar). Gæfuhugmyndin fær stuðning af athugun á mannlífinu, en forlaga- trúin er frumspekileg, en stafar þó einnig af lifstilfinningu. Forlagatrú- in er mjög algeng og sterk í sögun- um. Hin forníslenzka hugmynd um örlögin lýtur að áhrifum á atburði frekar en á mannsviljan, anda mannsins. Þannig trúðu íslendingar á mátt mann á sama hátt og Stóu- menn. Örlögin voru oft hörð, það var erfitt að þola raunir lífsins, þungbært að deyja einmitt nú. En forlögin voru ekki grimm í sjálfu sér. Engin örlaganorn var til, sem gleddist af því að auðmýkja mann- inn. Þannig er aftur komið að þess- ari karlmannlegu bölsýni, þessu ein- kennilega óbifanlega hlutleysi. í augum íslendinga gátu örlögin og ógæfan verið annað og meira en byrði, þau gátu verið áskorun á hinn frjálsa hug um að mæta því, sem að höndum bar, án þess að bug- ast, með festu, „án ótta og án von- ar“. Þetta merkti hvorki hroka né tálvonir, þvert á móti var aðalein- kenni þess raunsæið. Trúin á frelsi mannsviljans gerði lífið að list: hátterni manna v-ar stjómað eftir ákveðnum fegurðarreglum. Þetta kemur sérstaklega skýrt fram í frá- sögnum af því, hvernig menn brugð- ust við dauða sínum. „Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin", sagði Atli, *) Ekki alveg óskyldar hugmyndir hafa sumir fræðimenn ' fundið hjá Shakespeare, sjá t.d. A. C. Bradley: Shakespearean tragedy, London 1932, einkum bls. 31 o. áfr., 261 o. áfr. o. s. frv. bróðir Grettis, þegar hann hlaut banasárið. Helgi Dropleugarson var særður til ólífis, og mælti hann þá til óvina sinna aðeins þetta: „Nú seinkaði eg, en þú bræddir heldur“. Á þennan hátt verður dauðastundin dýrlegasta stund lífsins: Maðurinn hefur sig upp yfir örlög sín, lífið, dauðann. Latneskur orðskviður seg- ir: Vae victis, vei hinum sigruðu. ís- lendingasögur segja víða sögu, þar sem atriðisorðið er: Gloria victis, dýrð hinum sigruðu. kaflega skýrt koma fram í Njáls sögu þessar hugmyndir og öll þau vandamál, sem þar við eru tengd, ógæfa og forlög, baráttan við öfl fjandsamleg mannlífinu, við of- urvald örlaga, um takmörk mann- legs máttar og mannlegra vits- muna. Hinar fornu kröfur um vald yfir sjálfum sér frammi fyrir dauð- anum eru sjálfsagðar hér sem ella. En hér er enn meira vert um mannshugann. Aftur og aftur má sjá í þessari sögu, hvernig menn sigrast á hinu andstæða, jafnvel dauðanum, ekki aðeins með hetju- legu hátterni, heldur og með eins konar heiðríkju hugans, frelsi and- ans: maðurinn gengur sjálfviljugur undir það, sem verður að vera, ekki lengur rekinn út í það, stund- um bregður fyrir hugmyndinni um yfirbót eða þá fúsleika til að þola, og um leið þverr tilfinning hinna hörðu forlaga og í staðinn kemur önnur, sú að þrátt fyrir allt muni ástúðug hönd stjórna. Og þessi saga, sem svo langa lengi hafði ekki sagt frá öðru en hvernig myrkrið og bölið óx og þéttist og vonin þvarr, endar þó að lokum með einkennilegri heiðrikju. Orð Aristólesar um kaþarsis, hreinsun þá, sem sorgarleikurinn hefur í för með sér, eiga hvergi betur við en hér. En það er auðséð, að hér er trúin á forsjón að koma í stað forlagatrú- arinnar; það er nýjung í sögunum. Og hugmyndin um yfirbót bendir út fyrir sjóndeildarhring þessa lífs — einnig það er nýjung. Auðsjáan- lega er komið inn í síðsumar sagn- anna. Fornu hugmyndirnar og hug- myndir kristninnar skerast. Komið er að lokum þessarar bókmennta- tegundar, sem fjallaði um baráttu mannsins í þessum heimi. D J A S S Framhald af bls. 8. förum í djassinum. Hugsið ykkur: Ár- ið 1930 var bassaleikarinn, vinstri hönd píanóleikarans, gítarleikari, hægri fótur tromonuleikarans og báðar hendur hans önnum kafnar við að slá taktinn. í dag er þetta aðeins hlutverk bass- ans og hægri handar trommuleikarans. Coleman leitar meira frelsis í rit- manum og vill, að trommuleikarinn slái hluta af tónverkinu, en láti sér ekki nægja að leika undir. Nýjungar Cole- mans eru í aðalatriðum einfaldar, óhjá- kvæmilegar og ósvikinn djass, en þær eru það aðeins vegna óþreytandi elju hans. Þegar hann er ásakaður um að valda fagurfræðilegri ringulreið, svar- ar hann: „Nei. Þegar ég komst að því, að ég gat gert vitleysur, fann ég að ég var á réttri braut“. í tónlist Orrtette Colemans eru enn mörg óleyst vandamál. Nú er hún hríf- andi og ástríðufull, og að hlusta á hana er eins og að vera við fæðingu einhvers sem er nýtt og mikilvægt. Enginn mundi segja, að hún sé alsköpuð, heldur að með henni sé stefnt í áhjákvæmilega átt. Áþreifanlegasta sönnunin um mik ilvægi hans er, að hann hefur kornið fram með nýjar hugmyndir um hljóm- fall, og laglínur hans krefjast nýrrar framsetningar. Framsetning Parkers fylgir ennþá ýmsum öðrum. En Ornette er sá, sem í raun og veru er frumlegur. Ornette Coleman verður fyrir þeim sömu ofstækisfullu viðbrögðum, bæði innan og utan djassheimsins, sem allir róttækir nýjungamenn verða að búast við. Eins og Monk á undan honum hlýt ur hann bæði lof og er kallaður gervi maður. Meðal allra þeirra, sem eru fram arlega í „nýjunginni“, er Coleman hinn eini, sem enn er umdeildur í djassblöð um. Og þetta er eðlilegt, þvi tómlist hans tekur stærsta skrefið frá viðteknum venjum til endurnýjunar á djassinum. - SVIPMYND Frarnihald af bls. 12. og Hardy. Hin löngu söguljóð hans nafa fært Nýja-Englandi nokkurs kon- ar þjóðlegt mál. Hvort nokkur talaði þetta mál, áður en Frost orti ljóð sín, er önnur sa;'a. Sennilega gerði enginn það, því einfaldleikinn í söguljóðunum iiefur greinilega kostað hann mikið erfiði, næstum eins og hann hefði þurft að skapa tungumál. Árangurinn varð sá að Nýja-England, sem áður hafði vanizt háfleygu og hámenntuðu tungutaki Hawthornes og Henry James, eignaðist hversdagslega rödd, og Frost gaf því líka nýtt hversdagslegt siðgæði. F rost hefur sagt, að Ijóð eigi að „hefjast í gleði og enda í visdómi", og peirri forskrift hefur hann fylgt trú- j.ega. Ánægja hans af hinum lítilmót- iegu hlutum í umhverfi hans hefur fætt af sér einhver fegurstu og ná- kvæmustu sveitaljóð, sem ort hafa ver- ið á enska tungu eftir að Clare leið. En Fi-ost gerir sig sjaldan ánægðan með lýsingarnar á því sem fyrir augu ber; hann vill draga af því siðferðilegar ályktanir. Hann er kennari í innsíta eðli sínu. Hann gefur öllum hlutum mennskar eigindir, hvort sem um er að ræða ljá, laufblað, skordýr, húsdýr, tré eða fugla. Tvö síðastnefndu fyrirbærin ei-u eftirlætisyrkisefni hans. Þegar Frost heldur fyrirlestra eða les upp í háskólum, dvelst hann þar giama nokkra daga til að vera „eina konar póetískur rafall eða aflvaki“, eins og hann komst einu sinni að orðL Kannski er það einmitt þetta sem hann hefur gert fyrir hinn stóra lesendahóp rinn í Bandarikjunum. Með aga, kunn- áttu og hugkvæmni hefur honum tekizt að gera list sína svo fullkomlega ein- falda og látlausa, að hún virðist vera irinan reynslusviðs hvers einasta manns. Hann er í eiginlegum skilningi lýðræð- islegasta ljóðskáld Bandaríkjanna eftir Walt Whitman. ar við kynntumst, heldur á bíL“ 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.