Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1962, Blaðsíða 11
Theodór Gunnlaugsson: REFIR í SPEGILMYND IV ÞAR BULDI SKOTIÐ Við læðumst afar hljóðlega upp eftir austara gilinu, þangað, sem Guðmundi sýndist hvolpurinn hverfa, með burðinn, er hann tók af móður sinni. Nú þýðir ekkert að kalla á hann eftir þessi voða öskur úr refnum, enda án efa fengið nóg af því að heyra kvala- og hræðslu- hljóðin, sem læðan rak upp, er fyrri sprengikúlan hitti hana og tætti sundur vinstra lærið á henni og beinið með. 'Síðan hefur hann sjálfsagt ekki þorað að bæra á sér, jafnvel þó að hann hafi heyrt til refsins, sem lagði leið sína rétt hjá honum. í syðri barmi giilsinis er mun xninna um urðir og holur. Við leitum alveg hljóðlaust, nema hvað við kröifis- um, með nögl, í steina og holubarma. t>á er venja að yrðlingar, sem hafa grun um eitfchvað óhreint, verði það á að boifsa lágt, einu sinni eða tvisvar og svo búið. Aðrir hafa til að arga hvað ©ftir annað. En þá eru þeir jafnframt að tiikynna systkinum sí-num að nú sé hætta á ferð og vissast að fara varlega. Skyndilega lyftir Guðmundur hendi og bendir mér að koma. Hann heyrði glöggt, dimmt og gri-mm.darlegt bofe, langt inni í holu, rétt hjá sér. Þetta var nú betra. Við athugum umhverfið vandlega og Ikomumst að þeirri niðurstöðu að í tveimur eða þremur stöðum kunni hann að komiast út. En það reynir hann áreið- aniega ekki fyrst u-m sinn. Hér er því aðeins eitt ráð, sem gefur sigurvónir. Aðeins eitt. Og það framkvæmu-m við. E, V, ^ftir 10—15 min. eru tveir og tveir fótbogar, mjög kröftugir, komnir eins langt og ég get teygt úr hendi, inn í þá tvo munna, sem mestar likur eru á að hann komi út urn. Þeir eru svo vel huldir með mold og sandi, að engin breyting virðist sjáanleg í munn- unurn. Og svo eru þeir örugglega bundn- ir með snæri, sem liggur út úr holunuim, og gefur ekki eftir nema féa þumlunga. Við festuna úti eru sv-o spottarnir slak- ir, en þar er þeim brugðið um hand- flugfjarðrir úr stórugrágæs, sem við fu-ndum væng af, milli steina, í gilinu. Þeim er stungið þétt niður en þannig að komd hvolpurinn í boga og togi í, strengist á spottanum, og fa-lla þá fjaðr- imar. Þetta sjáum við auðveldlega í sjónauka, frá þeirn stað, er við lágum. Það er mesti munur svo framarlega að þokan byrgi ekki allt. Síðast leggjum við hellur, mjög gætlega, fyrir þá munna, sem bogarnir eru í, en samt rifar talsvert, svo ekki þarf að efa að yrðlingurinn leitar þar fremur út en i>á lendir hann líka í bogana. Hina miunnana byrgjum við með grjóti svo það er hæpið að yrðlingurinn hafi sig þar út. 'eðrið fer ört versnandi. Við ná- um í tjal'd og nauðsýnlegan farangur, eem er í jeppanum. Tjaldið reisum við 4 brekkunni, rétt við skurðinn, til þess ®ð hafa sama sjónihring og áður, þegar glórir. En þettia er sannkölluð Bratta- brekka, og sömuleðis áveðurs, svo það er ©kki annað en risið á tjaldinu, sem við reynum að festa uppi, svo það leki •íður, þvú nú er komdð næstum slag- veður, þarna uppi í Núpnum. Þetta bags aillt er eiginlega vonlaust, fyrst svona fór. Og mér fljúga nú í hug fyrir- bænir Karls vinar míns, og okkar beggja og fann sárt ti-1 þess, að hvorugur okk- ar skyldi fá áheyrn þarna í efri byggð- inni. Allt am-stur okkar hér voru smá- munir hjá því. Hver tíminn líður eftir annan Og þó er neyðarástand í tjaldinu. Það gerir brattinn Og bleytan, undir allt um kring. Og e&tu hælarnir eru alltaf að gefa eftir, því auðvltað vantar þá kraft til að halda þessu öllu uppi. Það er allt- af dynjandi hrakviður svo að segja má að ekki sé hundi út sigandi. En að flýja af hólmi, fyrr en þá undir morgun, er ekki hetjulegt. Og þokunni getur hann svift burtu allt í einu og þá er ekki að vita hvað getur gerzt. Klukkan er að verða fjögur og ekkert heyrist og ekfcert sést. Fyrir stuttu reif sundur svo við sáum glóra í gæsa- fjaðrirnar, sem enn stóðu uppréttar. Við gátum alveg eins búizt við því að veðrið og bleytan legðu þær útaf. MT arna kom það, — loksins. Kröft- ugt viðivörunaröskur berst að eyrum okkar, þrátt fyrir veðurgnýinn og vatnsausturinn á tjaldinu. Eiftir þessu biðum við. Eins og allt leit nú skugga- lega út var þetta eina vonin að þrjót- urinn léti heyra til sín. Og nú er ko-rn- ið að okikur að duga eða drepa-st. Guð- mundur þrífur riffilinn, ég byssuna og hvolpakassann. Við skríðum úr tjald- inu, læðumst í skurðinn og hend-umst niður í gilbotn. Guðmundur ætlar suð- ur vestra-gilið og austur sunnan við hitt og 1-eynast þar ef skeð gæti að rofaði eitthvað, svo hann sæi gril-la í refinn. Annars voru meiri líkur að hann léti heyra til sín, þegar hvolpur færi að öskra og þá gæti hann haigað sér eftir þvi, ef þoka-n yrði svona dimm. Ég hraða mér aftur niður að hinu gil- inu, austur það, ofurlítinn spöl og upp í brekkuna, norðan við, Þar hnipra ég mig í lítinn helliskúta, sem ég visisi um og veitir ofurlítið skjól. Og mikið óskaði ég nú hei-tt að lognið og heið- ríkjan í gærkveldi væri nú aftur kom- in. Þá væri munur að lifa. Og þá mætti rebbi vara sig á riffli Guðmundar. E, rítir fyrstu öskrin, í betri yrð- lingnum, tekur refurinn strax undir, langt suðaustur við gi-lið. En — enginn sér neitt. Næst öskrar hann mun vest- ar og virðist í vindlínu af mér. Nú fór það að lagast. Sennilega hefði Guðm. nú séð hann í sæmilegu skyggni, og ef til vili fengið færi á honum? Fátt er eins gremjulegt og að fá svona veður á greni, strax fyrstu nótt, þar sem varasöm bitdýr eiga heima. Meira en hálftími er liðinn. Ég hef ert yrðlingana öðru hverju, en nú er ég að gefast upp við að fá nokkurt hljóð úr þeim. Þeir eru svo mein- lausir og þrótfclitlir. Annar, sá minni, er alveg búinn. Refurinn hefur oft svarað yrðlingunum og allt verið að færa sig til. Stundum hefur hann fjar- lægst mikið. En mest h-efur han-n baldið sig í vindlínu af mér, eða ná- lægt henni. Meðan hann gefur frá sér hljóð, verð ég að þrauka hér. Það er eina vonin. Á meðan getur það hent að hann hlaupi um í sjónmáli frá Guð- mundi, þótt í svona veðri sé það hæp- ið. En' — hvar er Guðmundur? Það veit ég ekki. Vafalí-tið liggur hann þarna einhvern staðar við steina, þar sem refurinn öskrar mest. En því mið- ur er þarna ekkert afdrep, á stóru svæði. Og að færa sig mikið ti-1 þorir hann alls ekki. í svona veðri hefur refurinn margfailt betri aðstöðu til að sky-nja hann og forða sér nógu langt í burtu. » etta er að verða vonlaust. Nú fékk ég ekki hljóð úr betri yrðlingnum. Fyrir nokkru öskraði þó refurinn, f vindlínu af mér, langt í burtu. Þar halda þær sér Hka venjulega viðsjál- ustu tófurnar. Halló! Þar buldi skot. Steinhljóð. Og annað Skot. Og — ekkert heyrðist. Fyrst þau urðu tvö, má undarlegt vera að hann hafi ekki fengið eitbhvað í því fyrra, annars hefði hann átt að hverfa um leið út í þokuna og slagvöSrið. Ég hendi-st af stað með kassann og byssuna, niður í gilið og upp úr því aftur. Ég stefndi þangað, sem ég heyrði hvellina. Allt í einu sé ég grilla í eitt- h-vað sem hendist niður snarbratta hnútu. Það er Guðmundur. Og ekki með nei-tt! Við þes-su mátti búast. Nú lýst mér illa á það. Jú Hann hefur eitt- hvað í hendinni, svona samlitt þok- unni. Það er refurinn. Þefcta var stór- lán. Og nú fyllist ég aðöáun og klökkva yfir því hve Karl vinur minn er bæn- heitur. En samtímis flaug mér í hug, að líklega væri það eitthvað að þakka hvítu skyrtunni hans, en — ég var bara í tófuga'llanum. — . xarna kemur þú með hann. Þetta ætlar að enda betur en við bjuggumst við. Þú Skyldir rekast á hann í þessu ólánsveðri? „Eftir öskrunum að dæma var hann oft í riiffilsfæri, en ég sá hann bara aldrei fyrr en þetta. Það grillti í hann allt í einu, til hliðar við mig, og mér sýndist í sæmilegu byssufæri og stefndi hann þá hlémegin við mig. Ég kúrði í skjóli við nibbu, brá rifflinum og sneri mér hægt í áttina að honum. Þá snögg- stansaði hann og horfði á mig. Ég ga-t ekki annað en skotið fríhendis um leið og mér fannst sjónaukinn stöðvast rétt á honum, því ég hélt hann hyrfi á næsta augnabliki. Hann steinlá. Ég hljóp að honum á rennsléttum melnum, en þá hentist hann í háa loft og hljóp frá mér. Ég miðaði og skaut aftur. Sú kúla kom um bógana og tætti hann sundur. Fyrri kúlan h-afði snert kviðinn miðjan og næstum tekið annan afturfótinn af of- an við konungsnef. Samt hljóp hann af stað, hálfflæktur í blóðugum görn- unum.“ „Ljótar eru aðfarirnar, en hverniig verður hjá þessu komizt“. varð mér að orði. Ég lagði bæði dýrin í skjól við tjaldið, hlið við hlið, en Guðmundur hvolpana þrjá, sem hann tók nú með. ‘ Refurinn virtist 1—2 árum eldri en læða-n, þrekvaxinn og vöðvastæltur, en varla eins langur og hún. önnur efri Og neðri vígtönn han-s höfðu stytzt í ein hverri viðureign, sem svipur hans bar vott um að hefðu verið margar um dagana. Og þarna voru þrír yrðlingar hvítir, en einn eftir og mórauður. Var þetta allt hending að heima stóð við lit dýranna fyrir tveimur árum, eftir því, sem allt benti þá til? T ið tókum niður tjaldið í hasti og hentumist með það, sem við gátum bor- ið, á ská niður snarbratta brekfcuna, til að finna betri tjaldstað en þessa ó- lánsbrekku með öllum sínum bylgju- gangi og auðvitað var hann sjál-fkjörinn núna, í skjóli við jeppann. Þar reistum við tjaldið í skyndi, skriðum svo inn, hituðum okkur dryk-k og undum eftir mætti fötin, sem við fórum úr. Þar næst fórum vð í þurra sokka og það, sem ekki má nefna. Þá smeygðum við okkur í hvílupakana en höfðum þó hend urnar fríar, því nú var eftir að inn- byrða drykkinn og það, sem honum fylgdi. Eftir þá athöfn hjúfruðum við okkur inn í hvílupokana- og skelltum í lá-s. Og mikil yndisleg líðan var það, að mega nú hlusta á vind og regn ærsl- ast úti fyrir á meðan hitinn var að seitla um okikur alla, frá hvirfli til ilja. En bezt af öllu var þó að njóta ánægj- unnar yfir u-nnum sigri, þófct ek-ki væri hann algjör. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.