Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 1
er einnig Þingvallamynd eftir Ásgeir Bjarnþórsson, sem margir halda að sé eftir Kjarval, stórfallegt málverk. Merkilegasta myndin þarna í stof- unni er þó eftir Kjarval, máluð 1957. Mjög sérkennileg sveitastemning og ólík öðru, sem ég hef áður séð eftir meistarann. Stórir gráir steinar og tveir grænir fletir, spínatgrænir. Stefán sagði eftirfarandi sögu um þessa fal- legu mynd: Færeyjagrænka ÞeGAR ég var að syngja í Rigo- letto í Þjóðleikhúsinu, þá leit ég oft við hjá Kjarval, en hann hafði vinnu- stofu í húsinu hans Jóns Þorsteinsson- ar, þar á móti. Kjarval vann haki brotnu, og þegar ég rápaði til hans, Þennan græna Iit hef ég aldrei sé8, þetta er eins og tún í Færeyjum. Mikill snillingur ert þú, sagði þá meistarinn, auðvitað er þetta Fær- eyjagrænka, og svo vildi hann gefa mér málverkið. Ég harðneitaði að taka við slíkum dýrgrip og með það fór ég. Þegar ég seinna hélt til Kaup- mannahafnar, þá fann ég strigavönd- ul í káetunni minni á Gullfossi. Það er þessi mynd. Þrenning á helgum stað I FLYGILSTOFUNNI er Kjan. valsmynd frá 1951 og málverk af Stefáni, sem Ásgeir Bjarnþórsson málaði 1957 (sjá mynd). Þar er einnig brjóstmynd af Stefáni, sem Sigurjón Ólafsson gerði fyrir 15 árum. Richard litli var svo sláandi líkur höggmynd- inni, að ljósmyndarinn gat ekki stillt sig um að taka mynd af þeim sam- an (sjá mynd). Þarna er einnig olíumálverk eftir Ásgrím, hið síðasta, sem hann gerði. Á því er plata, sem á er greypt: Stefán Islandi fimmtugur, frá vinum ogvanda- mönnum. Þar hjá er vatnslitamynd eft- ir Ásgrím, sem frú Kristjana gaf Stefáni á brúðkaupsdag þeirra. Persónan i daúðum hlutum ÞáB sem fyrst vekur athyglina á heimili þeirra hjóna eru málverkin og myndirnar, veggirnir eru bókstaf- lega þaktir listaverkum. Ég bið Stef- án um að sýna mér málverkin og hann verður fúslega við þeim tilmælum. — Allt hér á heimilinu er annað- hvort keypt eða gefið til þess að gleðja okkur hjónin eða börnin, sagði Stefán við mig, þegar hann stóð upp, hér er allt persónulegt. Það er með þetta í huga, sem mér flaug í hug að bregða upp svipmyndum af hinum þekkta manni með hjálp þeirra hluta og lista- yerka, sem strax draga að sér athygli Fjölskyldan á Solvænget 3: Richard, Kristjana, Stefán og Guðrún. / heimsókn hjá STEFÁNI ÍSLANDI JF YRIR ekki alls löngu átti blaðamaður Mbl. þess kost að heimsækja Stefán íslandi og konu hans, Kristjönu. Hið fagra heimili þeirra í Kaupmannahöfn er í snotru umhverfi, Solvænget 3, nokkuð fyrir norðan Svanemöllen. Þegar boðið hafði verið til stofu og Sig- urður, mágur Stefáns, sem þar var í heimsókn, bauð mér eld í pípuna, sagði Stefán: — Það er ekki hægt að kveikja í jgamalli tilreyktri pípu með sígarettu- kveikjara. Það er enginn stíll í því. Og á samri stund er eins og maður hafi þekkt hann í mörg ár. — Og hvernig er veðrið á fslandi, spyr Stefán mág sinn, sem nýkominn er að heiman. Það var íínt í Reykja- Vík, segir Sigurður, en þá grípur Stefán fram í og segir: — Reykjavík er ekki fsland, bara smá hjálenda. ís- land er Norðurland, sérstaklega Skaga- fjörðurinn, og svo brosir hann hinu góölátlega brosi Skagfirðingsins, sem bvo oft hefur varað menn við að ræða þessi mál frekar. komumanna á heimili þeirra hjóna. Yfir sófanum í stofunni (sjá mynd- ina) er Kjarvalsmynd frá 1939, ein af mosamyndum hans, og til beggja hliða eru málverk af börnunum, Richard, 10 ára, og Guðrúnu, 14 ára, sem danski málarinn Wolff gerði 1956. í stofunni þá horfði ég þegjandi á hann mála og fór alltaf jafn þegjandi og ég kom. Það er gott að fá þig 1 heimsókn, Stefán, sagði Kjarval einu sinni, þú ert ekki með neitt kjaftæði. Þegar hann var að mála þessa mynd, þá gat ég ekki orða bundizt og sagði: Þetta er skattholið mitt, segir Stefán, gamall eikartrésklumpur, sem mér þykir vænt um. Mig langar til þess að halda í það eins lengi og húsrúm leyf- ir. Það er ekki fallegt, en það hefur sál. Á því og yfir eru myndir og mál- verk af frúnni. Á flyglinum mínum, helgasta stað, eins og Stefán nefndi það, eru þrjár myndir, af þeim skal fyrst frægan telja Richard Thors, sagði Stefán, þá Reumert og svo Jón Helgason. Á myndina af Reumert er skrifað: Til min kære ven Stefan Islandi med guldrösten og guldhjertet, din hen- givne, Paul. Frh. á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.