Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 11
„PrófastshúsiS“ eins og það var upphaflega. GÖMUL HÚS Framhald af bls. 6 orti nokkuð, sem birtist í ýmsum rit- um. Af mörgum ágætum prestum í Reykjavík, verður að telja hann með þeim merkustu. orðið Reykvíkingum almennt hryggð- arefni, er Ólafur prófastur fór héðan, því að hann hafi verið ágætur kenni- maður og ástsæll meðal sóknarbarna sinna. — Dóttursonur hans var Ólafur prófessor Lárusson og bar hann nafn aia síns. E n ekki búnaðist honum vel hér í Reykjavík og 1871 neyddist hann til að flytjast héðan og fékk þá Mel og hélt þann stað til æviloka. „Ólafi bún- aðist ekki hér, og þá fór hann að Mel- stað og stóð sig illa, en í Stafholti hafði honum liðið ágætlega“, segir Benedikt Gröndal í Dægradvöl. Jón biskup Helgason segir að það hafi Þegar Ólafur prófastur var farinn héöan, eignaðist Sigfús Eymundsson húsið við lækinn. Skipti það þá um nafn og var nú kennt við hinn nýja eiganda og kallað Eymundsenshús. >á þótti það allt of dónalegt að kalla menn skírnarnöfnum, og enginn mátti vera sonur föður síns, heldur sen, og var það eitt af hinum dönsku ein- kennum á Reykjavík. S igfús var Vopnfirðingur að ætt, og voru foreldrar hans Eymundur Jónsson að Borgum og Þórey Sigfús- dóttir frá Sunnudal. Tvítugur fór hann utan og dvaldist þar um 9 ára skeið. Á þeim tírna fullnumaði hann sig í bókbandi í Kaupmannahöfn, og lærði ljósmyndasmíð í Noregi. Hann kom hingað til Reykjavíkur 1866 og setti þá á fót ljósmyndastofu, en vann að bókbandi á vetrum þegar minnst var að gera við ljósmyndun. Eftir að hann eignaðist Lækjargötu 2 gerðist hann umsvifamikill framtaks- maður. Hann stækkaði húsið, setti nýja hæð ofan á það og breytti því á marga lund. Þarna hafði hann bæði bókband og ljósmyndastofu og vann sjálfur að hvorutveggja. Svo hóf hann bóksölu og bókaútgáfu, sem enn helzt og er nú í höndum Almenna bókafélagsins. Svo stofnaði hann prentsmiðju ásamt öðr- um og var hún til húsa þarna á árun- um 1887—90. Þetta var upphaf Félags- prentsmiðjunnar. Hann var aðalum- boðsmaður „Norsku verzlunarinnar“ (Bergens samlag) meðan hún var rek- in í Liverpool við Vesturgötu. Sigfús var og forgöngumaður að gufubáts- ferðum um Faxaflóa, og hann var einn af stofnendum Iðnaðarmannafélagsins. Lengi var hann útflutningsstjóri All- an-línunnar, og margir fóru til Vest- urheims á hans vegum. En þótt und- arlegt kunni að virðast, þá mun ljós- myndasmíðin lengst haída nafni hana á lofti. Hann var um langt skeið eini ljósmyndarinn hér í bæ, „og þótti þá enginn maður með mönnum nema hann væri myndaður af Fúsa“, segir Gröndal, En svo tók hann líka örmul af myndum af bænum og eru þær ein- hverjar beztu heimildir frá þeim ár- um. Hann tók og myndir af ýmsum merkum stöðum og hafa þær einpig mikið gildi sem heimildir um hvernig þá var umhorfs á hverjum stað. S igfús andaðist 1911 og hafði Pétur Halldórsson þá eignazt bóka- verzlun hans og var hún til húsa í norðurenda hússins um skeið eftir það. En síðan kom þar Skartgripaverzlun Árna B. Björnssonar. „Mensa academ- ica“ hóf starfsemi sína uppi á lofti í norðurenda hússins. Og um nokkurt skeið hafði Morgunblaðið ritstjórnar- skrifstofu og afgreiðslu í suðurenda hússins uppi. Nú hefur ekki verið búið í húsinu um langt skeið, fremur en í mörgum öðrum húsum í Miðbænum, sem upp- haflega' voru ætluð til ibúðar. Nú eru þarna sölubúðir og skrifstofur og allt breytt frá þvi sem áður var. En mig grunar að gamlir Reykvíkingar kalli það enn „Eymundsenshús“, af gömlum vana. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 5 sálfræðilegum — sem hafa brotizt um í honum síðustu tíu eða fimmtán árin. iðbrögð þrezkra gagnrýnenda við þessari nýjustu skáldsögu Huxleys hafa verið misjöfn, en yfirleitt heldur reikvæð. Philip Toynbee segir í ritdómi í „The Observer", að bókin sé þægileg tilbreyting frá hinum bölsýnu bókum höfundarins fyrr á árum, t. d. „Brave New World“ og „Ape and Essence“ og margt sé vel um hana, þó ómögulegt sé að líta á hana sem skáldsögu. „Huxley hefur í þessari afar einkennilegu bók gert griðarmikið átak til að sýna lífið í ánægjulegu ljósi.... Hins vegar verð- ur að segja, að þegar við athugum tján-. ingarmeðul Huxleys, eru þau víðs fjarri því að svara til hins háleita og erfiða viðfangsefnis. Pala-búar tala við Farna- foy og hver við annan á máli, sem er ýmist fráleitt eða hroðalega vandræða- legt eða hvort tveggja". Toynbee bendir á, að beztu kaflar bókarinnar séu þeir, sem fjalla um hið ófullkomna líf utan eyjarinnar, t. d. fortíð Farnabys, eða um spillingu mæðginanna, drottningar og sonar henn ar. Hann lýkur ritdómi sínum með þess um orðum: „Þessi bók er ávöxtur einlægrar dyggðar og kærleika. Huxley hefur sagt skilið við eðlileg yrkisefni sín, af því hann trúir að einber viðbjóður hrökkvi skammt til að breyta okkur. Hann 'hefur af ráðnum hug farið inn á vettvang, þar sem hann fer ósjálfrátt að stama og verður hrjúfur bögubósi. Ég held hann hafi gert þetta vegna þess að honum er miklu hugleiknara að hjálpa veröldinni áleiðis en að semja lofsverða (bók. Mér virðist það vera skylda okkar að horfa út yfir hin augljósu mistök Ihans í tjáningu, að umbera klunnaskap- Inn og jafnvel ruddaskapinn í orðfæri hans, í því skyni að heyra það sem hann vill að við heyrum. Ef við gerum það, held ég að við munum finna heilmikinn vísdóm og hjálp í þessari afkáralegu bók.“ A nthony Quinton segir m. a. í rit- dómi í „The Sunday Telegraph": „Það er engin ástæða til að vera með neina tæpitungu: þetta er slæm bók. Ég segi þetta ekki af því að ég sé einn þeirra dómhörðu manna, sem aldrei hafa séð neitt gott í verkum Aldous Huxleys, heldur sem sérstakur aðdáandi „Crome Yellow", „Antic Hay“ og „Those Barren Leaves“. Ég hafði ánægju af mörgum köflum í „Point Counter Point“ og „Eyeless in Gaza“, og ég er jafnvel reiðu búinn að sjá kostina á þeim verkum Huxleys, sem hann samdi snemma á Kaliforníu-skeiði sínu: „After Many a Summer" og „Time Must Have a Stop“. — ímyndunarafl Huxleys hefur alla tíð orðið að berjast vonlausri baráttu við kennslu-hvöt hans; í „Island" er ósigurinn alger.“ r vj ynl Connolly segir m.a. í ritdómi í „Sunday Times“: „Þetta er mikilvæg- asta skáldsaga Huxleys síðan hann samdi „Time Must Have a Stop.“ .... Huxley er fyrst og fremst skáldsagna- höfundur, og mér finnst honum hafa tekizt að gæða það lífi, sem annars hefði orðið safn af stuttum ritgerðum og prédikunum. Hann er ennfremur óvenjulega þroskaður skáldsagnahöf- undur, og tækni hans er í þjónustu mik- illa vitsmuna. Þeim mun hjartfólgn- ari sem eyjaskeggjar hans verða les- andanum, því banvænni verður áfell- isdómur hans yfir nútímamenningu og dýrkun hennar á peningum og valdi, fjöldaneyzlu og styrk harðstjóranna. „Tveir þriðju af allri sorg eru heima- tilbúnir", sagði hinn duttlungafulli Raja á Pala, „og að því er alheiminn snert- ir algerlega þarflausir.".......,Island“ lýkur á einni beztu lýsingu, sem ég hef noklcurn tírna lesið, á áhrifum mescal- ins (eða kannski undrasveppsins), og Huxley er greinilega þeirrar trúar, að það færi okkur opinberun á hinu sanna eðli veruleikans, þegar morgunstjörn- urnar syngja og hugurinn er „skínandi fullsæla“.“ Þó skoðanir manna á bókinni kunni að vera jafnskiptar og ummæli nefndra ritdómara gefa til kynna, þá er hún eigi að síður forvitnileg, bæði vegna þess að Huxley fer langt fyrir utan al- faraleiðir, og ekki síður vegna hins, að hann er gæddur óvenjulegri skarp- skyggni og spámannlegu hugarflugi. s-a-m-. BRIDGE f BANDARÍKJUNUM er árlega haldið bridgemót milli háskóla og tóku 97 háskólar þátt í mótinu á sl. ári og var þá spilið, sem hér fer á eftir lagt fyrir keppendur. Kepp- endum var gefið fyrir sagnir, úr- spil og mótspil. Spilið er einkar skemmtilegt, sérstaklega sökum þess, að keppendur urðu að vanda sig mjög til að fá hámark fyrir. A K 10 8 5 ¥ 6 ♦ 10 9 2 ♦ ÁG1074 ♦ 32 ¥ G.109 5 2 ♦ ÁG7 ♦ 986 ♦ 64 ¥ Á K 8 4 ♦ 8 543 ♦ K 5 2 ♦ ÁDG97 ¥ D 7 3 ♦ KD 6 ♦ D3 Eins og reiknað var með, komust allir í 4 spaða og var Suður þannig sagnhafi og Vestur lét út hjarta, sem Austur drap með kóngi. Nú átti Austur að láta út tigul, en þá kom spurningin: Hvaða tigul? Hið rétta er að láta út tigul 8. Gefur það til kynna að Austur óski ekki eftir að félagi láti út í þessum lit. Ef Austur lætur út tigul 3, þá gef- ur hann félaga upplýsingar um hve mörg spil hann á í litnum, en í þessu spili er ekki æskilegt fyrir Austur, að gefa upplýsingar um fjölda heldur hve góður liturinn er. Suður drepur tigul 8 með kóngi og nú er röðin komin að Vestur að sýna hve snjall hann er. Það sem hann hefur fengið þær upplýsingar, að Austur vill ekki að tiglinum sé spilað aftur, þá á hann að gefa kónginn því þá tapast spilið alltaf. Austur kemst síðar inn á lauf og lætur þá út tigul og fá þá A-V tvo slagi á tigul, einn á lauf og' einn á hjarta. Ef Vestur hefði drepið tigul kóng með ás, þá hefði spilið alltaf unniz því Vestur getur ekki látið tigul út aftur og þegar Austur kemst inn á lauf þá er það um sein- an, því Suður kastar tigli niður í lauf. DE GAULLE hershöfðingi hefur mörg mikilvæg vandamál við að stríða, en hann verður líka að fást við minni háttar vandamál. Honum er meinilla við að skipta um ráðherra og var þess vegna sár- gramur þegar hinn dugmikli fjár- málaráðherra hans, Wilfried Baum- gartner, bað um lausn frá embætti af heilsufarsástæðum. Nú var de Gaulle kunnugt um, að Baumgartner er haldinn sterkri leikhúsástriðu og lætur aldrei frum- sýningu fara fram hjá sér. De Gaulle kallaði hann því fyrir sig og sagði: — Kæri Baumgartner, erúð þér raunverulega svona slappur? — Já, því miður, svaraði fjár- málaráðherrann. — En getið þér þá komizt yfir allar þessar frumsýningar? Hvernig væri að þér slepptuð nokkrum þeirra og færuð snemma að hátta á kvöld- in? Haldið þér ekki, að það mundi koma að gagni? — Ég segi yður alveg eins og er, svaraði Baumgartner. Ég sleppi heldur ráðherrastóli en frumsýn- ingu. Þá var ekkert frekar um málið að segja. Baumgartner fór sína leið, en rétt er að bæta því við, að de Gaulle kvaddi hann með mjög vin- gjarnlegu lofbréfi. 13. tölublað 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.