Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 2
S VIP- MVND Y RIR rúmum 100 árum var kenrungin um náttúruval og framþróun tegundanna kunngerð í „Linnean Society“ í Lundúnum af Charles Darwin og Alfred Russell Wallace. Hin gertæku áhrif hennar á hefðbundinn hugsunarhátt segja enn til sín í líffræðivísindum; þeirra verður greinilega vart í þjóðfélags- vísindum og sálarfræði; og á óbein- an hátt hefur kenningin gagnsýrt menningu okkar. Hin líffræðilega bylting er enn í full- um gangi, og helzti framvörður henn- ar á síðustu árum er dálítið stirð- legur en þó stæltur maður, fyndinn, óþolinmóður og gæddur eldmóði og krafti skólapilts, þó hann sé orðinn 75 ára gamall. Þessi maður er Sir Julian Huxley og hann hefur ekki að ófyrir- synju haslað sér völl á þessum vett- vangi. Afi hans var Thomas Huxley, og hefur fordæmi hans með sérstæðum hætti mótað og litað líf sonarsonarins. Thomas Huxley átti stærstan þátt í fæðingu og frumvexti Darwins-kenn ingarinnar, kunngerði heiminum hana, harðist fyrir henni og sá hana í stór- um dráttum viðurkennda um víða ver- öld. Sonarsonur hans hefur manna mest stuðlað að vexti og viðgangi kenning- arinnar, fleytt henni yfir marga erfiða hjalla og hert hana í eldi reynslunnar. Á ytra borðinu eru þessir menn mjög Ifkir, báðir afburðavísindamenn, báðir búnir óvenjulegum rithöfundaihæfi- leikum, báðir sökkvandi sér í æ rí'kara mæli niður í félagslegar og siðferðileg- ar afleiðingar hinnar nýju líffræði. og báðir gæddir frábærlega viðsýnni og óheftri hugsun. Samt er mikilvægur munur á þeim. Enda þótt Thomas Huxley væri varkár vísindamaður, var hann skilgetið af- kvæmi hins bjartsýna og sjálfumglaða Viktoríu-tímabils. Þekking og skyn semi voru sífellt að vinna stærri sigra yfir fáfræði og hjátrú; engin ástæða var til að ætla að þeirri þróun yrði snúið 1 gagnstæða átt. Hversu bjartsýnn hefði Thomas Huxley verið, ef hann hefði órað fyrir að sonarsonur hans ætti eftir að lifa tvær heimsstyrjaldir og verða vitni að Auschwitz, Hiroshima, járn- tjaldinu og daglegri fólksfjölgun í heim inum sem nemur 100.000 manns? Hann hefði vissulega orðið að dást að fjaðurmagni og þrótti sonarsonar síns, sem sendi mannkyninu þessa orð- sendingu sjötugur að aldri: „Því við erum £ senn aðeins líffæri framþróun- arinnar, sem verka í þjóðfélaginu, og jafnframt (raunverulega eða aðeins hugsanlega) hin yfirskilvitlega niður- staða þróunarinnar, þannig að einung- is í okkur er hægt að koma til leiðar fullum blóma framfaranna og gera ávexti þeirra áþreifanlega." Julian Sorell Huxley fæddist árið 1887 og var elzti sonur Leonards Hux- leys, sem var ritstjóri tímaritsins „Corn- hill Magazine". Hann stundaði nám í Eton og Balliol, flutti síðan fyrirlestra Og fékkst við rannsóknir á hegðun jurta og fugla. En eirðarleysi hans og starfs- orka knúðu hann til að ferðast víða um heim, m.a. til Ítalíu, Ameriku og Spitzbergen. Jafnframt fór hugur hans að leita æ meir til viðfangsefna, sem lágu langt utan við hans eigin svið. Síðan átti hann samvinnu við H. G. Wells um að semja bókina „The Science of Life“. Hann lét af prófessorsembætti sínu við „King’s College" í Lundúnum í því skyni „að verja öllum tíma mín- um til skrifta og rannsókna og til að kanna leiðir til að gera niðurstöður vísindalegra rannsókna almenningi skiljanlegar." Það eru þessi viðfangsefni sem gert hafa það að verkum, að skammsýnir og innibyrgðir háskólamenn hafa litið hann hornauga. Hin ógnvænlegu heiti „blaðamaður" og „alþýðufræðari" hafa verið hengd á hann. Það hefur ekki beinlínis glatt sérfræðingana hve fljót- ur hann er að ná valdi á viðfangsefn- um annarra („of fljótur", segja gagn- rýnendur), hve auðvelt hann á með að fara yfir víðáttumiklar lendur vísind- anna og skila samfelldri og áreiðan- legri skýrslu um meginatriði landslags- ins. Hér verður hann að gjalda þess, að hann er skarpgáfaður, býr yfir furðu- legu minni og finnur hjá sér knýjandi þörf til að tengja vísindalegar upp- götvanir lífinu sjólfu. svo úr verði órofa heild. Margbreytnin í lífsferli hans speglar víðfeðmi hugans. Auk starfa sinna við háskóla hefur hann verið framkvæmdastjóri dýragarðsins í LE Lundúnum, einn af stofnendum „Poli- tical and Economic Planning", einn af upphaflegum meðlimum í „Brains Trust“ brezka útvarpsins (BBC), ráð- gjafi um menntun innfæddra í Afríku, meðlimur í „National Parks Com- mittee“, og á árunum 1946—48 forstjóri Menningar- og vísindastofnunar Sam einuðu þjóðanna (UNESCO). A árum allra þessara margvís- legu anna hefur hann samið fjöldann allan af bókum, ritgerðum og fyrir- lestrum um sundurleitustu efni: maura, Afríku, fósturfræði, fuglarannsóknir, áætlunarbúskap, siðfræði, krabbamein, og að sjálfsögðu margar bækur og rit- gerðir um framþróunarkenninguna. Bók hans, „Evolution, The Modern Synthes- is“, sem kom út árið 1942, er af mörgum talin vera merkilegasta ritið um þessi efni síðan Darwin gaf út „Origin of Species" (Uppruni tegundanna). Huxley hefur orðið vitni að og notið góðs af hinni öru þróun í mörgum greinum vísindanna: hinni nýju vísinda- legu dýrafræði sem tengd er nýjustu rannsóknum á hegðun dýranna; frjó- öngum erfðafræðinnar, sem var óþekkt á dögum Darwins; og loks hinum geipi- legu framförum í lífefnafræði, sem er farin að afhjúpa hina efnafræðilegu hlið á hegðun og á líffræði yfirleitt. Könnun Huxleys á tilhugalífi sef- anda og hegra var meðal fyrstu ná- kvæmu rannsókna á hegðun dýra, sem leiddu til verka þeirra Konrads Lorenz (höfundur „King Solomon’s Ring“), Tinbergens og annarra. Þetta starf Hux- leys var þáttur f þeirri viðleitni nútima vísindamanna að fara út fyrir hið þrönga svið líffærarannsókna í nátt- úrugripasöfnum og hinar ónákvæma athuganir áhugamanna um fuglarann- sóknir, og að komast til fyllra skilninga á gagnkvæmum áhrifum og viðbrögðum dýra og jurta, og á því jafnvægi og spennu sem er að verki í ríki nátlúr- unnar. Huxley átti ríkan þátt í að fá áhuga- menn til að taka þátt í þessum rann- sóknum. Skýrslueyðublöðin sem hann lét gera í samvinnu við James Fisher gerðu áhugamönnum kleift að safna nákvæmum upplýsingum um hreiður- venjur fugla og um stærðina á klóm þeirra . Meðan Huxley var framkvæmdastjóri dýragarðsins í Lundúnum gerði hann Whipsnade að sjálfstæðum dýragarði. þar sem dýrin lifðu í umhverfi svipuðu því sem þau áttu að venjast úti í nátt- úrunni. Huxley tekur enn virkan bótt í fugla- rannsóknum. Það er til marks um fjöl- hæfni hans, að fyrir noikkrum árum fór hann með leiðangri fuglafræðinga til Coto Donana á Spáni og starfaði þá sem grasafræðingur leiðangursins. f ferðalögum er hann rómaður féiagi, hugmyndaríkur, frábær sógumaður og áhugasamur hestamaður. Nú orðið er hann laus við kennslu- störf og aðrar kvaðir. Synir hans tveir eru fullvaxnir og flognir úr hreiðrinu, en hann býr í Hampstead ásamt konu sinni af svissneskum ættum, sem þykir ótrúlega ungleg í útliti. Þó hann sé löngu kominn yfir aldurstakmark virkra vísindamanna, er hugur hans enn sistarfandi. Fyrir nokkrum árum tók hann að sér að flytja fyrirlestur um krabbamein í „Sloane-Kettering Foundation for Cancer Research“ og las allt sem hann komst yfir um þetta efni á nokkrum mánuðum. Síðan samdi hann tvær langar greinar upp úr fyrir- lestrinum, og vöktu þær svo mikla at- hygli, að hann samdi upp úr þeim heila bók, sem þykir merkilegt rit um þetta erfiða vandamál. að er hins vegar sérkennilegt fyrir Huxley, að hann lætur sér ekki nægja að rannsaka líffræðileg vanda- mál út af fyrir sig — heldur verður hann að tengja hugmyndir þróunarlíf- fræðinnar manninum sjálfum. A þess- um vettvangi hefur hann komið fram með ýmsar eftirtektarverðustu hug- myndir sínar. Hann álitur, að maðurinn hafi náð einstæðri aðstöðu í þróunarsögunni með því að skapa sér tungumál og getu til að safna reynsluforða og hefð. Þar eð hann hefur að miklu leyti náð valdi á umhverfi sínu, er baráttan fyrir til- verurétti ekki lengur fyrst og fremst líkamleg, heldur félagsleg og menning- arleg. Hins vegar varð gagngerð breyting á högum mannsins, þegar hann varð sér meðvitandi um framþróunina fyrir tilverknað vísindanna. Nú veit hann, að hann lifir í þjóðfélagi, sem er breyi;- ingum háð, og er farinn að gera sér grein fyrir öflunum, sem þar eru að verki. Huxley segir um þetta: „Það er Frh. á bls. 9. Utgefandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðálstræti 6. Slmi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.