Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 16
Eftir JOHANNES MARKUSSON, ME Ð tilkomu þrýstilofts- flugvéla hafa myndazt ýmis ný hugtök vegna hins mikla hraða þeirra. Eitt þeirra er hinn svokallaði Mach-hraði eða Mach- tala og hraði þrýstiloftsflugvéla er miðaður við. Að vísu er einnig notuð venjuleg hraðamæling í þotum, eins og eldri gerðum flug- véla, en aðallega á minni hraða svo sem við flugtak og lendingu. Skal hér lauslega skýrt frá þessu hugtaki og því sem bak við það felst. Orðið Maoh er heiti á austur- rískum eðlisfræðingi, Ernst Maeh, er. uppi var frá 1836 til 1916 og fyrstur manna gerði athuganir á svokölluð- um höggbylgjum (shock waves). Var það árið 1876, er hann var að kanna áhrif á ferð hlutar á miklum hraða í gegnum loftið. Rannsóknir hans voru birtar á prenti, en lágu í gleymsku þar til þrýstiloftstæknin, sem stríðir við þessi vandamál, lcom til sögunn- ar. Maoh-hraði er hlutfallið milli hraða hlutar í loftinu og hraða hljóðs ins við hitastigið hverju sinni. Hraði hljóðsins er breytilegur eftir hita- stiginu en engu öðru. Flughæð hefur engin áhrif önnur en þau, að hita- stigið lækkar að meðaltali um 2 gráður á Celcius fyrir hver 1000 fet. Hraði hljóðsins við 15 stiga hita á Celcius, sem er meðalhitastig (stand- ard) við sjávarmál, er 1228 kíló- metrar, og við — 44,4 gráður á Celc- ius, sem er meðalhitastig í 30.000 feta hæð, er hraði hijóðsins 1095 kíló- metrar. Ef flugvél flýgur með 1228 kilómetra hraða við 15 stiga hita á Celcius, þá er Maeh-hraði hennar = 1228 1228 ef hún flýgur við — 44,4 stig á Cel/> ius, þá er Mach-hraði hennar = 1228 ---- = 1,12 1095 En hvaða samband er á milli hljóðs ins og flugvélar? Hvað er eiginlega höggbylgja og högg-ofris (shook stall)? Hvað er í rauninni hljóðhraði? Þegar samfelldur titringur á sér stað í einhverju efni, myndast í því bylgj ur. Þær geta verið tvenns konar, þversum og langsum. Þegar steini er kastað í vatn, hreyfast bárurnar út frá steininum, en vatnsagnirnar sem mynda báruna hreyfast upp og nið- ur. Þessi tegund bylgju er nefnd þverbylgja, vegna þess að hreyfing agnanna er þvert á hreyfingu bylgj- unnar. Allar rafsegulibylgjur (raf- magnsöldur, hita- og ljósbylgjur) eru þverbylgjur. Hljóð'bylgjur eru hinsvegar af annarri tegund, sem nefndar eru langbylgjur. Þær ferð- ast með fram- og afturhreyfingu (samþjöppun og þynningu) agnanna sem mynda þær, líkt og hlutur á hreyfingu, sem hengdur er í annan enda á gormi. Hinar samiþjöppuðu og teygðu eða þynntu agnir í loftinu hreyfast fram og aftur með stefnu bylgjunnar. H ljóðið er því eiginlega þrýst- ingsröskun, sem send er í gegnum loftið. Röskunin getur komið frá hljóðfæri, eða flugvél í loftinu. Þeg- ar flugvél flýgur undir hljóðhraða, hreyfast hinar samþjöppuðu loftagn- ir í þrýstibylgjum á undan flugvél- inni „boðandi“ komu hennar. Flestir hafa .sjálfsagt tekið eftir hliðstæðu fyrirbrigði, sem gerist, þegar bárur myndast út frá stefni báts á siglingu á vatni. Þegar flugvél flýgur undir hljóð- hraða, myndast svipaðar bylgjur 1 loftinu. Maður, sem er niðri á jörð- inni heyrir flugvélina nálgast. Hljóð- ið kemur á undan henni og verður stöðugt hærra og þegar flugvélin nálgast hljóðhraðann dofnar hljóðið næstum alveg, þar til flugvélin er nærri því beint yfir manninum, þá dynur hljóðbylgjan allt í einu yfir. FLUGST JORA Þegar flugvél flýgur hraðar en hljóðið, (Mach 1), myndast keilulög- uð hljóðbylgja umhverfis hana, sem stöðugt víkkar fyrir aftan hana og getur komið til jarðar með ógurleg- um dyn, þegar flugvélin er nærri því úr augsýn. E kki er rétt að segja, að þotur fari í gegn um „hljóðvegg“, vegna þess að enginn slíkur veggur er til. Hinsvegar eru flughindranir á hljóð- hraðasvæðinu, sem minnka svo tals- vert, þegar allir hlutar flugvélarinn- ar eru komnir í loftstraum, sem hef- ur meiri hraða en hljóðið. Flugvél, á hvaða hraða, sem hún er, skapar eigin loftstraum, sem er i hlutfalli við hraða hennar gegnum loftið og eykst hraði loftstraumsins, við að fara yfir vængi flugvélarinn- ar og önnur sívöl yfirborð hennar. Á þrýstiloftsflugvélum hefur þetta skapað mikið vandamál, þar sem hraði loftstraumsins yfir og aftur fyrir flugvélina getur orðið jafn hraða þrýstibylgjunnar, sem mynd- ast fyrir framan hana. Þrýstibylgjan verður þá föst ofan á vængjum og öðrum hlutum flugvélarinnar og eykst, þegar aðrar bylgjur bætast við, sem ekki komast framhjá, vegna þeirrar sem fyrir er. Þessi bylgja, sem í byrjun er aðeins smá „bára“, verður þá að stórri „öldu“, sem föst er við vænginn. Þetta er það, sem nefnt er höggbylgja (shock wave). Hvaða áhrif hefur svo þetta á flughæíni flugvélar? Þessi röskun á jafna loftstraumsins yfir vængina eykur loftviðnám, dregur úr lyfti- magni og orsakar óstöðugleika með þeim afleiðingum, að vængirnir of- rísa. Til að draga úr þessari röskun á flughæfni við mikinn hraða, er vænglag þrýstiloftsflugvéla þynnra, vængir og stél afturbeygt (flugvélin örvarlaga) og stélflötur (stabilizer) hafður hreyfanlegur. Nú er hafinn undirbúningur hjá flugvélaframleiðendum að teikningu á fartþegaflugvélum, sem eiga að geta haft flughraða nálægt Mach 3. Má búast við að mörg vandamál komi í Ijós, sem yfirstíga þarf í sambandi við þennan mikla hraða. Vonir standa til að þessar flugvélar verði komnar í notkun í kring um árið 1970 og þarmeð verði ný bylting í flug- tækninni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.