Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Qupperneq 10
— 11310. — Já. — Er þetta hjá Halldóri Jónssyni, ritstjóra Víkings? — Já. — Er hann viðlátinn? — Andartak. — Halldór hér. — Þú ert fróður um allt, sem lýtur að útgerð. Nú, þeg- ar togaraútgerðin gengur jafn- illa og raun ber vitni, heyrist því stundum fleygt, að bezt vaeri að leggja togarana á hilluna. fslendingar ættu að snúa sér að mótorbátunum. Hvað segir þú um það? — Nei, alls ekki. Menn eru alltaf að tala um að togaraút- gerðin hafi verið baggi á Hverér uppáhaldsmatur eiginmannsins FRÚ Ethel Bjarnasen, kona Hallgríms Jónssonar, flug- stjóra, svarar: SIMAVIÐTALIÐ Ég veit eiginlega ekki hverju ég á að svara, því maðurinn minn er alls ekki íhatvandur. Samt er hann ekkert sérstaklega hrifinn af íslenzkum þjóð- arréttum, siðum og hangi- kjöti, enda þótt við höfum þá yfirleitt á borðum á stórhátíðum. Ég held að honum geðjist einna bezt að hamborgarahrygg og reyktri nautatungu — og rjómarönd með karamellu- sósu gerir alltaf mikla lukku í lokin. Og einn fisk- réttur þykir honum sérstak lega gómsætur: Ég set hrís- grjón og rúsínur í eldfast fat. Síðan hræri ég saman tómatsósu og niðurskorinn iauk í örlitlu smjörlíki. Helli helmingnum af þess- ari blöndu yfir hrísgrjónin, legg svo fiskstykki þar yfir og loks helli ég afgangn- um af tómatsósunni og lauknum yfir fiskinn. Þetta baka ég í hálfa klukku- stund og ber rjúkandi á borðið. Bezt finnst mér að nota ýsuflök — og það þykir honum líka. Við eigum oð fá skufiogara En með einu gervitungli geta þessar sendingar aðeins staðið 5—10 mínútur í senn, því einungis er hægt að sjón- varpa um tunglið meðan það er yfir sjóndeildarhringi, bæði sendi- og móttökustöðv- ar. — miðum. Það er vitanlega ekki jafn kostnaðarsamt að reka frystihús í landi og að flytja það út á sjó. Ef við treystum okkur til að koma með fisk- inn glænýjan í land, þá höfum við ekkert að gera með verk- smiðjutogara. En reynslan sýnir, að við getum ekki ein- göngu byggt á heimamiðum. Við verðum að leita til Grænlands og víðar, elta fisk- inn langt út fyrir landstein- ana — og í slíkum tilfellum er okkur nauðsynlegt að hafa verksmiðjutogara. Til veiða á fjarlægum miðum eru okkar togarar að verða úreltir. Það leikur enginn vafi á að skut- togararnir eru miklu betri og þægilegri en þeir gömlu, skipshöfnin hefur þar betri aðbúnað og þeir eru ekki jafn mikið háðir veðrum. Þó byggð ir séu skuttogarar, þá er ekki þar með sagt, að þeir verði að vera fljótandi fiskvinnslu- stöðvar. Skuttogarar geta ver- ið litlir — og þannig togara eigum við að byggja fyrir okkar heimamið. Við eigum ekki að byggja fleiri með hliðartrolli. Sjánvarpað heimsálfa milli „TELESTAR" heitir eitt þeirra gervitungla, sem Banda ríkjamenn ætla að skjóta á loft í sumar. Þetta tungl á að endurvarpa sjónvarpssending- um frá Bandaríkjunum til Ev- rópu og er upphafið að sjón- varpssendingum milli heims- álfa. Sama þróun verður í öðrum fjarskiptum heimsálfa í milli. Á næstu árum senda Banda- ríkjamenn á loft fjölmörg gervitungl til þess að annast almenna fjarskiptaþjónustu. — Vafalaust er talið, að ódýrara verði að starfrækja slíkt hálofta símakerfi en t.d. sæsíma, enda þótt stofnkostnaðurinn sé miklu meiri við að skjóta gervitunglum á loft en leggja sæsímastrengi. Nú eru um 500 símalínur yfir Atlantshaf, en framsýnir menn segja, að árið 1980 verðum við búin að fá 10,000 „línur“ yfir hafið, þ. e. a. s. með endurvarpi gervi- tungla. Meðfylgjandi mynd er af stöð þeirri, er Bretar hafa reist til þess að taka við send- ingum ,„Telestar“ og senda sjónvarp til Bandaríkjanna. Þetta er engin smásmíði, veg- ur yfir 800 tonn — og hefur kostnaður við bygginguna orð- ið í hlutfalli við það. „Telestar" verður fyrst í stað notuð í tilraunaskyni og hafa Bretar og Frakkar byggt stöðvar til að taká við send- ingum gervitunglsins, svo og til þess að sjónvarpa um tunglið til Bandaríkjanna. — Opnast þá möguleikar á að tengja sjónvarpssendingarnar sjónvarpskerfum beggja vegna hafsins og verður þess vart langt að bíða, að beint sjón- varp yfir Atlantshafið teljist til daglegra viðburða. Talið er, að 50 endurvarps- tungl yrðu að ganga með jöfnu millibili á braut um- hverfis jörðu til þess að hægt yrði að sjónvarpa við- stöðulaust allan sólarhring- inn yfir Atlantshafið. Þetta verður dýrt spaúg, - en samt verður þess vart langt að bíða að hægt verði að sjón- varpa um allan heim á öllum tímum sólarhrings. þjóðinni — en hvaða atvinnu- tæki hafa verið þjóðarbúinu tekjudrýgri en einmitt togar- arnir? Hvers vegna ættum við ekki að geta haldið áfram tog- araútgerð úr því að aðrar þjóðir geta það, enda þótt afli hafi minnkað? Hins veg- ar er ekki hægt að fiska fyrir það verð, sem togararnir okk- ar fá hér heima. Langeðlileg- ast væri að hafa hér frjálsan markað, eins og erlendis, fisk- urinn yrði einfaldlega boðinn upp. Það væri langheilbrigð- ast, skapaði samkeppni um gæði en ekki um mikið magn af misjafnlega góðum fiski. — En þú telur, að við ætt- um að láta smíða nýtízku skuttogara fyrir okkur? Já, ég er ekki í vafa um að öll stöðnun í framþróun fiski- flotans er háskaleg — og við eigum að fylgjast jafn vel með öllum nýjungum í veiði- tækni og lcostur er. Hins veg- ar hafa stórir togarar, fljót- andi fiskvinnslustöðvar, ekki sama gildi fyrir okkur og aðr- ar þjóðir, þ.e.a.s. þegar veiðar eru stundaðar hér á heima- ■ aífeue - ---1 mn 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.