Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 12
— Theodór Gunnlaugsson: REFIR í SPEGILMYND V. LEIÐIR KluKKAN 9 um morguninn var mikið farið að draga úr úr- komunni, en þokan var dimm og enn var þjösnaveður. Og svona fór það. Ekki sér Karl vinur minn, né félagar hans, Öskju í dag. Það er útilokað. Fyrst ekki rignir meira er sjálf- sagt að nota tímann. Ég snarast út að gráa hnútnum, sem tófan hef- ur drepið, en hann er örstutt frá bílnum, næ þar í lifur og kjöt og annað gómsæti, sem er geymt í buddunni á hrússa. Því ekkert þyk- ir tófum betra en það. Með þetta förum við Guðmundur, ásamt byssu og öllum sterku fótbogun- um, sem enn eru eftir í bílnum. Við leggjum þá, tvo og tvo í munna og ganga, á milli steina, í gilinu, þar sem hvolparnir virtust mest hafa gengið um, og hyljum þá vel. Svo setjum við þetta hnoss- gæti í líldegustu staði, þar sem hvolpamir rekast á það, ef þeir eiga leið þar um, en krummi gat tæplega séð það þótt aðgætinn sé. — J. þessari för rákumst við á tvo lambshausa, sem bitnir höfðu verið á barkann, eins og grái hrússi og fætur og skinnflygsur af 6—8 lömbum alls, eftir átliti og litarhætti að dæma. Og allt var þetta mjög nýlegt. í þessu gili virtist liún hafa haldið til um vikutíma. Við komum að gæsafjöðrun- um, sem vorv nákvæmlega eins og við skildum við þær. Og ekkert heyrðist í hvolpunum, enda ekki við þvi að bú- ast eftir öll bau ósköp, sem hann hafði nú örugglega heyrt. Sjálfsagt líður langur tími þar til hann rótar sér. Þegar þessu var lokið tókum við allt dót okkar í skyndi, einnig tófurnar og gráa hrússa, sem vð bundum aftan á jeppann, til að sýna Kristjáni bónda á Grímsstöðum, sem heima varð að vera til að annast um veðurskeyti, sima og póst, sem allt heimtar sína afgreiðslu undanbi'agðalaust. Þegar við komum í hlað á Gríms- stöðum, voru þar staddir tveir lax- veiðimenn, sem biðu eftir áætlunarbíl austur á land. Þeir tóku myndir af hinum föllnu víkingum og fórnardýri þeirra. Þeir virtust vei’ða í sjöunda himni yfir sigrinum, enaa sjálfir veiði- menn, skilningsríkir og skjótir til íramkvæmda. Væri svo að þessar lín- ur bæri fyrir augu þeirra, þætti mér gaman að vita hvernig myndirnar hafa tekizt. E ftir að hafa fengið hressingu hjá Guðnýju, sem áður er nefnd, var ekið af stað heim og farið greitt. Á leiðinni niður Hólssand mættum við mörgum bílum. Varð mér það minnis- stætt að skammt neðan við Dettifoss kemur fólksbíll á móti okkur og fór greitt, eins og við. Við hægðum á okk- ur og hann einnig og fór mjög rólega fram hjá, eins og allir góðir bílstjórar hafa fyrir fasta reglu. Er. farþegarnir tóku sýnilega eftir gráa hrútnum tófu- bitna, sem bundinn var aftan á jepp- ann. Og það var vissulega óhugnanleg AÐ LOKAMARKI sjón að sjá hann. Ég tók líka eftir þvi, að tvö fríð og mild konuandlit breytt- ust í undrandi og óttafullar ásjónur um leið og bíllinn rann fram hjá. Ekki vissi ég hvað þær hugsuöu um þetta háttalag, en ég fann sárt til synda minna. Tveir dagar og tvær nætur liðu. Alltaf hélzt svipað veður, þokulaust í lágsveitum en dimm þoka og súld til iandsins. Ég hafði ætlað mér að fara ekki upp í Grímsstaðanúpa aftur fyrr en öruggt væri að við fengjum gott skyggni. En mér var oft hugsað til hvolpsins, ef hann hefði nú lent í bog- nnum, sem miklar líkur voru til. Og lengur en tvær nætur var ekki hægt að draga að vitja um hann. Við fór- um því úr nóni á þriðjudag og ákváð- um að liggja nóttina, ef við fengjum grun um að enn væri yrðlingur á fót- um í Núpunum. En vegalengd þangað er 70 km. mt ótt sæmilega bjart væri um Grímsstaði, lá iðulaus þoka með þétt- um úða yfir öllum fjallgai’ðinum og Gi-ímsstaðanúpum. Og á Grímsstöðum var okkur sagt að aldrei hefði farið þokan af Núpunum síðan við vorum þar. Þá sáum við bezt hvað heppnir við vorum að vera staddir svona snemma, síðasta sólskinsdaginn, suður við Núpana. Og hefðum við ekki verið búnir að ná hvolpunum þremur, á undan dýrunum, má hamingjan vita hvernig sú viðux-eign nefði endað. I öllu falli hofði hún þá kostað okkur mikinn tíma og margfallt erfiði. Þegar við nú fórum úr jeppanum við gillcjaftinn, lá dimm þoka yfir Núpun- urn og alveg niður í gilbotninn. Við gengum hægt upp gilið og hoi’fðum vandlega eftir tófuförum, þvx engin stcrx-igning hafði gengið yfir síðan við vorum þar. Okkur var brátt að sjá hvort önnur hvor fjöðrin væri fallin, en þokan varnaði þess. Enn þá sáum við glöggt hvolpasporin, í skjóli við steina, í mold og sandi frá því um nóttina, er við dvöldumst þar. Og allt agn, sem við settum viða, var ná- kvæmlega eins og við skildum við það, og bogarnir líka. Það benti til þess að hvolparnir væru ekki fleiri. Og — er þá þi-jóturinn enn inni, eða hefur hann lent 1 bogana? Það var spurn- ingin stóra. Mr arna. Nú rífur sundur. Við kíkjum á staðinn, þar sem fjaðrirnar eiga að rísa. Önnur fjöðrin fallin. Og nú færðist líf í tuskurnar. Við bendum í áttina og göngum svo hljóðlega að steininum, sem snærið er bundið um. Það er þrælstrengt. Gott og vel. Ég tek í það. Allt fast, — blýfast. Guð- mundur tekur helluna varlega frá mixnnanum. Innri boginn horfinn og keðjan strengd, en fremri boginn vel hulinn, alveg eins og ég gekk frá hon- um. Ég seilist inn með hendi og tek í fremri bogann og læt hann til hliðar. Svo seilist ég aftur inn, eins langt og ég geta og losa um keðjuna, sem er skorðuð til hliðar, inni í munnanum, en í bogann sé ég ekki. Allt fast. Skyldi hann hafa slitið sig úr honum? Það væri lakari sagan. Ég teygi mig lengra og reyni að losa keðjuna úr festunni, sem hún virðist þrælskorðuð í. Ha! Nú losnaði keðjan og — það virðist togað á móti. Mér er líkt farið og laxveiðimanninum, sem finnur að nú er loks sá langþráði, stóri á. Hér þarf að nota alla varúð. Og ekkert heyrist í hvolpinum enn. Slíkt er þó venjan, að þeir urra og hvæsa, þeg- ar þeir verða vai’ir við umrótið og finna að tekið er á móti. Nei. Þessi karl lætur sér fátt um finnast og bær- ir ekki á sér fyrr en í fulla hnefana. Slíkt er eðli viðsjálustu refa. Jr að tók talsverða stund, að lempa hvolpinn með gætni, svo hann nálgaðist rnunnan örlítið. Þá loks heyrðist í honum lágt, grimmdarlegt kokhljóð, sem fyrst magnaðist, þegar ég tók í lausa framfótinn, sem hann spyrnti í steinana, innan við munnan, af öllum mætti. Og á fætinum di’ó ég hann út. Hann beit allt, sem hann náði til, hendurnar á mér, steinana, bogann og fæturna á sjálfum sér, þar til ég náði taki á honum um hálsinn, ofan frá. Þá losuðum við hann strax úr boganum, sem hafði gripið um hægri framfót, rétt ofan við gangþófa. t 13. tölublað 1962 Og það undarlegasta var, að hann var ekkert farinn að bólgna, og ekkert blóð sást á honum. Hvoipurinn hefur sjálfsagt ekki lent í bogann fyrr en seinni nóttina. Og — það, sem flestir munu undrast. Hann hafði ekkert brotizt um í honum, heldur legið kyrr, eftir fyrstu átökin. Slíkt hefði verið talið hyggilegt af manni, í sömu kringumstæðum. Þetta var refur. Og ég hef sjaldan séð eins tryllta, óttafulla oj leiftrandi glampa, úr tindrandi dökkum tófuaug- um og þá, er ég nú sá, þegar ég tók hann í fangið. Þó hef ég handleikið nokkur hundruð lifandi tófur og hvolpa um dagana. E g hafði ætlað að drepa hann strax, þar sem ég taldi sennilegt að hann væri brotinn ef hann hefði lent í bogana. Nú hugkvænxdist mér að hyggilegra væri að láta hann lifa eitt- hvað, þótt ekki væri auðvelt að hafa hann. Því víst hafði hent ólíklegra en það á Fjöllum, að annað bitdýr eða annað greni, fyndist þar allt í einu. Það gat því komið sér vel að hafa duglegan hvolp, sem treysta mátti til að öskra, þótt slíkir hvolpar geti ver- ið með öllu óhafandi á eða nálægt greni. Ég hélt þessu taki á honum þar til ég kom í bílinn og alla leið heim í Grímsstaði. Þar fékk ég poka utan um hann. Þegar heim kom lét ég hann í lítið búr, til hvoipanna tveggja, sem enn lifðu eftir hinar miklu þrengingar á Núpunum. Nú voru þeir farnir að hressast og vel saddir, af nýjum silungi og Hólsfjalla- kjöti af gráa hrútnum feita, sem ég tók í því augnamiði. Svo höfðu þeir nóga mjólk, kvölds og morgna. Það virtist því ekkert amalegt fyrir þann mórauða að komast í slíkan félags- skap. Jr arna var þessi mórauði refur f þrjá sólarhringa, eins og Golíat á meðal dverga, en án þess að snerta við þeim. Samt láu þeir allir saman, í afkima, upp við risið á húsinu. En það var annað, sem mig fui'ðaði á. Hann sást aldrei á daginn. Aftur á móti sá ég hann koma nokkrum sinn- um í augsýn á nætuma. Og allt ai kom hann mjög rólega og fumlaust, hoi’fði flóttalega í kringum sig, beit heiftarlega í vírnetið, nokkrum sinn- um, og snaraðist svo eins og örskot í sinn felustað aftur. Svona varfæmi, hjá gömlum yrðlingum, hafði ég oft kynnzt áður, og þá sérstaklega ef þeir voru úr greni, þar sem bitdýr hafðist við. Mig furðaði því ekkert á þessu háttalagi hans, því stöku hvolpar, sem ég hef alið í næstum átta mánuði, hafa verið svo tortryggir, að hafi ég fært til matardallinn þeirra, þá hafa þeir ekki þorað að snerta hann fyrr en eftir 1—2 sólarhringa, þótt þeir annars tækju mat úr hendi minni. En — það var annað, sem ég vildi fá úr skorið, og ég hafði einnig kynnzt. Og nú kom tækifærið. Hvoipurinn snerti ekki neitt svo ég sæi, og honum hrak- aði daglega. Varfærni hans og hið við- kvæma taugakerfi, með óttann í far- arbroddi, við þetta nýja umhverfi, réði þar auðvitað mestu. En þegar þrjár nætur voru liðnar, fóru að renna á mig tvær grímur. Var annars nokkurt vit í þessu, þar sem litlu hvolparnir léku nú á alls oddi og virt- ust blása sundur? Nei. Svona meðferð var óverjandi. Seint um kvöldið, þegar ailt var orðið hljótt, fór ég með riffil upp að húsinu og skaut haim. í maga hans og þörmum var ekki vottur af fæðu. Það þurfti ekki frekar vitnanna við. Harrn hefði soltið í hel innan um allar kræsingarnar og káta féiaga. Framhald á bls. 15 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.