Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 6
Upphaflega gátu menn fengið byggingarlóðir ókeypis í Reykja- vík. Hornlóðin við Lækjargötu og Austurstræti er því sögufræg að því leyti. að það er fyrsta lóðin, sem seld var í Reykjavík. Knudt- zon stórkaupmaður fékk hana fyr- ir 110 árum og samkvæmt fyrstu útmælingu var hún 20x20 álnir og kostaði 60 ríkisdali, en það sam- svarar því að hver feralin hafi kostað 50 aura, miðað við uppruna- legt gildi krónunnar. Þarna lét Knudtzon svo reisa einlyft íbúðar- hús 1852. Það var mjög svipað öðr- um húsum í bænum um þær mund- ir. Það sneri gafli að Austurstræti en framhlið að læknum. Voru dyr á miðri framhlið og þrír gluggar hvorum megin við þær. Húsið var lágreist, ekki nema 3% al. undir loft. M eð götuskipaninni, sem gerð var 1848, var svo ákveðið að gata slcyldi koma suður með laeknum og heita Laekjargata. Næstu tvö árin var svo unnið að því í skylduvinnu að þrengja lækinn suður frá Bakara- brúnni, hlaða vesturbakkann úr grjóti og hækka hann talsvert, til þess að síður væri hætta á að lækurinn flæddi þar yfir og inn á Austurvöll. Um þessar mundir bjó Martin Smith 'konsúll í gömlu Biskupsstofunni (Aðal- stræti 10), en varð nú að flýja þaðan vegna þess hve húsakynnin voru léleg; hafði húsinu ekki vcrið haldið við síðan Geir biskup Vídalín andaðist 1823, og var það að grotna niður að allra dómi. Samt stendur það hús enn og dugir vel. Smith fékk nú inni ! hinu nýja húsi Knudtzons austur vl$ læk og bjó þar fram til 1856, en þá keypti hann hús Stefáns Gunnlaugs- sonar landfógeta í IngólfsbreKKu og bjó þar síðan. Arið 1854 varð Ólafur Pálsson, dómkirkjuprestur í Reykjavík, og kom hingað frá Stafholti. Hann settist fyrst að í Landakoti og bjó þar um tveggja ára skeið. Þá keypti hann hús Knudt- zons hjá læknum, og fékk það þá nafn- ið Prófastshúsið, því að Ólafur var prófastur í Kjalarnesþingum. Séra Ólafur var sonur Páls prests Ólafssonar, sem drukknaði í Kötlu- hlaupinu 1823, ásamt Þórarni Öfjord sýslumanni og Benedikt Þórðarsyni skáldi. 0 lafur prófastur var merkilegur maður um margt. Er þá fyrst að telja, að þá er hann útskriíaðist úr Bessa- staðaskóla 1834, féklc hann ágætis- einkunn í 10 námsgreinum, 1. einkunn í tveim greinum og 2. einkunn aðeins í einni grein. Meðan hann var við há- skólanám ytra, var hann eitt sumar í Svíþjóð með Jóni Sigurðssyni við upp- skriftir á gömlum, íslenzkum haridrit- um og mun þá hafa fengið áhuga á fornum fræðum. Symington, sem ferð- aðist hér um land 1859, segir að hann sé hálærður maður, gáfaður, reifur og kurteis svo sem bezt megi verða. Ól- afur prófastur var málamaður mikill og hafði svo gott vald á ensku, að hann þýddi allmargar íslenzkar þjóð- sögur á þá tungu, og eru sumar þeirra prentaðar aftan við ferðasögu Syming- tons. Ólafur var og skáldmæltur og Frh. á bls. 11. r amli íslenzki tréskurð- urinn vekur ávallt athygli og oft aðdáun gesta í Árbæjar- safni eins og öðrum söfnum þar sem slíkir munir eru almenningi til sýnis. Oft eru þá bornar upp spurningar, sem erfitt er að svara, einkum vegna þess, að ekkert heildaryfirlit er til um þessa listgrein, ókunnugt um allan þorrann af þeim meistur- um til hnífs og handar, sem prýddu algengustu hversdags- hluti eins og rúmfjalir, asklok og kistla margslungnu mynstri og vafningum að ógleymdum höfðaleturs-áletrunum, sem var sérgrein þeirra og um leið per- sónulegasta tjáningarform, eins- konar rithönd meistarans. I Árbók hins íslenzka forn- leifafélags hefur mag. Ellen Marie Mageröy birt ýtarlega greinargerð um íslenzkan tréskurð í erlendum söfnum. Ritgerðin er myndprýdd og ein hin ágætasta og þarfasta á þessu sviði. Henni er ekki að fullu lokið í Árbókinni fyrir 1961, en þegar hún er öll, er fengið traust heimildarrit svo langt sem hún nær, það er, um þá muni, sem fargað hefur verið úr landi. Með samanburði og mynda- tökum af safnmunum hérlendis má halda þessu verki áfram og enda sjálfsagt þó ekki væri til annars en að bæta fyrir skilnings- og skeyt ingarleysi um gamla tréskurðinn, eins og glögglega má lesa milli lána í ritgerðinni. Það virðist að gang- verð á góðmunum hafi verið tvær krónur á öldinni sem leið og ljós- lega má sjá, að nokkrir góðir grip- ir, sem sendir voru á „Atlantshafs- eyja“-sýninguna dönsku urðu eftir í reiðileysi. S vo að vikið sé að tréskurði í Árbæjarsafni, þá er hann ekki mik- ill að vöxtum, önnur byggðarsöfn eru sjálfsagt fremri á því sviði og vitaskuld eru langtum flestir og beztir munir í Þjóðminjasafninu. Útskornar rúmfjalir sáfnsins eru fjórtán talsins, svo eitthvað sé nefnt. Greinileg tengsl eru milli tveggja þeirra, og má það merkilegt heita í svo litlu safni. Þær komu sín úr hvorri átt og enga vitneskju um þær að hafa aðra en þá, sem þær bera með sér í skurði og áletrun. Önnur fjölin hefur ártalið 1860 og fangamörkin G.G.S. og G.I.D., hin ártalið 1865 og fyrra fangamark eins: G.G.S., en nú með síðara fanga- marki: S.S.D. Vafalaust eru fjalirn- ar frá hjónarúini, og leyfist manni að geta í eyðurnar, hefur G.G-son verið tvikvæntur, með fimm ára millibili, fyrri kona G. J-dóttir, hin síðari S.S-dóttir. Það sem styður þetta er, að sami maður hefur skor- ið báðar fjalirnar, sem hann merkir með Á.E. á bakhlið annarrar en eyk- ur í höfðaleturslinu á hinni stöfun- um Á.E.S. í þessu tilfelli lætur út- skurðarmeistarinn sín getið, bó að það gefi litla stoð, meðan ekki er ráðið fram úr skammstöfuninni eða fleiri verk hans þekkt. Annað dæmi mætti nefna, þar sem gaman væri að vita eitthvað um skurðhagan smið. í safninu er ullarlár, einn af fjórum, ársettur á loki 1817 og með upphafsstöfum fyrsta eiganda: H.E.—D.A., sem lesa verður H.E.-datter. Frú Guðríður Guðmundsdóttir • átti þennan fallega lár síðast, en dætur hennar Elín og Jakobína Jósefsdætur færðu hann safninu að gjöf. Hann er talinn upp- runninn einhvers staðar á Suður- nesjum, ef til vill í Selvogi eða Grindavík, en um þær slóðir freist- aði rekaviður margra að bera kuta að flís. Tréskurðurinn gamli var heimila- prýði langar aldir og átti sinn þátt í að halda við fegurðarskynjan og listasmekk þjóðarinnar, þegar harla lítið var um annað augnayndi. Nú- tíminn stendur í mikilli þakkarskuld við allan þann fjölda alþýðumanna, sem kunnu tökin eftir vísunni: Sá var galdur allur á, andinn vandi hlutinn, fái vald og einurð á, auga, hönd og kutinn. L. S. Ullarlár 13. tölublað 1962 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.