Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.05.1962, Blaðsíða 15
REFIR Framhald af bls. 12 oru þetta sömu dýrin og áttu yrðlingana fjóra, fyrir tveimur árum norðan við Ytri-Núpinn? Vissu þau um stað, sem enn var ó- þekktur af mönnum, til að koma upp yrðlingum sínum, en forðuðust þau gren, þar sem mannaþefur leyndi sér ekki? Voru þessar tófur virkilega búnar að kynnast svo hinum eitruðu kraes- ingum, sem svo víða varð á vegi þeirra, ár eftir ár, frá þvi þær fyrst mundu, að aldrei skeikaði að hrófla við þeim? Höfðu þær fundið það út, eftir margar vangaveltur, að þær gátu lengur dulizt með þvi að taka ekki einlembinga heldur bara annað lamb- ið af tveimur, sem fylgdu mæðrum sínum? sér á honum, því á meðan var hann sannarlega varhugaverður? Grunaði móðurina strax og hún hitti fyrsta hvolpinn að eitthvað ó- venjulegt hefði komið fyrir? Var það lyktin af blóðinu úr dauða hvolpnum hennar, sem gerði hana svona viðkvæma, öra og viðþolslausa, af því að hún hafði kynnzt því áður hvað það boðaði? Voru það þessi sömu kynni, sem réð henni frá að athuga betur um börnin sín, sem ekki fögnuðu henni nú, eins og ávallt áður? Var refurinn ekki eins viðkvæmur fyrir þessu öllu og hún, og fór þvi strax burtu, þögull og varfærinn, þeg- ar hann fékk grun um að ekki væri allt með felldu? Hafði síðasti hvolpurinn þeirra mó- rauði fengið ósvikinn skammt af allri þessari varfærni og hyggindum í vöggugjöf? Ég ætla ekki að þylja hér meira. >að er víst komið ærið nóg. Einu verð ég þó við að bæta: Öllum þessum spurningum svara ég hiklaust játandi. >að mun einhverjum þykja saga til næsta bæjar. Og það er svo langt frá því, að ég taki það illa upp, þótt hon- um yrði það á að segja, svona í hálf- um hljóðum: „Hnú. Hann er að verða h r i n g a -vitlaus“. En — svona e r u íslenzku refimir í spegli reynslunnar. 13. tðlublaS 1962 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.