Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 2
V t andamá'l hins óhlutdræga og til- íinninganæma rit’höfundar, sem lendir í iðuköstum mikilla pólitískra átaka, er tiitölulega aJgenigt um allan heim, ekki sízit á síðustu áratuguim. En það er sér- lega viðkivæmt og illt viðureignar í Suður-Afríku, því þar hafa þeir rithöf- undar, sem skrifa á ensku (margir þeirra með snilldarlegum hætti), tekið eindregna afstöðu gegn einhverjum grimmilegustu stjórnarvöldum sem nú eru ofan moldar. Viðbrögð þessara rithöfunda hafa ver- ið ólÆk, þó þau hafi leitt til svipaðrar niðurstöðu. Alan Paton hefur tekið beina pólitíska afstöðu, bæði með at- höfnum sínum og bókum. Dan Jacob- son, Laurens van der Post og Doris Xessing hafa flutzt til Lundúna og gera innrásir sínar í Afríku þaðan. Aðrir hafa verið um kyrrt í Afríku og helgað. krafta sína ádeiluskrifum. En Nadine Gordimer, sem enn á heima í Jóhann- esborg og skrifar af næmri skynjun og sérstakri nærfærni, er á margan hártt athyglisverðasti ritihöfundur Suður- Afríku. Hún hefur í verkum sinum skap- að sér sjálfstæðan einkaheim, sem smám saman hefur víkkað og opnazit fyrir ihinu geigvænlega kyniþáttavandamáli. c t-/ íðasta skáldsaga hennar, „Occasion for Loving“, sem kom út í lok febrúar, er fyrst og fremst saga um ástina og mátt ástarinnar, og hún fjallar að mjög óverulegu leyti um aparthcid eða Jó- hannesborg. En viðhorf þeirra fjögurra hvítu manna, sem mest koma við sögu, breytast og skýrast við tilkomu afrísks tónskálds sem á ástarævintýri með einni hvitu konunni. Þetta ævintýri varpar nýju Ijósi á allt samband og ástir um- ræddra persóna. Skáldsagan hefur ekki djarfan pólitislk an boðskap, eins og t.d. „The Blood Knot“, leikrit um tvo bræður eftir Athol Fugard sem nú er sýnt í Lundúnum. Sagan fjallar framar öllu um einkalíf nokkurra einstaklinga og aðeins óbeint um stjórnmál. En það eru einmitt rætur sögunnar í hversdagsleikanum og heimil- islífinu, sem gera hana miklu senni- legri og áhrifameiri í lýsingu sinni á Suður-Afríku en margar af þeim bókum sem haifa beinan pólitískan boðskap. Nadine Gordimer er mjög einbeibt- ur og áhtígasamur rithöfundur. Útlit hennar, málfar og augnaráð búa yfir sama fínleika og innri styrik eins og stáll hennar. Hún er smávaxin og snotur kona, 39 ára gömul, mjög kvenleg, og látbragð hennar allt gefur réttilega til kynna, að hún hafi mikla sjálfstjórn. Ævi hennar í Jóhannesborg hefur ein- kennzt af ytri ró og sjálfsaga. Hún býr í einkennilegu, fremur kuldalegu húsi í snyrtilegiri útborg ásamt manni sinum, Beinhold Cassirer, sem er áhugalítill kaupsýslumaður. Heimili þeirra ber vitni rósemd og reglusemi eins og flest heimili hvítra inanna í Suður-Afriku. Brosandi þjónar eru á þönum fram og aftur, garðslang- an gusar vatni yfir blómin og grasið, þrjú börn koma heim úr skólanum, frá gramimófóninum heyrist hæg kammex- tónlist. Um helgar fer fjölskyldan út í náttúruna og nýtur hins frjálsa lifs. Flesta morgna lokar Nadine Gordimer sig inni í lítilli skrifstofu á heimilinu og skrifar £rá klukkan tíu til klukkan tvö. En hin augljósa og eðlilega ró, sem hvilir yfir heimilinu, er villandi og fel- ur flókinn persónuleik húsmóðurinnar. N J-' adine Gordimer er fædd og upp- alin í einhverju ömurlegasta umihverfi sem hugsazt getur, hinum hrottalega og peningagíruga guLlgrafarabæ Springs, tæpa 50 kilómetra frá Jóhannesborg. Faðir hennar var Gyðingur og flótta- maður frá Lítháen, rak gimsteinaverzl- un í Spuings, og Nadine ólst upp á frið- sælu, áhyggjulausu heimili, umkringd virðulegum hópi námuverkfræðinga. Hana langaði alltaf til að skrifa og æfði sig á að semja skólastílana fyrir eldri systur sína. Hún las feiknin öll og reyndi að skrifa smásögur. En for- eldrar hennar og vinir höfðu lítinn á- huga á þessari iðju hennar. Hún var orðin 22 ára gömul og farin að stunda háskólanám í Jóhanmesborg, þegar hún fór fyrst að kynnast og umgangast fólk sem hafði áhuga og vit á bókmenntum. E kki leið á löngu þar til hún koom inn í miklu stærri heim. Bandaríska tímaritið New Yorker keypti eina af smá- sögum hennar og hefur haldið tryggð við hana síðan. Eftir nokkrar fleiri smá sögur og misheppnað hjónaband samdi hún fyrstu skáldsögu sína, „The Lying Days“ — mjög góða en dálítið klúðurs- lega bók um fyrstu kynni ungrar stúlku af ástinni og veruleikanum. Hún fékk strax mjög góða dóma, bæði í Bretlandi og Ameríku. Hún gifti sig aftur, fór að ferðast, naut farsæls fjölskyldulífs og hélt áfram að skrifa. Evrópa og Ameríka tóku að laumast inn í smásögur hennar, en það var jafnan Afríka — ilmur, himinn, æsing og eymd Afriku — sem var þunga miðjan í beztu verkum hennar. Smátt og smátt fór stíll hennar og efnisval að breytast. Fyrstu sögum henn ar var oft jafnað til verka Katherine Mansfields: þær voru efnislitlar, fin- legar, fjölluðu oft uim blæhrigði skyndi- legrar hugljómunar; þær báru vitni næmleik sem sumum fannst töfrandi, en öðrum óþolandi. En Nadine Gordim- er hefur aldrei kært sig um saman- burðinn við Katherine Mansfield eða þá kenningu, að hún væri gædd sér- stökuim „kvenlegum næmleik", og í seinni bókum sinum hefux hún þokazt með vaxandi öryggi til æ karlmann- legri og dramatískari stíls og stærri við- fangsefna. S ömuleiðis hefur kynþáttavanda- málið smám saman fengið meira rúm í bókum hannar. í fyrstu komu Afríku- mennirnir aðeins fram sem þjónar — eins og þeir gera á nálega öllum heimil- um hvitra manna í Suður-Afríku. Ýms- ir afrískir rithöfundar gagnrýndu hana fyrir að gera blökkumennina í sögum sínum alltof líka pappírsbrúðuim, þó sannleikurinn væri sá, að með þessu móti var hún að gefa trúverðuga og sanna mynd af þeim heimi sam hún skrifaði um. í seinni sögum hennar — frá 1954 og áfram — urðu blökkumennirnir æ fyrirferðarmeiri, og þeir birtast í fullri stærð í skáldsögunni „A World of Strangers", sem nýlega hefur verið kvik- mynduð. Þessi saga fjallar um ungan Breta sem kernur til Jóhannesborgar og lifir jöfnum höndum í virðulegum heimi hvítra mainna og listamannaver- öld blökkumanna. Héir reynir höfund- urinn að ná valdi á tali og hugsunum blökkuimanna, ekki aðeins í samskipt- um þeirra við hvíta menn, heldur líka þegar þeir eru út af fyrir sig — og ex það ákaflega torvelt verkefni. Stundum bera samtölin og persönurn- ar kannski of mikinn keim af setu- stofunni, en í þessari sögu og ýmsum fleiri hefur Nadine Gordimer skrifað um blökkumenn með þeim hætti, að þeir verða ekki aðeins tákn eða róman- tísk hugarfóstur, heldur flóknir einstakl- ingar. Að þessu leyti er hún sérstæð meðal hvítra rithöfunda. J afnfram’t hefur Nadine Gordimer víkkað sjóndeildarhring sinn í einka- ISfinu. Hún er enn sem fyrr dul kona og vaindlát; hún á lítinn, gaumgæfilega vaUnn vinahóp, og eru ýmsir skrýtn- ir fuglar í þeiim hópi, fólk sem hún (kynntist á yngri árum. Viðborf henn- ar til stjórnmála hafa ekki mótazt af kenningum eða fræðikerfum, heldur af reynslu hennar sjálfrar og vina henn- ar. Hún skrifaði grein um blökkumanna- höfðingjann Lutuli og kynntist bonum þannig allnáið, sem leiddi til þess að hún fékk aukinn áhuga á afrískum stjórnmálum. f sambandi við harmleik- inn í Sharpville var einn af nánustu vinum hennar fangelsaður, og þá sá hún hörmu.nga-r lögregluríkisins. í nýju og slkærara Ijiósi. Nú á hún marga afríska vini, bæði í Lundúnum og Jó- hannesborg, þeirra á meðal nokkra unga rithöfunda. Og hún sér kvöl fósturjarð- éirinnar að nokkru leyti með þeirra aug- um. síðustu þremuir árum hefur hún smátt og smátt flækzt æ meir í stjórn- miálaþvargið heima fyrir, milli ferða- laga til Evrópu og Ameríku. Vasaút- gáfan af „A World of Strangers" var bönnuð til að koma í veg fyrir að blökkumenn læsu hana. Sennilegt er að síðasta skáldsaga hennar verði líka bönnuð. Hún hefur gert nokkrar snarp- ar atlögur upp á s'ðkastið — ráðizt á tvíræðar skoðanir Harry Oppenheimers í „The Times“, skilað útvarpsleyfi sínu í miótmælaskyni við hlutdrægar útvarps- sendingar, haldið harðorða mótmæla- ræðu í Lundúnum í fyrra, þegar hún tók á móti W. H. Smith- verðlaununum sem námu 1000 sterlingspundum. En hún er sáróánægð með framlag sitt eins og margir aðrir í sömu aðstöðu. „Ég er ópólitísk í aðstæðum þar sem merrn verða að vera pólitískir til að kioma einhverju til leiðar. Allt sem ég get boðið upp á er hæfileiki minn til að skrifa“. Síðasta skáldsaga henn- ar fjallar að nokkru leyti um þennan vanda. „Meginstef hennar er, að frjáls- lynd viðhorf séu orðin merkingarlaus. Við verðum að horfast í augu við það, að við getum ekki lifað mannsæmandi líifi í rotnu þjóðfélagi“, segir Nadine Gordimer. E ftir því sem 'hinn litli hópur frjáls- lyndra menntamanna í Jóhannesbor.g skreppur saman, reynist henni og manni hennar æ erfiðara að Mfa í þessu rotna þjóðfélagi. Bæði hafa þau sterka löngun til að setjast að í Evrópu, ekki sizt eiginmaðurinn, sem forðum Framhald á bls. 12 Utgefandi: H.f. ArvaJcur, KeyKJavIK. Framkv.stj.: Slgfús Jónsson. Ritstjórar: Slgurður Bjamason frá Viaur. Matthlas Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krlstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.