Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 13
1750 ÁRA AFMÆLII Framháld af bls. 1. Iþessari stundu taldi hann hlutverk sitt að vera friðþægingarfórn fyrir fjölskyldu sína. Og nú sneri hann af braut léttúð- arinnar inh á námsbrautina, sem hann Ihafði að mestu sniðgengið að unaan- förnu. m. Á árinu 1840 tók S.K. embættispróf í guðfræði. Ekki sótti hann þó um em- toætti, heldur kastaði sér með ákafa yf- ir ritgerð um Sóikrates, sem hann ætlaði svo að nola til þess að ná magisters- gráðunni. En fyrir þremur árum hafði S.K. orð- ið ástfanginn af 14 ára gamaili stúlku, Regínu Olsen. Nú var hún orðin 17 ára, bæði fríð og fönguleg. Hugur S.K. hafði öll árin staðið til tiennar, og nú steig Ihann hið ábyrgðarmikla skref, fór á tfund hennar, bar upp bónorð og fékk jáyrði hennar. Þau opinberuðu því trúlofun sína skömmu eftir að hann hafði lokið embættisprófinu. En ástarsæla þeirra stóð aðeins fáa daga. Þá hófst harmsaga ástar þeirra með því, að S.K. telur, að trúlofun þessi hafi verið misráðin. Geti hún orðið þeim báð- um til böls. Ægileg innri barátta hefst með þessum komandi dögum. Alvarleg- ar spurningar koma fram, líkt og út úr ógnþrungnu myrkri. Átti hann ekki að friðþægja — fórna sér fyrir fjöi- Ekyidu sína og alla ættina? Átti ekki einmitt Drobtins réttláta reiði að bitna é honum sem yngsta afkomandanum? Gæti hann nokkru sinni gert aðra manneskju þátttakanda í hinum óttalega leyndardómi, sem faðir hans hafði trú- að honum fyrir? Þessar og þvílíkar epurningar börðust í sál hans við djúpa og innilega ást hans til heitmeyjarinn- er. Loiks komst hann að þeirri niðurstöðu eð hann yrði að fóma ástinni. Þeim imyndi báðum verða fyrir beztu að slíta trúlofuninni. Regínu vegna taldi hann það heppilegra, að það yrði hún, sem sliti böndin. Vegna þess fór hann nú að koma þjösnalega fram við hana, en jafn- framt gera sig sem afkáralegastan í ná- vist henrar. En ást hennar var sterkari en svo, að slíkt látæði megnaði að kné- setja hana. Heitrof var óhugsandi frá hendi hennar. Þegar þessu hafði farið fram nærfellt heilt ár, var svo komið, að S.K. tók ákvörðun um að rjúfa sjálf- ur tryggðaböndin. Nú hafði margt það komið fram í huga hans, sem hvatti hann til heitrofsins. M.a. telur hann, að Regína hefði ekki getað læknað hann af þunglyndinu, eins og hann segir: „Æ, hún megnaði ekki að rjúfa þöglan múr þunglyndis míns“. Ennfremur taldi hann sig hafa „flei.i í holdinu", sem aldrei yrði þaðan burtu kippt. Ekki er með vissu vitað, við hvað hann á með þessu. Einn góðan veðurdag lét hann verða af því að slíta trúlofuninni. Þar með særði ■hann þau bæði því andiega sári, sem aldrei greri. Hún elskaði hann af hjarta. Og hann elskaði líika stúlkuna sína, en taldi sig — ekki hvað sízt hennar vegna — verða að koma fram við hana sem samvizkulaus tryggðrofi. En allt til hinztu stundar hans verður þess vart, að ihann elskaði hana. IV. egar hér var komið, höfðu tvö rit birzt eftir S.K. — og talsvert af blaðagreinum. En nú fór hvert ritið eft- ir annað að koma frá hendi hans, sum undir duinefnum. Fyrsta stórverkið kom út 1843 og hét: „Enten — Eller“. Hann hafði byrjað að skrifa þebta verk í Ber- lín, en þangað hafði hann farið litlu eft- ir slit trúlofunarinnar, á árinu 1841. Þotta rit skrifaði hann undir dulnefninu Victor Eremita. Þetta rit hafði geysilega miki'l áhrif á æskulýð þess tíma. Þar var rætt sikýirt og óhikað um þetta: „annað- hvort — eða“ — en þannig, að ekki var um beina prédikun frá hendi höf- undarins að ræða, heldur varð lesand- inin sjálfur að velja. í þessu riti, eins og í mörgum öðrum ritum hans, voru dreg- in fram þrjú sjónarmið eða lifsstefnur, sem valið skyldi um: hið fagurfræðilega, hið siðferðilega og hið trúarlega. Auk þessa rits, sem nefnt var, má telja þessi, sem ræða þetta þrennt: „Stadier paa Livets Vej‘‘, „Frygt og Bæven“ og „Gentagelser". í þessum ritum leggur hann áherzlu á það, að knstindómur- inn sætti sig ekki við það að vera nr. 2, armaðhvort verði hann að vera nr. 1 eða nr.^ 0. Áður en langt um líður er þessi ungi maður kominn í fremstu röð samtíma rithöfunda, og virðist jafnvel hafa meira að segja um lífið og tilveruna en flestir aðrir. Meðal þeirra rita, sem nú koma, er stórverkið: „Afsluttet Uvidenskabelig Efterskrift til de Philosophiske Smuler; Mimisk, Pathetisk, Dialektisk Sámmen- skrift; Existentiel Indlæg af Johannes Climacus". í þessu mikla riti sýnir hann fram á það, að við heimspekilegar vanga- veltur geti menn ekki orðið kristmr. V. A- árunum 1840-1846 hafði skop- blaðið „CORSAREN" ráðizt með níst- andi háði í ófyrirleitnum greinum und- ir ýmsum dulnefnum á ýmsa helztu borgara í Kaupmannahöfn. Ritstjórinn var ungur maður, M.A. Goldschmidt að nafni. Hann dáði S.K. sem einn hinn snjallasta rithöfund samtíðarinnar og þess vegna jós hann lofi á hann í blaði sínu. S.K. fannst það skylda sín að gera abhugasemd við þessa framkomu, o-g var einnig hvattur til þess af ýmsum vinum sínum. Ritaði hann nú grein í stórblaðið „FÆDRELANDET“ og baðst þess þar, að hann fengi skammir í „COR- SAREN“, eins og aðrir góðborgarar. Og það stóð sannarlega ekki á „COR- SAREN“. Nú kom ekki svo eitt einasta tölublað, að ekiki væri þar ráðizt á S.K. Voru þær greinar mettaðar af háði og jafnvel svívirðingum. En nú rann það upp fyrir honum, að í stað þess að sýna honum fyrir þakklæti sitt, snerist les- endahópurinn á sveif með blaðinu og gerði óspart gys að honum. Já, jafnvel þeir, sem áður höfðu hvaitt hann til at- hugasemdanna við skopblaðið, studdu hann ekki né tóku svari hans. Og þctta töldust kristnir menn í kristnu landi! Og nú fer svo, að skopið verður skelfi- legt kvalræði fyrir S.K., svo að nærri lætur píslarvæitti, Um þetta leyti (1846) kemst S.K. yf- ir nokkrar ritsmíðar séra Adlers, prests frá Borgundarhólmi. Þessi prestur hafði verið djarfmæltur um vantrú samtið- arinnar. Hafði hann orðið svo hvass- yrtur, að honum hafði verið vikið frá embætti á þeim forsendum, að hann væri- geðveikur. Mál séra Adlers varð S.K. alvarlegt umhugsumrefni, sem gróf æ dýpra um sig í sál hans. Hvað hafði raunverulega gerzt? Svarið frá hendi S.K. var óhikað: Hér hafði hinn trúaði orðið fórn hinna vantrúuðu. í máli séra Adlers og í skop- inu, sem hann sjálfur varð að þola, fann S.K. að hinn nafnkristni var að of- saekja hinn sanntrúaða. Nú taldi S.K. sig betur skilja hina heilögu sjálfsfórn Krists. Gegn slikri hræsni og ofsóknum, sem samtíðin beitti, varð að snúast. Hvert ritið á fætux öðru kemur nú írá hendi S.K. um það efni, hver sé hinn sanni kristindómur og hvað hræsni. I því sambandi má nefna þessi rit: „Op- byggelige Taler“, „Kærlighedens Gern- inger“, „Sygdomme til Döden“, „Ind- vielse í Kristendom“, og „Til Selvpröv- else“. Vöm S.K. snerist bráðlega í æ harðari sákn. VI. S.K. hefir sífellt vonað, að binn fengi svar eða að minnsta kosti einhverjar undirtektir við sóknarritum sínum. Eink- um hefir hann búizt við svari eða harðri gagnrýni frá valdamönnum kirkjunnar. Fyrst og fremst taldi hann að Mynster biskup, hinn snjalli prédikari, sem hann hafði dáð allt frá æsku, myndi ekki þegja við ritum hans. En jafnvel hann sagði ekkert á opinberum vettvangi. En svo, á árinu 1854, deyr Mynster biskup. Hinn kunni prófessor Marten- sen segir þá við útförina, að Mynster biskup hafi verið sannleiksvitni, biekk- ur í hinni heilögu festi, sem liggur gegn- um aldirnar, allt frá dögum postulanna. Þegar S.K. heyrir þetta, fer ólga um sál nans. Hann sezt niður og skrifar skarpa grein gegn þessari fullyrðingu, sem hann telur hreinustu fjarstæðu. En það er ekki fyrr en tæpu ári síðar að sú grein kemur fyrir almenningssjónir í stór- blaðinu „FÆDRELANDET“. í grein þessari ræðst S.K. heiftarlega á kirkj- una. Þessi árás hans á kirkjuna verður til þess, að hann fær fjöldann gegn sér, svo að hann af mörgum var jafnvel tal- inn guðlastari. Slíkt var margfalt þyngri dómur þá en nú á tímum. En nú er hafin sókn, sem S.K. setlar sér að fylgja eftir af öllum kröftum. Frá honum koma nú flugrit og hvert blaðið af öðru undir nafninu „Öjeblikket“. Þar segir á einum stað m.a.: „Hinn opinberi kristindómur er ekki kristindómur Nýja testament- isins“ — og: „Kristindómur Nýja testa- mentisins er alls ekki til“. Og nú slöngv- ar S.K. stóryrðum á báða bóga um kirkj- una, prestana og kristindóm almennings. Slík heiftarárás kom mönnum að óvör- um. Ekki verður á það gizkað, hvernig henni hefði lyktað, ef hún hefði haldið áfram. En svo vildi til, að S.K. var á gangi úti á götu í Kaupmannahöfn, féll hann þá skyndilega niður. Hann var þegar í stað fluttur í sjúkrahús. þar sem hann lézt 11. nóvember 1855, aðeins 41 árs að aldri. Útför S.K. fór fram með mikilli við- höfn og var bæði í töluðum orðum og rituðum eftirmælum farið lofsamlegum ummælum um hinn látna. Undirstrikaði hann þannig, jafnvel liðinn, það sem hann í ritum sinum hafði ráðizt sem harð ast gegn: hræsnina. En engu síður .hafði hann vakið gremju margra, sem síðar reyndu að koma því inn hjá öðrum, að S.K. hefði verið vantrúarmaður. En hver sá, sem les rit hans, hlýtur að sannfær- ast um hið gagnstæða. Sören Kierkegaard var trúaður maður, sem vildi umfram allit ganga á Guðs vegum, en vildi leiða aðra með sér eftir þeim vegi: Vér blessum minningu hans á 150 ára afmæli hans. :• ••• •’ :•.-.•••.'' ■ • •■ W * ií ■ v- W ' * ' \ Nýjatorg og ráðhúsið, sem reist var af C. F. Hansen árið 1839. Byggingin, sem grilllr i milli ráðhússins og hornhússin s, var í eigu Kierkegaards. 16. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.