Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 7
 FUTKEPPNIN v, IÐ viljum minna ykkur á ritkeppnina „ísland eftir 50 ár“ sem við boðuðum hér á síðunni 21. apríl sL (14. tbl.) Þátttaka er heimil öllu æskufólki 20 ára og yngra. Þetta er spennandi keppni og tækifæri til að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Hugsið ykkur ísland árið 2013 og sendið okkur hugmyndir ykkar fyrir 15. júní næstkomandi. ÞEGAR ég tefldi skák í fyrsta sinn varð ég „heima- skitsmát" og varð það til þess að ég hef alla tíð fylgzt dálítið með skáklífi og þegar ég rakst á tímaritið Skák um daginn, datt mér í hug að rekja gamirnar úr útgefanda þess, Jóhanni Þóri Jónssyni. Hvenær hóf Skák göngu sína? „1947 og kom út til 1950 á vegum skáksambandsins, en áður höfðu önnur skákblöð komið út, flest í stuttan tíma. Þegar útgáfu Tímaritsins Skák var hætt 1950, gáfu Sveinn Kristinsson og Þórir Ólafsson út skákrit til 1953 en 1954 hóf Skák göngu sína á ný og þá í eigu skáksam- bandsins í eitt ár. Birgir Sig- urðsson tók við útgáfumni 1955 og gaf blaðið út þar til í júní 1962 en þá tóku Arin- björn Guðmundsson, Guðm. G. Þórarinsson og ég við út- gáfunni og var svo til ára- móta en þá gátu þeir ekki sinnt útgáfunni lengur og tók ég þá við blaðinu. Gróðavon? „Nei, meðan við vomm þrír vomm við bjartsýnir og þegar tveir urðu að hætta taldi ég skyldu mína að láta blaðið ekki deyja, og langaði líka til að freista gæfunnar. Hver er tilgangurinn? „Að kynna og útbreiða skák, örfa áhuga, flytja frétt- ir af skák og jafnvel kenna hana“. Vel tekið? „Ég held því sé tekið vel, en það á enn erfitt uppdrátt- ar, þyrfti fleiri áskrifendur, auk þess er hörð samkeppni við erlend skákblöð og skák- dálka blaðanna". Stórt upplag? „Tæplega 2000 eintök“. Selzt það upp? „Nei, það selzt „ekki alveg“ upp, en þetta sígur smátt og smátt út, þebta er sígilt efni! Er útgáfan aðal-starf þitt? „Nei, allt í aukavinnu, en ég hef fastam aðstoðarmann, Gunnar Gunnarsson, en auk þess slcrifar Ingi R. Jóhanns- son fastan þátt og fleiri skák menn, t d. Friðrik Ólafsson, leggja stundum til efni. Þá em samfara útgáfu blaðsins gefnar út skákskri fbæ-kur til að færa inn í tefldar skákir. Hs. I Imur vorsins kitlar þægi- lega í nefið, þó enn sé vetur, eftir því sem almanakið segir, en sumarið er á næsta leitL Það er eins og náttúran sé í dag að gefa okkur dálítið brot af sól og sumri. Börn, ungl- ingar, og jafnvel fullorðið fólk, hýrna við og léttast í sporL Niðri á tjörn er allt á ferð og flugi, endurnar bítast um mola dagsins, en álftapar leik- ur sér skammt frá landi. Já, álftirnar hafa svo sannarlega tekið þennan dag hátíðlega, þær finna yl vorsins, og nú er tilhugajífið annars vegar hjá þeim. f króknum hjá Iðnó eru nokkrir piltar með bátana sína, misjöfn fley. Sumir bátarnir eru sýnilega heimagerðir, en flaggskip flotans er lítill bátur knúinn rafmótor — og það er hægt að stýra honum. Eigandi og útgerðarmaður bátsins heitir Frímann og er eðlilega stoltur af honum, en endurnar líta hann aðeins hornauga og finnst þetta vera frekleg innrás á at- hafnasvæði sitt. Eins og þið vitið, er öll útgerð erfið, jafn- vel á svona bát. Hann fór að lokum of langt út, tók inn sjó og fyllti, þar með var þetta siglingaævintýri á enda. Bát- inn rak fyrir vindi þvert yfir tjörnina og eigandinn horfði á eftir honum og langaði auðsýni lega mest til að vaða á eftir honum, en líklega var tjörnin of djúp, svo að hann varð bara að bíða þess að hann ræki á land. E n sólin skín víðar en á tjörnina. Inni á Lindargötu er lif og fjör og þar iðka nokkrar telpur tízkuleik dagsins — ..teygju-twist“, af mikilli alúð, enda er þetta . mikil æfing í fótfimi og kannske verða þær ágætar dansmeyjar síðar meir. í porti, rétt hjá, eru þrír snaggaralegir strákar að leik. Þeir klifra í rólu og þykjast svo sem engir smákallar, að geta hangið á höndunum á slánni og stokkið niður. „Taktu mynd af okkur“, segir Kristján, sem hangir nú á slánni og fé- lagar hans, Hlynur Ómar og Guðmundur, taka undir. Leikurinn heldur áfram, þeir hafa ekki tíma til að hugsa mikið um „einhvern kall“, sem rekst inn í portið til þeir-ra. Alls staðar er líf og fjör, líka niðri við höfn, varkamenn vinna að uppskipun, togari bj'st á veiðar, og eitt varðskiþ- anna kemur úr eftirlitsferð. Niðri á Loftnbryggju eru Nokkrir drengir að veiða, en í þetta sinn er enginn afli „ekki gott sjóveður í dag“, segir sá sem heldur í færið. „Hann heitir Sigmundur Kr., og er að bíða eftir pabba sínum“, sagir annar, eins og til skýringar, „en ég heiti Lárus og hann Jens“, bætir hann við, því auðvitað verð ég að vita deili á þeim. Ég sný mér að Sigmundi og spyr. „Er pabbi þinn á sjónum? „Já, hann fór að vitja um rauð- maga- og grásleppunet." „Aflað vel?“ „Þrjátíu í gær“, segir Lárus, og nú tekur Sigmundur upp færið og þeir skokka létti- lega vestur með Hafnarbúðum í leit að nýjum ævintýrum, því að líklega kemur „trillan hans pabba“ ekki alveg strax. — hs. 16. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.