Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 11
Ferðin mín SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Bræ'öraborgarstig 19, segir frá: Síðastliðið sumar fórum við þrjár saman í dásamlegt ferða- lag til Norðurlandanna, sem ferðaskrifstofan Saga skipu- lagði fyrir okkur, útvegaði alla farseðla og hótelherbergi. Ferðin var öll mjög skemmti leg og velheppnuð, en eftir- minnilegastar eru þriggja daga ferð sem við fórum frá Bergen til Osló og eins dags ferð frá Gautaborg til Stokkhólms. Ferðin hófst 16. júní, með þvi að við flugum til Bergen. í>ar dvöldum við í fjóra daga og fórum í ferðir þar í Jtring bæði á sjó og landi. Bergen er falleg borg og hefur upp á ótrú lega margt að bjóða ferðamönn um. Ferðin frá Bergen til. Osló var hópferð á vegum ferða- skrifstofunnar Vinge og var farin í þægilegum langferða- bíl og leiðsögumaður með. Fyrsta daginn var ekið inn hinn fagra Harðangursfjörð og upp á hálendið og gist á Hótel Stalheim, sem er nýtísku fjalla hótel í dásamlega fögru um- hverfi. í tveim stofum á hótel- inu ' er komið fyrir á mjög smekklegan hátt minjasafni úr byggðinni. Annan daginn er ekinn hæsti fjallvegur Noregs, 1000 feta hæð, og niður að Gudvangen og farið þaðan á ferjum um hinn undurfagra Sognfjörð til Lærdal. Síðan var ekið áfram að Borgund og þar skoðuð hin sérkennilega stafakirkja frá 12. öld. Þá var ekið að Fagra- nesi, þar er fryggðasafn í 200 ára gömul seli. Fólk í þjóð- búningum tók á móti okkur, bornir voru fram þjóðarréttir, dansaðir þjóðdansar, spilað á gömul hljóðfæri og skoðuð vef- stofa, þar sem stúlkur sátu ■'úð vefnað. Síðan var haldið til Gjövik og gist þar á Strand Hótel, sem er stórt hótel með öllum hugsanlegum þægind- um, sundlaug hvað þá annað. Þriðja daginn var ekið með- fram hinu fagra vatni Mjösa til hinis sögufræga staðar Eidsvoll og staðurinn skoðaður og það- an var svo haldið til Osló. Og þar með var þessari ógleyman- legu ferð lokið. Öll þjónusta í þessari ferð var alveg frábær, eins og reyndar öll ferða- mannaþjónustan í Noregi. í Osló vorum við í tvo daga, fórum tií Bygdöy og skoðuðum Vikingaskipin, pólarfarið Fram, Kon-Tiki og önnur 'söfn sem þar eru, fórum að Frognerset- eren og Holmenkollen, að ó- gleymdum hinum undurfagra Vigelandsgagði. Frá Osló fór- um við með langferðabíl út með Oslófirði til Svinesund og yfir hina sérstæðu hábrú yfir Iddfjörð til Svíþjóðar og síðan áfram til Gautaborgar. Þá er nú komið að hinni ó- gleymanlegu ferð frá Gauta- borg til Stokkhólm. Við fór- um með lest. til Karlsborg og þar fórum við um borð í Göta- land, sem er nýtízku skemmti- siglingaskip með öllum hugsan legum þægindum. Með þvi sigldum við yfir Váttern og áfram upp göta kanal til Ljungs bro. Landslagið á þessari leið er svo fagurt að því fá engin orð lýst, aðra eins fegurð hafði okkur aldrei dreymt um að sjá. Fyrir utan hvað það er bæði fróðlegt og skemmtilegt að fara um skipastigana. Frá Ljungsbro förur. við svo með langferðabíl til Linköping og þaðan með lest til Stokkholm. í hinni fögru Stokkholms- borg vorum við í tvo daga og nutum þess að skoða hina fjöl- mörgu fögru lystigarða, fórum á hinn sérkennilega skemmti- stað Skansen og fleira. Frá Stokkhólm fórum við með lest til Kaupmannahafnar, dvöldum þar í 10 daga og flug um síðan heim, með viðkomu í Glasgow. - SIGGI SIXPENSARI - — Ef maður ætti svona bíl, þá gæti maður dáið á tíu bjórstofum sama kvöldið! Jóhann Hannesson: k- x. ÞANKARÚNIR HOMO HUMANUS Sú var tíðin að orðið humanitas, mennska, var tízkuorð meðal hugsuða og rithöfunda, líkt og orðið þróun var I upphafi vorrar aldar. Ciceró, sá hinn sami sem margir muna úr skóla, lagði fram sinn mikla skerf til hugsjónasögunnar með því að móta hugtakið heimspekilega, þótt aðrir hafi komið því í umferð á undan honum þegar á annarri öld f. Kr. Hvaða tilgang hafði Ciceró með því að nostra við þetta hug- tak? Annars vegar er hann að andmæla oflæti og drembilæti Rómverja (homo Romanus), hins vegar er hann að berjast gegn því að hugsað sé til framandi þjóða eins og framandi menn væru ekki mennskir menn, nema Grikkir einir. Hann viidi ekki sætta sig við að þeir væru kallaðir barbaroi, skræl- ingjar, villimenn. Þannig myndaðist merkileg mannhyggja (humanismus) þegar í fornöld, sem þráði víðtækari skilning og dýpri samúð milli manna og þjóða en áður hafði þekkzt. Andstöðu mennskunnar var ekki að finna með dýrum né held- ur með ókunnum þjóðum, heldur í ómennskunni, inhumanitas, eða andmennskunni, perversio, það er afneitun mennskunn- ar, mannlegrar hugsunar, siða, tilfinninga og verðmæta. Hvorki þjóðerni, tunga, stétt né starf veldur ómennsku. heidur mann- úðarleysið, skilningsleysi á annarra manna högum. Það gefur auga leið að þessar mennskuhugsjónir greiddu götu kristninnar í fyllingu tímans, þegar hinn Eini sanni kom inn í söguna. Helgisagnir mynduðust um bréfasamband milli Páls postula og Seneca, hins spakvitra stóiska húmanista. Guð lét af einu blóði allar þjóðir byggja allt yfirborð jarðar- innar — þessi setning Páls lét ekki illa í eyrum grísk-róm- verskra hugsuða. Erfiðara var að átta sig á hinu, að hinn Eini sanni hefði dáið og risið upp frá dauðum. Annar erfiðleiki var fólginn í því að boðendur hans sneru sér fyrst og fremst að fyrirlitnum mönnum og gengu oft og einatt fram hjá snilli spekinganna og vizku vitringanna, með allt annarri vizku en áður hafði verið viðurkennd í hinni hetjudýrkandi, heiðnu fornöld: Vizku agapee, vizku kærleikans. Illa hefir öld vorri haldizt á hugsjón mennskunnar. Mörgu, sem áður hafði á unnizt, var nú á glæ kastað víða um lönd. Frændur vorir, sem ætluðu sér að framleiða ofurmenni, eiga nú, eins og vér, fullt í fangi með að verjast fávitahætti og ómennsku. Ofdrambið annars vegar og ánauð manna undir ofurveldi hlutanna hins vegar torvelda hið lífs- nauðsynlega viðhald mennskunnar. Heilbrigð hugsun kiknar undir álagi skvaldurs og hávaða. Mennskan kengbognar inn í glingrið og tildrið þegar menn vilja vera sjálfum sér nægir. Maðurinn verður sjálfum sér framandi og kyndir heita elda undir kötlum eigin óhamingju. Kommúnistar og nazistar hafa gert tilraunir til að stofna hamingjuríki án tillits til mennsk- unnar, og hefir báðum tekizt illa, en sömu mistök geta átt sér stað í hvaða veraldarvizku, sem vér kunnum að velja að leið- arljósi. Spekingar fornaldarinnar spurðu eftir mennsku, og þeim var gefið svar: Einn sannur maður, maðurinn frá Nazaret. að fara að safna ís- lenzkum frímerkjum nú í dag, má það heita ógerning- ur að ná fullkomnu (komp- let) safni frá íslandi, nema afar mikið fé sé fyrir hendi, og jafnvel erfitt fyrir því. Margir sem hafa byrjað söfn un hin aíðari ár hafa því safn að einungis frá einhverju á- kveðnu ári og fram á þennan dag, t.d. frá 1930, 1940 og það sem hefur orðið algengast er að safna fra 1944 eða „lýð- veldinu" sen. kallað er. Frá 1944 til dagsins í dag hafa verið gefin út hér á landi um eða innan við 250 frí- merki. Safn þessara merkja mun kosta í dag ónotaðra frá 1400—1600 krónur fyrir heildarsafn, en verð þeirra notaðra er mikið minna. Slíku safni er tiltölulega auðvelt að koma saman enn sem komið er, en það verða ekki mörg ár þar til mörg merki úr þessu tímabili verða iil- eða jafnvel ófáan- leg nema fyrir mikið verð. Safni sem þessu er auðvelt að halda „komplet", því í hvert sinn sem ný frímerki eru gefin út þá þarf ekki annað en muna eftir að kaupa 1 sett á pósthúsinu. í hvert sinn sem ný frí- merki eru gefin út, má sjá fjölda fólks sem kaupir frí- merki til að láta stimpla á útgáfudegi, og notar svoköll- uð fyrstadagsumslög undir frímerkin. Það er sjálfsagt fyrir safnara að fá sér fáein umslög með slíkum stimpl- unum, en safnari á ekki að kaupa slík umslög í tuga og jafnvel hundraðatali, því ef hann ætlar að selja safn sitt þá er mjög vafasamt að hann fái eins hátt verð fyrir þessi umslög og fyrir í mörgum til fellum samskonar frímerki ó notuð. Það virðist vera að fólk álíti að það sé að ávaxta peninga sína á afar hyggileg- an hátt með því að kaupa fyrstadagsumslög, en því miður er slíkt misskilning- ur. Ef þú safnari góður v'ilt mynda þér góðan sjóð og vel ávaxtaðan, þá skalt þú kaupa 1 örk af hverju frí- merki þegar það kemur út og setja þessa örk niður hjá þér í góða möppu svo hún ekki skemmist og geyma, helzt geyma 1 til 2 ár. Ef frímerkið selst upp í milli- , tíðinni, þá skalt þú sjá hvort þú hefur ekki ávaxtað pen- ingana þína vel, því slík merki í örkum er í flestum tilfellum auðvelt að selja söfnurum eða frimerkjakaup ! mönnum, þó að hinir sömu mundu ekki líta við útgáfu- | dagsumslögum af sömu frí- merkjum. / MRM. 16. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.