Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 9
samt í fornöld, með fíkjum, olíuviði og víngörðum. Fjöllin voru skógi vaxin, og jafnvel ströndin (Saronssléttan) var þakin kjarrskógi. Lengra til norðurs var Libanon, frægt fyrir sína sedrusskóga, en þangað lét Salómon sækja kjörvið í sitt mikla musteri. Leifar af þessum Landið sem flaut í mjdlk og hunangi egar ísraelsmenn nálguðust hið fyrirheitna land undir leiðsögu Móse, sendu þeir njósnar- menn á undan, til þess að kanna landið. Þeir komu aftur með granat- epli, fíkjur og vínberjaklasa svo þunga, að tveir menn urðu að bera þá á stöng á milli sín: „Við komum til landsins, sem þú sendir okkur til; það flýtur í mjólk og hunangi, og hér eru ávextir þess“. Það er skiljanlegt, að sú þjóð, sem 1 40 ár hafði reikað um Sinaí-eyðimörk- ina, yrði hugfangin af hverju því landi, sem var í rækt; en bæði gamla og nýja testamentið færa okkur heim sanninn um, að land þetta var sannarlega frjó- skógum voru jafnvel til á tímum kross- faranna. Á valdatímum Rómverja voru hlíðar fjallanna lagðar gróðurstöllum, til þess að varna því, að gróðurmoldin skolaðist burtu. Til voru og ákvæði um það, hvert álag mætti vera á hverjum stað af sauð- fé og geitum, svo ekki yrði um rán- yrkju og ofbeit að ræða á högum og skóglendi. E n þegar Arabar gerðu innrás í landið kringum árið 630, og sérstak- lega eftir hernám Tyrkja á 11. öld, seig allt á ógæfuhlið. Þeir fóru um landið með báli og brandi, drápu landsfólkið, eða seldu það í ánauð, létu gróðurstall- ana í hlíðunum ganga úr sér og hrynja, beittu skóglendið miskunnarlaust. Síðan hjuggu þeir greinar trjánna og notuðu laufið sem fóður. Að lokum rjóðurfelldu þeir skógana, til þess að gera til kola, en kolin notuðu þeir fyrst og fremst til vopnasmíða. Afleiðingarnar af öllu þessu framferði urðu hinar hórmulegustu fyrir landið. Skógarnir og annar gróður höfðu vernd- að jarðveginn, því hann drekkur í sig úrkomuna, sem aftur sígur hægt niður í jarðlögin, niður í grunnvatnið. En nú varð fljótt breyting á til hins verra, yfirborð grunnvatnsins lækkaði. Raki jarðvegsins að sumrinu hvarf með öllu og lindir þornuðu. En þegar rigndi bólgnuðu lækirnir upp, báru með sér sand og aurskriður yfir engi og akra og eyðilögðu vegi og brýr. Á hverju ári verða stórflóð kringum Genezaretvatnið, sem valda eyðilegg- ingu og oft manntjóni, þekja göturnar í Tiberias aur og leðju; jafnframt stífl- ast framrás ónna, svo mýrlendi og síki myndast, ekki aðeins landbúnaðinum til tjóns, heldur valda þau og sjúkdómum hjá mannfólkinu — fyrst og fremst malaríu. að land, sem ísraelsmenn lýstu yfir að væri Israelsríki árið 1948, var allt annað en það, sem forfeður þeirra unnu forðum, undir forustu Jósúa. — Það er að flatarmáli fimmtungur af stærð íslands, en íbúatalan jaðrar við tvær milljónir. Það er deginum ljósara, að það mun kosta óhemjufyrirhöfn og fjármagn að bæta svo hið nýja Gyð- ingaland, að það geti brauðfætt þjóð- ina, eins og nú standa sakir, og hér við bætist gífurleg fólksfjölgun. Það er að- eins viss hluti landsins, sem hugsanlegt er að endurrækta, en stór landflæmi munu um ófyrirsjáanlegan tíma verða skrældar sandauðnir, eða í bezta falli magurt beitiland. Til þess að koma því landi í rækt, sem yfir höfuð er ræktanlegt, er óhjá- kvæmilegt að endurbyggja hina fornu gróðurhjalla í hlíðunum; í giljum og skorningum þarf að rækta kjarr og skóg, þar sem það á annað borð er fram- kvæmanlegt, en framar öllu verður að byggja áveitur fyrir akra og gróður- reiti. Þær framkvæmdir munu reynast hinar erfiðustu, því svo sem áður seg- ir, liggur grunnvatnið svo djúpt í jörð, að því verður ekki náð, nema með mikl- um kostnaði; en það sem verst er, er það, að grunnvatnið er salt og illa not- hæft sem áveituvatn. Jafnvel vatnið úr Jórdan er salt, þegar það hefir runnið gegnum Genesaretvatnið. T il þess að leysa áveituvandamál- •ið hafa menn fyrir löngu gert áætlanir um það, að taka vatn úr ánni Jórdan, nógu ofarlega, leiða það síðan í áveitu- skurðum til suðvesturs, yfir Jesreel- sléttuna og áfram meðfram allri strand- lengjunni til Negev. Frá þessum aðal- skurði skyldu svo liggja minni áveitur til beggja hliða. En þessari áæltun hefir aldrej verið komið í verk, því Arabarík- in mótmæla kröftuglega og fullyrða, að með henni væru ísraelsmenn að ræna því vatni, sem Arabarnir sjálfir hyggj- ast nota til áveitu í Jórdandalnum. Það eru því mjög takmörkuð land- svæði, sem þegar hafa verið tekin til ræktunar, þar er fyrst og fremst um að ræða flatlendið norður með strönd- inni og Jesreelsléttuna. Við sjávarsíð- una er helzt ræktaður vínviður, svo og sítrónur og appelsínur, en í hinum síðar- nefndu héruðum er auk þess ýmiss kon- ar landbúnaður rekinn, svo sem naut- griparækt, og allmörg mjólkurbú hafa verið þar reist. Sama má segja um Galíleu, en þar er einnig ræktað tóbak og vínviður. í norðurhluta landsins hef- ir verið komið upp nokkrum vísindaleg- um tilraunastöðvum, en enn sem komið er hafa aðeins 140.000 ha. lands verið fullræktaðir. Landnám ísraelsmanna heldur stöð- ugt áfram, en þegar allar aðstæður eru skoðaðar, er ekki furða þótt verzl- unarjöfnuðurinn sé hinn hörmulegasti, svo óhagstæður, að fsraelsríki mundi óðara hrynja, ef það nyti ekki stórkost- legrar hjálpar að utan, bæði frá sam- böndum Gyðinga, víðs vegar um heim, en fyrst og fremst frá ríkisstjórn Bandaríkjanna. K. S. Öryggisbeltin loksins tekin upp í USA „ ... árið 1962 fórust 46.000 manns í umferðarslysum.... Sex þúsund þessara slysa voru algjörlega óþörf.... ef öku- mennirnir hefðu verið með öryggisbelti, væru þeir líifs í dag......“ essi ummæli komu. hart og afdráttarlaust, frá alvarlegum manni í sjónvarpinu. — Þetta er ekki ein þessara aug- lýsinga, sem menn eru vanastir að sjá og heyra! Þetta er þáttur í mikill herferð hjá Slysavarnaráðinu, sem hefur sannað með hryllilegum dæmuim, hversu nauðsynleg öryggisbeltin séu. Það má segja, að þessi herferð hafi þegar gert mikið gagn. Hún hófst fyrir þremur árum, og þá fannst öllum almenningi þessi öryggisbelti vera nánast hlægileg —ónauðsynleg og „stelpu-strákaleg“. En hér hefur almenningsálitið breytzt. Enda þótt ekki nema lítið brot af þessum 80 milljónum bíla hafi „axlabönd“, þá þykir það ekki lengur viðeigandi að broisa að þeim, sem nota þau. F yrst kvað að þessu fyrir alvöru 1961, þegar allir stjórnarbílar, allt frá vörubílum hersins til ráðherra- bíla í Washington, fengu öryg.gisbelti, og um leið var sent umburðarbréf þess efnis að þau væru þarna ekki „upp á stáss“. Þau ætti að nota. Ef það væri ekki gert, gætu starfsmenn stjórnarinnar leitað sér að trygging- um — að líkindum lika, — að at- vinnu. Þetta ákvæði getur haft mikla þýð- ingu fyrir umferðaröryggi, og þar sem um margar milljónir bíla er að ræða, þá ber ekki að skoða þetta sem nein látalæti af hálfu stjórnarinnar. Samtímis hafa mörg einstök rí'ki kom- ið á eftir með svipaðar reglur fyrir sitt starfsfólk, og svo bílastöðvar. Fyrr og síðar hafa bílaframleiðend- ur fengið margt skammaryrðið að heyra, og oft með fullum rétti, en nú, þegar almenningsálitið hefur snú- izt, hafa þeir sýnt, að þeim er það að minnsta kosti ekkert um geð að gera bílana öruggari, ef hægt er að gera það, án þess að það bitni á sölunni. Eitt hinna stóru bílfyrirtækja (Studebaker) hefur nýlega gefið út tilkynningu um, að á öllum gerðum þeirra verði framvegis sem fastur liður, öryggisbelti á framsætinu. Enda þótt ólar um axlirnar væru betri og farþegar í aftursæti verði enn að hætta lífi sínu varnarlausir, er þetta þó spor í rétta átt. Einn af forstjórum Studebakers, sagði, þegar þessi nýjung kom fyrst fram: „ .... öryggistæki verða að vera fastur liður í skynsamlega út- búnum bíl, og ekki afgreiðast eftir sérstakri beiðni kaupandans. Ef kaupendur okkar vilja vera lausir við þau, verða þeir að biðja um- boðsmanninn að taka þau burt, áður en bíllinn er afhentur". Þegar maður þekkir afstöðu amer- ískls bílstjóra, sem er talsvert væru- kær og hefur tilhneigingu til að „gera það, sem rétt er og aðrir gera“, eru litlar horfur á, að þeir láti taka burt beltin, úr því að þau eru þarna kom- in á annað borð. En ef einhver kaup- andinn vill fyrir hvern mun hafa beltalausan bíl, þá ætti hann þó fyrst og fremst að hugsa um fjölskylduna, sem gæti eftir á sagt, að „pabbi hefði farið skakkt að“ og látið taka þau burt. Og hvers vegna þá að ganga með samvizkubit, þegar ekki var ann að en láta þau vera kyrr, og reynsl- an í Ameríku er sú, að flestir nota beltin, úr þvii að þau á annað borð eru þarna. Þessi framtakssemi sýnir ennfrem- ur, að beltin eru að fá útbreiðslu á markaðinum. Undirtektir undir ráð- stafanir hins opinbera voru svo ai- mennar, að verksmiðjan gaf skömmu síðar út tilkynningu um, að fram- vegis yrðu einnig vörubilax með svona öryggistæki. 16. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Q

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.