Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 8
Mannskaðinn í Bolungarvík Eftir Valdimar B. Valdimarsson frá Hnifsdal Eg las fyrir stutfcu grein í Alþýðu- blaðinu um mannskaðann í Bolungarvík við ísafjarðardjúp 7. janúar 1905. Af því ég mun nú orðinn einn til frásagnar áhorfenda að því, þegar tveir bátanna fórust, að svo miklu leyti sem hægt var að greina það úr landi þegar þeir fórust, skal hér reynt að segja satt og rétt frá atburðum, eins og þeir komu mér fyrir sjónir: Ég reri þennan vetur frá Hnífsdal i Skutulsfirði ásamt eftirtöldum mönnum: Formaður var Valdimar Þorvarðsson, út- vegsbóndi í Hnífsdal; Guðmundur Jens- son frá Gildrunesi í Skutulsfirði; Sigurð- ur Sigurðsson, (auknefndur meinlausi), ættaður frá Eyrarsveit í Snæfellsnes- sýslu; Bjarni Kristjánsson (auknefndur fóstra), bróðursonur Amgríms skipstjóra í Hjarðardal í Önundarfirði; Finnbogi Bæringsson (auknefndur Galdra-Bogi), ættaður úr Grunnavíkurhreppi. Svo var ég sá sjötti, á borð með formanninum, en fremur mundi það nú til að fylla töl- una sex, því ég var þá sextán ára, (f. 11. september 1888). mt eir Heimabæjarbræður (sem þá voru ungir að árum), Halldór og Páll Pálssynir í Hnífsdal, höfðu róið til fiskj- ar, föstudaginn 6. janúar eða á Þrettánd- anum, sem þá var kallað. Var þá dumb- ungsveður, fremur ljótt útlit til sjó- ferða, en réðst þó vel, þannig að þeim tókst vel að athafna sig við aflabrögðin, komu seint að um kvöldið, en öfluðu vel. Fámennt var hjá þeim um kvöldið við að bjarga skipum og afla undan sjó, og varð það orsök þess, að sjór gekk á skip þeirra og afla, þegar hvessa tók daginn eftir (7. janúar). Faðir minn fór ekki á sjó á Þrettánd- anum, enda veikliða, en langt var sótt. Var því hugsað sér til hreyfings snemma á laugardaginn (7. janúar) þegar svona mikill afli var kominn á land í vörinni okkar. Veður var þó enn dumungslegt eins og fyrri daginn. Man ég, að er við komum út að Kálfadal undir Óshlíð, lagði fjallakul ofan af hlíðinni, og var þá sett upp segl, en kaldi þessi kom sitt úr hvorri áttinni, og endaði sú sigling með því að seglið sló af mér sjóhattinn og vildi þá faðir minn óvægur fara í Ósvör til að fá fyrir mig höfuðfat, sem varð að sækja fram að Ósi. L ánaði svo Ólafur Gissurarson, fyrrum bóndi á Ósi, mér ágætt höfuðfat. Sáðan var róið óslitið út í svo- nefndar Áilautir og lagðar 20 lóðir mitt út á Kvíarhælinn eða gömlu Kvína. En það mið setti Þuríður sundafyllir forð- um. Aldrei leizt föður mínum á veður- útlitið, hafði því stutta uppyfirlegu. Lét hann fyrst Guðmund Jensson draga stein lóðina, en tók síðan sjálfur við lóðadrætt inum og dró lóðirnar hvíldarlaust sem eftir voru ódregnar. Þegar búið var að draga lóðirnar, var sett upp segl. Var þá austankaldi og var siglt sem tók, og komum við upp undir Hvassaleitis- trumbu á Stigahlíð. Hófst þá baráttan inn með Stigahlíðinni. Brátt herti nú á aust ankaldanum og stærði sjóana, og varð því öðruhvoru að standa í austri vegna ágjafa. Er við komum inn á Miðleitisbót, braut Finnbogi ár sína, en varaárin stutt og léleg. Var þá kominn því sem næst af- spyrnu austan-landnyrðingur, en lítið frost. Brátt sáum við tvo báta á eftir okkur, undir Stigahlíðinni, sem seinna reyndust á vera þeir Halldór Jónsson frá Naustum og Magnús Eggertsson frá Hnífsdal, sem báðir höfðu þá viðlegu á Bolungarvíkurmölum um veturinn. Það var ekki fyrr en eftir meira en þrjá tíma að við komumst inn að Bolungar- víkur-Ófæru. T ildi þá faðir minn reyna að koma upp horni af seglinu og sigla inn yfir Bolungarvíkina, en til þess varð að kom- ast lítið eitt lengra frá landi, því allt af hrekur til baka meðan verið er að segl búa. Loks tókst þetta, að koma upp segl- hyrnu, og sleppa við Ófæruna, þó að tæpt stæði. Þá tók ég eftir því, að upp kom siglutré hjá Magnúsi Eggertssyni, en hann varð hér um bil strax of grunnt eða of nærri landi fram af Ófærunni og varð því að láta menn sína setjast alla undir árar aftur. Þetta mun einnig hafa orðið orsök þess, hve Magnúsi seinkaði, enda var bátur hans miklu þungaðri af fiski en okkar og því ekki eins léttur í meðförum. Nú var siglt inn frá Ófær unni, og höfðum við stefnu austan við Óshóla. En áður en við komum inn að Óshólum, reis allmikill brotskafl rótt framan við skipið og reið að nokkru leyti yfir það, og held ég að ég verði að segja það, þó mér sé mál skylt, að þá var laglega hálsað á sjóa. Voru nú lagð ar út árar, seglhyman felld og snúið að landi í Ósvör, eftir að búið var nokkurn veginn að ausa bátinn. Lending tókst vel, en iágsjávað var, svo ekki flaut Framhald á bls. 12 Dr. James Green: vernig ferskvatnsdýr lifa a eimskautsveturinn Branchinecta paludosa, kvendýr, séð frá hlið. Þetta dýr syndir venjulega þannig, að eggjapokinn snýr upp. L engd um það bil þumlungur. ÞEGAR farið er frá tempr- aðri breiddarstigum og í átt- ina til pólanna, fækkar teg- undum ferskvatnsdýra, eftir því sem lengra dregur. Sum þeirra hafa öðlazt þá lifnað- arhætti, að þroskatími þeirra takmarkast a'f hinu stutta sumri; þau lifa af veturinn sem egg, ónæm fyrir mesta kulda. Eitt vandamál þeirra dýra, sem lifa í ferskvatni er það, hvernig að skuli fara þegar vatnið frýs. Þetta vandamál er alveg sérstaklega erfitt fyrir norð- an heimsskautsbaug, en það getur einnig verið fullslæmt þótt sunnar sé og mörg ferskvatnsdýr í Bret- landi geta frosið inni, einkum í hörðum vetrum. Og vandamálið langt norður frá getur endurtekið sig í mikilli hæð, og meira að segja getur dýrunum verið ennþá erfiðara að lifa í háum fjalla- vötnum, en á mjög norðlægum slóðum. Hitastigið í heimsskautslöndunum get- ur hækkað talsvert yfir sumarið, þegar sífellt sólskin er, en fjallavötn, miklu suðlægari, njóta ekki góðs af miðnætur sólinni og eru oft í skugga, frá fjöllun- um í kring, niokkum hluta dagsins. Þannig verða fjallavötn, jafnvel í sjálfu hitabeltinu, oft óheppilegri dval- arstaðir fyrir dýralíf, en vötn lengst norður frá, ekki vegna þess, að vetur- inn sé harðari, heldur af því, að sum- arhitinn er svo lágur og getur hindrað ýmis vatnadýr í því að renna eðlilegt æviskeið sitt til enda. egar farið er frá tempruðum breiddargráðum og í áttina til pólanna, fækkar smám saman tegundum fersk- vatnsdýra. Heilir flokkar, eins og frosk- ar og skyld dýr, hverfa úr dýraríkinu, aðrir minnka niður í tvær tegundir eða eina. í Grænlandi eru til dæmis aöcins tvær tegundir af kjötætnum vatnabjöll- um, en meira en hundrað í Bretlandi. Á Spitzbergen eru ekki nema fjórar teg- undir af vatnsflóm, af ættinni Cladocera móti næstum níutiu í Bretlandi. Aðeins ein tegund snigla lifir norðan við heims- skautsbaug í Noregi. Það eru greini- lega alveg sérstakar og einstæðar teg- undir, sem geta lifað í raunverulegu kuldabeltisloftslagi, en dýraríki kulda- betlisins má samt ekki skoða sem grisjað og úrvalið dýrariiki tempruðu beltanna, heldur hefur það sínar sérstöku tegund- ir, sem iifa eingöngu í kuldabeltinu og sýna sérstaklega aðlögun að umhverfi sínu. E itt merkilegt dæmi aðlögunar, er sá hæfileiki vissra fisktegunda að geta þolað að vera frosnir talsverðan tíma, en taka svo upp lífsstarf sitt aftur, þeg- ar þeir þiðna. Svartfiskurinn (Dallia Pectoralis), sem er algengur í Síberíu og Alaska, þolir að vera frosinn vikum saman, og til er staðfest vitneskja um frosinn fisk, sem hundur gleypti, en þiðnaði í maga hundsins og var lifandi, þegar huindurinn ældi honum aftur. Ekiki er vitað, hvernig dýr hafa öðlazt þennan eiginleika að geta haldið lífi frosin, en sum þeirra geta meira að segja þolað talsverða ísmyndun í vefj- Framhald á bls. 12 Lepidurus arcticus séður ofan frá. Raunveruleg lengd, aff frátöldum löngu höl- unum, er um það bil þumlungur. g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.