Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 12
SVIPMYND Framhald af bls. 2. flúði Þýzkaland nazismans og sér nú sömu sögu gerast í Suður-Afríku. En Nadine Gordimer virðist hafa hug á að fylgjast enn um sinn með þróun imáia og ná fastari tökum á þeim, áður en hún kveður og fyllir flokk hinna angistarfullu útlaga frá Suður-Afríku. Því henni er eins farið og öllum rithöfundum frá Afríku, hún finnur glöggt hvar raetur verka hennar liggja. Það er kannski erfitt fyrir Evrópumenn að skiija, hve sterk ítök Suður-Afríka með öllum sínum hörmungum og leið- indum á í íbúum sínum, bæði svörtum og hvítum. En þegar rithöfundur á í hlut, verða þau ennþá miklu sterkari, og viðskilnaðurinn hlýtur að leiða af sér hræðilegt rótleysi. 7905 þar til aiit hvarf. Bátur þessi hlýtur að hafa orðið fyrir áfalli fram af Hólatá og misst þar allan farangur, því úr honum hlýtur að hafa verið sá fullur lag arkútur, er Bolvíkingar fundu um nótt- ina, rekinn, á sandinn norðanvert við Ósinn. hrim S Bölungarvík. Daginn þar S eftir fórum við svo heim á göngu, en sóttum loks bátinn okkar tveim dögum seinna. V. B. Valðimarsson frá Hnífsdal. E, Framhald af bls. 8 strax upp yfir ,,treggjaldann" í vörinni. Þó tókst að lokum að ná bátnum upp þannig, að auka við spilstrenginn með festinni á bátnum og einhverju enn til viðbótar. En þá var að byrja aðfall er við lentum. Þarna hafði þá viðlegu einn bátur og var formaður Benedikt Vagn Sveins- son, þá búsettur á ísafirði (Benedikt fórst með skipi sínu frá Ósvör í marzmánuði þennan sama vetur, ásamt hásetum sín- um). Benedikt var heldur óblíður í fyrstu við komu okkar þarna. Sagðist ekki skilja í mönnum að lenda ekki heldur í betri veiðistöðvum en í þessum bölvuðum hundsrassi, eins og hann orð- aði það og hvergi hægt að troða bát upp svo að hann ekki væri í bráðri hættu í vondum veðrum. Þetta þótti nú hörð kenning þá, en seinna komst ég nú samt á líka skoðun hvað uppsátri þarna við kom. Við vorum alllengi að koma bátnum alla leið undan sjó (og þó aldrei alveg undan sjó, því sjórinn dró undan bátn- um um nóttina, setti hann á hliðina og braut hann, en lítið þó). Syrti nú enn meira að með aðfallinu, enda var nú byrjað að dimma. Nú voru þeir báð- ir komnir þarna að Ósvör, Magnús Egg- ertsson og Halldór Jónsson, og farnir að seila fiskinn út úr bátunum, Halldór nær landi, en Magnús lítið eitt norðanvert við hann, eða beint fram af ósnum. Tekur nú Halldór brimlendinguna upp í Ósvör og verður þá tvennt í senn: Þegar hann er kominn á þriðju báru, heyrast allt í einu óp eða hljóð, sem komu frá mönnum í bát sem í þessu skauzt utan úr sortanum, örskammt norðanvert við Halldór. Þar sem hann var að berast upp að lendingunni. Sem örskot barst bátur þessi í vestur fram hjá Ósvör í stefnu á Ósinn, snerist þar í hring og hvarf í brimið og sortann, því þá rak að lokum á blindöskuhríð og fárviðri. Ég heyrði aldrei dregið í efa, að þetta hefði verið bátur Ásgeirs bónda Einarssonar á Hvítanesi, sem þama fórst við Ósinn, en hann var ein- mitt um það leyti að koma úr kaup staðarferð frá ísafirði ásamt vinnu- manni sínum, Guðmundi, og Teiti gest- gjafa Jónssyni frá ísafirði, sem sagt var að hefði veifað þeim við Hæstakaupstað arsjóinn, er þeir voru að leggja frá landi, til að fá, og fengið, far með þeim áleiðis til Bolungarvíkur. Þegar bátur þessi skauzt fram hjá Ósvör, voru aðeins í honum tveir menn og ekkert annað, enginn farangur, árar engar. Mennirnir reru sér bakföllum, sinn á hvorri þóftu. I i g átti oft tal um þetta seinna við vin minn, Halldór frá Naustum. Hann sagðist heldur ekkert hafa séð nema mennina tvo í bátnum, er hann skauzt fram hjá honum, og var það álit hans, að bátnum mundi hafa hvolft fram af Hólunum og síðan hvolfzt upp aftur, en mennirnir tveir, sem við sáum í honum, hefðu aldrei orðið viðskila við bátinn fyrr en yfir lauk um hann og þá við Ósinn. Ég skildi þar við Halldór frá Naustum, er hann var að taka brimlendinguna upp í Ósvör. En allt í einu rétt áður en bát- urinn kenndi grunns, festist band það í bátnum er þeir voru að láta renna út og tengt var frammi við seilamar. Tók þetta að mestu alla ferð af bátnum í bili, en úr greiddist fljótlega, svo allt fór vel að lokum. Þá var skollin á mikil hríð eins og ég sagði áður, en aldrei sást til Magnúsar Eggertssonar lifandi eftir þetta. Bátinn rak upp tóman og mann- lausan, utanvert við Ósinn, um kvöld- ið, litlu seinna en að ofan getur, og sagði Halldór Jónsson, að það hefði hann síðast séð til Magnúsar, að þeir voru búnir að seila allmikið úr skut og þrír menn komnir fram í barka og byrjaðir að seila út þar, er hann (Halldór) fór í land og var það álit hans, að þá litlu seinna mundi brimskafl hafa fært bát þeirra í kaf. Og var það álit margra að Halldór mundi fara nærri um þetta. Mr riðji báturinn, 9em fórst á Bol- ungarvík þennan dag eða kvöld, var vélbátur frá ísafirði, og með honum sem háseti Bjarni Kristjánsson, gamall skip- stjóri óg hafnsögumaður á ísafirði, en ættaður frá Önundarfirði. Bolvíkingar kváðust hafa heyrt vél- arskelli í bát um kvöldið, og mun það að líkindum hafa verið í þessum bát sem þeir hafa heyrt, því vélarbátar voru þá fáir á Vestfjörðum, en urðu fleiri litlu seinna. Vél og brot úr þessum bát fannst þá um helgina næstu fram í fjör- unni við Sandinn, fyrir norðan Ósinn, eins og bátur Magnúsar. En ég heyrði aldrei talað um að neitt hefði rekið af bát Ásgeirs frá Hvítanesi, og hlýtur hann því að hafa brotnað í spón. Einhver sagði mér þá, að þarna væri sumsstaðar stórir steinar í botninum, rétt fyrir fram- an lándið og mætti þá vera að þar væri að leita ráðningar á þeirri gátu. 1 FERSKVATNSDÝR Framhald af bls. 8 vm, en þó þola þau ekki að allir sellu- vökvar þeirra komist í fasta mynd. Hjá sumum tegundum getur það hindrað ísmyndun, að líkamsvessar þeirra séu hlaupkenndir. Smáir xskristallar, sem myndast í sterkri og mjög samsettri, hlaupkenndri upplausn geta fengið á sig húð af vatnslausu hlaupi og þannig hindrazt í að valda ísmyndun í allri upp lausninni. En svo eiga þau dýr undankomuleið undan frystingu, sem eiga heima í svo djúpu vatni, að hægt sé að kafa niður fyrir alla ísmyndun. Lög af ísi og snjó, sem hvortveggja eru slæmir hitaleið- arar gefa vernd gegn snöggri kælingu, svo að djúpt vatn botnfrýs ekki. Jafn- vel á Spitzbergen botnfrjósa ekki vötn, sem eru meira en tveir metrar á dýpt. En eitt af einkennum freðmýranna í himsskautslöndunum er fjöldinn allur af smáum pollum og grunnum — oft ekki nema tveggja feta djúpum. Þessir pollar botnfrjósa á vetrum, en engu að síður eru þeir morandi af lifandi dýrum á sumrin. E grein þeirri er ég áður nefndi og kom í Alþýðublaðinu, var talað um að enginn vissi hvorumegin við Hólanesið (ég vildi nú segja Hólatá) bátur Ásgeirs frá Hvítanesi hefði farizt og datt mér þá í hug að stinga niður penna og segja það um afdrif hans og mannanna tveggja, er ég sá, og sem að lokum fylgdu honum i hina votu gröf. Til þess nú að fyrir- byggja allan misskilning, vil ég geta þess, að Ósbændur höfðu þennan vetur engan útveg eða útræði úr Ósvör, en höfðu látið uppsátrið í hendur Benedikts Vagns. Ólafur bóndi á Ósi og Kristín kona hans, hin víðkunnu sæmdafhjón, höfðu þá víst að mestu látið af búskap á Ósi, en við tekið vinir okkar og grann fólk úr Hnífsdal, Friðrik Ólafsson og kona hans, Sesselja. Þarf víst ekki að lýsa því, að allt þetta prýðis- og sæmdar fólk sá okkur fyrir allri umönnun og gistingu svo lengi sem við þurftum með. Strax og við vorum landfastir í Ósvör hafði faðir minn sent einn hásetann inn í Hnífsdal til að láta vita um okkur. Daginn eftir var voðaveður og foráttu- 1 ftirtektarverðust þessara dýra eru heimsskauta-blaðfætlurnar Lepidurus og Branchinecta (Mynd I. og II.). Leynd ardómurinn við lífseiglu þeirra er í því fólginn, að þær hafa aðlagað lífs- skeið sitt hinum skamma sumartíma, sem þeim er skammtaður. Á hverju ári er til aðeins ein kynslóð, sem vex hratt, verpur eggjum og deyr síðan. Eggin þrauka svo veturinn af, og þola oæði þurrk og frost. En nú er það eftirtektarverð stað- reynd, að bæði Lepidurus og Branohin- ecta eiga sér ættingja, sem lifa í skamm æjum pollum á heitum eyðimerkursvæð- um og hér er sams konar lífi lifað í baráttu við þurrkinn. Eggin ungast út skömmu eftir að pollarnir myndast af rigningu, og dýrin vaxa óðfluga, vegna hins háa hitastigs, verpa síðan eggjum og deyja. Þessi þróun tekur oft ekiki nema tvær til þrjár vikur. Heimsskauta- blaðfætlurnar njóta ekki svona mikils hita, svo að þroskatími þeirra er nokkru lengri, en þá eiga þær í fórum sínum bragð, sem styttir fyrir þeim uppvaxtar- tímann. Ef rannsökuð eru egg Lepidur- us Arcticus og borin saman við egg hinnar skyldu Triops, sein er tegund úr heitum eyðimerkurpolli, kemur það greinilega í ljós, að kuldabeltistegund- ín verpur færri en miklu stærri eggj- um en frænddýr hennar. Það, að eggið geymir í sér miklu meiri næringu, veld- ur því, að dýrið er orðið miklu þrosk- aðra áður en það klekst út og þannig aukast líkurnar á því, að það geti orð- ið fullþroska áður en pollurinn frýs aftur. 0, "ft er seigt hylki utan um þessi þolnu egg, og það ver þau áföllum frá umhverfi þeirra. Furðuleg margbreytni er í þess- um hylkjum hjá hinum ýmsu tegund- um blaðfætlna. Hjá Lepidurus Arcticus er hyklið gegnsætt og þegar eggjunum er fyrst orpið, er það límkennt, svo að eggin festast við steina á botni polls- ins. Ef pollurinn þornar upp, harðnar þetta gegnsæja, límkennda lag og verður að seigu hylki. Aðrar blaðfætlur hafa eggskum, sem er úr kítíni, eins og húð á skordýrum, og enn aðrar tegundir hafa skel, sem er gegndreypt í kalsíum söl'tum og litarefni, skylt hæmoglobini. Það er því greinilegt, að það er ekki nein sérstök tegund hylkis, sem ver egg- in frosti og þurrki. Enda þótt slíkar hlífar, séu vafalaust þýðingarmiklar til að verja þau snertingu, liggur þó aðal- viðnám eggjanna í því, hvernig prótó- plasmað i þeim er samsett. Sú staðreynd, að sams konar tegund eggs er löguð til að þola bæði kulda og þurrk — og raunverulega getur sama eggið þolað hvorttveggja — bendir okk- ur á að finna einhvern sameiginlegan eiginleika, og þar verður fyrst fyrir vatnsleysið. Eggin eru löguð til að stand- ast það, og virðast gera það með því að iáta lífið því sem næst fjara út. Nákvæm ustu mælingum hefur ekki tekizt að sýna neinn andardrátt í blaðfætlueggj- um, og slík egg hafa verið geymd í tuttugu ár og síðan hefur þeim verið ungað út, með því að leggja þau í vatn í svo sem tvo daga. Hér rísa margar spurningar. Hvernig eru eggjahvítuefn- in í egginu stöðvuð, og hvernig er varn- að rotnun af völdum gerla? v t ið eigum enn langt í land að skilja samsetningu svona þolinna eggja, en samanburðarathugun á tveim tegund- um eggja úr vatnsflóm (Cladocera), gæti þó hjlápað okkur í áttina. Að venju- legum aðstæðum, með góðri fæðu og sæmilegu hitastigi, getur Cladocera verpt eggjum, sem ekki þarf að frjóvga, en þroskast fljótt og verða að vatnsflóa- ungum á um það bil þremur dögum. En búi dýrin við lélega fæðu og óhóflega hátt eða lágt hitastig, verða eggin færri og annarrar tegundar. Þessi egg þarf venjulega að frjóvga, og þau geta stað- izt þurrk og frost á sama hátt og blað- fætlueggin. Það mætti halda, að frjóvg- unin hefði hér einhver áhrif, en svo er ekki, því að víða í heimsskautslöndun- um, er þessi síðarnefnda tegund eggja „framleidd“ án frjóvgunar. Og þess- ar tvær tegundir eggja eru raun- verulega mismunandi að efnasam- setningu. Það atriði hefur enn ekki verið rannsakað til hlítar, og það gæti verið varasamt að álykta almennt út frá þeim fáu staðreyndum, sem kunnar eru. Ef til vill er eftirtektarverðasti mismunurinn hjá algengu vatnsflóinni, Daphnia, sá, að venjulegu eggin hafa oftast eina eða fleiri mjög stórar fitu'kúlur, en þolnu eggin hafa jafnt límefni, án nokkurra stórra fitu- kúlna, en mikla mergð af smáum fitu- kúlum af ýmsu tagi. Eins og áður hefur verið tekið fram, er hugsanlegt, að lím- efni af þessu tagi hafi einhverja þá eiginleika, sem eru mikilvægir til að fyrirbyggja gegnfrystingu. olna eggið er aðal-eiginleiki þess- ara dýra, til að lifa af harðan vetur, og mörg break ferskvatnsdýr verpa slí'k- um eggjum. Mörg gera það, hvort sem tjörnin frýs eða ekki. Önnur, sem eru kuldaþolnari verpa ekki slíkum þoln- um eggjum nema hitastigið komist nið- ur undir frostmark. Af þeim vatnsflóm, sem lifa í tjörnum í Suður-Englandi, verpa sumar þolnum eggjm í október eða nóvember, og öll fullorðnu dýrin eru dáin fyrir desemberlok, og svo koma þau ekki í ljós fyrr en í öndverðum aprílmánuði. Önnur lifa veturinn af, ef hann er mildur, og halda áfram að verpa, en þó ekki neinum þolnum eggj- um. í harðari vetrum verpa þessar teg- undir þolnum eggjum, en þau egg ung- est út snemma ársins og fuUorðnu dýr- in hverfa ef til vUl ekki nema í fáein- ar vikur. Það er vitað, að frostkaflar geta flýtt fyrir þroska sumra dýra úr vetrardval- anum. Ferskvatnssvampar framJeiða kerfi af sellum, sem eru inniluktar í seigu, broddóttu hylki. Þessir líkamir eru kallaðir „blaðhnappar“, og ef þeim er safnað að haustinu og settir í vatn með 21°C. hita, klekjast þeir út á um það bil hálfum mánuði, en séu þeir frystir, þurfa þeir ekki nema þrjá daga í heitu vatni til að klekjast út. (New Scientist) 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 16. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.