Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 16
stýrið, og í ár hafa bílaframleið- endur ekki látið sitt eftir liggja, til þess að gera árið 1963 að „kvennaári". — Það segia að minnsta kosti auglýsingamenn- irnir þeirra. Árgerðirnar 1963 eru þægilegri, glæsilegri, léttari í akstri, öruggari í umferðinni, hentugri fyrir „fjöl- skyl-du- og heimilislíf“ (sic!), auðveld ari að komast inn í og út úr, fínni, fallegri og ... hástigin eru óteljandi í þessum dúr. Áhuginn á veika kyninu er nú eng- in ný bóla. Hann hefur átt þátt í hin- um og þessum nýsköpunum, sem jafn vel við aðrir dauðlegir, teljum sjálf- sagða hluti, svo sem eru sjálfskipt- ingin, hanzkahólfið, kveikjarinn, kraftstýri og olnbogastuðningur. Nýjasta nýbt á þessu sviði er „sveiflustýrið“, sem hægt er að stilla í sjö mismunandi horn eða halla, allt eftir því, hve hávaxinn ekillinn er, hversu nærri stýrinu hann vill sitja, og masti mismunur stillinganna er 30°, lægst 6 cm og hæst 17.5 om fyrir ofan sætið, svo að óþarfi er að vinda sér út úr sætinu út á hlið. Þetta „þægindahalla" stýri er með fjaðraverki í, svo að ekki þarf annað en þrýsta á fjöður, til þess að það lyfti sér sjálfkrafa, þegar maður þarf að fara út úr bílnum. En sem sagt er þetta aðeins nýj- asta nýtt í þessu kapphlaupi um kven hylli, á síðasta aldarfjórðungi, eftir ráðum gallup-sérfræðinganna, þegar þeim hefur tekizt að útskýra það, sam snýr að baki umferðarbrosinu duil arfulla á andlitinu á systrunum sem Mona Lisa kann að eiga nú á dög- um. En auk þeirra endurbóta, sem þeg- ar hafa verið nefndar, hafa fleiri komið til sögunnar, svo sem breiðari dyr, svo að konurnar geta tekið sig betur út, þegar þær fara út og inn, ennfremur stærri afturspeglar og rúð ur, svo að betur sést aftur fyrir, endurskipulagning á mælaborðinu, svo að auðveldara sé að ná til hnapp- anna, hækkun á hemilstiginu i hæð við benzíngjöfina, og hreyfanlega framsætið, sem getur gefið ökumann- inum þægilegustu fjarlægð frá fót- stiginum. Þettá síðastnefnda hefur minnkað hemlunartímann um 29% eða að meðaltali 4.3 metra við 45 km. ferð. Ak sveiflustýrsins hafa bætzt við á þessu ári þægindi fyrir „ungu móðurina", svo sem pelahitari og rafmagns-barnateppi, nýir öryggis- lásar á hurðum og sæti og teppi úr plasti eða nælon, sem hægara er að halda hreinum. Önnur endurbót er nú frekar hé- gómleg: hanzkahólf með innbyggð- ri málningardós, með stórum spegli í lokinu, naglalakk í mörgum litum, rúm fyrir varalit, mascara og púð- urdós. Þetta er útbúið þannig að hægt sé að draga það út á ferð, svo að frúin geti á leiðinni í samkvæmi lagt síðustu hönd á stríðsmálninguna, í stað þess að láta manninn bíða sér til óbtóa fyrir dyrum úti. En bak við allan þennan hégóma leynist þó oft eitthvert vit, og sann- ast þar spænskt máltæki: „Enda þótt kvennaráð séu oft heimskuleg, er sá heimskur, sem ekki fer að þeim“, og jafnvel þótt hægt sé að skamma ameriska bílasmiði fyrir eitt og ann- að, er að minnsta kosti ekki hægt að ásaka þá fyrir heimsku, þegar um það er að ræða að fá fólk til að kaupa bíla . Rafeindirnar í þjónustu umferðarinnar SÚ borg heims, þar sem verst er að komast áfram. Þennan vafasama vitnis- burð fær New York. Einkum á þetta við um umferð yfir þvera borgina, „cross town“, eins og það er kallað á máli þarlendra. Á annatímanum getur það tekið klukkustund að aka vegalengd- ina frá Austuránni annarsvegar við Manhattan og til Hudson- fljótsins hinsvegar. Hindrana- laust ætti þetta að vera fjögurra eða fimm mínútna akstur. Enda þótt skárra sé að aka eftir endilangri eyjunni „up“ — eða „down town“ eru umferðahnútar, endalaus- ar biðraðir og vælandi bílflautur al- gengari hér en í nokkurri annarri borg. Hingað til hefur umferðalögreglan árangurslaust reynt að hafa hemi-1 á umferðinni, með því að telja öku- tækin og haga svo umferðaljósunum eftir þörfum. En jafnframt sem þessu var komið á, á einum stað, tóku öku- mennirnir eftir því og hnöppuðust saman á þessa staði og allt fór út um þúfur aftur — og þá varð lög- reglan að taka fyrir einhvern ann- an stað, en varð alltaf einum ofsein. etta leit ekki vel út, allt þar til „skipulagsverkfræðingur" einn, að nafni S.Y. Rhee, komist nýlega að því, að liklega mætti leysa vandann með rafmagnsheila. í staðinn fyrir að stilla umferða- ljósin, hvert um sig á vissan víxl- tíma, allan sólarhringinn, vill hann nú setja hvern umferðavita í sam- band við geysistóran rafmagnsheila, sem verkar eins og „master-control“. Eftir nákvæma umferðartalningu við hver gatnamót, sem nokkuð kveð ur að, verða umferðaljósin stillt þarm ig, að umferðarstraumnum verði gert tiltölulega hægt fyrir að komast á- fram sem tafarminnst. Á sama hátt verða stillt þau ljós, sem næst koma í röðinni, svo að ökumennirnir eigi það ekki á hættu að komast gegn um eitt ljósið, til þess eins að purfa að stanza við það næsta. egar svo skipulag er komið á þetta, kemur Rhee fyrir „flóði" og „fjöru“ í rafeindaheilann, þannig að ljóstíminn hagi sér eftir umferðinni, bókstaflega frá mínútu til minútu. Þegar þetta hefur verið prófað til hlítar, eru allar hugsanlegar breyt- ingar og frávik færð inn í „minni“ vélarinnar, með gataspjaldi, og þegar þetta hefur verið prófað og endur- bætt, telja menn, að biðtíminn geti komizt niður í lítið brot af því sem hann er nú. Auk þess, sem menn vilja afnema það mikilvæga — og hættulega — atriði, sem illt skap og reiðiköst manna geta verið í umferðinni, er hægt með þessu að sleppa við milij- ónatap í benzíni, aukagreiðslum til leigubílstjóra og slit á vélum bílaima. í leikmanns augum er fyrsttalda atriðið sennilega eftirsóknarverðast. Sá, sem vill fá hugmynd um, hvað það er að aka bíl í New York, verð- ur að hugsa sér eitthvað, sem hann þekkir svipað að heiman, svo sem Alþingishátíðina eða lýðveldishátíð- ina á Þingvöllum. Þannig þvögur eru daglegt brauð í New York, o-g hefur hvorki góð áhrif á skap öku- manna, né á umferðina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.