Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.05.1963, Blaðsíða 5
ra H V E N Æ R skyldu þau sjálfsöpöu sannindi renna upp fyrir xslenzkum stjórnmálamönnum, aö fátt eöa ekk- ert á síöur erindi t dagblöö en póli- tískar rœöur, kvort sem fluttar hafa veriö á þingfundum, flokksfundum eöa í útvarpsumrœöum? Hvergi á byggöu bóli nema á íslandi mun þessi hjákátlegi siður tíökast, ekki einu sinni meöal Grikkja, sem eru þó dllra þjóöa pðlitískastir. Senni- lega er þetta arfleifö frá þeim erfiöu árum, þegar blöð á íslandi áttu fárra kosta völ, fréttir voru strjál- ar og pólitíkin helsta afþreying fólksins. Vita stjórnmálamenn ekki aö nýir tímar hafa runniö upp í landinu? Þaö lýsir furöulitlum kunnugleik á viöhorfum nútímamanna að láta sér detta í hug, aö nokkur maöur endist til aö lesa allt þetta pólitíska stagl, meöan völ er á l œ s il e g u efni. Og þaö ber vitni enn fát œkl e g ri skilningi á hlutverki dagblaöa í þjóölífinu. Látum gott heita að dagblööin hér á landi eru öll pólitísk og eiga aö túlka sjónarmiö sinna flokka. En mér er spurn, rœkja ekki dag- legir leiöarar, daglegir pólitískir rabbdálkar og vikúlegar yfirlits- greinar (auk þingfrétta á vetrum) þetta hlutverk svo viö veröi unaö? Þar við bœtast áramótahugleiðing- ar, frásagnir af flokksfundum og ótal margt fleira. Er ekki eitthvaö meir en lítiö bogiö viö daglega tveggja dálka leiöara, auk annars pólitísks efnis, ef þeir megna ekki aö seöja hungur fólksins í pólitísk- an vísdóm? Sannleikurinn er sá+ aö allar þess- ar pólitísku rœöur í dagblööunum eru hrein sóun á pappír og prent- svertu, í fyrsta lagi vegna þess aö rœöumenn sama flokks tyggja yf- irleitt upp sömu staöreyndir og röíc- semdir hver eftir öörum, í ööru lagi vegna þess aö enginn les þessar raeöur nema einstaka sannfæröur samherji sem hefur ekki annaö viö tímann aö gera og þarfnast auk þess ekki uppörvunar í trúnni, og í þriöja lagi vegna þess aö dagblöö eiga aö leitast viö aö fúllnœgja fróö- leiksþörf fólksins fremur en hégðmagimd nokkurra stjórnmála- manna. Út yfir tekur þegar birtar eru ræöur úr eldhúsdagsumrœöum sem búiö er aö útvarpa um land allt! Télja ókkar ágœtu þingmenn ís- lenzka útvarpshlustendur vera svo sljóa, aö þaö sem þeir hafa hlustaö á veröi þeir aö sjá á prenti til aö skilja þaö — eöa halda þeir kannski aö hœgt sé aö sefja menn til aö lesa þaö sem þeir hafa ékki nennt aö hlusta á? tslenzk dagblöö komast ekki hjá því aö vera bæöi leiðinleg og lág- kúrúleg, gamaldags og ,,sveitórí meöan þessi aldamótabragur er á blaöaútgáfu hér. s-a-m. til Sartres Eftir Poul Henning Jörgensen E XISTENSÍALISMI er eins konar skúffu-hugtak. I þá skúffu er látið svo margt, að hinum ólíkustu hlutum aegir þar saman. Það má heita vonlaust verk að koma reglu á í þeirri skúffu og gefa læsilega lýsingu á innihaldinu í stuttu máli. Greina má á milli existensíalisma í heimspeki og existensíalisma í bók- menntum, á milli fransks existensíal- isma, þýzks existensíalisma og jafnvel ítalsks — og á milli heimspekilegs og guðfræðilegs existensíalisma. Og ef tal- að er um heimspekina, þarf að greina á milli existens-heimspeki (Jaspers), ek-sistens-heimspeki (Heidegger), milli hins eiginlega existensíalisma (ateískur: Sartre, kristinn: Marcel), og „ég-þú“- heimspekinnar (Griesebach, Buber og guðfræðingarnir K. Heim og Fr. Gog- arten). Þar að auki er existensíalismi nú- tíðarstefna sem hófst með lífsskoðunar- kreppu fyrri heimsstyrjaldar, en samt sem áður hefir stefnan djúpar rætur í sögunni. Sókrates, Agústínus og Pascal brutu heilann um, hvað það er að vera maður, að existera. Þeir rannsökuðu þetta vandamáþ sem skynsemin nær ekki með hugtakakerfi sínu, að exist- ensinn er manninum meðfæddur sem vandamál. Sören Kierkegaard, sem hef- ir verið kallaður faðir existensíalism- ans, skipar einmitt existensinum and- spænis óhlutlægni skynseminnar. Pró- fessoraspekin skilur nefnilega ekki, hvað það er að vera til. Hún gengur framhjá raunveruleikanum, þegar hún telur sig geta fangað existensinn í kenn- ingu og kerfi. Hún er eins og stúdent- inn, sem fór með óhreinatauið sitt í þvott, en í glugga sá hann skilti: „Hér er þvottur þveginn og strokinn". Hann gekk inn: „Ungfrú, viljið þér þvo þetta fyrir mig og strjúka,?" „Því miður,“ sagði hún, „þvoum við ekki þvott, held- ur búum til auglýsingaskilti um að þvottur sé þveginn og strokinn." Þetta dæmi úr dagbókum Kierke- gaards sýnir þá viðleitni, sem allur existensíalismi nútímans á sameigin- lega: að losna við subjekt-objekt hugs- unina. Upphafsmaður þessarar hugsunar ei Descartes. Hjá honum er heiminum skipt í tvennt: frumlögin (subjektin), sem skynja, og andlögin (objektin), sem skynja skal. Það er klofinn heimur, þar sem maðurinn er frumlags (subjekts) megin. Samt var það Kant, sem í raun og veru grundvallaði þennan hugsunar- máta. Hann hugsaði sér sjálf mannsins og umhverfi þess þannig, að líkja mætti skynjun mannsins við net, og eru möskvar þess tími og rúm. Netinu er varpað yfir það, sem skynja skal, og næst þá í netið það sem möskvarnir leyfa, m. ö. o. það sem skynjað er, er mótað af skynjunni sjálfri. Hins vegar verður aldrei skynjað, hvernig hlut- irnir eru í sjálfum sér. Kant og Descart- es eiga það sameiginlegt, að á milli þess sem skynjar og hins, sem skynjað er, er óbrúanlegt djúp, djúpið á milli subjekts og objekts. Existens-heimspekingarnir mótmæla ■þessari greiningu heimsins í frumlög og andlög kröftuglega. Og þessi sundur greining er raunar vonlaust fyrirtæki, ef við viljum komast til botns í því, hvað verun, existems, mannsins er — og hvað verun er í sjábfu sér. Það liggur hulið skilorð til grundvallar þessari algjöru aðgreiningu milli sjálfs mannsins og umhverfis hans, og það er þetta, að bæði frumiögin og andlögin eru skilin þeirri skilningu, að þau séu allt að því hlutir í sjálfum sér og komi hvert öðru í engu við, — eins og tvenns konar efni, sem koma þarf í samband ■hvoru við annað. En þetta er ekki raunveruleikanum samkvæmt. Maður- inn er ekki til í sjálfum sér eins og sjálfstæður hlutur, hann er ekki til án umheims síns, heldur aðeins í umheimi sínum. Og sama má segja um „hlutina“, þeir eru verkfæri, þ. e. þeir eru til færis fyrir verk mannsins. Hamarinn er til þess að reka nagla, og það er ekki fyrr en hamarinn bilar, að ég fer að rannsaka hann sem objekt, andlag. En ég er áður búinn að umgangast hann sem verkfæri, og það er ekki fyrr en hann t. d. brotnar, að ég sný honum á enda og kanta sem rann- sóknar-andlagi. Hið upphaflega er því hið verklega samband og ekki hin hlutlausa skoðun. Yandamál heimspek- innar er því maðurinn sem starfandi vera, og því ekkert djúp milli mannsins og hlutanna, mannsins og náunga hans. Maðurinn sem starfandi, hugfangin vera í nánum tengslum við umheim sinn er þvi efni existens-heimspekinnar. En hér skiljast leiðir, því að hvernig á að skilja þessa verun, eristens mannsins? Nú er ljóst frá upphafi, að það væri þverstæða að skýrgreina verun og innihald hennar, því að þá hefðu menn gerzt sekir um subjekt-objekt hugsun: að gera manninn að einhverj- um hlut, afmörkuðum og skýrgreinan- legum í sjálfum sér. Það er aðeins hægt að lýsa því á hvern hátt maðurinn er, existerar, í umheimi sínum meðal hlut- anna og náunga sinna. Það manns-hugtak sem hér er upp- teiknað er langt frá því að vera lysti- legt. Maðurinn er nefnilega glataður, já forfallinn í hlutunum, í mannfjöld- anum, á eins konar flótta inn í það sem gefur öryggi (Jaspers). Verun mannsins er því á óhugnanlegan hátt óraunveruleg, honum finnst hann ekki eiga heima í umheiminum, hann er sjálf um sér óhugnanlegur. En af þessari óraunverulegu verund mannsins má lesa hina raunverulegu, þá sem maður- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 1«. tölublað 19Ra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.