Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 1
Jarðskjálftinn, jú, það hrist- ist allt hér, og fólk rauk upp úr rúmum. En skemmdir urðu ekki teljandi hér á ströndinni, svo ég viti, og enginn datt.“ „Ekki einu sinni Kerlingin?" 1 „Þú átt náttúrlega við okkar gömlu, góðu tröllkerlingu hjá Drangey. Nei,‘hún datt nú ekki sem Spjallab við Jón bónda og sigmann á Fagranesi - betur fór. Maður hefði vissulega saknað gömlu konunnar. Þetta er heiðurskerling í sínu ekkjustandi og ekki fótfúin enn. Það falla áreiðan- lega margar kerlingar á undan henni. En hræddur er ég um, að hrunið hafi úr eynni. Raunar ger- ist það árlega, þótt ekkert óvenju- legt komi til. Og Skólasteinn sporð- reistist nýlega“. „Nei, ég kann nú látið af homim að Beg'ja. Þefcta var stórbjarg á fjörunni, og kannski ihafa Hólamenn haft tjald eða verbúð þar undir". Það er Jón bóndi að Fagranesi á Rey'kjaströnd, sem situr hinumegin við •borðið og segir frá. Sá er þetta ritar ihefur einu sinni séð hann breytast á skömmuim tíma úr sýslunefndarmanni í sigimann í Drangieyj arbj argi. Núna er Ihann í bóhdagervinu með gleraugun. En þau tekuæ hann af sér, áður en hann hoppar fram af brúninni. Jónas lœknir gerði við það og allt er á sínum stað „Og hivenætr hoppaðirðu fyrst framaf?“ „Hjaih, svona fyrir táu árum, ef ég enan réfct. Ég byrjaði að fikta við þefcta undir leiðsögn Marons akkar Sigurðsson- ar. Hann var afarfær sigmaður og hefur áreiðanlega langimesta reynsiu aí nú- lifandi Skagfirðingum, hvað þetta snert ir. Hann seig nú bara þrjátíu ár eftir að slysið vildi til. Þú manst eftir því. Hann hafuðkúpuíbrotnaði, en Jónas læknir Kristjánsson setti allt í samt iag aftur“. „Og allt kom til skila?“ „Já, æfcli það ekki. Honum hefur a.m.k. ekki orðið svimagjarnt' síðan og ekki bilaði kjarkurinn“. Faðirvorið og taugin, sem haldið er í á brúninni „Faðirvorið, jú, við lesum alltaf faðir- vorið á Gvendaraltari, og auðvitað treystir m^ður á Guð. Hvað væri maður annars? En bænarsvipur er nú sjaldnast á mannskapnum, þegar á hóiminn er komið. Maður veit bara að haldið er í taugina á brúmnni og hugsar aldrei um hættu. En bergið er ekki allt eins, og samskiptin við það eru ekki ólík og við mennina. Það er til ábyggilegt berg og óábyggilegt, gjöfult berg — sumt auð- sveipt, annað torvelt og ógnandi — stundum er líka veiðin sýnd, en ekki gefin. Bergið hefur tvennt til eins og mennirnir. Svo er ýmsum ytri skilyrð- um háð, hver fengurinn verður, t.d. vindstöðu og þurrki, að ógleymdri heppn inni, sem auðvrtað þanf alltaf að vera með“. „Fengurinn, ja, það mun hafa verið á ellefta þúsund egg í fyrra sigi s.l. vor, en tæp tvö í því s.'ðara. Þetta skipt- ist oftast í tíu hluti eða tíu og hálfan. Við höfum alltaf verið heppnir með menn, höfum haft áJbyggilega drengi og góða félaga“. Ekki samkvœmisklœðnaður „Nei, maður er ekki beinlinis sam- kvæimisklæddur. Fýllinn spýtir misk- unnarlaust á mann, og hempan, sem við köllum, er síldarmjölspoki og skorin á hausmátt og handvegir, en gyrt undir belti frá Ögmundi söðlasmið, sem vera mun elztur núlifandi iðnaðarmanna Sauðárkróks“. „Já, það er talsverð fyrirferð á manni, þegar komin eru kannski þrjú hundruð og seytján heil egg í hempuna, en það er minn mesti fengur í einni niðurferð“. „Brotnar, jú, blessaður vertu, ég hieM nú það ævinlega eitthvað og einstaka- sinnum allt. Þannig fór það í Lamb- höfðanum þegar ég villtist“. „Villtist, nú?“ „Já, já, það var i Fögrukinnarnefinu. Ég hafði sigið þarna aðeins tvisvar áð- ur og var því ekki kunnugur. Þarna þarf að sækja allt til hliðar og róla sér fyrir horn. Skútarnir eru þrír, sem tekn- ir eru, en sá fjórði og efsti hafði aldrei náðst. Nú, það er svo ekkert af því að segja, ég róla mér fyrir hornið, og fyr- ir mér verður skúti, sem ég hugði vera þann efsta af þeim þrem, er ég ætlaði að taka. Það var mjög erfitt að stöðva sig, og ég veit eiginlaga ekkert, hvernig ég náði handfastu. En nóg var af eggj- um. Ég hafði sjálfsagt verið kominn með um hundrað egg í hempuna, þegar ég kallaði í Simma bróður, sem var á brún- inni, og lét hala af slakan. Svo spyrnti ég mér frá og bjóst við, að aJAt gengi með svipuðum hætti og árið áður. En um leið og ég er kominn af stað, sé ég, að ég hef verið í efsta skútanum, sem aldrei er farið í, og fyrir vikið hlýtur sveiflan að verða miklu verri og krapp- ari“. „Hvað gaztu gert?“ „Gert, auðvitað ekkert annað en þetta vanalega, að láta lappirnar ganga á undan og béita hæfilegri mýkt og sveigju, þegar komið er að. Þetta skipti engum fcogum, og þótt ég reyndi að taka af mér skellinn eins og ég gat, varð Ihann það mikill, að mér lá við meiðslum, en po>kinn skall í bakið á mér af þviláku afli, að eggin fóru öll í smátt, en bun- an sfóð niður úr hempunni að aftan og ofanvið beltið Ögmundarnaut. Ég var víst ekki beint „smart“ eins og stúlk- urnar segja, þegar ég hafði kraflað altt upp úr hempunni, því að upp fór ég ekki fyrr en ég hafði farið í hina skútana". Úraumar „Jú, menn hefur dreyrnt við Drang- ey, ekki vantar það. Maron var van- ur að byrja á því á morgnana að segja drauma. Þá sátu menn uppi í fletum sínum, néru stírur úr augum sér og réðu drauma, hver sem betur gat“. „Og menn dreymir enn við Drangey?" „Já, menn dreymir við Drangey og segja enn drauma og reyna til að ráða þá. Kannski er lika draumurinn tilver- an hálf. Við erum bara steinhættir að tafca mark á öðrum draumum en þeim, sem auðsjáanilega boða gott. Ég tók t.d. ekkert maik á því, sem mig dreymdi nóttina áður en steinninn kom“. „Steinninn. Hvaða steinn?“ „Nú, það var bara steinn eins og gengur. Mér sýndist hann stefna beint á höfuðið á mér. Ég var með ómerki- legan hjálm, og strákarnir hlógu að því á eftir, að ég hefði sett báðar hend- urnar uppyfir höfuðið". „Það er nú mannlegt að bera hönd fyrir höifuð sér“. „Já, það er mannlegt, og svo hefur mér kannski verið enn sárara um höfuð- ið en hendurnar". „Hættu, jú, það má segja það. Maður er í stöðuigri hættu, og sé maður laus við bergið, er ekkent hægt að hnika sér til, svo neinu nemi“. Hjálmar á Kambi „Og Hjálmar á Kambi?“ „Já, Hjálmar heimsótti okkur eiwu sinni. Við vorum að koma að frá þvi að vitja um niðurstöður, og vissum ekki fyrri til en upp úr fjörunni rís grá- skeggjaðuT öldungur, teinréttur og held- ur þykkur undir hönd. Þar var þá kom- iifcn klettagarpurinn gamli og sigmaður- inn Hjálmar frá Kambi, sem kleif Kerl- ingu 16 ára að aldri. Hann hafði að þessu sinni flotið með einhverjum Hofsós- piltum út í Ey“. Framhald á bls. 6 Jón bóndi að Fagranesi á Reykjaströnd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.