Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 2
 SVIP- MVND Þegar Janio Quadros forseti Brazilíu sagði af sér árið 1961, tók við embættinu ungur mað- ur, sem mjög hafði komið við stjórn- málasögu landsins árin næst á und- an, Joao Belchoir Marques Goulart. Hann stjómar nú stærsta ríki Suð- ur-Ameríku með 71 milljón íbúa —• eða þriðjungi allra íbúa Suður- og Mið-Ameríku. F erill Goularts í stjórnjmálalífi Brazilíu er að ýmsu leyti allóvenjuleg- ur. Hann ólst upp á stóru og riikmann- legu óðali föður sins, umkringdur sæg þjóna og verkafólks, varð frægur hesta- maður og síðar mikilsmetinn óðalseig- andi. Hann komst snemma undir áhrifa- vald Getulios Vargas, einræðisherra Brazilíu, og varð honum mjög hand- genginn. Fjölskyldurnar bjuggu í ná- býli á óðalssetrum sínum í Rio Grande do Sul, og Goulart lærði pólitíska klæki af hinum slóttuga gamla einræðisherra, sem stjórnað hafði landinu síðan 1930. Árið 1953, þegar Goulart var 35 ára gamall, kvaddi Vargas hann frá sveita- setri sínu og skipaði hann atvinnumála- ráðherra, en það embætti hefur jafnan verið mjög vandasamt í Brazilíu. Goul- art hafði fylgzt vel með vinnubrögðuim Juans Perons í Argentínu í sambandi við verkalýðsféliögin þar í landi og gerði sér nú far um að nota aðstöðu sína í atvinnumálaráðuneytinu í eigin þágu. Fyrsta verk hans var að ýta með leynd undir sjómannaverkfall, sem vaxð geigvænlega umfangsmikið og alvarlegt. Síðan skarst hann opinberlega í leikinn sem atvinnumálaráðlherra og átti sinn stóra þátt í að leiða verkfallið til lykta sjómönnum í hag. Þetta vakti megna óánægju meðal háttsettra herforingja í Brazilíu, en varð Goulart mjög mikil- vægt á stjórnmálaferli hans. egar Vargas forseti framdi sjólfs- morð árið 1954, sýndi Verkamannaflokk- iu: Brazilíu Goulart þakklæti sibt með því að kjósa hann leiðboga sinn eftir Vargas. Upp frá því var aðstaða Goularts í stjórnmálal'ífinu tryggð. Hann refsaði andstæðingum sínum í flokknum og launaði stuðningsmönnum að vild, fór yfirleitt sínu fram eins og kóngur við undirgefna þegna. Flokkurinn studdi hann, hvað sem tautaði. Árið 1955 var Goulart kjörinn varaforseti Brazilíu, þegar Juscelino Kubitschek var kosinn forseti, og árið 1960 var hann enn kos- inn varaforseti, en þá varð Janio Quadros forseti. Eins og áður segir, sagði Quadros af sér forsetaembættinu sjö mánuðum síðar, eftir að hann hafði árangurslaust reynt að uppræta spillinguna í stjóm- málalíifi Brazilíu, koma efnaihagslífinu á skynsamlegan grundvöll og efla lýð- ræði í landinu. Þegar Quadros sagði af sér, var Goulart staddur í Singapore á leið heim eftir heimsókn til Kína, þar 1 fyrra) um helming á þessu árl, og koma henni niður í 10% árið 1965. 2. Laða meira erlent fjiármagn til landsiris (erlend fjárfesting minnk- aði um 80% í fyrra), en halda samt fast við umdeilt lagaákvæði, sem takimairkar greiðslu á ágóða úr landi. 3. Kenna 34 milljónum ólæsra lands- manna að lesa og skrifa. E, i inn af helztu andstæðingum Goularts, Herbert Victor Levy, hefur álhyggjur af metorðagirnd forsetans. Levy, sem er banikastjóri af aðalsætt- um, er leiðtogi Þjóðlega lýðræðisflokks- ins, sem ræður yfir 96 af 408 þingsæt- um Brazilíu. Hann lét svo ummæilt ný- lega: „Við höfum lært það af sárri reynslu, að Goulart er að eðlisfari caudillo, stjómimálamaður án nokkurs hugmyndafræðilegs grundvallar, og hef- ur ekki aðra hugsjón en þá að auka völd sín og halda þeim“. Um þá ákivörð- un þingsins að láta undan Goulart og veita honum fullt vald í bili sagði Levy: „Það var um tvo kosti að ræða, Goulart eða algert öngþveiti. Við höfðum í raun- inni miklu minni áhyggjur af samibandi Goularts við vinstriöflin en af caudiILo- siðgæði hans“. Hv Lvað sem annars má segja um fyr- irætlanir Goularts, neita fróðir menn því ekki, að hann hafi valið sér ýmsa hæfa samstarfsmenn. Flestir eru á einu máli um það, að Furtado sé mjög hæf- ur hagfræðingur, heiðarlegur og fullur af brennandi áhuga. Flestir eru líka samimála um góða hæfileika fjármála- ráðherrans, Dantas. Hann vinnur 12 til 16 tíma daglega, og margir telja að hann ali í brjósti vonir um að vinna forseta- kosningarnar 1965, þegar kjörtímabiU Goularts lýkur. Brazilíumenn eru sagðir fylgjast næstum eins náið með Danitaa sem honum hafði verið tekið með kost- um og kynjum. Eftir nokkurt hik flaug hann heim til Brazilíu og tók við forsetaembættinu, en komst brátt að raun um, að hann átti við öfluga andstöðu að etja, bæði innan hersins og í báðum deildum þings- ins. Andstæðingar Goularts voru tor- trygginir í hans gerð, ekki sízt vegna lýðskrumsins sem hann hafði tamið sér árum saman. Þeir voru yfirleitt íhalds- samir og óttuðust, að þar væri kominn nýr Castro eða jafnvel nýr Peron, sem var enn verra í þeirra augum. Þingið tók brátt til sinna ráða og samiþykkti stjórnarskrárbreytingu, sem takmarkaði verulega framkvæmdavald forsetans. egar frá leið báru þóbti og þrjózka Goularts tilætlaðan árangur, en á sama tíma fór efnahagslíf landsins nær allt úr skorðum. Jafnframt hagnýttu ó- ánægðir bændur í landinu norðaustan- verðu og víðar sér ringulraiðina og stjórnleysið og gerðu tilraun til upp- reisnar. Þegar allt var komið í óefni í árslok 1961 samþykkti þingið loks að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort Brazilíubúar væru fylgj- andi því að fá Goulart aftur í hendur fullt forsetavald. Eins og Goulart hafði gert ráð fyrir, fór hann með glæsilegan sigur af hólmi í þjóðaratkvæðinu, og þingið sam- þykkti formlega að fá bonum aftur þau völd, sem frá honum höfðu verið tekin. eins og Goulart. Hins vegar er einn maður í nánasta fylgdarliði Goularts, sem vekur bæði tortryggni og ótta. Sá heitir Leonel Brizola, er fertugur að aldri og mágur Goularts. Hann var áður fylkisstjóiri í Rio Grande do Sul, en er nú þingmaðuf fyrir Rio de Janeiro. Þykir hann mikill lýðskrumari og róttækur í aðgerðum BÍnum, einkanlega gegn erlendri fjár- festingu. Brazilía er eitt af örfáum ríkj- um Suður-Ameríku, sem um alllangt skeið hafa haldið uppi lýðræðisskipu- lagi, þrátt fyrir mikla pólitíska og efna- hagslega erfiðleika sem leitt hafa mörg nágrannaríkin út í byltiingar, stjórn- leysi og einræði. Hver verður framtíð Braziliíu næstu árin, veltur að veru- legu leyti á Joao Goulart og þeim mönn- xun sem hann velur sér til aðstoðar, og umfram allt veltur hún á því, eftir Ihverju Goulart sækist: auknum völdum sjálfum sér til handa eða betri stjórn á efnaihags- og stjórnmál'aiilfi Braziliu. Þar með var ráðin bót á einu alvar- legu vandamáli, en annað var samt yfirvofandi. Goulart hafði hljótt um sig í bili, var sáróánægður með aðgerðir þingsins og fór ekki leynt með, að hon- um þótti sér misboðið, enda varð hann brátt hinn versti viðureignar og neit- aði öllu samstarfi við þingið. Einn and- stæðingur hans komst svo að orði: „Hann var eins og þóttafullur strák- ihnokki, sem fengið hefur nýja, gljá- andi j'árnbrautarlest íil að leika sér með, en lykillinn til að draga hana upp er í vörziu barnfóstrunnar. Til að þurfa ekki að biðja um lykilinn þvemeitaði hann að leika sér að lest- inni“. G oulart hafði heitið að taka til höndum jafnskjóbt og hann hefði end- urheimt völd sín, og við það stóð hann. í septem'ber 1962 kvaddi hann til snjall- an vinstrisinnaðan hagfræðing, Celso Furtado að nafni, og fól honum að semja þriggja ára áætlun um efnahagslgga uppbyggingu Brazilíu. Furtado, sem er 42 ára og nú áætlunarmálaráðlherra, hófst þegar handa, lagði nótt við dag í heila þrjá mánuði og naut aðstoðar sjálfboðaliða. Um jólin veiktist Furtado af ofreynslu, en þá var áætlunin að mestu tiltoúin. Meginefni hennar var: L Minnka verðtoólguna (sem var 60% Utgeíandi: H.í. Arvakur, Reykj avik. Framkv.stj.: Stgíús Jónsson. Hitstjórar: Sigurður BJarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Aml Garðar Kristlnsson. Ritstjórn: AðalstræU 6. Simi 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.