Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 7
dagsverð á hverjum de'gi allan næsta mánuð kl. 12 á hádegi, og hló hann hátt að gestrisni minnL Múhameðstrúin boðar fylgj endum sínum, að í mán- uðinum Ramadan fyrsta skuli þeir fasta frá sólarupprás til sól- arlags. Kóraninn segir, að í þessum mánuði hafi Múhameð fengið fyrstu vitrun sína. Eins og aðrir mánuðir í tímatali Múhameðstrúarmanna hefst Ramad- an með nýju tungli, en föstuna hefja þeir ekki nema því aðeins, að það sé staðfest af að minnsta kost einu ábyrgu vitni, að það hafi séð hið nýja tungl. Það er talið, að 300—400 milljónir manna séu fylgjendur Múhameðs í heiminum í dag, þar af eru rúmar 7 milljónir í Saudi-Arabíu. f dag er 24. febrúar. Ramadan er liðinn, í hönd fara þrír hátíðisdagar. Menn skiptast á gjöfum. Þeir, sem efni hafa á, klæðast nýjum fötum. Allar verzlanir eru lokaðar, og nú ætla ég að reyna að bregða upp nokkrum myndum af föstunni, eins og hún kom mér fyrir sjónir. Þ að undarlega gerðist, að ég varð til þess að flytja landsbúum fregnina um, að nýja tunglið hefði sézt, ég, íslendingurinn, sem ekkert veit mér til eilífrar sáluhjálpar ann- að en Jesúm Krist, tók við fréttinni, sem olli því að rúmlega 7 milljónir manna hófu föstu sína. Föstudagskvöldið 25. janúar 1963, eða fyrsta Ramadan árið 1382, sem er hið opinbera ár Múhameðstníar- manna, var ég á kvöldvakt í flug- turninum. Það var engin flugferð og ég notaði friðinn og kyrrðina til þess að lesa í Biblíunni minni. Ég ies í annarri Mósesbók um plágurnar, sem Drottin lagði á Egypta, og svo stað- næmist ég við þessi orð. „Ég er Drott inn. Og blóðið skal vera yður tákn á þeim húsum, þar sem þér eruð, er ég sé blóðið mun ég ganga fram hjá yður.“ Hvílíkt regindjúp er ekiki milli kristinnar trúar og Islam, sem er Múhameðstrúin. O vart myrkrið þrýstir sér að stórum rúðum flugturnsins. Langt inni í eyðimörkinni brenna stórir eidar og kasta rauðum bjarma á him inninn. Ég huga að nýja tunglinu, sem er tákn þess, að fastan hefjist, en það lætur ekkert á sér bæra. Ég veit, að mikillar eftirvæntingar gætir hjá Ar- Hungurvaka Múhame&strúar- manna, effir Jóhann Guð- mundsson, flugumferðarsfjóra öbunum, því að föstumánuðurinn hef ur mikil áhrif á daglegt lif þeirra. Þeir neyta hvorki matar né drykkjar, reykingar eru bannaðar, meðan sól er á lofti. Mönnum er umsvifalaust varpað í svartholið, ef upp kemst, að þeir blóti á laun. Útlendingar mega ekki reykja á götum úti og eins þykir ókurteisi að neyta matar eða reykja í návist Araba. Margir Arabar taka föstuna svo hátíðlega, að þeir renna ekki niður munnvatni sínu meðan sól er á lofti. Allt í einu er kyrrðin rofin. Flug- turninn í Doha, sem er hér nokkru sunnar við persaflóann, kallar og bið- ur mig að koma skilaboðum mjög áríðandi til herra Abdullah Dar- weesh í Damman. Til skýringar vil ég skjóta því inn í, að Doha er stærsta borgin í Patar og lýtur ekki Saudi-Arabíu, heldur er hún undir brezikri verndarstjórn. ir ar sem ekkert er að gera við flugumferð, læt ég til leiðast og lofa að koma skilaboðunum, en þau eru, að laugardagurinn verði fyrsti dag- ur föstunnar í Doha. Ég hringi í hr. Darweesh, sem er einn af ríkustu mönnum Saudi-Arabíu og mjög valda mikill. Síminn hringir góða stund og svo er svarað: „Nam“ Ég spyr: „Er þetta herra Abdullah Darweesh?“ „Nam“. Ég spyr: „Talið þér ensku?“ „Nam.“ Svo mikið kann ég í arabisku, að ég veit, að „Nam“ þýðir „Já.“ „Ég er með skilaboð til yðar.“ „Nam.“ Nú fór mig að gruna, að kannske skildi hann mig ails ekki, en tjáði honum skilaboðin. Þá kom löng runa á arabísku, sem ég hafði engin tök á að skilja með minn litla orðaforða. Það vildi okkur báðum til happs, að símavörðurinn kom inn á línuna (hefur líklega verið að hlusta), og þar sem hann talaði bæði ensku og arabísku, bað ég hann að túlka skila- boðin fyrir mig. Áframhaldið varð eins og í sögunni um litlu gulu hæn- una. Hr. Darweesh bað símavörðinn að spyrja Doha frá hverjum skila- boðin væru og hvort tunglið hefði sézt þar. Símavörðurinn bað mig, ég bað Doha og Doha hafði samband við þann, sem skilaboðin komu frá. kj kömmu síðar kallaði Doha og sagði, að skilaboðin væru frá hr. Hasja Darweesh, sem er sonur Ab- dullah Darweesh. Tunglið hefði sézt og það væri staðfest af dómaranum þar. Ég sagði símaverðinum og hann sagði hr. Darweesh. Og enn komu skilaboð: Hve margir sáu tunglið? Símavörðurinn spurði mig og ég spurði Doha. Hr. Hasja sagði Doha, að tveir hefðu séð tunglið, Doha sagði mér, að tveir hefðu séð tungl- ið, ég sagði símaverðinum, að tveir hefðu séð tunglið og símavörðurinn sagði hr. Darweesh, að tveir hefðu séð tunglið. Símavörðurinn spurði nú, að beiðni hr. Darweesh, hvernig skilaboðin hefðu farið á milli mín og Doha. Var honum tjáð það, og bað hann þá fyrir kært þakklæti til allra aðila. Símavörðurinn sagði mér, að nú myndi hr. Darweesh láta Emírinn vita og myndi Ramadan hefjast í Saudi-Arabíu á morgun. Það stóð líka heima, því að þegar arabíski flugumferðarstjórinn leyst-i mig af á miðnætti, sagði hann, að Ramadan byrjaði á morgun. Rétt í því að hann fór að heiman, hefði verið tilkynnt í útvarpinu, að tungl- ið hefði sézt í Doha. Fastan er hafin. Ég bauð þessum vini mínum í mið- ir að er gaman að vera niðri í bænum A1 Kobar rétt fyrir sólarlag. Allar götur iða af umferð. Öllu ægir saman: nýjustu gerðir af Kadilják- um, asnar skokkandi með kerrur, konur með stórar byrðar á höfði, kindur og geitur eigra um í leit að æti, götusalar hrópandi um ágæti varnings síns, berfætt og óhrein börn betla, móðir situr með barn sitt á gangstéttinni og hefur það á brjósti. Barnið tottar magurt brjóstið. Þ.að er einkennilegt að sjá konuna klædda svörtum kufli og með slæðu fyrir andlitinu, en samt fyrirverður hún sig ekki fyr-ir að láta sjást í brjóst sín. Og svo fer að skrölta í járn- rennihurðunum, sem kaupmennirnir hafa fyrir dyrum og gluggum verzl- ana sinna. Jafnvel þó að þjófar séu handhöggnir ennþá hér í landi, er þessi vari hafður á. Og svo allt í einu er ég aleinn á götunni. Hvergi sést lifandi sála. Það er eins og allt líf hafi verið þurrkað út. Jafnvel lögregluþjónarnir, sem eru á hverju götuhorni, sjást ekki lengur. Og svo dynur við fallbyssuskot og um leið hefst bænaákall úr turnum allra Moskanna. „La iliha illa Allah“. Það er: „Enginn guð nema Allah“. Og við það bætt: „Og Múhameð er spá- maður hans“. í turnum flestra Mosk- anna hefur verið komið fyrir gjall- arhornum og hávaðinn er geysilegur. Þessi söngur bænamannsins, sem er með engum orðum lýsandi, drynur yfir réttláta jafnt sem rangláta. Mat- arlyktin ilmar um öll stræti, og nú geta menn satt svengd sína og þorsta. Áreiðanlega er matarlystin góð eftir föstu dagsins. Arabarnir sofa lítið þennan mán- uð. Fastan á allan hug þeirra. Þeir vakna á nóttinni til matar og svo verða þeir að fara á fætur fyrir allar aldir og ljúka borðhaldi, áður en sólin kemur upp. E: I itt kvöldið förum við niður að fallbyssustæðinu, sem er í útjaðri A1 Kobar. Sólin er eins og eldhnött- ur og neðri rönd hennar nemur við sjóndeildarhring, þrír Arabar troða striga niður í hlaup æði fornlegrar fallbyssu, og síðan hella þeir púðri í hlaupið og þétta það með tréskafti. Arabi kemur út úr tjaldi, sem er skammt undan. Hann er klæddur snjóhvítum klæðum. Hann heldur á löngu priki, vætir prikið í olíu og um leið og sólin hverfur, kveikir hann í enda priksins og gengur að fallbyssunni. Eldurinn deyr, áður en hann kemst að púðrinu. Þrisvar endurtekur það sig, að honum tekst ekki að kveikja í því, en í fjórða skipti nær eldurinn púðrinu. Þrýst- ingurinn er svo mikill, að ég lyftist upp. Andartak ríkir grafarþögn og svo byrjar söngur bænamannanna. Við ökum heim mannlausar götur. Enn einn dagur föstunnar er liðinn. Og þannig líður Ramadan. Tunglið minnkar og svo sést það ekki nokkur kvöld. í dag, 26. febrúar, veit eng- inn, hvort föstunni lýkur á morgun eða á mánudag. Sjáist nýja tunglið í nótt, lýkur föstunni á morgun, ef ekki, þá næsta dag. Ef til vill fær sá, sem er á verði í nótt, kall frá flugturninum í Doha með skilaboð til hr. Darweesh, að nýja tunglið hafi sézt. Og þá hringir hann í hr. Abdullah Darweesh og svo, og svo, og svo.... , 17. tölúblað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.