Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 8
Nýja kirkjan í Súðavík, sem vígð var í vor. I tilefni þess, að nú á páskunum var vígð kirkja í Súðavík og ekki sízt vegna þess að í dagblaði einu í Rvík 17. apríl síðastliðinn er sagt að þetta sé íyrsta kirkjan í Súðavík, hef ég nú tekið saman það helzta sem ég hef getað náð í um kirkju þá sem var í Súðavík að minnsta kosti um 350 ára skeið. 25. júlí árið 1405 er Björn Einarsson Jórsalafari staddur í Hvalfirði, þar sem hann er albúinn til utanfarar á skipi sem hann á og hefur látið smíða handa sér og biskupsstólnum í SkáLholti. Björn gerir þá sitt sálugjafabréf en þar stendur meðal annarra orða: „Item gef ég kirkjunni í Súðavík raftviðar- högg Og kolagerðar í Svarfhólsskógi í Álftafirði svo mikið sem Súðavíkur- bóndinn þarf til búnytju árlega.“ Það er vitað, að Björn átti Súðavík en ekki er víst að hann hafi átt þá jörð 1405. Sennilegt er það þó. Hvergi hef ég fundið heimild um kirkju þessa fyrir þennan tíma. Það verður því ekkert fullyrt um það að hún sé eldri en frá því um 1400, og það verður heldur ekkert fullyrt um það, að hún geti ekki verið eldri. Ef hún er eldri, verð- ur að geta sér til hver eða hverjir séu líklegastir til að hafa reist kirkjuna í fyrstu. Um það verður fjallað síðar í 'greininni. Kirkja þessi var aðeins hálf- kirkja og mun hafa verið svo alla tíð fná 1405. Ekki er hægt að rekja svo gang mála kirkjunnar í Súðavík að ekki sé um leið rætt um kirkjurnar í Ögri og á Eyri í Seyðisfirði. I kirknatali Páls biskups Jónsson- ar í Skálholti frá því um 1200 eru taldar þessar kirkjur við Djúp: Kirkja ó Eyri í Seyðisfirði, kirkja á Eyri í Skutulsfirði, kirkja í Ögri, kirkja í Vatnsfirði. Arið 1327 setur Jón biskup Halldórs- son kirkjunum þrem: Eyrarkirkju í Seyðisfirði, Ögurkirkju og kirkjunni á Eftir Cuðmmund■ C. Guðmundsson Kirkjubóli í Langadal máldaga. Kirkj- unni í Langadal fylgja þá tvö bænhús, annað á Melgraseyri en hitt á Lauga- 'bóli, og er þeirra greinilega getið. I Ögursókn og Eyrarsókn í Seyðisfirði er ekki minnzt á bænhús eða hálfkirkju í Súðavík. 1397 er enn ekki getið um kirkju í Súðavík en samt er getið bæn- húsanna á Melgraseyri og á Laugabóli og í Kaldranessókn í Strandasýslu eru nefnd þrjú bænhús, eitt á Hamri, ann- að á Bæ, og það þriðja í Kaldbak. Þetta er mjög athyglisvert, því að að- 'eins átta árum síðar eða 1405 gefur Björn Jórsalafari Einarsson kirkjunni í Súðavík gjafir. Þrátt fyrir þetta er þó ekki rétt að fullyrða neitt um það, að kirkjan geti ekki verið eldri, t. d. er ekki minnzt á kirkjuna í Súðavík 1460 þó hún sé þar örugglega þá. Ég 'hef heldur ekki átt þess kost að kanna allar þær heimildir sem gætu gefið upplýsingar í þessu efni. Svo virðist sem Eyrarsókn í Seyðisfirði hafi fyrstu aldirnar verið sér um prest og að öllu sérsókn. Hér skal því birtur elzti mál- dagi hennar sem ég hef fundið — eða máldaginn frá 1327. „Péturskirkjan á Eyri í Seyðisfirði á þriðjung í heima- landi. Land á Eiði. Tvær kýr. Þrjú hundruð fríð. Afrétt á vesturheiðar svo mörgu geldfé, sem sá á, er á Eyri býr. Fjórðung í hvalreka í Barðsvík fyrir norðan rekamark, áttung austan. Graduale, sequencíubók sumarluta, óttusöngsbók og messuklæði. Virðist þetta fyrir fimm hundruð. Klukkur þrjár. Tvo róðukrossa. Tvö altarisklæði. Pontklæði. Tjöld um fram kirkju, dúka- laus. Þangað liggja tíundir og lýsistollar af 14 bæjum. Þar skal vera prestur og taka fjórar merkur í offur.“ l^íér þykir rétt að birta hér, með þessum gamla máldaga, skrá þá, er 'gerð var árið 1470, er Sólveig Björns- dóttir hirðstjóra Þorleifssonar tók við Eyri. Skráin er um peninga þá, er voru á Eyri ásamt landamerkjum jarðarinnar, eins og það er orðað í Fornbréfum: „Tíu kýr og tvær kvígur, tveir tveggja vetra uxar,' þrír griðungar vet- urgamlir og einn uxi þriggja vetra, tuttugu og tvær ær með lömbum og sex geldar, átján veturgamlir sauðir og þrír hrútar tveggja vetra og geldingur átta vetra og annar tvævetur. Tvö stórkeröld og eru níutíu í öðru, en sjötugir í hinu. Sautján trog og tvö lítil trog og tólf uppgerð keröld og átta diskar, níu bollar og sextán spænir, fjórðungs pottur og pottur og panna og liggja fimmtán hins fjórða í henni og bætt og fimm fjórðunga ketil og ein panna og liggja í henni tíu merkur og er bætt um askinn og tveir harðsteinar og stóðu átta merkur báðir saman og þrjú kljábríni. Tveir ljáir og er annar nýr, en annar forn og torfljár og tvær öxar og einn lítill steðji og torfskeri og pálbrot. Tveir hamrar, annar meiri ■gn annar minni fánýtur og tvítugt snæri og tveir klyfberar og einir krók- ar og átta reipi og tvö orf og fjórar hrífur talsins. Tvær fangalitlar sængur og er með ein hvíluvoðin og eitt áklæði og einn gamall bátur og með fjórar árar, tré og segl. Þrjú borjárn fanga lítil og einn skutull og einn tálgu hnífur og ein þjöl og sög (er það í fyrsta sinn að talað er um sög hér á landi. G. G.) og ein kista ólæst með flötu loki, og einn járnkarl. Skák og kvotra (kotra?) og sex skerdiskar og er einn útlendur. Tvær leðurlengjur. Sex og fjórirtugir bátsaums og vefstaður að öllu. Fjórir litlir stafaskar og þrjú borð og ein ný fjöl og fjórar hillufjalir. Kýr með Uppsölum og þrjár ær. Kýr og sex ær með Eiði og ein kanna lok- ’laus og þrjár fötur og einn strokkur og einn vaðmálsdúkur og einn hand- pundara. Landamerki Eyrar inn að Svart- hömrum á Sjöttungahlíð (nú Sjötúna- hlíð) og inn að læk þeim er fellur næst Oáukleifum með Eiði að silungalæk þessu megin og fellur allt til sjávar og inn að Kofanefi í Hestfirði. En kirkjan þaðan inn fram inn að Kolbeinseyri og út að Hagagarði út frá Eiði. Landa- merki Hafnar á Hornströndum út að Krákugili og yfir að Miganda og á 'kirkjan í Seyðisfirði þessar jarðir.“ 1354 greiðir Eyrarkirkja 12 aura f biskupstíund. Jafngildir það 144 fisk- um. Eyrarkirkja var eins og sagt er bændakirkja, en kirkjan átti þriðjung í heimalandi. Hins vegar átti Ögur- 'kirkja ekkert í Ögri, en ýmsar aðrar eignir, sem ekki verða hér upp taldar. Hálfkirkjan í Súðavík átti ekki jörðina Súðavík, og þjónuðu Eyrarprestar, og síðar prestar ögurþinga, hálfkirkjunni, meðan hún var starfrækt. Gísli Jónsson biskup í Skálholti setti Súðavíkurkirkju máldaga 1570. Hann hljóðar svo: „Hálfkirkjan í Súðavík á ítök í Svarthólsskóg og rafthögg og 'kolagjörð til allrar bú neyslu. í kirkjunni: Ein messuklæði, kaleik- ur, messubók og tvær bjöllur. Jörðin er 30 hundruð.“ Hvergi hef ég séð 'gögn um það, að kirkjan hafi haft tí- undir. Þó er svo að sjá á bréfabók Gizurar biskups Einarssonar, að hann hafi, er hann kom til Súðavíkur, fengið tvær smávoðir frá Jóni í Súðavík og iskilst mér, að það hafi verið biskups- tíund, og má því segja, að Súðavíkur- kirkja hafi gert sitt til þess að Skál- holtsstaður þyrfti ekki að fara í eyði. Voðirnar týndust vestur í Dýrafirði, og svo virðist sem biskup hafi saknað þeirra mjög. í jarðabók þeirra Árna Magnússonai og Páls Vídalíns 1710 stendur þetta: „Súðavík. Hálfkirkja er hér og em- bætti flutt, þegar að heimafólk gengur ti1 sacramentis." Eigandi Súðavíkur er þá Sigurður Sigurðsson alþingisskrifari. Hann mun þá hafa búið á Eyjum i Kjós. Ábúandi Súðavíkur var þá Sig- fús Jónsson. Um jörðina er sagt: „Skógarítök til kolagjörðar á jörðin í SvarfhólslandL Þar á mót á Svarfhóll hér skipsuppsát- iir og búðarlán um vetur.“ Enginn vafi er á því, að kirkjan I Súðavík hefur gegnt allþýðingarmiklu hlútverki, því svo virðist sem meiri- hluti sóknarbarna Eyrarkjrkju hafi jafn- an sótt guðsblessunina þangað, sem stytzt var. Hver láir þeim það? Enda var það svo, að miklu fleira fólk var að jafnaði í Álftafirði en SeyðisfirðL Hvers vegna aðalkirkja sveitarinnar var staðsett í Seyðisfirði, er nú með öllu ókunnugt. Við vitum aðeins, að það Igerðist fyrir 1200 — og líklega löngu fyrr. Svo virðist sem landrými Eyrar- kirkju bendi til þess, að sá, er þar grundvallaði kirkju, hafi verið héraðs- höfðingi. Hitt er óvíst, að hann hafi verið kynborinn maður frá Eyvindi kné, er nam Álftafjörð og . Seyðisfjörð, en vel má svo verið hafa. Ég hef ekki séð Eyrar getið fyrr en í kirknatali Páls biskups Jónssonar. Jafnvel í gegn- úm róstur Sturlungaaldar virðist ekk- ert fá haggað virðingu Eyrarmanna. Þeirra er þar að engu getið, en Eyrar- kirkja er föst í sessi um 1200 og þaðan 'af Það hefur fljótlega náðst viturlegt og traust samkomulag milli kirkjuvalds- ins og Eyrarmanna og orðið farsælt og óhagganlegt. Kirkjan átti jafnan einn þriðja í heimalandi Eyrar. Hags- munir kirkjunnar og kirkjubóndans fóru saman og mun bóndinn að öllum jafnaði hafa grætt á því. að er ekki fyrr en á átjándu öld, að mótmælendakirkjan hefur skapað 'aukið frjálslyndi meðal manna og, að bændur og búalið fer að hrista klafann og láta nokkuð til sín taka. Þegar at- huguð er jarðabókin frá 1710, vekur það eftirtekt, hversu margir sjálfseigna- bændur eru í Eyrarsókn. Þar er orðinn mikill munur á frá siðaskiptunum um 1550, þegar kirkja og konungsumboðs- Framhald á bls. 12 8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 17. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.