Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 6
sem léði hinum nýju bókmenntastefn- um nafn, eða söguna „Ekki af einu saman brauði“ eftir Dudintsev. Hversu fróðlegar sem þær kunna að hafa verið í pólitísku tilliti, þá var bókmenntagildi þeirra ekki miklu meira en þess skáld- skapar, sem þeim var fyrst og fremst stefnt gegn. Hitt skipti miklu meira máli, að stór hópur rithöfunda tók að tala með öðru málfæri en áður. Á síð- ustu árum Stalíns voru bókmenntirnar nær undantekningarlaust orðnar lof- söngur um máttarstólpana. Það var hinn afburðaduglegi flokksfulltrúi sem á örskömmum tíma endurreisti van- rækt samyrkjubú, hinn hugrakki og framúrskarandi herforingi, hinn ötuli flokksritari, sem voru söguhetjurnar. Þeir sem ekkd sköruðu fram úr, áttu ekki heima í hinni Bláu bók Sovétríkj- anna, sem var þó að því leyti geðfelld, að þar voru ekki einungis nöfn höfð- ingjanna í flokknum og skriffinnsku- bákninu, heldur einnig nöfn duglegra bænda og verkamanna, fyrirmyndanna á vinnustöðum og ökrum. En almúga- maðurinn, sem eldri rússneskar bók- menntir höfðu helgað marga af mikil- fenglegustu köflum sínum, var gleymd- ur. IVÍeð leysingunni hvarf vegsömun- in á máttarstólpunum. f sovézkum bók- menntum síðustu ára er ákveðið stef, sem kemur fyrir í hverju verkinu á fætur öðru. E.t.v. skaut það fyrst upp kollinum í leikriti Leonovs, „Gullkerr- an“. Eins og í mörgum seinni verkum er þar lýsing á því, hvernig maður, sem komizt. hefur til metorða í höfuðborg- inni, snýr aftur heim til bernskustöðv- anna og hittir á ný vini og félaga æsku- áranna. Það kemur í Ijós, að hann, sem hefur sigrað allan heiminn, hefur beðið tjón á sálu sinni. Hann er holur og innantómur, hjartað undir orðum prýddum jakkanum er dautt. En félag- arnir, sem verið hafa um kyrrt í frum- stæðu sveitaþorpinu, hafa stundað störf rúmhelginnar, hafa þolað hörmungar stríðsáranna. Þeir eiga sálargöfgi, sem Adam Homo í sovézkri útgáfu mun aldrei eignast. Á sjötta tug aldarinnar sneru sovézk- ir rithöfundar sér frá stórbokkunum og til hinna smáu og gráu í þjóðfélaginu. Þeir hófu að nota mælikvarða á mann- leg verðmæti, sem var ekki eins barna- legur og mælikvarðinn sem áður hafði verið notaður til að ákvarða mennskar stærðir. Þeir létu einnig hinar rauna- legu hliðar lífsins koma fram í verkum sínum. Hér er ekki átt við þær rauna- legu hliðar, sem bundnar eru ytri að- stæðum, heldur hinar eilífu skuggahlið- ar lífsins. í hinum innantóma og út- slitna sósíal-realisma, sem aðeins fá mikil skáld, eins og t.d. Sjólókov, höfðu ánetjazt, var því svo farið, að lífið þok- aðist ósjálfrátt í átt til æ meiri ham- ingju. En í hinum nýrri skáldskap kom það fram, að í tilverunni eru hlutir, sem ekki verður sigrazt á, jafnvel þótt félagslegar aðstæður verði bærilegar. Það verða stöðugt til sjúkdómar og dauði, stöðugt óhamingjusamar ástir, sí- fellt einhverjir sem ekki geta samlag- azt hópnum, og stöðugt nokkrir sem fara í hundana, hvort sem þeir sjálfir eða aðrir eiga sök á því. Þunglyndi Tsé- kovs I sambandi við óbreytileg kjör lífsins og örlagatrú Bunins komu aftur inn í skáldskapinn, sem fyrir bragðið öðlaðist dýpri innsýn í mannlífið. Hin frumstæða formúlu-bjartsýni varð að víkja fyrir angurværð og samúð. Með þessu móti komu þeir mennsku þættir aftur inn í rússneskar bókmenntir sem verið höfðu aðal þeirra á klassíska skeiðinu. Þetta var sennilega stærsti sigurinn sem leysingar-bókmenntirnar unnu. A ðrir rithöfundar héldu áfram að lýsa ytri áðstæðum, en sýndu nú hisp- ursleysi og kunnugleik á hinu raun- verulega ástandi, sem menn höfðu ekki árætt að sýna áður. Hófsamar frásagn- ir þeirra af kjörum rússneskra bænda urðu að dæmum sem Krústjov sjálfur notaði þegar hann kvartaði yfir ástand- inu í rússneskum landbúnaði. Þeir sögðu frá sveitaþorpum, þar sém lífið var ekki verulega frábrugðið því sem það hafði verið á keisaratímanum, þar sem fárán- legir sértrúarflokkar áttu enn sterk í- tök I fólkinu, og þar sem óstjórn sífellt nýrra leiðtoga samyrkjubúanna hafði skilið eftir sig aðgerðalaust vonleysi. Hér var í rauninni ekki lengúr um að ræða sósíal-realisma, heldur eitthvað sem var í ætt við það gagnrýna raun- sæi, er ríkt hafði í eldri bókménntum. IVÍargir þessara rithöfunda voru ungir. Flestir þeirra komu fyrst fram strax eftir heimsstyrjöldina, en fundu ekki reglulega fótfestu fyrr en með leysingunni. En svo kom allt í einu fram ný kynslóð rétt fyrir 1960, sú sem nú kallar sig fjórðu kynslóðina í sovézkum bókmenntum. Kunnustu höfundar henn- ar eru sennilega ljóðskáldin Évtúsénkó og Vosnesenskí og prósahöfundurinn Ak- sjónov. Stríðsárin voru frumbernska þeirra, en djúptækasta reynsla þeirra var afhjúpunin á mistökum og glæpum Stalín-skeiðsins. Þeir höfðu verið aldir upp í blindu trausti til Stalíns. Afhjúp- unin molaði trú þeirra á valdhöfunum. Eins og ungum mönnum er tamt, fundu þeir hjá sér þörf til að byrja upp á nýtt og urðu þannig viðskila við feð- urna. Þeir voru ekki hræddir, eins og kynslóðin á undan þeim hafði verið, og hófu að tala fullum hálsi, en það hafði ekki heyrzt síðan á áratugnum eftir byltinguna. Sá áratugur varð raunar hin stóra fyrirmynd þeirra. Þá hafði svifið byltingarandi yfir öllu menning- arlífi Sovétríkjanna, og þennan anda reyndu þeir að vekja upp aftur. Þeir gátu ekki skilið, að nauðsynlegt væri að þramma í fótspor eldri mannanna, og fundu meiri innblástur í módern- isma erlendra kommúnista — t.d. hjá Brecht og Eluard, Picasso og Léger — en í stirðnuðu íhaldi Sovétríkjanna. Á því leikur víst enginn vafi, að mikið af módernisma þeirra er ungæðislegt snobb fyrir öllu sem er nýtt og sér- kennilegt, en hitt er jafnvíst að við- brögð þeirra við feðrunum voru fylli- lega eðlilegt uppgjör einnar kynslóðar við aðra, sem hinar sérstöku kringum- stæður gerðu miklu víðtækara en venja er til. Þeir fengu því á örfáum árum ítök í æskulýðnum, sem ekki eiga sér neina hliðstæðu síðan á árum ungu skáldanna eftir byltinguna. Þeir tala mál æskunnar, og það vekur ugg meðal eldri mannanna, sem aldir hafa verið upp í svo mikilli lotningu fyrir forkólf- unum, að það á sér sennilega hvergi hliðstæðu annars staðar. Það er frá þessum hópi, sem krafan um endur- | HEIÐNABERG | Framhald af bls. 1 „Jú, við tókum Hjálmari náttúrlega tveim höndum og buðum upp á kaffi og Drangeyja-regg. Það bar eitt og ann- að í tal, og m.a. spurði Hjálmar, hve mörg egg við ætum að einu máli. Við létum heldur drjúglega yfir afköstum okkar í því efni, og kvaðst einn okkar hafa komizt upp í sjö. Ekki taldi Hjálm- ar það mikið og sagðist hafa étið tólf. Það var í kappáti við bróður Eldeyjar- Hjalta. Hann komst upp í ellefu, en þá sló Hjálmar á sig því tólfta og hafði við það sigurinn. Hjálmar dvaldi nokkra daga við eyna og horfði á okkur, þegar við klifum Hæringshlaup. Þetta var víst hans sið- asta ferð til Drangeyjar". „Nei, ég er ekki eini sigmaðurinn við Drangey og sízt færari en aðrir. Þeir hafa t.d. báðir sigið, Sigurfinnur á Steini og Sigmundur bróðir. En eins og ég gat um, hefur Maron langimesta reynslu í þessu efni, síðan Hjáknar leið. Hótel Heiðnaberg „Já krossinn er í Heiðnaberginu. Hann myndast af blágrýtislögum, sem liggja svona lárétt og lóðrétt. Og Hótel Heiðnaberg er undir krossinum. Ég hef haft þann heiður að dvelja þar drjúg- mikinn hluta úr nótt. Það var í vor og siðasta gistingin mín í Drangey. Við vorum þrír saman og lagðir af stað heim. Þetta var á laugarda-gskvöldi, dag- inn eem Hamar söikk. Við vorum á trill- unni með árabát aftaní .Við vorum ekki langt komnir, þegar hvessti svo að við urðum að snúa við. Við gátum hvorki lent á fjörunni né uppgönguvíkinni. nýjun, um meira frelsi til handa bók- menntunum hefur hljómað með mest- um krafti. Það eru kannski fyrst og fremst þessi skáld og hin geysivíðtæku áhrif þeirra, sem Krústjov óttast mest, og sem fengu hann til að grípa í taumana. En á Heiðnuvíkinni var ládautt eins og oftast í sunnanátt". „Og þá var að gista undir krossin- um að Hótel Heiðnabergi“. „Einmitt, þarna var raunar aðeins eitt herbergi, en það nægði, og viðtök- urnar voru höfðinglegar, svo sem von var að. Vættir bjargsins sendu af og til steinhnullunga, sem skullu í fjör- una framanvið hótelið, og urðu af drun- ur líkt og fallbyssuskot okkur til heið- urs. Við undum hag okkar vel þarna, þangað ti'l fór að falla að. En þá komu dætur Ægis kóngs dansandi inn til okk- ar og buðu blíðu sína og faðmlög". „En vilduð þið ekki dansa?“ „Nei, það hefur kannski verið ó- kurteisi, en eins og á stóð, höfðum við ekki löngun til að dansa. Einn okkar, og sá yngsti, stakk upp á því, að nú væri tími til kominn að kveðja yfirþjón- inn og þakka fyrir sig. Eftir það fór- um við upp á Ey og fengum okkur að drekka úr Grettisbrunni". „Já, og þú ert í samibýli við Gretti hér í Fagranesi?" „Svo sagðl séra Hallgrím-ur Thor- lacius. Hann sagði að leiði Grettis væ-ri hérna rétt norðanvið gamla kirkjugarð- inn, og benti jafnvel á þúfuna. En lík- lega vantar þó höfuðið, og er þó mikils vant. Hausinn var góður á Gretti". Nú lagar Jón bóndi á sér gleraugun, og við rísum úr sætum. Út um austur- gluggann sést yfir breiðan og vorbláan fjörð. Túnið er byrjað að grænka, og símaiínurnar eiu orðnar að silfurstrengj- um í útmánaðarsóiskininu. Það er kyrr- látur einmánaðardagur og Eilífsfjall I hvítum kufli að beltisstað. En einhvers staðar langt úti undir ársal blám standa eyjarnar, Þórðarhöfði og Kerling, ófún- um fótum í eínum firði og halda vöku sinni trúlega. Bjargsig í Drangey. 6 LESBOK MORGUNBLAÐRTNS 17. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.