Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1963, Blaðsíða 13
Frostbitinn og me3 ör í andliti segir Ralph Flores frá mannraunum sinum þar sem hann liggur í sjúkrahúsinu og jafnar sig. Oddssonar, er fór með skip suður heið- ar og út á Breiðafjörð árið 1263. Um konu Sveinbjarnar er ekki vitað, en Eiríkur sonur Sveinbjarnar var ungur í förum, framaðist mjög í Noregi. Hákon háleggur gerði hann að riddara 1316. Hann hlaut hylli Noregskonungs full- komna og var gerður að hirðstjóra norðan og vestan á íslandi 1323 og hélt sennilega til dauðadags. Hann sat fyrst á Flugumýri en síðan lengi í Vatnsfirði. Af því ætla menn að hann hafi verið þar til arfs borinn, en eng- ar heimildir eru þó fyrir því og vita menn ógjörla um afkomendur Þor- valdar Vatnsfirðings annað en það, að Einar sonur hans og Þórdísar Snorra- dóttur Sturlusonar bjó í Vatnsfirði. Vel getur komið til greina, að Svein- björn Súðvíkingur hafi átt dótlur Ein- ars Þorvaldssonar en undarlegt þykir mér það ef slíkra ættarsambanda væri ekki að neinu getið í sambandi við herra Eirík hirðstjóra Sveinbjarnar- son. Það er einmitt Eiríkur, sem legg- ur grundvöllinn að hinum mikla auði þessarar Súðavíkurættar. Utanferðir og hirðstjóravald var það arðvænlegasta, sem þá þekktist til fjáröflunar hér á landi. Ekki er þess getið, að herra Ei- ríkur hafi búið i Súðavík, en að sjálf- sögðu er hann þar uppalinn. Hann gæti hafa látið reisa kirkjuna, sem Björn sonarsonur hans var að gefa gjafir 1405. Sonur Eiríks var Einar bóndi í Vatnsfirði, sem barn átti með Grundar-Helgu. Var það sonur og venju- lega kallaður Björn Jórsalafari. Hann var ekki til arfs borinn, en fór ungur í siglingar sem Eirikur afi hans. Þetta eru allt ekta sjómenn og Súðvíkingar; farmannsblóðið segir til sín. Björn fer til Grænlands og er þar tvö ár. Hann siglir mörgum sinnum — sjórinn er hans annað heimili. Dóttursonur hans, Björn hirðstjóri á Skarði, var einnig mikill farmaður. Þó Bjöm Einarsson verði að kaupa föðurleifð sina og hlunn- indi, er því höfuðbóli fyigdi, verður hann vellríkur og tekur að safna jörð- um í tugatali. Hann hefiir um sig hirð og skáld og heldur uppi máldrykkjum. Jafnvel Svartidauði fær ekki bugað hann, og Sólveig Þorsteinsdóttir Þórð- arsonar, kona hans, siglir ein til Nor- egs á skipi þeirra, þegar Björn situr heima og hvílist. Hann var í sátt við kóng og klerk og lét kónginn hafa það sem kóngsins var og guð það sem hans var. Og áður -en hann leggur af stað suður í heim til hinnar helgu Jerúsal- emsborgar og var að visu ákveðinn að skreppa til Spánar um leið, ja rétt svona að líta inn hjá hinum heilaga Jakobi í Kombostelia, man hann eftir lítilli kirkju í Súðavík og gefur henni raft- viðarhögg í nokkrar aldir. Mér finnst sem ég sjái Björn þar sem hann gengur til skips síns sem vaggar í kvöldgol- unni á Hvalfirðinum og rykkir i akker- isfestarnar ólmt að komast á hið breiða haf og lyfta seglum sínum mót suðri og sól. Kristín hét dóttir Bjarnar Jór- salafara, kölluð Vatnsfjarðar-Kristín, hún tók arf allan eftir föður sinn og jók við allverulega en með öðrum hætti. Hún átti tvo menn báða vellríka og tengdist svo ríkustu ættum landsins. Með síðari manni sínum Þorleifi Árna- syni átti hún mörg börn og mannvæn- leg. Af þeim urðu tveir hirðstjórar, Björn á Skarði, sem Englendingar drápu á Rifi 1467 og Einar. Barnabörn hennar urðu mjög mörg og með þeim hófust arfadeilur sem urðu örlagaríkar settinni og færðu kirkjunni höfuðból settarinnar, Vatnsfjörð. Harðastar urðu deilur þessar milli Björns Guðnasonar sýslumanns í Ögri og Björns Þorleifs- sonar á Reykhólum og var helzt deilt um arf eftir Sólveigu Björnsdóttur á Skarði Þorleifssonar og skaut Björn máli sínu til Stefáns biskups Jónssonar og tók biskup fúslega að sér málstað hans. Arið 1515 hittust þeir í Súðavík Björn í Ögri og Jörundur prestur Steinmóðsson sem talinn er verið hafa í erindum Stefáns biskups. Um þetta segir Páll Eggert Ólafsson í riti sínu „Menn og menntir“: „1515 um vorið sendi Stefán biskup Jörund Steinmóðs- son vestur að Ögri til þess að lesa yfir Birni bannfæringarbréf, að sögn Jóns Halldórssonar, en vel má vera að síra Jörundur hafi verið sendur vestur að- eins til þess að lesa upp yfir Birni dóm sem nú þekkist ekki lengur og dæmd- ur hafði verið af sex klerkum, Vigfúsi lögmanni Erlendssyni og fimm lög- réttumönnum. En hvernig sem þessu er farið, þá er það víst, að Björn. brást hið versta við og galt síra Jörundi freklega lestrarlaunin. Þeir munu hafa hitzt í Súðavík, prestur og Björn og menn hans. Var þar hálfkirkja og flýði prestur inn í hana. Með því að Björn hafði í miklum heitingum við hann og ógnaði honum með dauða. Hafði Björn síra Jörund síðan út úr kirkjunni undir prísund og áverka manna sinna, er síra Jörundur hélzt þar ekki við lengur. Lét Björn rífa og slíta af honum klæðin með mörgum öðr- um svívirðingum, en síðan 2 menn hýða hann bundinn, og er þeir þreyttust, fékk hann til hinn þriðja mann, Loft nokk- urn Guðmundsson, tveggja manna maka að afli, til þess að misþyrma presti. Og er Loftur tók til, mælti síra JRr- undur: — Lin eru höggin þín, Langi- Loflur. Bauð þá Björn jafnskjótt Lofti að hætta, enda var prestur þá kominn að dauða en svo var hann harðger, að hann mundi fyrr hafa þolað bana en látið heyra á sér harmkvæli. Var prest- ur síðan leystur, lagður í sæng og græddur. Var Björn sjálfur yfir hon- um í átta daga meðan lá hættulegast, en leysti hann að síðustu vel af hendi." U m haustið gekk tylftardómur presta í máli Jörundar með samþykki Stefáns biskups og voru allar eignir Bjarnar fastar og lausar dæmdar und- ir konung og kirkju. 1517 kom Stefán biskup í Ögur, sem kunnugt er. Hét þá Björn með öðru biskupi að bæta síra Jörundi þann vansa og harðindi sem hann hafði saklaus orðið fyrir af völd- um hans í Súðavík. Eftir siðaskiptin giftist Guðrún dótt- ir Bjarnar í Ögri Hannesi Eggertssyni hirðstjóra. Þeirra sonur var Eggert Hannesson lögmaður. Dóttir Eggerts, sem var talinn ríkasti maður á íslandi, var Ragnheiður, er átti Magnús sýslumann prúða af Svalbarðsætt. Þeirra sonur var Ari sýslumaður í Ögri, er átti Kristínu aóttur Guðbrandar biskups Þorláksson- ar. Þessara höfðingja nutu ættmenn Vatnsfjarðar-Kristínar lengi við, og voru helztu eignir um Vesturland í ættinni allt fram yfir 1700. Ólafur lög- sagnari Jónsson á Eyri í Seyðisfirði var einn þessara ættmenna. Varð hann sjálfur ríkur maður, og synir hans og dætur bjuggu á helztu jörðum fsaíjarð- arsýslu. Magnús sonur hans bjó í Súða- vík og var hreppstjóri þar, er hans áður getið í þessari grein. Dóttir hans Guðrún bjó lengi í Súðavík og dóttir hennar, sem einnig hét Guðrún, bjó einnig í Súðavík og síðan Eyrardal. Hennar sonur var Guðmundur riki í Eyrardal, og er margt þeirra skyld- menna enn vestra. Hafi Björn Jórsalafari ekki látið byggja kirkjuna fornu í Súðavik, tel ég engan efa á því, að einhver af ætt Sigmundar Gunnarssonar hafi látið gera kirkju þá sem Björn gaf gjafir áður en hann lagði í hina frægu Jórsalaferð sína 1405. En mínar getgátur eru eng- inn vísdómur í þessu máli. Hið sanna er okkur hulið, og verður að líkindum svo áfram. I í 40 stiga gaddi | Framhald af bls. 9 við alla einkaflugmenn og Kanada-flug herinn. Næsta dag höfðum við fengið allt, sem flogið gat. Eg tek ofan fyrir leitar- mönnunum. Þeir voru stöðugt á lofti á litlu vélunum sínum í fjóra daga sam- fleytt. — Jafnframt var hringt til mín suður I San Bruno, sagði Theresa Flores, sem komin var til Whitehorse að hitta mann inn sinn, eins fljótt og hægt var. Eg veit varla, hvað ég á að segja um það. Minnstu börnin gátu ekki skilið, hvað var að. Þau héldu áfram að spyrja, hvar pabbi væri, eftir að þau höfðu frétt, tveim dögum áður, að hann væri á heimleið. — Ef ekki hefði verið tveir þeir stóru, Bobz og Ralph yngri — 16 og 13 ára gamlir — veit ég ekki, hvernig ég hefði borið þetta af. Þeir voru alltaf sannfærðir um, að pabbi kæmi aftur. í sjö vikur, sem hann var horfinn, suð aði þetta alltaf í höfðinu á mér, þegar ég vaknaði, þegar ég var að búa til mat- inn, eða gæta barnanna og þegar ég fór í rúmið aftur, — þetta var eins og bil- uð grammófónplata: Hvernig í dauðan- um átti ég nokkurn tíma að fá annan eins mann og Ralph, ef hann kemur ekki aftur. Það er sama hvar ég leita. Það er blátt áfram enginn til, sem jafnast við hann. Daginn, sem leitin hófst, byrjaði dálkurinn í WHITEHORSE STAR: — Allir leitarflugmennirnir — Pat Callison, Lloyd Ryder, Jack MeCallum, Morris Grant, Bob Campbell, Jack Chapman, Lloyd Romof og Chuck Hamilton eru nú á flugi til að reyna að lyfta hulunni, sem snjódrífan hefur lagt yfir örlög hinna tveggja farþega í eins-hreyfils Howard- 1942 vél, sem hvarf í gær á leið frá Whitehorse til Fort St. John. Frostið var 42 stig í nótt .... Hamilton, sem fann þau loks eftir 42 daga í auðninni, var einhver sá þraut- seigasti í leitinni, og það er eins og glettni örlaganna, að hann skyldi finna þau þegar í stað: — Daginn eftir að þau hröpuðu, var ég beint uppi yfir staðnum þar sem þau voru. Vélin var hulin af trjánum, og þau voru svo miður sín eftir áfallið, að þau gátu ekkert gert til að draga að sér athygii mína. Tveim dögum síðar lenti ég, á leit minni, innan sex km frá þeim og át morgunverð í Indíánakofa þar í nánd. Eg hafði enga hugmynd um, að þau væru svona nærri mér. — Það var heldur engin ástæða til að halda, að þau gætu verið á lífi, greip Del Delziel fram í. Sem betur fer liggja birnirnir í dvala á þessum tíma, en úlf- arnir! Venjulega eru þeir huglausir, þeir eru hræddir við menn, mest allt árið, en nú eru þeir að verða grimmir. Þeir hafa nýlega drepið hest, skammt þaðan sem Flores og stúlkan voru. Þegar þeir eru orðnir soltnir á ofanverðum vetri, er ekki hægt að reiða sig á þá. E n versti óvinurinn þeirra hefur verið kuldinn. Eg hef verið veiðimaður hérna norðurfrá í 35 ár, og þykir 25—40 stiga kuldi fullslæmur, jafnvel þó að ég sé dúðaður í 4—5 lög af loðfeldum og hlífðarkápum og öllu hugsanlegu. Án kuldafatnaðar — skóa, auk heldur ann ars! Það er alveg óskiljanlegt! Við höfð um alls ekki búizt við að sjá þau lifandi aftur. Jafnvel eskimóarnir hafa lengst þolað matarlausir í þrjár vikur, og þeir eru þarna öllu kunnugir eins og til dæm is hvar hægt er að finna rætur o. þ. u. 1. Enda þótt Helen Kleben væri búin að vera fimm mánuði í Alaska hafði hún aldrei komið út í auðnina, ein síns liðs. Hún var nýbúin að Ijúka prófi írá Brooklyn-háskólanum, og enda þótt hún þekkti vel til New York, var hún jafn- ófróð um iandshætti í Yukon. Jafnvel þegar Flores villtist á leið- inni til Watson Lake, hafði hún enga hugmynd um, hversu ástandið var alvar legt: — Eg fór fyrst að verða hrædd, þegar það var orðið um seinan, og við vorum þegar komin inn í skóginn. Áreksturinn við fallið gerði hana með- vitundarlausa. Jafnvel hér í sjúkrahús- inu í Whitehorse, tveim dögum eftir björgunina, fölnaði hún, þegar hún skýrði frá því er hún rankaði við sér. — Eg hélt fyrst, að Ralph væri dauð- ur. Hann leit hræðilega út. Það blæddi úr öllu andlitinu á honum, og hann var alveg hreyfingarlaus. Sjálf gat ég næstum alls ekki hreyft hönd né fót. Og alltaf lá hann graf- kyrr. Eg rykkti í hann, eins og ég væri óð, og það eina, sem ég gat hugsað og ég hef liklega æpt hástöfum, var: Ó, GUÐ MINN GÓÐUR . . . LÁTTU HANN LIFA . . . Annar hluti þessarar frásagnar heitirí „Baráttan við' auðnina", og birtist í Les- bók næsta sunnudag. 17. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.