Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 2
aMTiDa SVIP- MVND Löngu áður en John F. Kenn edy skýrði opinberlega frá því að hann mundi bjóða sig fram sem forsetaefni, sat hann dag nokk- urn að snæðingi í skrifstofu sinni í öldungadeildinni og ræddi fram og aftur um hugsanlega keppinauta sína. „Ég þekki öll hin forsetaefnin nokkuð náið“, sagði hann, „og í sann leika sagt held ég, að ég sé jafnfær þeim öllum að gegna forsetaembætt- inu eða færari — öllum nema Lynd- on, og hann er algerlega vonlaus um kosningu.“ - Kennedy var talinn góður mann- þekkjari og þessi ummæli hans gefa til kynna hvaða augum hann leit á Lynd- on Baines Jolmson, sem nú hefur tek- ið við hinu vandasama starfi. Johnson er ákaflega margbrotinn og töfrandi maður —stoltur, yfirmáta hégómlegur og einkennilega lítillátur; harður í horn að taka og hlægilega tilfinningasamur; kænn og jafnvel slóttugur og samt á margan hátt furðulega bamalegur; ruddalegur og ótrúlega viðkvæmur; barður og langreyndur stjórnmálamað- ur sem er ennþá óstálpaður strákur í sumu tilliti. T il að sjá Johnson í réttu ljósi verðum við að hlaupa yfir þrjú síð- ustu ár, þegar hann var varaforseti Bandaríkj anna, til þess tíma þegar hann var leiðtogi meirihlutans í öldungadeild inni og annar valdamesti maður Banda- ríkjanna. Johnson var fjarri því að kunna vel við sig í embætti varaforseta, einfaldlega vegna þess að embættið er valdalaust. Hann elskar völd engu síð- ur en Kennedy eða hvaða stjómmála- maður annar. Strax og Johnson varð leiðtogi meiri- hlutans í öldungadeildinni árið 1955 tryggði hann sér sæti í þeim nefndum Demókrataflokksins, sem veittu honum mest völd. Hann varð formaður stefnu- skrárnefndar og allsherjarnefndar og hafði þannig úrslitaáhrif á stefnumál flokksins og skipuri í allar nefndir hans. Hann náði einnig tökum á flokksskrif- stofunum og setti sína menn í allar lyk- ilstöður. Meðal þeirra var Bobby Bak- er, sem nýlega var ákærður fyrir alls kyns lögbrot í Washington. Framkvæmdavaldið er að sjálfsögðu verulega frábrugðið löggjafarvaldinu og að mörgu leyti erfiðara við það að eiga, en þeir sem sáu Johnson í hlutverki leiðtoga meirihlutans á þingi telja ó- tvírætt að hann muni setja svip sinn á framkvæmdavaldið, þegar hann nú hef- ur tekið við því. Hann er ákaflega sterk- ur persónuleiki og valdagráðugur. En bann er líka gætinn stjórnmálamaður og mun ekki rasa um ráð fram til að gera breytingar á stjórn sinni. En verði hann kosinn forseti í haust, er ekkert vafamál að stjórn hans verður eingöngu skipuð mönnum sem lúta vilja hans skil- yrðislaust. Hann verður án efa sterkur íorseti, húsbóndi á sínu heimili. Þó fullyrða megi að Johnson muni íáta að sér kveða í forsetaembættinu, er flest á huldu um raunverulega póli- tiska afstöðu hans. Frjálslyndir Banda- ríkjamenn hallast að því, að hann sé í eðli sínu afturhaldsmaður, en margir Texasbúar telja hann óforbetranlega rót tækan. L yndon Johnson var kosinn á Bandaríkjaþing árið 1937 og var þá ákaf- ur stuðningsmaður við „New Deal“ Franklins D. Roosevelts, enda hafði for- setinn miklar mætur á honum. Síðan hefur hann smátt og smátt þokazt æ meir til hægri, þó rangt væri að telja hann íhaldssaman. Hann er enn sem fyrr frjálslyndur Demókrati. í þessu sambandi má ekki gleyma því að hann er Texasbúi. Sennilega hefði sú tilvilj- un, að hann er frá Texas, komið í veg fyrir að hann yrði forseti, ef ekki hefði komið til önnur tilviljun: morð Kenne- dys. En nú þegar hann er orðinn for- seti, vaknar sú örlagaríka spurning, hvernig hann muni sem Suðurríkjamað- ur snúast við hinu geigvænlega kyn- þáttavandamáli. Til að fá svar við þeirri spurningu er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hvers konar Suðurríkjamaður John- son er. í því sambandi er lærdómsríkt að kynnast honum í heimahögunum, á hinum fræga búgarði hans í Texas, ,,LBJ Ranch“. Þessi búgarður segir okk- ur ýmislegt um Johnson. Sjálft húsið er óskipuleg trébygging, steinsnar frá Ped- ernales-ánni, og umhverfið er grýttar og hjóstrugar ávalar hæðir. Lady Bird Johnson, hin auðuga og aðlaðandi kona nýja forsetans, hefur látið setja glugga- hlera og rúingóða verönd á húsið. En í höfuðatriðum er þetta einföld og skrautlaus bygging, af því tagi sem efn- aðir nautgripaeigendur í Texas reistu um aldamótin. Sannleikurinn er sá, að Johnson City í Texas, bær sem stofnaður var af lang- afa Johnsons forseta, er í rauninni alls ekki Suðurríkjabær. Austur-Texas til- heyrir Suðurríkjahefðinni: víðáttumiklar baðmullarekrur og verkamenn og blökku mannakyni. En sá hluti Texas, sem Johnson er upprunninn í, tilheyrir í rauninni villta vestrinu, þar sem aðal- einkennin eru kúrekar og nautgripa- lijarðir. „LBJ Ranch“ mundi sóma sér vel sem leiktjöld 1 kúrekamynd, og Johnson sjálfur væri hreint ekki fráleit- ur í hlutverki hins stranga lögreglu- stjóra. Hér er ekki verið að gefa í skyn, að Johnson sé ekki Suðurríkjamaður. Það e,r hann svo sannarlega. Meðan hann var Texas-stjórnmálamaður en ekki al- ríkis-stjórnmálamaður, eins og hann er nú orðinn, var ákveðin lína í blökku- mannavandamálinu, sem hann mátti ekki fara yfir. En í þeim hluta Texas, sem Johnson kemur frá, hefur aldrei ver ið mikið um blökkumenn, og viðhorf Suðurríkjamanna til blökkumanna eiga þess vegna ekki nærri jafndjúpar rætur 1 Johnson eins og t. d. Russell og Talmadge. Fyrsta verulega jákvæða breytingin á mannréttindalöggjöf Bandaríkjanna eftir þrælastríðið fyrir 100 árum var samþykkt meðan Johnson var leiðtogi meirihlutans á þingi. I hlutverki vara- forxeta studdi Johnson alltaf viðleitni forsetans til að koma á jafnrétti kyn- þátta. Vafalaust átti þetta að nokkru pólitiskar rætur, því hann hafði í hyggju að ná kjöri sem forsetaefni Demókrata árið 1968, og honum var ljóst að verka- lýðssamtökin og hinir frjálslyndu menntamenn í flokknum hafa nokkurs konar neitunarvald á flokksþingum. Þeir mundu ekki hika við að koma í veg fyrir kjör forsetaefnis sem hefði viðhorf Suðurríkjanna í kynþáttamál- um. Hins vegar er ekki alls kostar rétt að líta mjög kaldhæðnum augum á hvat ir forseta eins og Johnsons í þessu mál4 því ekki er neitt vafamál að stærsti draumur hans er að verða talinn mik- ill og réttlátur forseti af komandi kyn- slóðum. E in af eftirlætistilvitnunum Johnsons er úr spádómsbók Jesaja: „Komið nú, við skulum eiga saman orðastað." í hlutverki meirihlutaleiðtogans var það sérgrein hans að brúa bil sem virtust óbrúanleg milli sjónarmiða sem virtust ósættanleg. Johnson mun ekki „leysa‘* kynþáttavandamálið, því á þeim vanda er engin „lausn“ til, en hann hefur að sumu leyti betri skilyrði til að hemja þotta mikla vandamál og finna þjóð sinni leið til að lifa við vanda, sem aldrei verður leystur, heldur en hinn giæsilegi og skarpi fyrirrennari hans á forsetastóli. Að öðru leyti mun Johnson án efa halda fast við stefnu Kennedys þá tíu mánuði sem eftir eru fram að næstu forsetakosningum. Verði hann sjálfur fyr ir valinu í nóvember, er liklegt að af- staða hans verði rétt aðeins meir til hægri en afstaða Kennedys, sem var í- haldssamasti forseti Demókrata eftir Grover Cleveland, þó hin hlægilegu öfga öfl til hægri (Barry Goldwater og Co.) sæu í honum hættulegan vinstrimann! Meginmunurinn á stjórnarferli John- sons og Kennedys felst að öllum líkind- um fremur í „stíl“ en stefnumiðum. Þó þeir hefðu miklar mætur hvor á öðr- um, eftir að þeir kynntust betur, er erfitt að hugsa sér öllu ólíkari einstakl- inga. Stjórnarferill Kennedys einkennd ist af glæsileik og hámenningarlegum ljóma, sem stjórn Johnsons mun áreið- anlega skorta, en hún mun hins vegar hafa aðra eiginleika sem komið geta að jafngóðu liði. „LBJ Ranch“ gefur okkur m.a. glögga hugmynd um hinn sérstaka „stíl“ John- sons. Hann er að nokkru tengdur virkj- um og að nokkru sundlauginni. Lynd- on Johnson hefur sérstaka ánægju af að sýna gestum sínum á búgarðinum virk- in, sem eru tvö talsins, lítil og löguð eins og býkúpur, veggir þeirra af tvö- íaldri þykkt og í þeim mjóar skotrauf- ir .Þau voru reist fyrir u.þ.b. 100 árum aí Samuel Ealy Johnson, langafa for- setans, til að verja nýbyggjana í John- son City fyrir árásum indíána. Johnson hefur líka gaman af að segja frá því, hvernig amma bjargaði einu sinni lífi sínu, þegar indíánar gerðu árás, með þv: að fela sig í hveititunnu. Þessi virki eru tákn um hluti sem eru ekki annað en gamlar sögusagnir eða þjóðsögur í „eldri“ héruðum lands- ins: hinar horfnu útvarðarstöðvar land- nemanna. Þær eru horfnar í John- son City, en eru samt ennþá ljóslifandi í minningunni. Þessi nánu tengsl John- sons við kjör landnemanna skýra margt í fari hans og viðhorfum. Johnson er mikill skartmaður í klæðaburði — gengur í silkiskyrtum Framhald á bls. 4. Utgefandi: HJ. Arvakur, KeykjavíX. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Kitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthlas Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglfsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Simi 22480. LYNDON B. JOHNSON 2 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 2. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.