Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 16
George E. Mueller: Framkvæmdir mannsins eru undir vilja hans komnar. — Menn h@ía farið margra klukkustunda ferðir kring um hnöttinn í Mercury geimfari, og nú erum við næst- um tilbúnir að senda menn á loft í.Gemini geimfari, sem get- ur haldið þeim á lofti hálfsmán- aðar tíma. Og- þriggja manna Apollo geimför eru þegar í smíðum, til að fara á loft ein- hvemtíma síðar á þessum ára- tugi. Markmið Apollo-áætlunarinnar, sem er eitthvert mesta fyrirtæki heims, fyrr og síðar, er að láta ameríska geimfara ganga á yfir- borði tunglsins, um 1970^cog koma aftur til jarðar og flytja fregnir af öllu því sögulega, seim þeir kunna að verða vísari í ferðinni. Innan næstu þrjátiu ára munu menn fljúga til Mars og annanra reikistjama, og árið 2000 munu geim- farar jafnvel vera að bollaleggja ferð til næstu fastastjörnu. Sú vega- lengd er um 25 milljónir mílna — en ljósið er meira en fjögur ár að komast þessa vegalengd — frá stjörn- unni til jarðar. Geimferðaáætlun Bandaríkjanna hófst formlega í októbermánuði 1958, með stofnun NASA. Mennimir, sem valdir vomu til fyrstu geimferðanna, höfðu þegar verið þúsundir klukkustunda á lofti í herflugvélum af hiraðskreiðasta tagi. Verkfræ'öingarnir og vísinda- mennimir, sem teiknuðu og smíðuðu Mercury-geimfarið, ásamt öllum til- heyrandi áhöldum, höfðu margra ára æfingu að baki við teiknun á þotum og smíði þeirra. Þessir menn og hinn geysilegi forði kunnáttu og þekk- ingar á flugi yfir hljóðhraða, sam- einaðist nú í friðsamlegri samvinnu um flug manna út í geiminn U pphaflegur tilgangur Mer- cury-áætlunarinnar var ekki sá einn að þeyta manni út í geiminn og ná honuim aftur lifandi til jarðar. j leit sinni að nýjum fróðleik reyndu menn að fræðast um þol mannsins í umhverfinu í geimnum, þar sem varla er nokkurt súrefni og hitinn fer langt niður fyrir + 125° F., en sá kuldi hefur verið mældur á Suðurskautslandinu. Nauðsynlegt reyndist að koma á fót heilu neti af radar- og útvarps- stöðvum, sem nær um allan hnött- inn og er stjórnað frá aðalmiðstöðv- um, sem nær um allan hnöttinn og er stjórnað frá aðalmiðstöð á Cana- veralhöfða, til þess að geta haft stöð- ugt samband við geimfarann. Nokkr- ar þjóðir gengu til samvinnu um að koma upp nokkrum slíkum stöðvum og reka þær. Kraftmiklum eldflaugum af Red- stone- og Atlas gerð varð að breyta, með tilliti til öryggis mannanna, seim þær fluttu. Þúsundir sjóliða og flug- manna voru settar um borð í skip og flugvélar, sem skyldu taka móti geimlorunum, eftir hina ofsahröðu ferð þeirra gegnum andrúmsiloftið. Allar hugsanlegar öryggisráðstafan- ir voru gerðar til að tryggja það, að geimfarinn yrði ekki fyrir nein- um slysum. Ef til vill er það mikilvægasta, se.m vér höfum lært af Mercury geimferðunum, það, að maðurinn getur stuðiað verulega að geim- rannsóknum. Hann getur aukið mjög á áreiðanleik geimsskipanna með því að starfa sem vélstjóri og tilrauna- flugmaður, og hann getur einnig gert vísindalegar athuganir í geimn- um. Þessir hæfileikar mannsins, sem komið hafa í ljós, til að dæma, hugsa og snúast við óvæntum vandamálum og óþekktum, benda til þess, að okk- ur sé óhætt að halda öruggir áfram á þessari brauL J. maímánuði 1961 lýsti Ken- nedy forseti því yfir sem verkefni þjóðarinnar og markmiði að láta mann lenda á tunglinu og komast óskaddur til baka, á þessum áratug. Þrem fjórðuhlutum af fjármagni NASA er nú varið til flugs manna út í geiminn og framkvæmdar ein- beittra tilrauna til að ná því marki. Árið 1961 hófum við Gemini-áætl- unina, til þess að brúa bilið milli Mercuiry og Apollo. Höfuðtilgangurinn með Gemini er að auka framkvæmdamátt vorn og þá tæknilegu kunnáttu, sem útheimt- ist til þess að senda flugmenn út í geiminn og möguleikana á löngu flugi með menn innanborðs. Geim- farið er næstum hálfu fyrirferðar- meira en Mercuryfarið og í því er sjálfvirkur stýrisútbúnaður. Iðnfyrirtæki munu úlvega oss fimm Gemini-geimför og fimm eld- flaugar af Titan II. gerð fyrir júlí- lok 1964. Eftir tilraunaflug — fyrst mannlaus, en síðan með mönnum — munum við hefja tiiraunir með að láta tvö geimför mætast og eins að leggja geimfömnum — með mann- lausri Agena-eldflaug. Geimfararnir á Gemini munu nota litlar stýri-eldflaugar til að hafa stjórn á sporbraut geimfarsins. — Þessi kunnátta verður nauðsynleg fyrir tunglferðirnar, þegar þeir geta orðið að leiðrétta stefnu sína á miðri leið. Vér höfum þegar flogið hinni geysistóru Saturn eldflaug, sem er undirbúningur undir hina risavöxnu Satum V, sem notuð verður til tunglferða. Saturn V vérður eitthvað um 361 feta há og vegur meira en 3000 smálestir, þegar Apollo geimfarið hefur verið fest fram á hana. Til þess að hýsa þennan risa, er. nú verið að teikna samsetningarverkstæði, sem verður stærsta bygging, sem manns- höndih hefur nokkurntíma reist. — Hún verður 524 fet á hæð. Auk hinna 16 geimfara, sem þegar er tekið að æfa, verða teknir flugmenn til viðbótar og efnilegir flugvísindamenn, til að aðstoða við flug þríggja manna Apolio geimfars- ins. Þeir verða næstu fimm árin að gera margháttaðar athuganir á geim- farinu og flugáætluninni, og nokkr- ir þeirra verða látnir fljúga í Gem- ini. Einhverntíma seint á þessum ára- tug, þegar allt er tilbúið, munu þrir geimfarar þjóta á loft frá lending- arstaðnum á Merritteyju, rétt fyrir norðan Canaveralhöfða. Eftir að hafa fyrst komizt á braut umihverfis jörð, munu þeir stefna til tunglsins í þessu þrefalda geimfari sínu. Þeir munu verða í loftskeyta- sambandi við stöðvar á jörðu, bæði í Kaliforníu, Ástralíu og Suður- Afríku. Menn munu geta heyrt til þeirra í útvarpinu heima hjá sér, hvar sem er á jörðinni, og ef tdl vill verður einnig hægt að sjá sjón- varpsimyndir af þeim, víða um heim. Eftir hálfs þriðja dags ferð um svæði þar sem enginn maður hefur áður komið, munu mennirnir þrír hefja hringferð um tunglið í um það bil 100 mílna fjarlægð frá því. Þá flytja tveir þeirra sig í smá-tungl- faæ og falia niður á yfirborð tungis- ins til rannsókna í einn eða tvo daga. Þriðji maðurinn verður eftir í geimfarinu á brautinni um tunglið og verður í stöðugu loftskeytasam- bandi við hina tvo. Síðar m.unu rannsóknarmennirnir tveir sprengja burt efra helming farartækis sins, til þess að geta komizt í samband við móðurskipið. Að því búnu munu mennirnir þrír stýra fari sínu aftur til jarðar og lenda þar. Vér erum komnir vel á veg með undirbúning vorn undir tunglflugið. Einnig erum vér að gera nákvæm kort af tunglinu, vegna stöðu þax í framtíðinni. Vér erum einnig að gera athugan- ir fyrir stöðvar í geimnum fyrir menn, þar sem hægt verður að dvelja á jarðbrautinni í 100 daga eða lengur. Og vér erum að kort- leggja brautir til fjarlægra redkis- stjai-na.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.