Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 12
Islendingasögur Framhald af bls. 1. lengd setninga og svipuð atriði. Að vissu leyti má bera aðferð mína sam- an við þá venju í rannsóknum á íslend- ingasögum að tína til fleiri eða fæ-rri ,;orðalikingar“ milli tveggja eða fleiri sagna, í þeim tilgangi að benda á senni- leg áhrif þeii-ra á milli eða „rittengsl“. En slíkar athugasemdir verða óhjá- kvæmilega meira eða minna tilviljunar- kenndar og nægja því ekki sem undir- staða veruiegs samanburðar — af hve mikilli skarpskyggni sem þær eru ann- ars gerðar. Það verður að gera strangari kröfur. Þess vegna nota ég i ritgerð minni hugtak, sem ég hef ieyft mér að skira „parorð". En parorð er í þessu sam- bandi orð, sem kemur fyrir aðeins í Ileimskringlu annars vegar og í einni af hinum fimm Islendingasögum hins vegar. (Þó að sama orð sé til annars staðar í ísl enzkum fornbókmenntum, skiptir það engu máli hér.) Þannig hef ég fundið sögnina að glúpna aðeins í 76. kafla Ólafs sögu helga hjá Snorra („Þá glúpnuðu sveinarnir“) og 18. kafla Eyrbyggju („en er hanh sá, at þeir ofruðu vápnunum, glúpnaði hann“), en hvergi annars í sögum þeim, sem hér um ræðir. Ég tel þá glúpna sem parorð milli Heimski’inglu og Eyrbyggju. f þessari tímafreku leit að parorðum hef ég þó ekki tekið tillit til orða- forðans í heild. Þannig hef ég sleppt öilum þeim nafnorðum, sem merkja alls konar áþreifanlega („konkret") hiuti, til dæmis brók eða tjald. En ástæðan er sú, að slík orð eru alveg sérstaklega háð efni og sviði sögunn- ar og segja okkur kannski frekar lítið um persónulegt málfar höfundarins. Sá sem talar á annað borð um brók eða tjald, hann hlýtur að nota einmitt þau orð. Að öðru leyti hef ég skipt orða- forðanum í fjóra flokka: 1. Lýsingar- orð. 2. Nafnorð, sem tákna menn, stöðu eða eiginleika þeirra (t. d. foringi, helja, skörungr). 3. Sagnorð. 4. Huglæg (,,ab- strakt“) nafnorð, í víðtækri merkingu þess orðs. Samtais hafa um 5500 mis- munandi orð verið tekin upp á spjald- skrá og bókuð blaðsíða í hvert skipti, sem ég hef fundið þau. Auðvitað hefur aðeins lítill hluti þessara 5560 orða reynzt parorð í þeim skilningi, sem að ofan getur. Hins vegar var nauðsyn- legt að orðtaka textana nákvæmlega, þar sem enginn gat vitað íyrirfram, hvaða orð gætu verið parorð. Þó var að sjálfsögðu sleppt algengustu orðun- um, þeim sem koma fyrir mörgum sinn- um í hverri sögu, svo sem mikill, bóndi, ríða, tími. Þó að parorðin séu samkvæmt skil- greiningu tiltölulega sjaldgæf orð, þurfa þau ekki að vera óvenjuleg eða áber- andi frá okkar nútíma sjónarmiði. Lik- lega myndu fáir hafa ímyndað sér, að lvsingarorðið fölr kæmi fyrir einungis hjá Snorra og í Njálu, og nafnorðið snilld aðeins hjá Snorra og í Laxdælu — svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þetta sýnir meðal annars, að ekki má tieysta „máltilfinningu" sinni um of, þegar út fyrir okkar eigin samtíma kemur. Ég taldi parorðin fyrir hvern hinna fjögurra flokka séistaklega. En til þess að reyna, hve áreiðanleg aðferð mín væri, skipti ég Heimskringlu (um 228000 orð) í tvo hluta nokkurn veg- inn jafnstóra — „Snorri A„ (Ólafs saga Tryggvasonar og Ólafs saga helga: 119000 orð) og „Snorri B“ (allar hinar sögurn- ar í bókinni ásamt Prológus: 109000 orð) — og bar svo saman íslendingasögurnar fimm við báða hluta Heimskringlu hvorn um sig. Þannig reyndist par- orða-fjöldinn milli „Snorra A“ annars vegar og fslendingasagnanna hins veg- ar vera sá, sem eftirfarandi tafla sýnir. En rúmsins vegna eru hér allir fjórir orðaflokkarnir taldir saman: Snorri A & Egla (62000 orð) Laxdæla 193 193 39,5% (58000 orð) Eyrbyggja 83 89 18,0% (38000 orð) Njála 49 80 16,5% (97000 orð) Grettla 74 47 9,5% (61000 orð) 79 80 16,5% S:a 489 100,0% í þessari töflu merkja tölurnar til vinstri hinn raunverulega parorða- fjölda. Þannig hafa 49 slík parorð fund- izt milli „Snorra A“ og Eyrbyggju, orð sem ekki koma fyrir í hinum fjórum sögunum. En með því að stærð hinna fimm íslendingasagna er talsvert mis- munandi, þá gefa þessar tölur dálítið villandi mynd af hlutföllunum. Það verður þess vegna að breyta þessum tölum á þann hátt, að það megi bera þær saman beint. Einfaldast og réttast virðist að nota þríliðu. Auðvitað mætti nota hvaða stærð sem er (t.d. 50000 orð) sem mælikvarða við þessa breytingu. En þar sem áhugi okkar beinist nú fyrst og fremst að stöðu Eglu, legg ég þá sögu til grundvallar og læt hana halda tölu sinni (193). Þá má til dæmis reikna út tölu Njálu þannig: 74 x ------ = --------; x = 47. 97000 62000 Hinar nýju tölur — hlutfallstölurnar — standa til hægri feitletraðar. Eins og sjá má, breytast „grunntölur" Lax- dælu og Grettlu lítið, þar sem þessar sögur báðar eru svipaðar áð stærð og Egla. Hins vegar hækkar tala Eyrbyggju og lækkar tala Njálu mjög mikið, í hlutfalli við mismunandi stærð þessara rita. Hin háa hlutfallstala Eglu (193) vek- ur strax eftixtekt; hún er meira en tvöfalt hærri en tala Laxdælu (89), sem kemur næst. Ef parorðin skiptust alveg jafnt milli hinna fimm sagna, þá mundi hver fá 20% þeirra. En hin 193 parorð Eglu eru 39.5% allra. Þessi saga tekur með öðrum orðum tvöfald- an hlut! En þar að auki ríkja mjög svipuð hlutföll í hverjum og einum hinna fjögurra orðaflokka: af lýsingar- crðum fær Egla 33.5%; af nafnorðum, sem tákna menn, 41.5%; af sagnorðum 39.0%; af huglægum („abstrakt") nafn- orðum 43.0%. Þetta getur varla verið tilviljun. Næsta tafla sýnir á tilsvarandi hátt parorða-fjöldann milli „Snorra B“ ann- ars vegar og hinna fimm íslendinga- sagna hins vegar: Snorri B & Egla .............. 156 156 37,0% Laxdæla ............. 78 83 19,5% Eyrbyggja .......... 40 65 15,5% Njála ............... 62 40 9,5% Grettla ............. 76 77. 18,5% S:a 421 .100,0% Tölurnar eru hér alstaðar dálítið lægri en áður, fyrst og fremst af þeirri einfcldu ástæðu, að „Snorri B“ er um 10000 orðum styttri en „Snorri A“. En Egla heldur sinni stöðu og tekur hér 37.0% af öllum parorðum. Laxdæla, sem kemur næst, fær ekki nema 19.5%. Þá er komið að þriðju töflunni, en hún virðist taka af allan vafa. Ef hin mörgu parorð milli Eglu annars vegar og Heimskringlu hins vegar benda á sameiginlegan höfund þessara rita, þá ættu „Snorri A“ og „Snorri B“ að sýna svipaðan skyldleika. Þó öllu heldur nokkru meiri skyldleika, þar sem kon- ungasögurnar í Heimskringlu hljóta að eiga meira sameiginlegt sín á milli en með "íslendingasögu. En til þess að sann- reyna þetta ei-u í þriðju töflunni talin parorðin milli „Snorra A“ annars vegar og eftirfarandi fimm texta hins vegar: „Snorra B“, Laxdælu, Eyrbyggju, Njálu, Grettlu. Það er að segja, „Snorri B“ hef- ur komið i staðinn fyrir Eglu í fyrstu töflunni. En þar sem Egla er „grunuð“ um að vei'a eftir Snorra, þá er nauð- synlegt að sleppa henni í þessu sam- bandi. Auðvitað breytist nú parorða-fjöldinn milli „Snorra A“ og hinna fjögurra fs- lendingasagna mikið frá fyrstu töflunni. Þannig falla niður öll þau parorð, sem áður voru parorð milli einhverrar þeirra og bæði „Snorra A“ og „Snorra B“, þar sem „Snorri B“ hefur nú lent í saman- burðinum við sömu skilyrði og íslend- ingasögurnar. En þegar Eglu er sleppt, koma hins vegar í staðinn ýmis ný par- orð milli „Snorra A“ og hinna íslend- ingasagnanna, sem sé öll þau orð, sem íundust áður einungis í „Snorra A“ og Eglu auk til dæmis Njálu. Slíkt fyrr- verandi „þríorð" — er svo mætti segja — breytist nú í parorð milli „Snorra A“ og Njálu. Við fáum þá eftirfarandi töflu, þar sem „grunntölurnar“ standa til ■vinstri og hlutfallstölurnar (alltaf mið- aðar við stærð letraðar: Snorri A & Eglu) til hæ-gri fedt- Snorri B ... 293 167 43,0% Laxdæla 73 18,5% Eyrbyggja ... 37 60 15,5% Njála 53 34 8,5% Grettla 55 56 14,5% S:a 390 100,0% „Snorri B“ tekur þannig 43.0% af öll- um parorðum, en Laxdæla, sem kemur næst, verður að láta sér nægja 18.5%. Það er atbyglisvert, hve mikið þessi hlutföll minna á sérstöðu Eglu í hinum töflunum. Það hefði sem sagt vel mátt gera ráð fyrir, að munurinn hefði reynzt meiri, þó að sami maðurinn væri höf- undur bæði Heimskringlu og Eglu. Þessi rannsókn hefur þá leitt í ljós staðreynd, sem mætti orða á þennan hátt: Þegar Egla er frá sjónarmiði „par- orðanna" borin saman við Heimsiki'inglu, þá hagar hún sér svo að segja nákvæm- lega eins og þegar báðir helmingar Heimskringlu („Snorri A“ og „Snorri B“) eru bornir saman hvor við annan. En að því leyti er Egla gersamlega frá- brugðin hinum íslendingasögunum. Það virðist vera aðeins ein eðlileg skýring á þessu: að Snorri Sturluson sé höfundur bæði Eglu og Heimskringlu. Það mætti hugsa sér vissar mótbárur gegn þessari niðurstöðu. Sumum finnst kannski fjórar íslendingasögur þrátt fyr- ir allt helzti lítið samanburðarefni. — En parorða-aðferðin leyfir ekki, að allt of margir mismunandi textar séu dregn- ir inn samtímis í slíkan samanburð. Segj- um að mér hefði tekizt að ná í hundr- að mismunandi íslendingasögur eða - þætti og bókað parorð þeirra hverrar um sig með „Snorra A“ og „Snorra B“ í töflum eins og hér að framan. Þá er mjög hætt við, að tölurnar hefðu orðið of lágar, til þess að hægt væri að draga ákveðnar ályktanir af þeim. Af þeim orðum, sem voru áður parorð milli Heimslci'inglu og hinna fimm íslendinga- sagna, hlytu sem sé flest að vera til að minnsta kosti einhvers staðar í hin- um nýju níutíu og fimm textum — og myndu um leið hætta að vera parorð. Þar með er ekki sagt, að það hefði ekki verið hægt, og ef til vill æskilegt að víkka hringinn svolílið. Eftir að rann- sókn mín birtist, hef ég sjálfur at- hugað, hvaða áhrif það mundi fá að draga inn sögur eins og Fóstbræðra sögu, Heiðarvíga sögu, Gísla sögu Súrs- sonar og Glúmu í töflurnar með hinum fimm. En sú tilraun varð aðeins til þess, að sérstaða Eglu birtist í enn skýrara Ijósi. Þó að skyldleiki Eglu og Heims- kringlu speglist í svo einkennilega skörpum dráttum, þá mundi einhver gagnrýnandi kannski halda því fram, að sá skyldleiki gæti stafað af svipuðu efnisvali, líkum aldri þessaxa rita, eða hvoiutveggja. En eins og kunnugt er, er Egla almennt talin elzt af þeim fimm Islendingasögum, sem teknar eru til meðferðar í pai-orða-rannsókninni; auk þess stendur Egia að sumu leyti nær konungasögunum efnislega en hinar. — Til að mæta fyrirfram slikum mótbár- um tók ég fyrir í fyrsta lagi nokkrar íslendingasögur, sem fræðimenn halda að séu með þeim elztu (Fóstbræðra sögu, Hallfreðar sögu, Heiðai-víga sögu), í öðru lagi konungasögu (Ólafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason), sem með vissu er talin ein heimild Snorra. Samkvæmt aðferð, sem hér yrði of langt að gera grein fyrir, voru þess- ar söguir samprófaðar við hinar og áhrif þeirra á parorða-fjöldann athuguð. — Niðurstaðan varð í stuttu máli sú, að sérstaða Eglu haggaðist ekki neitt. Að lokum er eftir að minnast nokkr- um orðum á „handritaástandið“. Er ekki niðurstaða mín af parorða-rannsókn- inni öhjákvæmilega út í bláinn, þar sem við vitum ekkert um upprunalegt málfar Eglu og Heimskringlu, en vitum það eitt með vissu, að það hefur breytzt frá afriti til afrits? Mótbára sú er að vísu þung, þegar um neikvæða niður- stöðu er að ræða. Það væri sem sé hugsanlegt, að upprunalegum sögutexta hefði verið það breytt gegnum fjölda afrita, að höfundai-einkenni málfarsins væru orðin mjög óljós. En það horfir öðruvísi við, þegar niðurstaðan reynist jákvæð. Það þyrfti sannarlega fífldirfsku 1il að halda því fram, að hinn sérstæði parorða-fjöldi milli Heimskringlu og Eglu væri árangurinn af breytingum afi'itara gegnum áratugi! Það er langt- um sennilegra, að þessi mörgu parorð ljósti upp um höfundinn, og að þau hafi frá upphafi verið fcekar fleiri en iærri. Þó að mér virðist „höfundarrétturM Snorra að Eglu þar með sannprófaður — að þýí leyti sem yfirleitt er hægt að tala um sönnun í slíkum máluim — þá má bæta við nokkrum málfarsati'iðum af öðru tæi, sem staðfesta niðurstöðu parorða-rannsóknarinnar. Flestir lesendur íslenzkra fornsagna, sem væru aðspurðir, myndu líklega gizka á, að sögnin kveðask „segjast" og atviksorðið nú í sömu merkingu og ,þá‘ — „Ok nú ferr hann“; „ok skiljask nú“; „Nú mælti Áskell“ (dæmin frá Reykdæla sögu; það mætti kalla þetta „epískt nú“) — væm bæði mjög algeng í þessum bókmenntum. En það kernur í ljós við nánari athugun, að tíðni þess- ara orða er afar breytileg, og að ein- mitt Egla og Heimskringla eni sér- stæðar að þessu leyli: bæði ltveðask og „epískt nú“ eru þa,r mjög sjaldgæf. í Eglu eru samtals 7 dæmi af kveðask. Miðað við stærð Eglu eru í „Snorra A“ 8 dæmi og í „Snorra B“ 5 dæmi. Sam- kvæmt sama mælikvarða hafa Laxdæla 134, Eyrbyggja 55, Njála 73 og Grettla 92 dæmi. En þar að auki hef ég talið- dæmin í tuttugu og átta öðrum íslend- ingasögum (rúmJega 400000 orð). Af þeim er Fóstbræðra saga lægst með 21 dæmi, er Flóamanna saga hæst með 337. Það má bæta því við, að gömul konungasaga eins og Ólafs saga Tryggva sonar eftir Odd Snorrason (S-gerð) hef- ur 144 dæmi — alltaf miðað við stærð Eglu Tíðni sagnarinnar kveðask í Eglu og Heimskringlu er með öðrum orðum þrisvar sinnum lægri en í þeirri sögu (Fóstbræðra) af ofangreindum þrjátíu og þremur, sem sýnir fæstu dæmin! Mjög svipað er ástatt um „episkt nú“. í Eglu eru 15 dæmi. Miðað við stærð þessarar sögu eru í „Snorra A“ 17 en í „Snorra B“ 18 dæmi. Auk þess hef ég rannsakað þrjátíu og einn mismun- andi sagnatexta — samtals urn 831000 orð; í þeim hópi eru bæði íslendinga- sögur og konungasögur eins og Fagr- skinna og Morkinskinna. Hæst af öllum þessum sögum er Reykdæla saga með 1230 (!) dæmi en lægst Eyrbyggja með 65; meðaltalið er 278. Jafnvel lægsta 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.