Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 5
Simon Jóh. Ágústsson: „FURÐUR SÁLARLÍFSINS" EFTIR HARALD SCHJELDERUP Gylfi Ásmundsson og Þór E. Jákobs- son íslenzkuöu. — 266 bls. Almenna bókafélagiö, Reykjavík, 1963. A.hugi íslendinga er mitkil á dul- frneðiiegum efnum, en hann er fremur *f trúarlegum og hjátnáarlegum fcoga sounninn en vísindalegum. Bera islenzk rit þess ótvíræitt vitni. Sjá þó séra Jakob Jósson: Framhaldslíf og nútíma- bekking, Rvík 1934. Nú kemur hér fyrir sjónir íslenzkra lesenda rit, sem samið er i allt öðrum dúr en þeir eiga að venjast. Furður sálarlífsins (Det skjulte rnenneske) eftir H. Schjelderup, próf- cssor í sálfarfræði við Óslóarháskóla. Hann er einn fremsti sálfræðingur á Norðurlöndum; hann aðhyllist í megin- atriðtm? kenningu Freuds og hefur gert ýmsar afchyglisverðar athuganir á tiulvitundinni, fengist allmikið við sál- lækningar, rannsakað dáleiðslu og drauma, svo að nokkuð sé nefnt. Öll rit Schjetaei'ups einkennast af skarpri vís- indalegri hugsun og framsetning hans er ávallt einkar ljós og skipuleg. Þótt þetta sé eina rit Sahjelderups, sem birzt hefur á íslenzku, er hann hér mörgum kunnur. Sálarfræði hans var kennd um jnargra ára skeið í Kennaraskóla ís- lands, og sömuleiðis hefur hún stund- um verið notuð við kennslu í forspjalls- visindum í Háskólanum. Ritið skiptist í tvo meginþætti, nokk- nrn veginn jafnlanga. Hinn fyrri fjallar um rannsóknir á dulvitundinni, sálkönn- unarkenningu Freuds, dáleiðslu og fá- gæt eða einkennileg sálræn fyrii-bæri: ósjálfrátt geðstarf, persónuklofning og persónuleikavíxlun. Er hér um að ræða fyrirbæri, sem nú eru almennt viðurkennd innan visindalegrar sálar- fræði Það tók þó sálarfræðinga langan tíma að' sanna og viðurkenna tilvist ýmissa þessara fyrirbæra. Hugtakið d-ul- vitund og dulvitað sjálf var mönnum t. d. lengi bneyksl/unarhella.. Viður- kenning á tilvist dulvitundarinnar bef- ur gerbreytt viðhorfum í sálarfræði, dýpkað og víkkað skilning á mannin- um og opnað nýja mögu^eika til þess eð hafa áhrif á hann. Svipuðu máli gernir um dáleiðslu. Hún var í fyrstu taiin loddaraskapur, en nú ber enginn brigður á hin einkennilegu fyrirbæri, sem I henni geta gerzt. Vekja má með déieiddum manni margs konar ofskynj- enir, rnisskynjanir, vanskynjanir og sár- saukaónæmi. f dáleiðslu skerpist miög minni manna, og geta þeir þá hafið til vitundar gleymda atburði og sálar- ástand, sem þeir geta með engu móti minnzt í vöku. Unnt er að færa dáleidd- an mann skref fyrir skref aftur á fyrri aldursskeið hans, jafnvel aftur á ung- barnsaldur (dáynging).. Og hið furðu- legasta af öllu er, að dáleiddur maður iiHgar sér ekki aðéins samkvæmt sefj- unaraldri, heldur koma einnig fram með honum ýmis lífeðlisleg viðbrögð, sem svara til þess aldursskeiðs. Ef sefjun, sem maðu.r er beittur í dáleiðslu, er andstæð siðgæðisvitund hans, trúarsannfæringu eða lífshags- rnunum, breytir hann ekiki eftir henni. En stundum má með óbeinum sefjunum og veruleikafölsun rjrðja burtu sið- ferðislegum hömlum og fá dáleiddan mann til þess að fremja afbrot. Á þetta bæði við það, sem hann gerir í dáleiðsl- vinni, og það, sem hann gerir seinna, sakir eftirsefjunar. Hafa slíik mál kom- ið fyrir dómstóla, t. d. í Danmörku. Dáleiðsla er nú mikið notuð til rann- sóknar og til iækninga í tengslum við sálkönnun (dákönnun), en í höndum leikmonna er hún varasöm og ættu þeir alls ekki að fást við hana, því að með henni geta þeir óviljandi valdið truflun á sálarlífi þeirra, sem þeir dá- leiða. Sjáifur hefur Schjelderup gert merki- logar tilraunir um að láta menn dreyma í dáleiðslu. Breytist þá mjög tímaskyn- ið. Við konu í djúpum dásvefni sagði hann: , Þér munuð lifa heila ævi, aðra en þér iifið nú, ævi á öðrum stað og á öðrum tíma“ (bls. 111) Hann vakti kon- una eftir eina mínútu, og fannst henni þá, að hún hefði lifað heila ævi sem kínversk kona einhvern tíma í fyrnd- inni. og ritaði hún síðar um það, sem fyrir hana bar, langa og fróðlega frá- sögn. Hún taidi þetta „merkilega reynslu,, mjög sterka og lifandi", og varð bún henni mjög minnistæð. Er þetta „kinverska lif“ upphaf að persónu- klofnirgi af svipaðri gerð og fyrir kem- ur hjá dámiðium? Um tvíþættan persónuleika tekur Schjelderup m. a- hið kunna dæmi um frú Curran-Patience Worth. Helztu fvrirbærin eru talin ósvikin, en menn greinir á um skýringu þeirra. Frú Curr- an (f. 1883) var af venjuiegu banda- rísku miðstéttarfólki og hafði aðeins blotiS barnaskólafræðslu. Almenn þekk- ing hennar var rétt í meða.llagi. Þegar frú Curran er um þrítugt, kemur fram með henni aukapersónuleiki, sem nefndi slg Patience Worth. og tók hann aðal- persónuieikan.um langt fram að gáfum og þekkingu. í gervi Patience Worths ritaði þessi kona merkiiegar skáldsögur, ljóð og leikrit. f skáldsögum hennar kemur fram undraverð sagnfræðileg þekking, og endurspegla þær líf og hretti fyrri alda svo vel, að langar rannsóknir virðast liggja þeim til grund- vallar. Sama mádj gegndi um málfarið. Ilvaðan kom fáfróðri konu þessi þekk- ing? Sjálf trúði Patince Worth því, að hún væri „afholdguð sál“ og hefði verið uppi á 17. öld. Er unnt að skýra þetta fyrirbæri á eðlilegan hátt? Schjelderup telur það inögulegt: „ag frú Curren hafi árum saman og án þess að vera þess vitandi tekið eftir og minnisfest hvert Harald Schjelderup. smáatriði, sem mádi skipti, þess sem hún las og heyrði, og dulvitundin síðan unnið úr því, og tengt það saman, unz það spratt fram fullmótað sem ósjálfráð- ',ir skáldskapur". Hann lýkur þó „þess- um vangaveltum um Patience Worth ineð stóru spurningarmerki" (bls. 138). Eins og ráða má af þessum dæmum er fyrri hluti rits Schjeldei-ups girnilegur til fróðleiks, en hann má þó fá í fjölda annarra rita, sem fjalia um vísinda- iega sálfræði. öðru máli gegnir um seinnililutann: Við mörk hins óþekkta. Sálfræ'ði og dularsálfræði. Hann er raunar beint framhald hins fyrra, en ræðir þau svið, sem vísindaleg sálar- fræði befur enn tæplega viðurkennt eða sett spurningarmerki við. Hér er átt við svo nefnd dulræn fyrirbæri og reynslu, svo sem svipi, vofur, reimleika, líkamninga eða efnisfyrirbæri á miðils- fundum, dulskynjanir, yfirskilvitlega skynjunarhætti, svo sem fjarhrif eða hugsanaflutning, fjarskynjun eða skyggni, fortíðarskynjun og forspá. F yrsta meginatriðið er að sanna ótvírætt tilvist þessara íyrirbæra. í þessu efni verður að gera afarstrangar kröfur til sönnunargagna, engin smuga má vera opin, svo að rekja megi t.d. íjarhrif til venjuiegrar skynjunar og túlkunar hennar. Ástæðan til þessara ströngu krafna er sú, að mjög ólíklegt er að óreyndu, að fjarhrif eða hug- skeyti getf átt sér stað, þar sem girt þykir fyrir að sáli'æn áhirf geti borizt með rafbylgjum eða á annan kunnan hátt frá einum mannsheida til annars. Fyrirbæri þessi eru með öllu óskýran- leg út frá þeirri Þekkingu, sem við höf- um nú, og getum við.ekki komið þeim heim við efnislögmál tilverunnar, eins og við skiljum þau i dag. Stundum getur þó staðið svo á, að oinhver tilgáta, sem er að óreyndu mjög ósennileg, virðist allt um það styð- jast við margar og mikilvægar stað- reyndir, og svo er hér. Margar athug- anir og tilraunir benda til þess, að sum þessi fyrirbæri gerist í raun, hver se*n skýring þeirra kann að vera. Eiga sál- fræðingar að vísa á bug rannsókn á öllum þessum meintu fyrirbærum? Schjelderup teiur það ekki rétt, því að ekki „er ólíklegt, að þau eigi eftir að hafa grundvallarþýðingu fyrir fram- tíðarskilning okkar á manninum“ (bls; 6) þessi skoðun hans er ekki- ný. í Sálarfræði sinni, sem út kom 1927, ritar hann: „Það er vísindamönnum til lítils sóma, að svo margir þeirra reyna að neita afdráttarlaust sannleiksgildi fyr- irbæra, sem þeir hafa ekki ómakað sig til að rannsaka. Hleypidómalaus sál- fræðingur gleðst yfir nýju rannsóknar- efni, sem fellur honum í skaut, og neitar því hvorki né játar, fyrr en hann hefur rannsakað það“ (bls 7). Með þetta sjónarmið að leiðarljósi svip ast Schjelderup um við mörk hins ó- þekkta. Hann vegur og metur sennileika þessara fyrirbæra, lýsir rannsóknaráð- ferðum, sem beitt er'við þau, og skýring- artilraunum, sem fram hafa komið. Má hér nokkuð teljast fullsannað? Hvað er mjög sennilegt, hvað er næsta ósennilegt eða blekking ein? Skulu nú tekin nokkur dæmi. Um efnisfyrirbæri og likamninga á miðilsfundum segir höf., að öll seinni tíma tilfelli, sem hafa verið rækilega rannsökuð, hafi annað hvort reynzt blekk irigar eða sterkur grunur hafi legið á, að þar hafi verið brögðum beitt. Við örugg- ari aðstæður verða efnisfyrirbæri á mið- ilsfundum æ sjaldgæfari. Áður en inn- rauð ljósmyndun kom til sögunnar, gátu efnismiðlar beitt freklegum brögðum. Nú geta þeir ekki hagað sér eftir geðþótta og sfleiðingin er sú, að efnisfyrirbæri ger- ast nú ekki lengur á miðilsfundum, þar sem eftirlit er sem bezt má verða, en gerast hins vegar þar, sem eftirlit er ekk- ert eða ónógt. Hinn eini frægi efnismið- ill, sem aldrei varð uppvís að svikum, var Skotinn Daniel Dunglas Home (á seinni hluta 19. aldar). „En hann var aldrei rannsakaður til hlítar við þær var- úðarráðstafanir, sem teljast nauðsynleg- ar nú á dögum". (bls. 159). Niðurstaða Schjelderups um efnisfyrirbæri er sú, að tilvist þeirra sé ekki enn sönnuð. Svipuð er afstaða Schjelderups til reimleika bundna við ákveðna staði, poltergeist, sem Vilmundur Jónsson hef- ur nefnt skarkára, smbr. Hjaltastaða- fjandann. Þegar rækileg rannsókn hefur farið fram á þessum fyrirbærum, hefur jafnan komið í Ijós, að ýmist hafa þar verið brögð í tafli eða a.m.k. hefur ekki tekizt að sanna þau ótvírætt. Dæmi þessa er draugagangurinn á Borley-prestsetr- inu í Englandi á 3. og 4. tug þessarar ald- ar. Brezka sálarrannsóknarfélagið beitti sér fyrir nákvæmri rannsókn í þessu máli og við hana kom í ljós, að draugagangur þessi hafði verið settur á svið af ýmsum mönnum, m.a. leikur rökstuddur grunur á því, að kunnur áhugamaður um dul- ræn fyrirbæri, Harry Price, sem rann- sakaði mest og lengst fyrirbærin á prest- setrinu, hafi sjálfur búið til „lokasönnun- ina“ fyrir sannleiksgildi reimleikanna. lilvist fyrirbæra af þessu tagi telur tíchjelderup ekki enn sannaóa. ÍÍ vað veldur því, að margt fólk fæst til þess að leggja trúnað á voiur og önn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.