Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 4
einum væri ætlað, sem aJdred hefði gist láglendið. Rósin undraðist alla þessa fegurð og dýrð, sem við henni blasti. Þannig liðu sólbjartir sumardagarnir hver af öðruin. Rósin breiddi úr blöð- uim sínum hvern morgun, hlustaði á fuglasönginn og horfði út á hina ljóm- andi náttúrumynd er við blasti. Morgun nokkurn, þegar gamla kon- an fór að huga að rósinni, sá hún að eitt blað hafði fallið í gluggakistuna, og þá vissi hún að dagar rósarinnar myndu ekki verða margir upp frá því, og stöðugt hélt blöðunuim áfram að fjölga í gluggakistunni, og rósin missti lit sinn og ljóma, og hún angaði ekki lengur. Loks einn morgun var ekkert blað eftir, aðeins stöngullinn, sem að vísu var grænn, og nokkur líflaus blöð lágu límd við hann. Hún tók þá stöngulinn úr krukkunni og bar hann út í sólina fyrir utan glugg- ann; þar gróf hún hann í moldina. Dagar og vikur liðu, þá sá hún fyrsta vísinn, ljósgrænan, í hýði sínu og brosti við, því hún vissi, að rósin myndi aldrei deyja. M ánuðir liðu og sífellt fjölgaði laufsprotunum; árin liðu og gamla kon- an var nú orðin mjög hrum, rósarkvist- urinn var nú orðinn að dálitlum runna, og hún fylgdist sífellt með ungum kvist- unum, sem teygðu sig upp í sólarljósið. „Skyldi runninn ekki bera rós í ár?" hvíslaði hún, því enn hafði runninn ekki borið neina rós. Svo var það einn dag, yndislegan og bjartan, slíkan seim þann, er hún farin rósina í skorningnum við veginn, að hún fór út að athuga runnann og fann þá rósarknapp, rauðan og angandi, fal- inn í blaðskrúðinu. „Þvílík angan", sagði hún og settist á bekk, sem stóð við runnann. Og hún sofnaði vært og hana dreymdi að hún væri orðin ung aftur heima í fjalladalnum og gengi um blómstrandi fjallabrekkurnaír. Sá hún þá allt í einu yndisfagra rauða rós og þekkti þá rós- ina sína rauðu, beygði sig niður að henni qg snerti með vörunum silkimjúk blöðin. En hún vaknaði ekki aftur í þessum heimi gamla konan; hún vakn- aði í heimi, þar sem blómin aldrei fölna. Blítt bros lék um varir hennar, þegar komið var að henni þarna á bekknum; það var nágrannakona, sem kom þar við um kvöldið á leið sinni frá þorpinu. Gamla konan var flutt á hestvagni af tveim mönnum til graftrunar í kirkju- garði sveitarinnar, fuglarnir sungu dýr- lega í trjánum við grafreit hennar, og blómin ilmuðu unaðslega og drúptu kollum sínum af söknuði. En rósarrunninn við hús gömlu kon- unnar hélt áfram að bera rósir, rauðar og fagrar, hvert sumar, sem ilmuðu langa vegu. FjallagTÓðurinn vafði gamla húsið hennar örmum, mosi og lyng smeygðu sér inn um glugga og gættir, og ungur va^humall skaut upp kollinum undan hurðinni, sóldögg og fjalldrapi hneigðu saman kolla sína, lambagras og mel- gresi, ásamt margkyns öðrum grosuxn og blómum ófu marglitan glitvefnað ilm andi gróðurs, þar sem spor hennar lágu Og árin liðu. Rósarunninn var ortSmn geysistór, þakinn rauðum yndislegum rósum. En þorpið, sem gaimJa konan fór til forðum að selja eggin sín, var orðið að bæ, sem sífellt stækkaði. Ráðaimenn bæjarins komu auga á þennan indæla reit, þar sem hús gömlu konunnar stóð; ilmur rósanna hafði borizt til þeirra, og ákváðu þeir, að þar skyldi verða skrúð- garður. En rósarunninn skyldi fá að standa óhreyfður. Enginn hafði litið fegurri rósir né fundið unaðslegri ilm, og rós- in fékk heitið Eilífðarrós, því sérhver kvistur hennar bar blóm, og ekkert gat heft vöxt hennar. SVIPMYND Framhald af bls. 2. með fangamarki sínu, notar ávallt háls- bindi úr silki, og gengur í síðum, ein- hnepptum jökkum. En undir þessu ytra skarti, sem er að margra dómi yfirdrif- ið, er enn eftir margt úr landnemanum. Johnson getur verið mjög hrjúfur og ruddalegur, þegar því er að skipta, og hann hefur ýmsar skrýtilegar persónu- legar venjur — t.d. hefur hann tilhneig- ingu til að kippa upp skyrtunni meðan hann situr við veizluborð og klóra sér á maganum þungt hugsi, en sennilega gætir hann sín framvegis í forsetaveizl- um. En megineinkenni landnemans í Johnson er hin eirðarlausa vondirfska, tilfinningin um óbugandi baráttuþrek. Sundlaugin heyrir líka til „stíl" John- sons. Hún er stór, íburðarmikil og hituð allan sólarhringinn árið um kring, svo að Johnson og endalaus straumur gesta hans á búgarðinum geta difið sér i vatiuð hvenær sem verkast vill. í sund- lauginni eru margir símar, svo Johnson getur hringt þó hann sé í vatn- inu, enda hefur hann hreina ástríðu á símtölum. Sérstakur tónlistarútbúnað- ur veldur því að baðgestirnir geta róað taugarnar við rólega musík meðan þeir eru að synda. Meðal baðgesta eru að jafnaði nokkrar fagrar ungar konur. Bak við sundlaugina er bílskúr sem rúmar 11 farartæki. Sundlaugin er í stuttu máli tákn Tex- as, táknið um olíulindirnar og milljón- arana. Þessir Texas-búar, sem Johnson hefur alizt upp með og umgengizt alla ævi, eru harðir og duglegir fjármála- menn, sem leggja ekki annan mæli- kvarða á lífið en fjárhagslegt gengi. Þeir eru alveg lausir við allt sem heitir menning og menntir. Þetta umhverfi á jafnsterk ítök í Johnson eins og land- nemarnir. Hann kann að valda þessum Texas-búum vonbrigðum með afstöðu smni til kynþáttamálsins, en hann veld- ur þeim ekki vonbrigðum með afstöðu sinni til olíumála. A< i ð því er varðar afstöðu til menn- ingar og „stíl" yfirleitt svipar Johnson miklu meir til Harry S. Trumans en Kennedys. Eins og Truman talar hann litríkt hversdagsmál og hefur tilhneig- inju til að sjá margbrotna hluti á ein- faldan, mannlegan hátt. Hann kann illa við sig með hámenntuðum og djúpspök- uir. mönnum og. sú tilfinning er víst gagnkvasm af þeirra hálfu. Helzta mótbáran gegn Johnson, þegar hann reyndi að ná kiöri sem forsetaefni Demókrata 1960, var sú að hann væri „átthagabundinn stjórnmálarnaður", eins og Walter Lippmann kallaði hann. Þang að til hann varð varaforseti Bandaríkj- anna vaæ þekking hans á umheiminum vægast sagt takmörkuð. En á síðustu þremur árum hefur hann sannarlega bætt fyrir fyrra þekkingarleysi sitt í því efni. Hann hefur farið í fjölda opin- berra heimsókna til annarra landa á vegum forsetans og hann hefur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum Bandaríkjastjómiar um utanríkiamál, m.a. hinni afdrifaríku ákvörðun um Kúbu í október 1962. Það gæti orðið fróðlegt að sjá þá hittast, Johnson og Krusjeff, því báðir eru þeir harðir bar- dagamenn og slyngir samningamenn. Það er frægt í Washington og víðar, hve viðkvæmur Johnson er fyrir gagn- rýni, og fara margar sögur af því. Hinn frægi bandaríski blaðamaður Stewart AIsop, segir frá því í grein, sem þessi svipmynd byggist að mestu á, hvernig hann hafði sagt nokkur gagnrýnin orð um hann í blaðagrein. Johnson skamm- aði hann í rúma tvo tíma af frábærri mælsku, tók svo vingjarnlega um axlir hans og fylgdi honum á dyr. Þessi við- Johnson kallaði hann fyrir sig eftir að kvæmni fyrir gagnrýni er mjög alvar- legur veikleiki hjá manni sem setlar að gegna umdeildum störfum forsetans. ? 1 tarfsorka Johnsons^ og framgirni þykja með ólíkindum. „Ég er alltaf í timahraki", sagði hann eitt sinn, „alltaf klukkutíma of seinn og einum dollara of blankur. Þannig hef ég verið alla ævi". Allt frá barnæsku hefur hann verið knúinn áfram af þörfinni fyrir velgengni. „Pabbi var vanur að vekja mig í dögun", sagði hann öðru sinni, „toga í löppina á mér og segja „Lyndon, alllr strákarnir í bænum eru klukku- tíma á undan þér." " Alla ævi síðan hefur hann verið að reyna að ná þeim. Þessi sífellda við- leitni átti án efa sirm stóra þátt í hinni alvarlegu kransæðastiflu sem hanm fékk sumarið 1955. Síðan þá hefur hann reynt að hægja á sér og hvíla sig meir en áð- ur, en það gengxir misjafnlega. Hins vegar er hjartatruflunin algerlega lækn- uð, enda steinhætti Johnson að reykja, en hafði áður reykt þrjá pakka af vindiingum á dag. Lyndon Johnson er mjög stoltur maður, en þessu stolti fylgir furðuleg hégómagirnd, sem meðal annars birtist í barnalegri ánægju hans af fanga- marki sínu: hann hefur klínt því á allt, sem nöfnum tjáir að nefna: konu sína og báðar dætur (Lady Bird Johnson, Linda Bird Johnson og Lucy Baines Johnson), búgarð sinn, útvarps- og sjón- varpsfélag og jafnvel hundinn sinn, Little Beagle Johnson). Johnson er gæddur miklum persónu- töfrum og á fáa raunverulega óvini með- al stjórnmálamanna. Hann er góður sögumaður, fyndinn og skemmtilegur, og frábær eftirherma. Bezt þykir hann herma efitir stjórnmálamönnum, sem hann hefur litlar eða engar mætur á. En meginleyndardómurinn við persónu- töfra hans er einhver hjartahlý og drengjaleg lífsgleði. Eins og aðrir áhrifa miklir stjórnmálamenn — t.d. Theodore Roosevelt og Winston Ohurchill — hefur hann aldrei náð að verða algerlega full- orðinn. „Ég veit ekki fullkomlega, hvers vegna það er þannig," hefur gamall vin- ur Johnsons sagt, „en hvað sem Lyndon virkilega langar í, fær hann á endan- um." Sá hæfileiki er vitaskuld mikils- verður fyrir forseta Bandaríkjanna. Leibrétting í GREINUM séra Sigurjóns Guðjóns- sonar um uppruna nokkurra sígildra jólasálma slæddust inn nokkrar leiðar prentvillur, sem m. a. stöfuðu af ógreini legu handriti, og er höfundur beðinn velvirðingar á þeim. í fyrri greininni (31. des. 1963) er I þriðja dálki brot úr þýzkum sálmi, og áttu tvær fyrstu ljóðlínur að hljóða svo:„In dulci jubilo/nun singet und seid froh!". í fjórða dálki átti upphaf sálmsins ..Heiðra skulum vér Herrann Krist" að vera:„ Gelobet seist du Jesu Christ". I áttunda dálki átti upphaf sálmsins „Sjá, morgunstjarnan blikar blíð" að vera: „Wie schön leuchtet der Morgen- &tern". í seinni greininni (12. jan. 1964) átti að standa Sanssouci í öðrum dálki. I þriðja dálki átti á tveimur stöðum að standa Tönder. í sjötta dálki átti að standa „Vinter- parten", nafnið á sálmabók Kingos, og loks átti 12. lína í þýðingu séra Sigur- jóns á „Stilie Nacht, heilige Nacht" að hljóða svo: „gleðirík, vermandi engilsins orð___" Pilagrímsferð Framhald af bls. 9. Eitt þessara deilumála snerti það atriði, hver ætti að hafa rétt til að þvo efstu gluggana norðanmegin á fæð- ingarkirkjunni sem vita út að Fransisk- usarklaustrinu. Fransiskusarmunkar áskildu sér rétt til að koma utan frá og hreinsa þá árlega, fyrir jól. Grikkir heimtuðu rétt- inn til að koma innan frá og hreinsa þá. Venjulega lauk þessu þannig, að lögreglan sá um hreinsunina — utan frá, enda þótt í fyrra kæmi til átaka miUi Fransiskusarnnxnkanna og lögregl- unnar, með þeim árangri, að glugg- arnir voru óhreinsaðir eftir. Nú hefur orðið samkomulag um, að Grikkir hreinsi gluggana en hafi þá lokaða meðan á hreinsuninni stendur. Grikkir telja, að regnið muni sjá um hreinsunina að utan. Það getur orðið erfitt að meta, hvort þetta samkomulag er afleiðing af hin- um nýja sáttfýsianda í sambandi við heimsókn páfa. En það má að minnsta kosti taka það sem einkennilegan spá- dóm fyrir næstu helgi. (Sunday Times Weekly Review, 5. jan. 1864). 4 LESBÓK MORGUNBI.AÐSINS 2. tölublaö 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.