Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 9
David Leitch: í FOTSPOR PÍLAGRÍMSINS Arfurinn eftir Jóhannes páfa varð sigur eftirmanns hans 1-1 eitasta ósk Jóhannesar heit- i— ins páfa hafði alla tíð ver- fð pílafírímsför fyrir einingu kirkj- unnar. Einhverntíma snemma á ár- inu 1960 nefndi hann þessa hug- mynd sína, svo sem meðal annarra orða, við einn hæstu embættismanna Vatíkansins, en sá taldi hugmyndina ijarri öllu lagi, án þess að þurfa að hugsa sig um. Þetta kom of snemma. Það var sem sé fyrir bylt- inguna í Vatíkaninu, og þá ríkti enn gamli kúríu-andinn. En Jóhannes páfi var klókur, jafn- framt því að vera góður, og því hafði hann síðasta orðið. Hann skildi eftir orðsendingu í innsiglaða trékassanum, sem páfarnir nota, samkvæmt gamalli hefð til að geyma það, sem þeir ánafna eftirmanni sínum. „Farðu pílagrímsför til Jerúsalem og hittu austrænu patrí- arkana'*. Þannig hljóðuðu skilaboðin, sem Giovanni Battista Montini fann bíða sín, eftir að hann hafði verið kos- inn páfi í júnímánuði 1963, og það næstum einróma, og hann var orðinn Þáll VI. Og orðsendingin orkaði á hann sem guðleg opinberun. ' Þannig hljóðar sagan, sem heyra má 1 Rómaborg. Hún hefur gengið manna milli í Vatkaninu, þó ef til vill í ein- hverri hátíðlegri mynd, óg mér var hún sögð í Jerúsalem. Næstum allar sögur, sem ganga manna milli um páf- ana eru skáldsögur, þó að á vissan hátt sé að marka þær, eins og þjóð- sögur, sem spretta upp svo að segja af sjálfum sér. Vissulega hefur orðið bylting innan koparhurðanna á Péturs- ikirkjunni, en hún gaus bara ekki upp á einni morgunstund og af sjálfri sér. Það að koma Páli páfa til Jerúsalem kostaði Jóhannes páfa vandlegan og Iklóklegan undirbúning — og einnig þá, sem fylgdu honum að málum. Og marg- ir í Vatíkaninu eru þeirrar skoðunar, að þetta hafi breytt viðhorfi kirkjunnar og kunni að breyta páfanum sjálfum. I vissum skilningi hófst undirbún- ingurinn undir þetta fyrir tæpum fjór- um árum, þegar páfinn boðaði til kirkjuþingsins. Þegar það þing hóf setu sína árið 1962 virtust flestum áhorfend- um og mörgum þátttakendum litlar horfur á neinu byltingarkenndu frum- kvæði af hálfu kirkjunnar. Höfðingjar kirkjunnar höfðu ekki komið saman allir síðan 1870, og það kostaði átta vikna karp, sem stundum var harð- skeytt, en oftast leiðinlegt, að venjast • svona samveru, sem þeim var svo ótöm. Margir þátttakendur eru á einu máli um, að undir lokin hafi þetta ver- ið farið að taka á sig einhverja óljósa mynd, og einn áhorfandi lýsti þvi þannig, að það hafi varið „eins og að að sjá marga kaþólska menn saman, sem voru svo vonlaust sundurþykkir og fundu ekkert sameiginlegt með sér, en komust að lokum að þeirri niður- stöðu, að þeir höfðu talsvert margt hver við annan að segja. Líklega hefur það fært þá saman að borða svo margar máltíðir við sama borð“. Og, eins og hann sagði, þá tóku þeir að koma auga á þarfir kirkjunnar t. d. í Suðúr-Ameríku (þar sem þriðjungur allra kaþólskra manna á heima) jafnt og í Suður-Ítalíu, og í Astralíu jafnt og í Vietnam. Og hvað kaþólskur mað- ur frá Jefferson City í Bandaríkjunum var að gera, við hliðina á öðrum frá Þebu í Egyptalandi. Eftir næstum heils árs umhugsunar- tíma um það, sem þeir höfðu lært, streymdu nú feðurnir aftur til Rómar, til nýrrar þingsetu, og auðvitað til nýs páfa. Amerískur áhorfandi lét svo um mælt: „Ég var ekki viss um, hvort þetta mundi verða til góðs eða ekki. Montini kardínáli var augsýnilega stór- gáfaður maður, og ágætis páfi, en þó var maður ekki viss. Hann hafði orð á sér fyrir að vera frjálslyndur, en eftir að hafa unnið í fimmtán ár hjá Píusi páfa XTI, virtist hann vera orðinn líkur honum — einhvernveginn hlédrægur". E innig héldu sumir, að hann hefði ekkert skopskyn, og þetta var sérstak- lega áberandi eftir hin'a gamansömu skrafhreifni Jóhannesar páfa. En þrátt fyrir óumflýjanlega hlédrægni og efa- semdir gengu störf þingsins vel. Hinir gömlu íhaldsmenn í kúríunni — sem svara alveg til kaldranalegu stríðsmann- anna í Pentagon — voru áberandi miklu meira til viðtals en árinu áður, en per- sóna Páls páfa virtist orðin æ fyrir- ferðarmeiri. „Jóhannes páfi var alltaf að tala sjálfur, en þessi maður hlustar bara og man allt, sem hann er spurður um“, var almennt orðatiltæki um nýja páfann. „Hann situr þarna bara og seg- ir: „Ég skil“, og menn, sem í fyrstunni höfðu eitthvað efazt um áhuga hans á þingmálunum, tóku nú að muna eftir ýmsu öðru í sambandi við hann.“ Jesúíti einn, sem er sérfræðingur 1 austurlenzkum fræðum, mundi eftir einu atviki, árið 1956, rétt eftir að hann varð erkibiskup í Mílanó — hann var þá enn ekki orðinn kardínáli þótt menn hefðu tilhneigingu til að ávarpa hann þannig. Þessi maður mundi eftir því, að hann gerði fimm klerkum ensku kirkjunnar hálfsmánaðar heimboð, til þess að fræðast um kirkju þeirra. Þeir léku fyrir hann hljómplötur með ensk- um messum, og hann tók vandlega eftir öllu en sagði ekkert. Árið 1956 var þetta djarflegt tiltæki, sem vel hefði getað kostað hann páfadóminn. Eftir því sem á þingið leið, vann Montini bak við tjöldin, og notaði þau tæki, sem Jóhannes hafði eftirlátið hon um. Hið áhrifamesta þeirra hefur senni- lega verið Kristna sameiningarráðið undir forustu jesúítakardínálans August- ins Bea, sem þó ekki lætur mikið yfir sér, því að dyrnar að því eru á strætis- vagnabiðstöð og fyllast oft af bíðandi farþegum. En samt hefur þessi stofn- un orðið höfuðstöð sameiningarstefnunn- ar. Flestir starfsmenn Bea eru útlendir klerkar, svo sem Monsignor Wille- brandts, hinn mjög nýtízkulegi hol- lenzkí klerkur, og fransmað urinn, Faðir Pierre Duprey, sem átti fljótlega eftir að koma við fréttir. Onnur samkoma þingsins leið að lokum og flestir klerkarnir voru farnir • að hugsa til jólanna, hinna vanræktu safnaða sinna og loftferðarinnar heim. Þeim var fenginn í hendur textinn að lokaræðu páfans, sem þó vantaði á sið- asta blaðið, og margir þeirra voru orðnir óþolinmóðir, þegar þassi drama- tíska tilkynning um pílagrímsförina kom. Glaðleg og næstum samhljóða viðbrögð þeirra sýndu bezt, hve mjög hinu nýja viðhorfi kirkjunnar hafði orðið ágengt. Og einn áhorfandi segir, að ýmsir aust- rænir þátttakendur „hafi ljómað eins og kertaljós, af gleði“. Þetta leyndarmál Vatíkansins hafði verið vandlegar geymt en dæmi voru til, nema hvað ein- um eða tveim austrænum þátttakend- um hafði verið trúað fyrir því fyrir fram og höfðu allan morguninn verið að faðmast af gleði, meðan þeir biðu eftir tilkynningunni. Nú var endurnýjunin í fullum gangi. Kirkjuhöfðingjarnir höfðu svo lengi verið þrælbundnir reglum Vatíkansins, að hirðisferðalög Jóhannesar páfa um Rómaborg höfðu verið lögð út af íhalds sömum Rómverjum sem tilraunir til að láta á sér bera. Loksins ákvað ’hann að hætta sér lengra út fyrir landamærin og fór píla- grímsför til Loreto, sem einn maður ensku kirkjunnar sagði um: „Hversu táknrænt í sambandi við hið byltingar- kennda tiltæki að fara út fyrir Róma- borg og velja. þá sem ákvörðunarstað svið illræmdrar, kaþólskrar hjátrúar“. En stjórn sameiningarráðsins var þegar tekin til starfa, og Faðir Duprey flaug til Istanbul, til að tala við Aþena- goras, yfirmcLnn kirkjunnar í Konst- antínópel, sem er andlegur leiðtogi 150 milljóna grisk-orþódoxra manna (enda þótt hann fari ekki formlega með æðstu völd). Einhver fjandsamlegur einingunni bar út þá sögu, að tilgangurinn með ferðalagi Dupreys væri sá að telja Aþenagoras af því að heimsækja Jerúsa- lem. En brátt sannaðist, að þetta var ranghermi og Vatíkanið tók þessari skemmdarstarfsemi við framgang máls- ins með nýstárlegri mildi. Líklega hefði Jóhannes páfi í þessu sambandi talað um „raddir hins illa“, en Eining- arráðið lét aðeins svo um mælt, að alltaf yrðu til svartsýnismenn. J afnvel talsmátinn er orðinn breyttur og nú heyrist sjaldan nefnt „kommúnískt guðleysi", en oftar talað um nýja ógnun við kirkjuna sem sé ,.kæruleysi“. Og eftir að sameiningar- stefnan komst til valda er uppáhalds orðið yfir þetta „alkristni". Þetta orð kom síðast fyrir í orðasafni kirkjunnar, seint á þriðjá tug aldarinnar, eftir tvö kirkjuþing — hin fyrstu, sem haldin voru — með mótmælendum og grisk- orþódoxum. Þá var það sem Píus páfi XI ritaði umburðarbréf sitt um „Alkristni", sem síðustu viðbót við skrána yfir villutrúarkenningar. Aþenagoras patríarki hefur einnig orðið að búa við samskonar spennu í liði sínu. Gríska kirkjan, sem er íhalds- sömust allra grísk-orþodoxra kirkna, beit ir sér gegn fundinum við páfann (enda þótt hún hafi nauðug samþykkt tilraun- ir til sátta milli grísk-orþódoxra og rómversk-kaþólskra). Aþenagoras patríarki bað í síðustu viku tvo biskupa frá Grikklandi að slást í för með sér til Landsins helga, en erkibiskup þeirra bannaði förina. 1 Jerúsalem í vikunni sem leið voru himintunglin hagstæð, með stjörnu- merki Orions lágt í austri og skærar og blikandi stjörnur yfir borginni helgu. Undir þessum dýrlega himni sættust prestar kaþólskra og orþódoxra við fæðingarkirkjuna í Betleliem varð- andi ýmis gömul deilumál. Framh. á bls. 4. 2. tölublað 1964. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.