Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 6
ur slfk fyrirbæri, þrátt fyrir veikan sann- ana grundvöll? spyr Schjelderup. „Hvað veldur því, að fólk sér vofur? Afturganga getur nefnilega verið nógu raunsönn sem huglæg reynsla" (bls. 169). Af því, sem villt getur um fyrir mönnum, má nefna prett’ miðla eða þeirra, sem setja vitandi eða óvitandi fyrirbæri þessi á svið. Af brögðum sjónhverfingamanna má tals- vert læra um það, hvernig hægt er að villa um fyrir áhorfendum á einfaldan hátt. Dæmi er þess, að slyngur sjón- hverfingamaður (Davey) setti á svið fyr- irbæri á falsmiðilsfundum, með þeim ár- angri, að ýmsir andahyggjumenn, sem viðstaddir voru, fengust ekki til að trúa öðru en að hér væri um yfirnáttúrleg fyrirbæri að ræða, jafnvel eftir að þeim hafði verið sagt hið sanna. Hjátrú, og trú, sterk sannfæring um að fyrirbæri þessi gerist, skökk eftirtekt, eftirvænt- ing, sefjun off hópsefjun, ómeðvitaðar sálflækjur, hæfi dulvitundarinnar til þess að geta í eyður og færa í sögubún- ing f jölþættan ímyndanaheim á örskömm um tíma og síðast en ekki sízt, vond at- hugunarskilyrði — allt þetta getur vald- ið misskynjuniun og glapsýnum. Og við bætist svo rangminni. A.hugi rannsóknarmanna hefur í seinni tíð einkum beinzt að dulskynjun- um (extrasensory perception, skammstaf að ESP). Helztu tegundir dulskynjana eru fjarhrif (télépathie), vitneskja um það, sem gerist í huga annars manns; fjarskynjun eða skyggni (clairvoyance) er dulskynjun hluta eða atburða; þegar maður skynjar eða verður áskynja um ókomna atburði, er talað um forspá eða framsýni (précognition), en um fortíðar- skynjun (rétrocognition), þegar um er að ræða hliðstæða vitneskju um liðna at- burði. Þessi ESP-fyrirbæri eru þá ýmist fólgin í beinu hugarsambandi manna milli eða öllu heldur sambandi, sem ekki er unnt að rekja til venjulegrar skynjunar, eða í vitneskju um hluti og atburði, fjarlægja í rúmi og/eða tíma, sem fyrir virðist girt, að maðurinn hafi getað aflað 9ér með „eðlilegum" hættL ESP-fyrirbæri geta gerzt í venjulegri vöku, í draumi eða í annarlegu ástandi, svo sem í dáleiðslu eða í miðilsástandi. Þau gerast að mestu í dulvitund eða hjá- vitund manna, og geta þeir enga grein gert sér fyrir þvi, hvernig þeim berst þessi vitneskja. Schjelderup rekur ýmis 'dæmi um sýnir og vitranir. Vísindalegt sannana- gildi þeirra er lítið, einkum þegar þær hafa gerzt fyrir löngu eða þegar frá- sögnin um þær er skráð löngu eftir á. Margt gengst í minni og frásögn, og elztu dæmin eru oftast ævintýralegust. Jafnvel þeir fyrirburðir, sem vottfestir eru og skráðir skömmu eftir að þeir gerðust, eru „ekki nógu traustur vísinda legur grundvöllur fyrir jafnbyltinga- kennda skoðun og tilgátuna um „ESP“ (bls. 189). En samt eru nokkrir atburð- anna svo furðulegir, að torvelt er að skýra þá með eðlilegum hætti, svo sem sýn Larkins 1918. Niðurstaða höf. er þó sú, að þáttur yfirskilvitlegrar skynj- unp - i þessum sjálfkvæmu (spontan) fyrirbærum, sé ekki ótvírætt sannaður. ]\f aSst ræðir Schjelderup miðils- ástand og dulskynjamr. Miðilsástand er bæði frábrugðið venjulegum svefni og dáleiðslu og einkennist mjög af per- sónuklofningi. Stjórnandi eða „andar“ nota miðilinn sem málpípu sína, stund- um er sami stjórnandinn árum saman og er furðuheilsteyptur persónuleiki og sjálfum sér samkvæmur. Frægust allra hugmiðla er frú Piper, og stjórnandi hennar var í mörg ár persónugerving- ur, sem nefndi sig dr. Phinuit. Kvaðst hann hafa verið franskur læknix snernma á fyrra hluta 19. aldar í lifanda lífi. Ekki mælti dr. Phinuit samt á franska tungu, þekking hans í læknisfræði var nær engin og ekki tókst að grafa upp neinn fianskan lækni með þessu nafni, þrátt fyrir mikla eftingrennslan. Maður, sem gengur undir gerviheitinu G. Pelham og andaðist 1892, kom skömmu síðar fram á miðilsfundi hjá frú Pipær og hélt hann því áfram í mörg ár. Notaði hann yfir- leitt ósjálfráða skrift frú Pipers meðan liún var í miðilsástandi. G.P. kom fram sem furðu fastmótaður og samkvæmur persónuleiki. Á fundunum kom fram sægur þekkingaratriða, sem hún hefur ekki getað aflað sér fyrirfram með eðlilegu móti. Er þess kostur að skýra þessa vitneskju með þekktum sálfræði- iögmálum, t.d. að frú Piper hafi aflað sér hennar á fundunum með því að hagnýta sér á undraverðan hátt svo kallaðar „örsmáar vísbendingar“ við- staddra eða veitt upp úr þeim þes9a vit- neskju? Sumir „huglesarar" hafa þenn- an hæfileika í ríkum mæli, bregst þeim varla að finna t.d. hlut, sem falinn er í sama eða jafnvel í öðru herbergi, svo frnmarlega sem einhver inni veit, hvar hann er. En þessi tilgáta skýrir ekki allt. Hvernig fóru stjómendur frú Pipers að afla sér vitneskju um það, sem hvorki rainnsóknarmjaðurinn né nokkur annar viðstaddur hafði hugmynd um? En það er staðreynd, að á miðils- fundum geta slíkar upplýsinga.r komið fram. Hljótum við þá ekki að viður- kenna dulræna gáfu miðilsins? Ekki óhjákvæmilega. Við varðveitum með okkur miklu meira af fyrri reynslu okkar en við erum okkur vitandi um Þessi dulvitaða vitneskja getur svo birzt í ómeðvituðum og ósjálfráðum hreyf- ingum eða á annan hátt, og vera kann, að miðillinn skynji þær og túlki rétt. Þessum möguleika verður að gera ráð íyrir, en höf. telur þó, að ekki verði komizt hjá tilgátunni um, að sumir hug- miðlar séu gæddir ESP-hæfileika (smbr svo nefnd víxlskeyti). Stundum er þessi vitneskja, eftir því sem séð verður „ut- an takmarka þess, sem nokkur lifandi vera getur vitað á .þeim tíma, sem mið- ilsboðin koma fram“. (bls. 211). O chjelderup rekúr svo helztu' skýringartilraunir, sem fram hafa kom- ið: Spíritíska tilgátan er sú, að þeir, sem tala um miðilinn, séu það, sem þeir segjast vera: — framliðnir menn, sem með nokkrum hætti hafa lifað af þá breytingu, er við köllum dauða. Ýmsir vísindamenn í fremstu röð hafa talið, að tilgáta þessi komi bezt heim við staðreyndir. „Það er sannarlega engin ástæða til að ræða um hina spíritísku skýringu með þeirri háðslegu lítisvirðingu, sem algeng er hjá vísindamönnum og öðrum, sem yfirleitt þekkja ekkert til þeirrar reyn- slu, sem byggt er á‘ (bls. 213). En allt um það telur höf. svo mikla agnúa vera á þessari skýripgu og hún hafa í för með sér slíka gerbreytingu á vís- indalegum skilningi á manneðlinu, að hann hvetur til ýtrustu varfærni. Harla örðugt er á núverandi stigi þekkingar í sálarfræði og læknisfræði að gera ráð fyrir, „að til sé minni, hugsun og persónuleiki án lifandi heila“ (bls. 214). Auk þess mæla ýmsar staðreyndir gegn þessari tilgátu: Þegar vel er að gáð, eru ýmsar gloppur í þekkingu og skap- gerð p>ersónanna, sem fram koma á miðilsfundum, svo að bágt er að trúa því, að þær séu það, sem þær segjast vera. Siðferðilegur veikleiki virðist yfirleitt einkenna stjórnendurna; „Þeir viðhafa tvöfeldni, þeir segja eitt og annað, og þegar það kemur ekki heim, snúa þeir sig út úr því aftur“ (bls. 215). Loks á tilbúið fólk og lifandi fólk það til að koríia fram á miðils- fundum sem andar á sama eða svipað- an hátt og látnir menn. Af öllu þessu liggur beinna við að ætla, að þær per- só.iur, sem korna fram á miðilsfundum, séu persónuklofningar eða hugarfóstur miðilsins sjál'fs. En eftir sem áður er ósvarað þeirri spurningu, hvaðan mið- illinn fái vitneskju 9em ekki er unnt að rekja til skynjana eða minninga hans sjálfs. Er það vegna hughrifa frá þátt- takendum á fundinum? Tilgáta um ein- falt samband milli miðils og fundar- manna er ekki heldur fullnægjandi, því að eins og áður er sagt, kemur stundum fram vitneskja, sem engir, hvort sem þeir eru nær eða fjær, virðast geta haft hugmynd um. Sú tilgáta hefur því komið fram, að miðillinn væri ekki að- eins í sambandi við lifandi menn, held- ur einnig frapiliðna. Við þá fæst þó ekki beint samband um miðlana. Stjórn- endur og sambandsverurnar eru per- sónuklofningar miðilsins sjálfs og geta veitt viðtöku fjarhrifum bæði frá lif- andi mönnum og látnum. Þetta er hin svo nefnda nýspírítiska tilgáta eða kenn im En að dómi Schjelderups hefur ekk ert enn komið fraim á miðilsfundum, jafnvel ekki í víxlskeytunum, sem sé ótvíræð sönnun annars lífs, því að þau geta sannanlega átt sér stað milli lifandi manna. Mögulegt er, að túlka öll miðils- fyrirbæri „án þess að gera ráð fyrir nokkrum áhrifum framliðinna á miðl- ana. En raunar verður þá að teygja liarla vítt þá tiigátu, að unnt sé að öðl- ast þekkingu með hjálp ESP“ (bls. 224). En þeir ESP-hæfileikar, sem við verðum þá að eigna lifandi fólki til þess að skýra miðilsfyrirbærin, virðast næstum því eins ótrúlegir og fjarhrif frá látnu fólki. Hér er ekki auðveldra kosta völ. „Samt hljótum við að leita raka í þessa ■átt. Vísindin geta ekki leitað skýringa lijá hinum látnu, fyrr en við vitum miklu meira um möguleika og takmark- anir ESP hjá þeim, sem lifa“ (bls. 224). Og aðalleiðin til þess að auka þokkingu okkar í þessu efni eru dularsálfræði- legar tilraunir. Nýtt tímabil hefst í vísindalegum rannsóknum á dulskynjunum, þegar J.B. Rhine stofnaði til tilrauna sinna í Duke-háskólanum í Bandaríkjunum um 1930. Notar hann einkum spilagetraun- ir. A hvert spil er prentuð mynd, alls eru myndirnar 5, og í hverjum pakka eru .25 spil, 5 af hverri gerð. Líkur þess að gizika á rétt spil eru því 1:5. Rhine endurbætti smám saman tilraunaskil- yrðin, skildi að sendanda og getrauna- manninn, svo að þeir gátu ekkert sam- band haft sín á milli. Þegar fjöldi manna hafði verið prófaður, kom í ljós, að sumir þeirra gátu miklu oftar upp á hinu rétta, en ef tilviljun ein hefði ráðið. Snjallasti maðurinn, Pearce, gat rétt til 8,7 sinnum á hver 25 spil, við endiurteknar tilraunir (alls 750 tilgát- ur). Líkindi á því að honum tækist þetta af. tilviljun er samkvæmt venju- iegum líkindareikningi 1020 eða einn á móti hundrað milljónum milljóna milljóna (bls. 234). Mest sönnunargildi fyrir tilvist ESP-hæfileika eru fjölmarg ar tiiraunir á sama einstakling við trygg tilraunaskilyrði. Þeir, sem til lengdar geta miklu oftar en vera á upp á réttu spili, hafa ótvíræða ESP-hæfileika, en þeir eru því miður álíka sjaldgæfir og úrvalsmiðlar, og er þetta m.a. mikil hindrun í vegi ESP-tilrauna. Skekkjur geta ekki einungis stafað af ótryggilegum tilraunaskilyrðum, heldur einnig af tölfræðilegri úr- vinnslu og útreikningum. Deila hefur staðið um, hvort réttmætt sé að nota líkindareikning við tilraunir sem þess- ar. Mögulegt er, „að sú hending, sem ræður úrslitum í ESP-tilraunum, sé einhvers konar tölfræðileg rökskekkja, án nokkurs sálfræðilegs gildis“ (bls. 236). En skoðun flestra stærðfræðinga er þó sú, að líkindareikningsaðferðin sé vel nothæf við þessar rannsóknir, þeg- ar varúðar er gætt. Svipaðar tilraunir hafa síðan verið gerðar í ýmsum löndum af þjálfuðum og vel menntuðum rannsóknarmönn- um, svo sem enska stærð- og eðlisíræð- ingnum S. G. Soal, Tyrrell o. fl. Hafa þær í öllum verulegum atriðum stað- fest niðurstöður Rhines og ýmislegt skýrzt betur. Fjarlægðin milli sendanda og viðtakanda virðist ekki draga úr hughrifum, a. m. k. ef hún er ekki meiri en 200 enskar mílur. Þessar tíl— raunir benda ákveðið til þess, að rnenn geti orðið áskynja um óorðna atburðL svo ótrúlegt sem það þó er, og sumar tiiraunir Rhines vekja jafnvel þann grun, að menn geti með hugsun sinni haft áhrif á teningakast eða að menn gfcti með hugaráhrifum einum orkað 4 hreyfingu hluta (hugmegin). Fullgiid sönnun á hugmagni á sór enn langt 1 land, en ef þessi tilgáta reynist hafa við sterk vísindaleg rök að styðjast, verður að taka til endurskoðunar vanda málið um dulræn efnisfyrirbæri. .Schjelderup telur, að meiri hluti nútíma sálfræðinga berji höfðinu við steininn og neiti að viðurkenna raun- hæf sönnunargögn um staðreyndir, af því að þær falla ekki inn í venjubundið hugmyndakerfi fræðigreinar þeirra. Líkir hann þeim við andstæðinga Galileis, sem „neituðu að horfa í sjón- auika hans til þess að verða ekki vitni að þeirri hneykslanlegu sjón, sem hafði ekki rétt til að vera til samkvæmt opin- berlega viðurkenndum vísindum þeirra tíma“ (bls. 246). Því má þó ekki gteyma, að hér er um mjög byltmga- kenndar tilgátur að ræða, eins og höf. er mætavel ljóst, svo að fylista þörf er á mikilli varfærni. Mönnum hefur aldrei verið ljósara en nú mikilvægi rannsókna í dularsálfræði, og hafa þær þegar hlotið „opinbera" viðurkenningu. ESP-fyrirbæri eru viðurkennt rann- sóknarsvið í fjölmörgum háskólum vest- an hafs Og austan og að því er virðist einnig í Rússlandi. Háskólarnir í Lond- on, Oxford og Cambridge hafa tekið gildar doktorsritgerðir, sem fjalla um dularsálfræðileg efni. Prófessorsem- bætti í dularsálfræði eru fyrir víst við Dukeháskólann í Bandaríikjunum. í Utrecht í Hollandi og í Freiburg í Þýzka landi og ef til vill víðar. Um þrír ara- tugir eru liðnir síðan Sorbonneháskól- inn viðurkenndi ESP-fyrirbæri sem vís- indalegt rannsóknarsvið. Þessa ber að geta, þegar talað er um fordóma sál- fræðinga, sem ég vil þó engan veginn gera lítið úr. I niðurlagi bókar sinnar leggur Sohjelderup áherzlu á, að sálarfræðin sé nú á vegamótum. Honum virðist til- gátan um tilvist ESP hafin yfir allan rökstuddan efa. „Með áður óþekktum hætti — án hjálpar skilningarvitanna — getur fólk komizt í samband hvað við annað og við ytri atburði og hluti." (bls. 253). En þetta þýðir það, að stað- reyndir þessar stangast á við núgildandi kenningu um samband sálarlífs og heila, sem studd er ótölulegum staðreyndum: ......sálarlífið er nákomið gerð heil- ans, starfi heilans og efnaskiptum heil- ans. Sálarlíf og heilastarfsemi er ekki unnt að hugsa sér hvað án annars. Hér eru tvær hliðar sama fyrirbæris. Allt sálarlíf er rígbundið heilanum" (bls. 253). Allt veltur á því, hvort tilvist dular- sálfræðilegra fyrirbæra sannast ótví- rætt, eða hvort þau reynast blekking ein. Úr því fæst ekki skorið nema með meiri, nákvæmari og víðtækari rann- sóknum. A meðan þær leiða ekki eða að svo miklu leyti sem þær leiða ekki til ótvíræðrar niðurstöðu, verðum við að fresta því að taka ákveðna afstöðu til málsins. Ég hef áður ritað um þetta: „Ef tilvist þessara fyrirbæra sannast ör- ugglega og skýring finnst á því, með hvaða hætti þau gerast, opnast ný sjón- armið, sem munu gerbreyta skilningi manna á eðli sálarlífsins, á sambandi sálar og heila, og verða hinn mikilvæg- asti áfangi, sem náðst hefur til þessa í allri hinni löngu og torsóttu viðleitni mannsins til þess að þekkja og skiljá sjálfan sig. Ef tilvist þeirra sannast og nokkur skýring finnst á eðli þeirrar orku, sem bak við þau býr, fæ ég ekki betur séð en hugmyndir sálfræðinga um sálina muni nálgast að ýmsu leyti býsna 6 LESBOK morgunblaðsins 2. tölublað 1964.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.