Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 1
V— Á skíðum yfir Sprengisand fyrir 40 árum Eftir L H. Muller A tilefni af 50 ára afmæli Skíðafélags Reykjavíkur á dögun- um er Lesbókinni ánægja að endur- prenta meðfygjandi frásögn hins kunna og vinsæla brautryðjanda skíðaíþróttarinnar á íslandi, L. H. Miillers, sem er bæði fróðleg og skemmtileg. Frásögnin birtist upp- baflega í „Skírni“ 1926 og vakti þá mikla athygli, enda var hér um að ræða merkilegt framtak fjögurra djarfra og framsýnna skíðakappa. Þær breytingar einar hafa verið gerðar á frásögninni að stafsetningu hefur verið breytt til nútímahorfs. VETURINN 1923 hafði ég ætlað mér að fara á skíðum frá Akureyri suður * Sprengisand til Reykjavíkur, en veðr- átta var þá svo blíð, að ekkert varð úr þeirri róðagerð. Næsta vetur (1924) var og ferðahugur í mér, en veðrafar var heldur tvísýnt og settist ég enn aítur. Loks afréð ég að leggja af stað eftir nýár 1925, því að þá leiz,t mér betur á veðráttuna. Við vorum fjórir í förinry.: Reidar Sörensen skrifstofustjóri, Tryggvi Ein- arsson frá Miðdal, Axel Grímsson tré- smiður og ég. Við lögðum af stað frá Reykjavik 10. marz og fórum á gufuskipinu „íslandi" til Akureyrar. Þangað komum við 14. marz. Þá var þar sólskin og vorbliða, og kom okkur það illa, því að við höfð- um treyst á, að snjóalög væm miikil og ekíðafæri gott norður þar. En nú var þar auð jörð. Steingrímur læknir Matt- híasson hafði ætlað sér að slást með í förina, en hafði svo illar spurnir af færð inni, að hann fór hvergi. Margir menn é Akureyri löttu okkur fararinnar og töldu mörg tormerki á því, að við gæt- um komið henni fram, en við félagar vorum allir hinir þverustu og gáfum engan gaum að slíkum fortölum. Við höfðum búið okkur hið bezta til ferðar- innar og höfðum ekki beyg af neinum farartálma nema — snjóleysi! En hver skyldi efasf um, að nóg væri af snjó uppi á öræfum íslands? Fjöllin krin,g- um Akureyri voru snævi þakin 400 til 500 m. fyrir ofan sjávarflöt. Og áður en við lögðum af stað frá Reykjavík, hafði ég grennslazt eftir, hversu háttað væri um snjóalög á Hellisheiði. Hún var þá öll undir jokulhörðum snjódyngjum, og er hún þó á Suðurlandi og aðeins 320 m. yfir sjávarfleti. Hinsvegar er t.d. fiatneskjan sunnan undir Arnarfelli 500 til 600 m. yfir sjávarmáli og virtist mér því engin hætta á, að við mundum eigi hafa nógan snjó á suðurleiðinni. Við lögðum því af stað frá Akureyri samdægurs sem við komum þangað. Far- angri okkar létum við aka á vagni, en sjálfir vorum við fótgangandi og var förirmi heitið að Saurbæ um kvöldið. Klukkan var orðin 2'/2 e.h., þá er við komumst af stað. Leysing var mikil og varð því færðin þung bæði okkur og hestunum, sem vagninn drógu. Þá er við vorum komnir h. u. b. 15 km. áleiðis frá Akureyri gafst einn hestur- inn upp og urðum við því að- fá nýjan hest léðan á einum bænum. Eftir það héldum við áfram, en ferðin sóttist seint og náðum við ekki háttum að Saurbæ. En séra Gunnar Benediktsson og kona hans klæddust í snatri og véittu okkur hinar ágætustu viðtökur. Þá er við sátum að kvöldverði, gat séra Gunnar þess, ,að einmitt þann dag væru liðin tvö ár síðan Steingrímur læknir Matthíasson hefði gist þar og hefði hann þá ætláð sér að fara á skíð- um suður til Reykjavíkur, en orðið að snúa við eftir nokkra daga vegna snjó- leysis. Þetta þótti okkur kynleg tilvilj- un! Skyldi fara eins fyrir okkur? Séra Gunnar leit þó á málið eins og við. Snjóalög hlytu að vera ærin uppi í ó- byggðum, við gætum haldið fram ferð- inni þeirra hluta vegna. Daginn eftir, sunnudaginn hinn 15. marz, ætluðum við fram að Tjörnum, en þá var 3° hiti, hlákurigning og hvass- viðri mikið af útsuðri. Létum við því fyrirberast þar sem við vorum komnir, enda var ófærðin nú orðin svo mikil, að hvorki menn né hestar hefðu komizt lanigt áleiðis. Við vorum um daginn við kirkju hjá séra Gunnari og var þar fjöldi fólks þrátt fyrir ófærðina. Aðfaranótt mánudagsins gerði frost, og gátum við því lagt af stað um morg- unmn. En með þvi að jörð var auð, urðum við að flytja farangur okkar á 4 hestum, en ganga sjálfir. Séra Gunn- ar hafði átt fullt í fangi með að fá léða hesta handa okkur. Sjálfur hafði hann ekki nógu marga á járnum, en bændur töldu víst að við mundum drepa okkur á suðurferðinni og þóttust stuðla að því, ef þeir lánuðu okkur hesta. En séra Gunnar þekkti allan útbúnað okkar og sagði þeim, að hann mundi hafa siegizt með í förina etf liann hefði haft tima til þess. En af þessu leiddi samt, að við komumst eldri af stað frá Saurbæ fyrr en kl. 1 e.h. Komum við að Tjörnum kL 5j/4, og var okkur tekið þar hið bezta. Þriðjudaginn 17. marz var 3° hiti og útsynmngs rigning, svo að við Urðum að sitja um kyrrt. En um miðvikudags- morguninn voirum við vaktir kl. 5,50 ogi sögð þau tiðindi, að snjóflóð mikið hefði hlaupið yfir Úlfsá, sem er bær í ná- grenni við Tjarnir. Spruttum við þá á fætur og klæddumst skjótlega og héld- um síðan til Úlfsár. Síðustu þrjár vik- ur hafði verið sífelldur ú.tsynningur niðri í byggðum, en áköf snjókoma til fjalla, og nú hafði á einhvern hátt losn- að um snjódyngjurnar. Við vorum milli vonar og ótta, þegar við nálguðumst snjóflóðið. Skyldi fólkið vera lifandi? Flóðið var eins og geysilegt hraun, og var oss torsótt yfir það. En er við kom- um að bænum sáum við að flóðið hafði farið fram hjá bæjarhúsunum, en graf- ið hesthús og fjárhús undir sér. Bónd- in-n og fólk hans var enn þá í fasta svefni, en vaknaði nú við vondan dra-um. Við tókum þegar að grafa niður að hest- húsinu og heppnaðist okkur eftir nokkra stund að bjarga öllum hestunum. Erfið- ara var að eiga við fjárhúsin. Fanndyngj urnar yfir þeim voru miklu dýpri og eft- ir þri-ggja kJukkustunda stritvinnu höfð um við aðeins bjargað einni kind. En nú dreif að múg og margqnenni úr sveitinni og var verkinu haldið áfram þangað til allar kindurnar voru grafnar upp. Þær höfðu verið 34, og voru 13 ein- . ar Jifandi, en hinar dauðar. — FuJl- yrtu menn, áð þetta væri hið mesta snjóflóð, sem hlaupið hefði í Eyjafirði í manna minnum. Var gizkað á, að snjó- dyngjurnar væru um 1V2 milljón kúbik- . metra, og sumstaðar voru þær " m. djúpar. —•* Við höfðum tafizt svo við þetta allt saman, að ekki kom til mála að leggja á fjallið þann dag, þó að veð- ur væri gott. Ég fór nú að hugsa um, að ef til vildi mundi okkur veita örðugt að fá menn til fylgdar við okkur upp á fjallið, því að nú mundu allir hræddir við snjóflóð. Þessi grunur reyndist þó ástæðulaus, því að allir virtust ósmeikir og ótrauð- ir að leggja_okkur lið. Okkur var lofað, að þrír menn og þrír hestar skyldu vera tilbúnir næsta dag, ef við þá gætum lagt upp. Ég varð feginn þessu, því að óárennilegt var fyrir okkur félaga, að draga einir hina þungu sleða allt tor- leiðið upp á fjallið. Hálendið við Vatna- hjalla er 2500 fet yfir byggð. Fimmtudaginn 19. marz var bjart veð- ur og kyrrt, hitastig -í- 3°, svo að nú lék allt í lyndi. Kl. 9 vorum við tilbúnir, létum upp farangur okkar á hestana og Jögðum af stað. Sjálfir vorum við auð- vitað fótgangandi sem fyrr. Vegalen-gdin til fjallsins var 7 km, og þegar þang- að kom sendum við hestana aftur. En þrír byggðarmenn hjálpuð-u okkur fé- lögurn að draga sleðana upp brattann. Var það hið erfiðasta verk. Gátum við ekki ráðið við nema annan sleðann 1 einu og urðum þó að verja okkur svo mjög til, að stundum lágum við næstum fJatir upp eftir fjallshliðinni. Þegar við höfðum komið fyrri sleðanum upp yfir snaras-ta brattann, sóttum við hinn, og að því búnu sneri einn byggðarmanna heim. En hinir hjálpuðu okkur til að draga sleðana áfram, og þurfti nú ekki nema 3 menn um hvorn. Loks kom-umst við upp á fjallsbrún kl. 5 e.h., eftir 6 tíma strit. Þar er beinakerling Sankti Pét ur, 3200 fet fyrir ofan sjávaæflöt. Brugð- Framhald á bls. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.