Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 14
Yfir Blautukvísl í 11 stiga frosti beið Tryggva, og mínúturnar urðu að klukkustundum. Loksins sneri Tryggvi aftur og sagði, að komast mætti niður nokkru sunnar. Við bundum nú skíðin á sleðann, festum taugina í hann og lét- um hann síga niður á við, en taugin var ekki nógu löng, svo að við flugum niður á fótskriðu, en kófið þyrlaðist upp um okkur. -Nú var eftir að finna föru- nauta okkar. Við leituðum þeirra stund arkorn áður en við komum auga á þá, þar sem þeir voru að grafa sleða sinn upp úr snjódyngju. Þeir höfðu farið fram af 8 m. háum hengiskafli og síðan oltið niður langa og bratta brekku. En snjórinn var svo laus og djúpur, að þá sakaði ekki. Við þóttumst hafa himin höndum tekið, er við fundum þá, og nú hirtum við ekki að.leika þennan blind- ingsleik lengur. Þar sem við nú vorum, var gott skjól og tjölduðum við því í snatii. Við höfðum farið 25 km. um dag- inn. Enn urðum við fyrir því óhappi að matreiðslumaður velti 6 lítrum af sjóð- andi hafrasúpu yfir þann, sem næstur honum var. En sá var, eins og við hin- ir, í þeim gerningabrókum, er hvorki vann á vindur né regn né vatn sjóðandi, og sakaði hann ekki. Var nú potturinn aftur settur yfir, en þá duttu fyrst snjó gleraugu niður í hann og síðan skíða- sokkar matreiðslumanns. Við veiddum hvorttveggja upp úr og átum síðan súp una með beztu lyst. Héldum við veizlu um kvöldið og enduðum daginn með ræðuhöldum, drykkju og söng. Fimmtudaginn 26. marz vöknuðum við klukkan 6. Þá var 1° hiti, en þoka mikil, svo að við vorum óvissir um, hvort við ættum að leggja upp eða halda kyrru fyrir og bíða betra veðurs. En nú höfðum við verið viku á fjallinu í stað- inn fyrir 4 daga, eins og við höfðum gert ráð fyrir, og óttuðumst við, að fólk okkar yrði hrætt um okkur. Við afréð- um því að reyna að skreiðast nokkra kílómetra áfram. Nú var færðin ill og þokan svo svört, að við sáum tæpast 3 metra frá okkur. Við vorum skammt komnir áleiðis, er langur aflíðandi varð fyrir okkur, en færðin batnaði eftir því sem ofar dró og þá létti þokunni, en kafald skall á í staðinn. Við vorum nú orðnir þaulæifðir og ótrúlega þolnir við að sækja á brattann og draga sleða á eftir okkur. Loks komumst við upp á hæðina, en þá var eftir að sjá, hvar fært væri niður. Við létum vera h. u b. 100 metra á milli sleðanna, og skyldu þeir Axel og Sörensen fara fram og aft- ur milli þeirra svo að eigi fennti í skíða förin og við þá ef til vill misstum af öðr- um hvorum sleðanum. Hins vegar fórum við Tryggvi að leita fyrir okkur, hvar komast mætti niður, annar í útsuður en hinn í vestur. Við komum aftur eftir 20 mínútur, en hvorugum hafði orðið neitt ágengt, brattinn var alls staðar of mikill. Nú fóru þeir Axel og Sörensen af stað, annar í suður, en hinn í land- suður. Sörensen sneri aftur eftir 15 minútur og hafði hann farið erindisleysu eins og við Tryggvi. Þegar hálftími var liðinn og Axel kom ekki, varð okkur órótt og var Tryggvi þá sendur til þess að leita hans. Enn leið fjórðun-gur stund- ar, og bólaði hvorki á Axel né Tryggva. 14 LESBOK morgunblaðsins Þá sendi ég Sörensen til þess að leita þeirra, því að nú leit út fyrir, að eitt- hvað óvænt hefði borið að höndum. En ég varð að bíða langar stundir, áður en þeir félagar sneru aftur, og ægilegar hugsanic um afdrif þeirra tóku að á- sækja mig. Kafaldið og ofviðrið voru nú komin í algleyming, svo að ég átti fullt í fangi með að hlaupa fram og aftur milli sleðanna. Ég rak alla stafi, sleða- siglur o. s. frv., sem fyrir hendi voru, niður meðfram skíðaförunum milli eleð anna, til þess að þeim félögium gengi betur að rata á mig og sleðana. Loks komu þeir í ljósmál allix þrír í einu eftir 2 klukkutíma fjarveru. Ég varð svo feginn að sjá þá aftur að ég stein- gleymdi að setja ofan í við Axel, eins og ég hafði þó ætlað mér. Hann hafði hitt á stað, þar sem auðvelt var að kom- ast niður. Hafði hann fyrst farið niður í kleif eina, sem var svo þröng, að hann gat ekki villzt í henni og hafði síðan haldið áfram langar leiðir, þangað til hann kom út á sléttu mikla. Við biðum ekki boðanna, lögðum af stað niður Axelskleif og héldum áfram þangað til við vorum komnir út á sléttuna. Nú birti til og gerði glaða sólskin, en veður var hvasst á norðan. Sól var nú hæst á lofti, ep þó var kuldinn 10°. Við áttum í raun irini að stefna beint í vestur á Tungu- fell, en með því að okkur kom saman um að synd væri að nota ekki hið ágæta leiði, þá settum við upp segl og stefnd- um beint í suður. Nú bar okkur óð- fluga yfir, kílómetra eftir kílómetra, svo að við fórum 10 km. á 58 mínútum. En þá urðum við að taka ofan segl- in, því að veðrið óx sífellt og þar að auki gerði kafald, svo að við sáum ekk- ert fram undán. Kuidinn var nú 15° og var það nú okkar eina áhugamál að komast af fjallinu, því ella gátum við búizt við annarri slíkri nótt sem við höfð um átt í Skrattabæli. Nokkuð miðaði okkur og niður á við, en þó sóttist ferð- in seint vegna kafalds og svartviðris. Kl. 7 um kvöldið vorum við komnir á Kambabrún fyrir ofan Laxá, h. u. b. 3 km. í landnorðri við Hörgsholt í Hrepp- um (8 km. í landnorðri við Hruna). Við höfðum farið 34 km. um daginn. Kuldinn var nú 12°. Nú ætluðum við að reisa tjaldið, en náðum því ekki í sundur fyrir frosti, því að þokusúld hafði verið um morg- uninn. Reyndist ógerlegt að þíða það, svo að við tókum þegar að gera snjó kofa og höíðum lokið því verki eftir 2 klukkustundir. Höfðum við þar góðan og hlýjan næturstað. Föstudaginn 27. marz var 12° kuldi kl. 7 um morguninn. Veður var bjart og kyrrt og sáum við nú yfir byggðina. Þá var sú þraut eftir, að finna hvar fært væri niður, því að meðfram Laxá eru gjár miklar og margar og allógreið- færar yfirferðar. Okkur heppnaðist það eftir talsverða erfiðleika, og kl. 11% vor um við komnir að fjárhúsunum frá Lax- árdal. Þar neyttum við síðast matar und ir beru lofti. Þó að við hefðum ekki spar að vistir við okkur hina síðustu daga, þá var samt eftir 10 daga forði af mat, en 8 daga forði af steinolíu. Við komujn að Laxárdal kl. 1% um daginn. Við munum hafa verið all-ófrýni legir sýnum, því að allar skepnur, sem urðu á vegi okkar, hundar, kettir, hænsn og kindur, hlupu undan okkur á harða spretti eins og þær hefðu séð fjandann sjálfan. Það er og sannast að segja, að við vorum ekki vel hreinir, því að mat reiðslumaður hafði verið spar á vatnið, og að því er ég veit bezt, hafði enginn okkar þvegið sér á leiðinni, enda höfð- um við hvergi rekizt á baðhús eða rak- arastofu. Meðan við þvoðum okkur og rök- uðum, bar heimilisfólkið súkkulaði, kaffi og heitar pönnukökur á borð. Þær góð- gerðir komu okkur, enda átum við og drukkum sleitulaust. Okkur var það nautn eftir 8 daga útilegu að sitja við borð með drifhvítum dúki og drekka úr hreinum bollum. Bóndinn í Laxárdal, Högni Guðmundsson, vildi fyrir hvern mun að við hvíldum okkur þar einn eða tvo daga, en við vildum ekki standa við nema 2 tíma og héldum sáðan fót- gangandi til Birtingaholts. Þetta var þá eftir af okkur eftir 237 km. ferðalag! í Birtingaholti skorti ekkert, — þar var eins og við værum komnir á veitinga- stað af bezta tagi. Það var unun að leggjast í velbúið rúm eftir að hafa sof ið 13 nætur í húðfötum. Laugardaginn 28. marz héldum við frá Birtingaholti að Húsatóftum, þaðan í bíl að Kömbum. Síðan fórum við á skíð- um yfir Hellisheiði og náttuðum okkur á Kolviðarhól. Daginn eftir komum Við til Reykjavíkur úr þessari Bjarmalands- ferð. Höí'ðum við þá farið 334 km. (Á. P. þýddi). Nor&urlandaferð Framhald af bls. 6. hann, sé konungur norskra fjarða, enda kringum 200 km á lengd. Talið er að Gulaþing hafi verið háð við mynni Sogn sævar sunnanvert. Þegar siglt er inn í Sognsæ, sést eyjaklasi mikill, sem við fyrstu sýn virðist áfastur meginlandinu, en svo er þó ekki. Þetta eru Sólundir. Um þær segir Egilssaga: „Það eru marg ar eyjar og stórar og svo mjög vog- skornar, að það er mælt, að þar munu fárr menn vita allar haínir". Þama leyndust þeir feðgar, Kveldúlfur og Skallagrímur, þegar þeir biðu eftir tæki færi til þess að hefna Þórólfs Kveld- úlfssonar. Há fjöll ganga niður að Sognfirðin- um. Einstaka bæir standa hátt uppi í íjalli. Mér fannst einkennilegjt, hive Norðmenn byggja oft bæi sína hátt uppi í hlíðunum, en þar hlýtur að vera erfitt með aðdrætti. Sums staðar ganga vík- ur og firðir inn í hálendið og eru sumir þeirra langir. Bæir og þorp 9tanda við mynni þeirra og eru þar viðkomustaðir skipanna, er um Sognfjörð sigla. Inn af einum þessara fjarða gengur Jóstadal- ur, og gengur skriðjökulstungia frá stærsta jöMi Noregs niður í dalbotninn. Um kvöldið var lent við Lærdalseyri, og ókum við þaðan inn í Lærdalinn að Husum-hóteJi, en þar áttum við að gista. Hóteleigandinn, nokkuð roskinn maður, tók okkur af fráþærri gestrisni. Taldi hann sér miMa ánægju að fá svona marga íslendinga í heimsókn. Þetta hót- el er opið frá 1. júni til 15. september. Rekur eigandinn nokkurn búskap jafn- framt. Laxveiði er mikil í Lærdalsá, og sagðist hann leigja fyrir 300 kr. á dag. Hvergi í allri ferðinni kunni ég eins vel við mig og þama og var okk- ur þó alls staðar vel tekið. Ég held, að flest okkar hafi kvatt þennan stað með nokkrum söknuði og bar margt til þess, höfðinglegar veit- ingar, góð rúm, alúð gestgjafanna og mikil náttúrufegurð. N æsta dag héldum við þjóðveg suðaustur Lærdalinn. Þar sóum við gamla stafkirkju svipaða þeirri, sem er í Bygdö. Þegar upp úr dalnum kom, hvarf skógurinn og við tóku víðlend heiðalönd. Þar sáum við víða sauðfé og annan kvikfénað, og líklega er haft 1 seli þar. Til vinstri handar er fjalllendi miMð, sem nefnt er Jötunheimar, en til hægri Harðangursfjöllin. Þegar sunn- ar dregur tekur við láglendi og frjósamt land, og í bænum Gol snæðum við há- degisverð. Þá erum við aftur komin á sömu slóðir og áður. Við komum seint til Oslóar og gistum á sama stað og fyrr. Fyrsta ágúst kveðjum við Oslóborg og höldum nú inn í Áustfold, er að fornu var nefnd Vingulmörk, Þetta er mjög frjósamt hérað og er nú mesta iðn- aðarhérað Noregs. Við förum fram hjá Sarpsborg. Hún er ein af elztu borgum Noregs og stendur við Sarpsfoss. Borg- ir. Halden er skammt frá landamærun- um. Rétt utan við borgina er kastal- inn Fredriksten, þar sem KaH 12. Svía- konungur féll árið 1718. Svínasund skil ur Noreg og Svíþjóð. MiMl brú hefur verið gerð yfir surndið. Engir tollþjón- ar voru sjáanlegir, þegiar við fórum yf- ir landamærin. Sunnan landamæranna heitir Bohúslén og nær frá Svínasundi til Gautelfar. Þetta var norskt land fram á miðja 17. öld og er í Heimskringlu nefnt Rán- ríki. Nokkrir kaupstaðir eru á strönd- inni, þar á meðal Strömstad. Þar frétt- um við að hræðilegt þrumuveður hefði geisað suður í Evrópu og mikið tjón orðið á mönnum og mannvirkjum. Ó- veðrið gekk yfir Danmörku og Suður- Svíþjóð, en við sluppum að mestu, lent- um aðeins í útjaðri þess, en sáum eld- ingaleiftrin frá Strömstad. Syðst í þessu heraði var konungahella hin forna, þar sem Noregskonungar sátu stundum. Þetta kvöld gistum við í Volrat Tham hóteli í Gautaborg, Um kvöldið skoðuð- um við skemmtistað, sem netfndur er Lieséberg og er nokkuð svipaður Tivoli í Kaupmannahöfn. Næsta dag var ferðinni haldið áfram suður Halland og snæddur hádegisverð- ur í Halmstad. Þar héldum við dálítið kveðjusamsæti fyrir bílstjórann okkar og gáfum honum íslérizkan fána. Það- an var eMð suður Skán til Helsingja- borgar. Ferja var að leggja af stað yfir sundið, þegar við komum þangað, og fengum við far samstundis. Var nú haldið suður Sjáland til Hafn- ar og gist sem áður í Egmont-hótelL Það var næstum eins og að korna heim til sín. L augardaginn 3. ágúst var verzlað en síðdegis fórum við í dýragarðinn og reikuðum þar fram og aftur í tvo klukkutíma. Það var dálítið þreytandi, því að hitinn var þennan dag 31 stig. Ég hef áður komið í dýragarða, en aldrei haft neina skemmtun af því. Mér líður illa að sjó þessi vesalings dýr í allt öðru umlhverfi en þeim er eðlileigt. Það hlýtur að vera ömurlegt að vera í fangabúðum, hvort sem það eru menn eða dýr. Alltaf kemur mér í hug Ijóð- ið hans Hannesar Hafsteins „Fuglar I búri“, þegar ég sé þessa vesalings fanga. Kvöldverður var að þessu sinni í veit- ingastaðnum Lorry. Þefta er þekktur skemmtistaður. Maturinn var ágætur og skemmitiatriðin fyrirtak. Næsta dag kvöddum við Kaupmanna- höfn. Það var glaða sólskin eins og ver- ið hafði alla daga ferðarinnar, og nut- um við góðs útsýnis yfir dönsku sundin og eyjarnar. Á Norðursjónum mætti okk- ur dimmur þokubakM, en við flugum ofar skýjum í sólsMni. Rétt áður en við komum til Glasgow rofaði örlítið til, svo að við sáum nokkra fallega búgarða í fjallahlíðunum skammt frá borginni. Þegar við lögðum aftur af stað, var komin svarta þoka. Skýin voru eins og þéttur ullarflóM, og sáum við aldrei til jarðar, fyrr esn Gullfaxi lækkaði flugið yfir Álftanesi. Að lokum vil ég þakka Ferðafélaginu Sögu fyrir vel sMpulagða ferð, fararstjóranum Ingólfi Kristjáns- syni og ferðafélögunum öllum fýrir á- nægjulegar samverustundir á þessum fögru sumardögum. 8. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.