Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 3
Hann Dóri hann var ekki nema litt um tivítugt þegar þessi ósköp duttu niður á fiðlumjúka sál hans og þótt hann hefði fyrir löngu fundið upp á því að gerast skáld hafði hann þó enga ©lsku haft af ltonum Skagans þar til að J>etta dundi yfir sál hans og gekk Skagti- brautina á leið niður í bát af engri hvöt og engum manni sinnandi því syndin loddi við hold hans drengsins og gegnum hana komst ekkert mál hvorki í rími né sundurlausum orðum og hélt áfram Skagabraut mjög reikull í ráði og gugginn og,dapur og alvarleg- ur drengur og lángt hugsandi, og hann Dóri hann var þamiig búinn til að hór- dómsfokk sem þetta var þvert við alla ai't lifs hans. Honum var mest mál að bara áfram og elskaðu lífið góði og blómin og rímið er fögur íþrótt ogl ströng og það vissi Dóri og já já haltu bara áfram Dóri rninn já já, og svo fór hann heim anda giftur með ljóðin sín í hendinni og konan hans var ekk-- ert neana bliðan líka og hann sá eini á Skaga sem kunni að meta Dóra í list, og í þeim svifum stakk hann augum í auglýsíngu frá Bíóhöllinni (Glsepahríngi urinn Svarta klóin, Alan Ladd og Betty Hutton), þannig gerður að hann fylgd- ist vel með öllu sem list var í þótt það þætti furða af svo úngum manni eins og honum Dóra og fólk vissi engin dæmi um svo skrítna art, og á einum degi varð hann að einhverju mesta ódæmi sem menn vissu til. Og í því sneri hann Skáldaraunir Eftir Steinar Sigurjónsson hætta öllu volki á sjó. Hann vantaði ekkert nema herkjuna drenginn til að láta verða af því og það duga engin ljóð 6 sjó. Hann vissi þetta en kom sér aldrei til að slíta í sundur með þeim og hverfa á braut til að hefja sína frægð í ver- öldinni. Ég hætti þessu, sagði hann oft við sjálfan sig, en hann hæitti ekki þessu líferni þótt hann vissi að það var synd að eyða dögum sínum í golþorski. Fíng- ur hans voru búnir að fá á sig ógeðslegt kúttmagalag og skaut hendinni strax otf an í vasa. Svei mér þá ef ég veit hvers vegna ég fór að eiga við hana. I>að var svo sterk lykt af henni. Náttúra. Eins og al' fólki sem lifir í gömlum húsum, fá- tæku ýsu- og skötufólki. Það er alltaf meiri náttúra í gömlum húsum. Það verður aldrei neitt slíkt til í dótinu í nýju húsunum syðra. Það sér aldrei 6kötu hvað þá meir. Hún var svo sveitt og svakaleg. Aldrei vitað annan eins grip. Tennurnar grænar af skötunni og svei mér þá ef ég heyrði ekki upp úr henni kattarhljóð, eins og þegar skepnu- dómurinn er að slafra í sig golþorskinn og heilir hryggir standa fastir í kokinu a honum af ódámslegri matgræðginni. Já. Hún er full af sveitakjarna konan. „Ég minnist þess löngum er sumar og sól mig sveipaði á sælunnar vegi; þá klaxidist ég hálfsáðum hálferma kjól, við heyskap á sérhverjum degi. En nátt- úran byltist í brjósti mér heit frá belj- um og heyskaparmönnum; mér virtist svo fábreytt að vera uppi í sveit og þurfa að velja úr sveitamönnum.“ Þeg- ar þær gugna í sveitakvölinni dragast þær til kaupstaðanna. Duga heilum flota þótt þær viti ekki lengra en niður á nafla. Það er sagt að ýmsum óskila- mönnum hafi hitnað hjá henni. Svo varð hún fyrir Stjána eða hann fyrir henni. Og þvílík ódæmi hve manneskj- an er andfúl! Þau eru góð saman, hugis- aði hann Dóri og hefði ekki verið of gott að fá sér huggun niður um axlir í flösku en átti ekki neitt og hafði ekki hug á að lækna sig með meira vini, fremur vel klæddur og þriflegur en ekki frægari en aðrir þótt hann hafi birt Ijóð og greinar á prenti. Og ekki voru rímgallarnir á því, sagði skóla- stjórinn. Hann spurði hann að því. Nei ekki eor að rími hægt að finna, sagði hann, og það er strángur skóli að ríma Dóri minn, sagði hann, og það var gott að tala við lærdómsmann fann hann þá og drukku saman kaffi á skrifstofu hans og harin mundi alltaf hvað hann varð hrifinn að fá að tala eins og hon- um var mál og hugur vildi og ekki varð hann feiminn og Dóra fannst sem brjóst sitt yrði að hvítri höll af andans gift og sagðist ætla að halda áfram og hann sagði já já við því Dóri minn, haltu sér á hæl og gekk að glugganum til að lesa en (uss uss uss) fældist fyrirsögn- ina og sneri sér enn á hæl með gusti og þá vár ekki laust við að örlaði fyrir andagift í huga hans eða öllu heldur hjarta því hann kenndi stíngs og vissi að hann gæti hjálpað veröldinni ef hún vildi hlusta á það sem hann segði og vildi engum nema vel þrátt fyrir allt (að hann sagði á dansleik í Bárunni fullur að Skagiamenn væru skepnur; og þeir ætluðu hreint álveg að drepa hann) og hann gerði krók á leið sína og gekk upp brattann á Akratúni og útvörp voru opin í hverju húsi eins og venjulegt var um þetta leyti og allt fólk komið heim í mat úr fiskinum og vildi heyra vel og ekkert missa en varð að fara aftur í fisk'áður en búið var að lesa allar tál- kynningarnar, og alltaf eru einhver dauðsföll á hvei-jum drottins degi og slys. Faxaflói Breiðafjörður, suðvest- an stormur með éljum annað veifið og gengur upp í austanátt með kvöldinu, stormur með morgninum, og, það, hugs- aði Dóri, verður ekki róið í kvöld og margir eru að drekka niðrí bátnum. — Ó, að ég sem er að læra list skuii ... Nei, ég þoli þá ekki öllu lengur. Ég varð að fara í bæinn. Skrifa karlinum bréf og segii honum að ég hafi farið og sé viðkvæmur og vilji verða skáld. Það er alitaí hægt að semja nokkur ljóð í viðbót og gefa út. Verða frægur og rík- ur og fljúga eins og skáldfugl út í lönd! Sem sagt, þótt ég hafi ekki ætlað að fara á sjó og eigánlega alltaí ætlað mér að verða eitthvað annað en þorpari eða sveitamaður, fer. egar hanri kom um borð fékk hann að heyra hvað títt var, það var heitt á könnunni, og settist á bekkinn á svig við stigann og lét bólgnar kjúk- urnar hvíla á hnjám sér og hlustaði á Jón og Gísla. Hann hafði sig litt í frammi allan tímann, niðurlútur; en ekki veit ég hvers vegna ég er það, ég sem ætti ekki að vera það sem skáld sem á að • vera sem hrókur alls sem... Því maður er þó skáld og ætti að hafa kjatft. Þeir ætla mann lifandi að drepa með háðinu og gapa eins og golþorskar á skáldskap. Maður er ekki nögu þægilegur fyrir þá, það vantar víst allt fliss í mig, segir það. Þeir halda að maður sé aumingi í skálds stað. Ann- ars gjeta þeir ekki vitað neitt Nei, ég veit ékki hvers vegna ég gerði þaS. Eri það er best að hætta að hugsa um það og fá sér í könnu. Það er ekkert gaman að vita af þessum kálfsglyrnum hvílandi á sér sí og æ. Augun í manni bólgna og maður ræður ekkert við þau. Ég "fer að halda að þá gruni eitthvað, en það er nú svona að maður á enga vini nema þá helst þá, helst fullur, því þá er manni alveg sama um allt, þá mega þeir glápa. En annars ætti mað- ur ekki- að láta þá vera að atast í sér. Nei,- ég veit það ekki. Hún bara kleip mig í lærið og flissaði og allt í einu fannst mér eins og hún væri þéttíngs- tjúlluð manneskjan og ekki var hún lítið sveitt úr gólfinu, og rúmban í út- varpinu, og eiginlega voru það þær sem komu öllu af stað. Það hefur alltaf kom- ið við mig að hugsa um hana á kvöldin," þrammið í kríngum eldvirkið og hlátr- ana, og hamslausar rúmbur glymja heilu laugardagskvöldin og þá sýngur hún undir og flisshvissar og hann á legubekknum að klípa hana eða glápa á hana pressa af honum buxurnar og gufurúmbuhlátrasúpan vellur allan tímann og hann sýgur latur úr jöxl- unum skötuna og bíður eftir henni og húsið er lyktandi og fúið af skötusuðu fýlu og öðru hverju rekur hann upp rumur eins og griðúngiur á beddanum maðurinn í letinni að bíða og horfir á slöpótta kálfa hen.nar; og hvað mann- eskjan getur hlegið; nema ég horfði á hana og sá þurrt sköturoðið á læri henn ar (búið að vera þar í allan vetur held ég) og auðvitað gat alltaf komið maðk- fluga á það að éta og skriðið svo kýld upp kviðinn og, Guð, inn! Nema sem sagt, maður greip kvíguna um hornin Framhald á bls. 6 FLUG Eftir Einar M. Jónsson Myrkur í lofti, myrkur á jörðu. Hinn mikli gangvari livelsins klýfur ymjandi kolsvartan geim. Vængir titra, stálvöðvar strita. Stefnu ræður á vegum gnýfara þung og knýjandi þráin heim. I>okast nær í niðdimmum geimi hið neðra fjarlægur bjarmi, skýrist, mótast og boð mér ber. Glitperlufestar logandi ljósa og leiftrandi vita sem tindrandi skrautdjásn birtast land mitt á brjóstum þér. Borgin nálgast, böðuð í ljósi, með brek og kæti, hvíld og þreytu, að liðnum degi, lausung og ást. Sé ég úr hæðum í sjónhendingu saman ofna volduga einingu þeirra sem unna, allra sem þjást. Flug sitt lækkar gangvarinn góði. Gluggaljós nálgast í einstökum húsum með eigin sógu, spurnir og spár. Heildin rofnar — hvarf út í geiminn. Af hestinum vegmóða fagnandi stíg ég LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3 8. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.