Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 12
Á SKÍÐUM Framhald af bls. 1 um við ekki af gömlum og góðum lands- sið og stakk hver okkar sinni vísu í vörð- tina. Hitastig var nú -í- 10° og stinnur næðingur, svo að við höfðum ekki langa viðdvöl þar efra. Drukkum við nú skiln- eðarskál við þá vini okkar, Gunnar frá Tjörnum og Björn, í heitu kaffi, og þökk- uðum þeim sem bezt við kunnum góða fylgd. Jæja, nú áttum við enga að nema sjálfa okkur, og fyrsta verk okkar .var að leggja á sjálfa okkur aktýgin og ger- ast hestar. Við Tryggvi beittum okkur fyrir sleðann, sem skriðmælirinn (log) var festur á, en þeir Axel og Sörensen fyrir hinn. Skíðafæri var ágætt, en sleð- arnir þungir — 200 pd. á hvorum, — og sjálfir vorum við uppgefnir eftir brekkuraunina. Við komumst því ekki nema 6 km. á 2 tímum, og tjölduðum kl. 7 um kvöldið. Vorum við þá 3000 fet yfir sjávarfleti, hitastig -4- 16°, veður kyrrt og lítilsháttar snjókoma. Kveiktum við nú á báðum prímusvélunum og brátt var fyrsta máltíðin framreidd: hafra- súpa, harðfiskur, svínasteik, og kaffi á eftir. Þess þarf ekki að geta að við höfðum gráðuga matarlyst. Eftir það tókum við að huga að húð- fötunum, og skreið síðan hver í sitt. Höfð- um við væna snjóköggla undir höfðinu. Við festum þegar væran svefn eftir fá- einar mínútur, og þótt við værum 3000 f. yfir sjávarfleti og kuldinn 16°, sváfum við af til morguns, svo fast og rólega, sem fremst verður á kosið. Föstudaginn 20. marz fórurri við á fæt- ur kl. 6 og var þá hitastig -4- 15°, en veð- ur kyrrt og bjart. Kl. 8 lögðum við af stað og stefndum beint í suður á Laugafell en ekki í útsuður, svo sem hin gamla ferðamannaleið liggur til Eysfri-Polla. Skíðafæri var hið bezta, enda engar tor- fserur á leiðinni fyrr en um hádegisbilið. f>á komum við að gjám miklum, sem urðu oss þrándur í götu. Gátum við ekki komið sleðunum yfir þær á aðra leið en þá, að við létum þá síga niður öðrum megin, en hófum þá upp hinum megin, og tafði þetta ekki lítið fyrir okk ur. Væntanlega hefir það verið Geld- ingsá, sem við hér fórum yfir. Þá er leið fram á daginn höfðum við yndislegt út sýni yfir norðurhluta Hofsjökuls og fjöll in fyrir vestan hann og útsunnan, en í suður-landsuðri giitruðu Tungnafells- jökull og Vatnajökull. Einkum var Hofs jökúll undrafagur, hvítur og heill, svo að hvergi varð fundin rifa né sprunga með kíki. Um hádegið hafði verið 9° kuldi, nú var hann orðinn 15°, en skíða- færið ágætt og blæjalogn. Kl. 7 um kvöldið komum við að Laugafelii. Jök- ulsá eystri, sem rennur milli Lauga- fells og Laugaöldu, sást hvergi. Mjall- breiðan huidi hana. Skriðmælirinn tjáði að dagleiðin hefði verið 24 km. Kuld- inn var 17°. Við tjölduðum í snatri und- ir Laugafelli, en þó ekki nær fellinu en svo, að snjóflóð gæti ekki grandað „sælu húsinu", sem nú var 2900 f. yfir sjávar- fieti. Kl. 9 kom matreiðslumaðurinn inn og sagði, að nú væri kuldinn 23°. Þá þótti mér nóg um og með því að „gólfkalt" var orðið, sýndist okkur ráð að skipta nóttinni í vökur á millum okkar, svo að aldrei dæi á prímus-vélinni. Við skrið um 3 í húðfötin, en vökumaður bar okk- ur sjóðandi heitt toddý og var það hin bezta hressing. Húðfötin reyndust ágæt- lega, enda voru þau úr sauðagærum, og er lítil mannraun að liggja úti í óbyggð- um í þeim umbúðum. Kl. 11 sagði vöku- maður, að kuldinn væri þá aðeins 8°. Mér þótti þótti undrum sæta, hve þau umskipti voru snögg, og trúði ég satt að segja ekki vökumanni, hélt, að annað hvort hann eða hitamælirinn hefði orð- ið fyrir áhrifum af toddýinu. Ég fór því á fætur til þess að gæta betur að mælin- um, en saga vökumanns reyndist sönn. Við fluttum þá sleðann, sem mælirinin var festur á, lengra burt írá tjaldinu, og breyttist hitastigið ekki við það. Þótti þá óþarfi, að nokkur vekti og fór vöku- maður í húðfat sitt og svaf ásamt okkur hinum þangað til kl. 7 morguninn eftir. Laugardaginn 21. marz var þoka um morguninn og nokkur snjódrífa úr ú.t- suðri, kuldi 9° (kl. 7). Við höfðum veðr- ið í fangið og skyggni var hið versta, svo að við máttum ekki greina, hvort fram undan voru flatir eða gjár, og sótt- ist okkur því seint gangan. Einn varð að vera á undan og hafa taug um sig, og komumst við ekki nema 10 km. á fyrstu 5 klukkutímunum. Um hádegið gekk vindurinn heldur til norðurs, og reynd um við þá að koma seglum við á sleð- unum, — skíðasegl reyndum við líka, — en með því að við höíðum vindinn á hlið, þá kollsigldu sleðarnir sig, hvor á fætur öðrum, og lá þá allt saman vemb- iifláka í snjónum, segl, stög, aktýgi, skíðin, sleðarnir og við sjálfir. Urðum við bráðlega fullþreyttir á þeim leik. Veðrið fór sívaxandi og kl. 2 var hann kominn í hánorður. Settum við þá upp sleðaseglin og brunuðum nú áfram h.u.b. 2 km. En nú brast á stórhríð, svo að allt varð í einu kófi, og með því að okkur var allt ókunnugt um landslagið þótti okkur rióg um skriðinn á sleðunum og þorðum því ekki annað en feila seglin. Kl. 4 var veðurhæðin orðin svo mikil, að sleðarnir þutu áfram seglalausir und an vindinum, en við skíðamennirnir átt- um fullt í fangi með að hamla, svo að við hefðum einhverja stjórn á ferðinni. Loks sáum við, að ófært var að halda áfram á þann hátt og tókum við þá af okkur skíðin og lögðum þau á sleðana. Snjórinn rauk og þyrlaðist, svo að við sáum ekki skíðislengd fram undan okk- ur. Sáum við þá ekki annað ráð vænna, en að við búndum okkur saman með taug og óðum síðan snjóinn þangað til kl. 6. Það var ótrúlega notalegt 1 slíku iliviðri að vita með sjálfum sér, að mða ur þarf ekki að hafa fyrir því að leita uppi bæ eða veitingastað, heldur flytur maður sjálfur heimilið með sér og getur reist það frá grunni á fáeinum mínút- um. Það kvöld vorum við handfljótir, er við reistum tjaldið. Skriðmælirinn sýndi, að við höfðum farið 23 km, kuldinn var 9°. Við höfðum hvorki bragðað vott né þurrt um daginn, og höfðum því sæmi- lega lyst á kvöldmatnum (hafrasúpu og tvöföldum skammti af nautaketi). Heldur mátti heyra veðurgný um nótt ina, og var stundum rykkt allóþyrmilega í tjaldið, svo að við vöknuðum við. Var líkast að heyra sem mörg hundruð fánar smyllu og skyllu saman yfix höfðum okkar. Sunnudaginn 22. marz var kuldinn 9° og ákaft hríðarveður af landnorðri, svo að varla sá handa skil. Okkur kom því saman um að bíða átekta og halda kyrru fyrir. Okkur hafði verið spáð, að við mund- um hreppa stórhríðar og illviðri, sem kynnu jafnvel að standa yfir í eina eða tvær vikur. — Við vissum ekki nema þessar spár mundu rætast og þótti því ráðlegast að byrja þegar að draga mat við okkur. Ákváðum við því að fram- vegis skyldi hver okkar fá 1 lítra af hafrasúpu, (4 harðfisk, 2 smurðar kex- kökur og 1 stykki af súkkulaði á dag, en þar að auki nautaket annan hvern dag. Taldist okkur svo til, að við hefð- um nægar vistir í 36 daga ef svo væri skammtað, svo að öllu var nú. óhætt. Þar að auki vom húðfötin svo frá- bærlega skjólgóð, að óþarft var að kynda prímus-vélarnar til upphitunar. Vettlingar okkar og risthlífar voru nú orðnar svo lasburða, að við sátum fram undir hádegi við að stoppa og staga. Tryggvi saumaði sér jafnvel nýj- ar risthlífar. Ég er ekki viss um, að all- ar húsmæður fari fimlegar með sauma- nálina og stagnálina en við! Um hádegið kveiktum við á prrmus- vélinni til þess að sjóða hafrasúpu, en allt í einu brast á það æði-veður, að okkur kom ekki annað til hugar en að tjaldið mundi slitna upp og allt sem í því var lauslegt fara forgörðum. Við slökktum í snatri á vélinni og fórum að láta allt niður, en þá slotaði veðrinu, svo að kl. 2 gátum við aftur kveikt á vélinni og mötuðumst síðan. Að vísu vorum við nú ekki hræddir um tjald- ið, en þó var ekkert viðlit að leggja af stað út í iðulausa stórhríð. Við tókum því til spilanna, fórum í „bridge“ og skemmtum okkur prýðilega. Kl. 7 um kvöldið skall aftur á af- spyrnurok, sem við vorum alveg vissir um að mundi svipta upp tjaldinu. Við létum því allt niður aftur, og varð ekki meira úr borðhaldi þann daginn. Við tíndum á okkur hverja spjör, sem við höfðum meðferðis, því að nú leit út fyr ir, að við mundum ekkert hafa yfir höf- uðið um nóttina. Þarna sátum við nú uppi á millum jökla, 2800 f. yfir sjávar- fleti, í 10° kulda og 100 km. frá næstu byggðum. Sumum mundi nú ef til vill ekki hafa litizt á blikuna, en þó var engin ástæða til að láta sér slíkt í aug- um vaxa. Við höfðum bæði sleðasegl, segldúk og tvö mikil skíðasegl. Okkur hefði aldrei orðið skotaskuld úr því að grafa okkur niður í einhvern skaflinn, refta yfir með skíðunum, leggja svo seglin ofan á og moka síðan snjó yfir. Við vorum því í engri hættu staddir, en mikil tímatöf hefði okkur orðið að þessu, því að slíka snjókofa hefðum við aldrei getað gert á skemmri stundu en 1—2 klukkutímum, en tjaldið gátum við allt af reist á 5 mínútum. Þess vegna vorum við einráðir í því að láta það ekki a£ hendi við illviðrið fyrr en í fulla hnef- ana. Við höfðum nú komið öllum far- angri okkar fyrir í 4 kössum og sett hvern þeirra í sitt horn tjaldsins. Við fói'um nú í húðfötin utan yfir hin föt- in, settumst hver á sinn kassa og studd um tjaldið með öxlunum. í þeim stell- ingum sátum við alla nóttina. Veðrið æddi og ólmaðist og þreif svo óþyrmi- lega í tjalddúkinn,. að við fleygðumst fram og aftur, eins og við værum í slæm um vagni á ósléttum vegi. Og allt a£ kváðu við sömu hrinurnar og sömu org- in! Loks varð Axel leiður á gólinu og tók að syngja „Tóta litla tindilfætt“, svo sem til tilbreytingar. Kl. 1 um nótt- ina urðum við varir við h. u. b. 5 cm. rifu í tjalddúknum, og nú var öllum boðið að gæta sín sem bezt og bjarga öllu, sem bjargað yrði, því að nú leit ú,t fyrir, að tjaldið væri úr sögunni. Við höfðum skíðaseglin tilbúin til þess að breiða þau yfir okkur þangað til veðr- ið batnaði svo, að við gætum gert okk- ur snjókofa. Þetta er hið einkennileg- asta og illúðlegasta óveður, sem ég man eftir. Fellibylurinn stóð venjulega af norðri, en svo gat á einni svipstundu orð ið dúnalogn, sem hélzt 1—2 mínútur. Þá skall hann á aftur eins og fallbyssu- skot úr annarri átt. Á þessum ósköpum gekk alla nóttina. Við kölluðum þenn- an tjaldstað Skrattabæli. Ég fann til mín af því, að hingað til hafði enginn getað bent á, að nokkurs væri á vant um útbúnaðinn. En nú kast- aði Sörensen fram þeirri athugasemd, að eitt hefði þó gleymzt, en það væri sauma vél til þess að sauma nýtt tjald á, ef þetta fyki. Ég varð að játa, að þar hefði mér yfirsézt. En hins vegar höfð- um við allir reynzt svo saumkænir um morguninn, að ég taldi enga hættu' á því, að við gætum ekki komið saman tjaldi, ef á þyrfti að halda. Mánudaginn 23. marz slotaði storm- inum nokkuð um morguninn kl. 6. Mat- reiðslumaður tók þá þegar til starfa, svo að hafrasúpan yrði soðin áður en næsti bylurinn skylii yfír. Við hinir fórum að athuga, hve miklu tjóni óveðrið hefði valdið. Við höfðum daginn áður fjötrað sleðana saman og bundið skíðin Neffan undir Vatnahjalla 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.