Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 13
ofan á þá. Ennfremur hSfðum vi'ð hlað- ið tvöfaldan snjóvegg, h. u. b. l metra á haeð, kringum tjaldið. Jú„ allt var með kyrrum kjörum, nema snjógirðingin hafði þyrlazt burt út í veður og vind. Rifan, sem við þóttumst hafa séð í tjald- inu, var ekki annað en sótrák. Við athug uðum nú tjaldið vendilega, bæði utan og innan, en hvorki hafði þráður brost- ið í tjalddúknum né heldur losnað um lykkju 'eða hring. Tjaldið var al- íslenzkt1). Kl. 8)4 vorum við ferðbúnir. Vindur- inn var á útsunnan, kuldinn 9° og kaf- aldsbylur, svo að við sáum lítt fram undan. En kl. 9% sléttlygndi og gerði glaðasólskin og var þá skíðafæri hið bezta. Þá fórum við yfir lægð eina, sem líktist fljótsfarvegi, og hygg ég, að Þjórs- á hafi verið þar undir, svo að ekki varð okkur torsótt yfir hana. Okkur kom nú saman um að ganga upp á Hofsjökul til þess að njóta útsýnis af honum sunnan- verðum í þessu yndislega veðri. Lék okk ur einkum hugur á að horfa yfir slétt- urnar suður af Arnarfelli hinu mikla. Hafði okkur verið spáð, að árnar, sem renna þar undan Hofsjökli, væru auðar, og að þar væri svo veðrasamt, að aldrei festi snjó. Við bjuggumst því hálfvegis við að verða að snúa aftur og fara yfir Þjórsá á sama stað sem um morguninn, og halda síðan niður með henni að aust- anverðu til Sóleyjarhöfða. Þar gætum við svo annað hvort vaðið ána eða gert okkur segldúksbát úr tjaldinu og sleðun um og ferjað okkur sjálfir. En allir þeir spádómar og spekinnar orð, sem við höfðum verið nestaðir með áður en við lögðum af stað, reyndust helber héglómi og staðlausir stafir, enda hafði ég látið allt slíkt sem vind um eyrun þjóta. Nú sáum við ofan af jöklinum, að engar tor- færur voru á leiðinni. Ég vildi gefa mikið til, að ég gæti lýst útsýninu ofan af jöklinum og allri þeirri dýrð, sem fyrir augun bar, en til þess á ég engin orð. Það var blæjalogn og sóiskin. Jöklar, fjallatindar og hin enda lausa flatneskja tindruðu eins og milljón um demanta hefði verið dreift út svo vítt sem augað eygði. Náttúran var í drifhvítu hátíðarskrúði, sem ekkert mannlegt auga hafði áður séð. Við horfð um hugfangnir yfir þessa mjallhvítu á- breiðu, sem enginn fótur hafði troðið. Dagurinn varð að hátíðisdegi, sem ég veit að enginn okkar gleymir nokkru sinni. Nú voru okkur goldin að fullu launin fyrir það erfiði, sem við höfðum á okkur lagt. Þreytan eítir gönguna upp jökulinn hvarf á svipstundu, við urð- um nýir menn. Slíkar sýnir og slíkar stundir kveikja eirðarlausan óróa, sem eldrei slokknar, í blóði þess manns, sem eitt sinn hefir legið úti. Nú þutum við á rjúkandi ferð niður I) i bæklingi, sem gefinn var út í Reykja- vík I9gi til leiðbeiningar útlndum íerSamönn. um. stendur þessi klausa: „ . . . and as suitable tents are very baxd to get in Iceland, every one intending to camp out is strongly advised to bring a tent with him“. jökulinn til Arnarfelhs hins mikla. Aldrei á ævi minni hefi ég vitað slíkt skíða- færi! Og aldrei hefi ég séð land betur fallið til skíðaferða heldur en kringum Arnarfell. Það þótti okkur illt, er við hittum enga útilegumenn né heldur menjar þeirra. Mundum við hafa fagnað þeim hið bezta og veitt þeim vel, ef einhverj- ir hefðu orðið á leið okkar. Frá Arnarfelli fórum við yfir Arnar- fellskvíslar, sem kváðu vera mjög vatns- miklar á sumrin, en nú voru þær undir fönn, og slíkt hið sama Múlakvísl og Miklakvísl. Landið var þar líkast miklu stöðuvatni með mjallbreiðu yfir. Við héldum áfram meðfram land- suðurbrún Hofsjökuls. Þar sáum við þess merki, að jökulhlaup hefði orðið einum eða tveim dögum áður, og þótti okkur þó kynlegt, að slíkt gæti borið við um hávetur. Við höfúm hvergi séð rifu eða sprungu í jöklinum áður, en vestur af Arnarfelli var hann sprung- inn þvert og endilangt á 5 km. svæði. Sprungurnar voru 2—3 m. að dýpt. En því hygg ég að jökullinn hafi hlaupið þá alveg nýlega, að ekki var minnsta ögn af snjó á honum, en sprungurnar blágrænar eins og að sumarlagL Hvern- ig veik því við? Fyrir norðan Arnarfell voru allar sprungurnar barmafullar af snjó, og til marks um það, hve áköf snjókoma hafði verið undanfarið, skal þeiss getið, að við Blautukvísl voru skafl arnir 5—10 m. að dýpt. Ég hygg því, að ekki geti verið vafi á því, að jökullinn hafi brugðið á leik um hávetur. Þegar leið á daginn sáum við hvönn (angelica), sem stóð % m. upp úr snjón um. Þetta hlýtur að hafa verið ein af þeim risavöxnu hvönnum, sem Daniel Bruun minnist á í ferðaskýrslu sinni 1902. Þá urðum við einnig varir við spor eftir rjúpu og ref. Þá er við fórum yfir slétturnar hjá Nauthaga, sáum við 11 svarta díla inni undir jöklinum. Tiyggvi hélt því fram, að þetta væru hreindýr, en mér þótti líklegra, að þetta væru steinar. Eftir nánari umhugsun hallaðist ég þó held- ur að skoðun Tryggva. Hvers vegna voru þessir dílar svartir? Allir stein- ar þar um slóðir hafa vafalaust verið snævi þakktir. Við komum auga á þessa díla rétt fyrir myrkur og samtímis skall yfir él ofan af jSklinum, svo að við gátum ekki grennslazt nánar eftir þessu. Við fórum nú í kapphlaup við élið, sem var á hælum okkar. Það var auðvitað sama svarta skýið, sem við allan dag- inn höfðum séð yfir Skrattabæli. Nú reið okkur á að komast sem fyrst yfir flatneskjuna, svo að við gætum valið okkur tjaldstað undir hól eða hæð, — í betra skjóli en við síðast höfðum haft. Við urðum á undan élinu og tjölduðum á góðum stað. Skriðmælirinn sýndi að við höfðum farið 32 km. Kuldinn var 14’. Þennan dag hafði allt gengið að ósk- um. Við vorum himinlifandi yfir öllu 10 kilómetra á klukkustund því, sem á daginn hafði drifið, og spör- uðum nú ekki mat við okkur/enda gerð ist þess engin þörf lengur. Við átum hafrasúpu, harðfisk, svínasteik, smurt kex með osti og ávexti. Síðan drukk- um við kaffi. Má þetta heita sæmilegur málsverður uppi í óbyggðum um há- vetur. Síðan fórum við í húðfötin og vorum allfegnir hvíldinni, því að svefn höfðum við þá ekki fest í 42 klukku- tíma. Þriffjudaginn 24. marz komumst við ekki á fætur fyrr en kl. 8, því við þurft- um tíma til að sofa úr okkur þreytuna eftir vistina í Skrattabæli. Færðin var enn ágæt. Á hádegi komum við að Blautukvísl. Hún var auð, og veittist okkur all-erfitt að finna vað á henni. Snjóveggirnir meðfram ánni voru 5—10 m. háir, svo sem fyrr sagði, og var ó- kleift að koma sleðunum úr þeirri hæð niður að ánni án þess að farangur okk- ar yrði alvotur. En Tryggvi hafði ráð undir rifi hverju og fann ágiætt vað. Hygg ég hann manna kænastan til þess að sjá vöð á ám. Nú fórum við í vöðl- urnar og náðu þær okkur upp undir hendur. Óðum við síðan yfir ána og var hún okkur í mitti. Ekki dignaði einn þráður á okkur. Ef við hefðum ekki haft vöðlurnar hefðum við að lík- indum orðið að krækja upp undir jökul til þess að komast þurrum fótum yfir ána. Mundi það hafa tafið okkur mjög. Nú höfðum við á fótinn upp að vatna slcilum Hvítár og Þjórsár, en bæði færð- in og veðrið var í bezta lagi, svo að okkur skilaði furðu vel áfrám, þó að við ætt- um upp á móti að sækja. Við vorum nú líka orðnir vanir aktýgjunum, og þar að auki léttust sleðarnir með degi hverj- um. Útsýnið af hæðum þessum var svip- mikið. í norðri blöstu við Kerlingar- fjöll, Hofsjökull og Arnarfell, í land- norðri Ódáðahraun og Tungnafellsjök- ull, í austri Hágöngur og Vatnajökull, en í suðri Hekla og fjöllin kxingum Þjórsárdal. Hvergi sást ský á himni, nema yfir Skrattabæli. Þar var alltaf sama skýið, kolsvart bg illúðlegt, og gizkuðum við helzt á, að þar mundi sífellt vera sama illviðrið. Kvöldið var undrafagurt. Kvöldroðinn steypti logahjúp, sem dimmbláir skuggar ófust inn í, yfir fjöll og jökla. Hér sáum við undralönd ævin- týranna. Sá, sem aldrei hefir verið uppi á öræfum sólskinsbjartan dag í marZ- mánuði, hann veit lítið um þá seiðandi fegurð, sem felst inni í óbyggðum ís- lands. Engin orð geta lýst henni, menn verða að sjá hana með eigin augum. Við nálguðumst nú Kisá og sáum við árgljúfrin uppi undir Kerlingarfjöllum langa vegu að. Um tíma leit út fyrir að okkur mundi verða torsótt yfir ána, því að hún var auð á löngu svæði, en loks fann Tryggvi spöng, svo að við þurftum ekki að fara í vöðlurnar. Við tjölduðum kl. 7, og höfðum við farið 31 km. um daginn. Kuldinn var um síðan í húðfötin. Það má furðu- 18°. Við átum góðan kvöldverð og fór- legt heita, hve fljótt maður venst öllum sköpuðum hlutum. Hér lögðumst við til svefns í 18° kulda, kviðalausir og á- nægðir eins ,og við hefðum aldrei þekkt annað náttból. Og þó hafði enginn okkar „legið úti“ fyrr að vetrarlagi, nema ég. Áður en við fórum hafði ég sofið eina nótt úti á Landakotstúni til þess að prófa útbúnaðinn. En þó getur enginn sofið fastar og værar, þótt hann hafi dúnsæng bæði yfir sér og undir, hel$l- ur en við sváfum þarna uppi á öræfum. Miffvikudaginn 25. marz fórum við á fætur kl. 5%. Kuldiíin var 10° og loft skýjað. Færðin var enn sem fyrr góð, en með því að veðrabrigði virtust í loftL lögðum við upp sem fyrst við máttum. Skyggnið var hið versta, við sáum ekk- ert fram undan okkur, og þó var veður svo bjart, að vel sá til fjalla. Allt var hvítt, mjallhvítt, augað gat hvergi hvílzt á dökkum díl. Einn gekk á undan og eins og þreifaði sig fram, hann fann að hann tróð snjó, en hann sá það ekki. Það var eins og að svífa í lausu lofti. Það reyndi því á þolrifin að hafa V forustuna til lengxlar, enda skiptumst við á um það með örstuttu millibili. Þeir sem síðar gengu gátu hvilt augun á dökkleitum fatnaði hinna, sem á und- an voru. Þegar leið fram yfir hádegi gerði kafald, og urðum við þá aftur að hafa taug á millum okkar. Vegna alls þessa höfðum við engin not af því að þann dag hallaði undan fæti. Um nón- bilið skall á ákafur kafaldsbylur og samtímis varð landslagið ógreiðfært og illt yfirferðar, en þó tókst okkur að halda nákvæmlega réttri stefnu. Loks varð fyrir okkur brattur ás, og með því að við sáum engan veg til þess a'ð krækja fyrir hann, þá neyddumsf við til að draga sleðana upp á hann. Ekki komumst við nema með annan sleðann í einu, og var þetta ein hin mesta þrek- raun. Loks komumst við þó upp á ás- inn og héldu-m enn áfram. Þá sjáum við Tryggvi allt í einu, að þeir Axel og Sörensen missa stjórn á sínum sleða og fjúka undan veðrinu fram af hengju. Ofviðrið var nú svo óimt, að við sjálfir áttum fullt í fangi með að verjast þ\'í, að við færum sömu leið. Við skrifuðum nú á seðil: „Eigum við fara niður nokkru sunnar eða nokkru norðar?“ Síðan hnýtt um við seðilinn í vasaklút, festum klút- inn í eyrað á einurn matarpottinum, fylltum pottinn með snjó og festum 60 faðma langa taug í hann. Létum við svo vindinn feykja honum fram af hengj unni. En annað hvort fengu þeir Axel aldrei þetta pottskeyti eða þeir skildu það ekki, því að svar fengum við aldreL Ég hélt nú í sleðann af öllu afli, en Tryggvi gekk dálítinn spöl frá til þess að íleygja pottinum aftur fram af og reyna á þann hátt að fá vitneskju um, hvort fært mundi niður. Kuldinn var nú aðeins 3°, en veðrið var ótrúlega nap- urt og hráslagalegt. Ég stóð þarna og LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13 9. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.