Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1964, Blaðsíða 11
— Þessi umsókn yðar um framlengingu á opnu nartima, herra Smithson! — Framlengingu? Élg sótti ekki um neina ... — Nú, einhver hefir gert það-.... WELL, SOME&OÞY PID/ THAT APPLICATION FOR AN^ EXTEN'SIOM, mr,:smithson —, - WHAT 'DO \0U v WANT IT FOR? I extension? whatextension? ---, I DIDN’T APPLY fOR. r—" any extension l /—✓xhn SIGGI SIXPENSARI Apollinaire: Poet among the Painters. Francis Steegmuller. Farrar, $6.50. Listamannalíf í París fyrir fyrra stríð, kúbisminn o. fl. í burðar- liðnum. Jane Austin. Volume the Second. B. C. Southam. Oxf. Univ. Press 1963. Minnis- og rissbækur frá 1790-93. Saga, ferðabækur, ævisögur. Stora resenárer. K. E. Bergsten. Natur & Kultur, ca. 45 kr. sænsk- ar. Úrval úr ferðabókum, meðal höf- unda: Tudela, Jón Indíafari, Burton, Sven Hedin, Columbus, Dickens, Melville, Nansen, Ras- mussen og John Glenn. La découverte de la terre. Ron- ciére & Riverain. Larousse, ca. 60 NF. Vandað rit, samið af fær- ustu fræðimönnum um þetta efni. Antarctic Research. Sir Raymond Priestley. Butterworths. Vel myndskreytt, landabréf og lit- myndir. Mycenaeans and Minoans. L. R. Palmer. Faber, 30s. (Væntanleg). Palmer endurskoð- ar kenningar sínar um hinn forn- hellenska heim. Mounds of the Near East. Seton Lloyd. Edinburg U. P. ca. 30s. Yfirlit um fornleifarannsóknir f Sýrlandi, Tyrklandi og írak síðau 1918. Memoarer frán det inre. M. Aben- ius. Bonniers, ca. 30 k. sænskar. Barnæska á menntamannaheim- ili í byrjun aldarinnar, síðari hlutinn fjallar um bókmenntir og bókmenntastörf. Munthe frán Flandern. C. Munt- he. Natur & Kultur 1963. Verð ca. 20 sænskar krónur. Ættarsaga, sem spannar yfir fjög- ur hundruð ár. TTppváxt-Minnen frán medeltiden T. Tegner. Tiden, 23 sænskar krónur. Aldamótaminningar íþróttaáhuga- manns. Alfræði, bókfræði, handbækur. International List of TJniversities 1963. Sixth edition. Intem. Ass. of Universities. 10 kr. sænskar. Skrá um 4000 háskóla og æðri skóla i 121 landi. Svensk författerlexikon 1956-1960. Paul Harnesk & Bengt Lundblad & Lisbet Höök. 160 kr. sænskar. 2900 höfundar, bókaskrár og rit- dómar. Mjög ítarlegt rit. The Making of Books. Sean Jenn- ett. Faber ca. 70s. (Væntanleg). Ný og endurskoðuð útgáfa, ítar- legt rit um: prentun, leturgerðir, prentmyndagerð og nýjungar í bókagerð. Buchgestaltung. A. Kapr. VEB Verl. der Kunst. ca. 72 DM. Fjallar um: pappír, leturgerð, myndagerð, prenttækni, bók- band, sögu bókagerðar og dreif- ingu. Leibsla í leiðslu sé éf> Drottins dýrðargeima í dögun, rjóð er glóa morgunský við bláma himins. Búið er að dreyma, og bjartleit vakan Ijómar enn á ný. Éff skynja nú, að allt er ávallt heima, að ástin geymir veröld, sterk og hlý, í faðmi sínum. Gott er því að tfleyma, að grátur nokkurt sinn bjó hjarta L La force des clioses. Simon de Beauvoir. GaUimard, 30 NF. Annað bindi ævisögu de Beau- voir, spannar yfir tlmabilið frá innrásinni í Frakkland og fram á okkar daga. Og djúpa lotning sál mín lætur sveima að sólar hliðum ofar jarðar gný, en bylgjur ljóss að ströndum hennar streyma með styrk og fegu’rð, æðri hverju því, Márbacka. Jan Brunius. (Selma Lagerlöf-sállskapet Skrifter. 4.) ca. 16 kr. sænskar. Saga ættarinnar og höfuðbólsins. sem lífið gaf. — Ég heyri undrahreima, og huga mínum þangað rór ég sný. Jabob Jóh. SmárL Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR I hinum ýmsu sálarkenningum allt frá elztu tímum (og einnig í vísindalegri sálfræði) er víða fjallað um samband sálar og líkama. Sé fram sett bein spurning hér um — og svörin tínd saman og flokkuð, verða þau mjög sundurleit. Fyrst í stað er erfitt að greina samræmi. Fræg svör síðari alda hugsuða eru í skýringum hins psycho-physiska paral- ellisma, sem ber þó engan veginn að skilja sem endanlegar niðurstöður, enda eru aðrar skýringar til: Frá fornöldinni má greina ýmis svör, þar sem litið er á líkamann sem fangelsi sálarinnar, byrði eða ok, sem hún verður að sætta sig við í þessu lífi. Sálin er talin af himn- eskum uppruna. Hún saknar síns sanna föðurlands, sem er hugsjónaheimurinn, heimur hins sanna, fagra og góða. Þegar fegurðartilfinningin knýr á, eða djúp trúarleg þrá gerir vart við sig, eða mann langar til að verða nýr og betri maður, þá er þetta heimþrá sálarinnar. Þegar vér þráum að gera þetta sanna, fagra og góða að raunveruleika, með orðum, tón- um, myndum eða tilbeiðslu —• eða vönduðu lífi — þá sýnir sig efnið; það er þungt í vöfunum, bæði í oss og umhverfis oss. Þó fer svo að hugurinn ber oss hálfa leið — suma — inn í hugsjónaheiminn, í dagdraumum, listum, tilbeiðslu eða góðum verkum. Til hlýtur að vera betri heimur, átthagar andans og undralönd sálarinnar. Á rómantíska tímabilinu blossaði þessi tilfinning upp og varð almenn: „Jag ville min sjal kunde lossas ifrán / det vaknas förhárjade strand." Platónismi og Ný-Platónismi fornaldar er hin mikla upp- sprettulind þessara sálareknninga, sem vér gtæum nefnt spennu-kenningar um samband sálar og líkama. I frumstæðum' átrúnaði má finna skyldar hugmyndir, þar sem talið er að sálin geti farið í ferðalag um heima og geima, og skilið líkamann eftir, unz henni þóknast að koma aftur. Fjölmargar sögur eru til um töframenn, shamana, miðla og völvur, sem gera ráð fyrir miklum sjálfstæðum íþrótt- um sálarinnar, sem hún getur leikið óháð líkama sínum. Annar flokkur svara um samband sálar og.líkama gerir ráð fyrir að sambandið sé mjög náið, ánægjulegt og friðsamlegt, jafnvel svó að sálin sé ekki annað en viðburðir í sjálfum lík- amanum (functions). Grófasta gerð þeirra eknpinga er sú, að maðurinn sé það eitt, sem hann etur: „Der Mensch ist was er isst“. Aðrir gera þó ráð fyrir að sálin stjórni líkamanum, þar sem kjarni hennar sé skilningur og skynsemi. Hefir þá sálin húsbóndavald yfir líkamanum, þótt hún sé honum mjög háð um alla afkomu sína, og verði að taka tillit til hans. Slíkar kenningar mætti nefna samræmi-kenningar um sam- band sálar og líkamar og fyrir slíku samræmi er gert ráð í hinni frægu bók Aristótelesar, PERI PSYCHEES (De anima). Hann hafnar að vísu hinni gömlu atómuhyggju um sálina og gerir ráð fyrir ýmsum gerðum sálna. Lægst er næringarsálin, sem jurtir hafa (TO ÞREPTIKON) og veldur því að jurtir geta nærzt og aukið kyn sitt. Þetta tvennt er öllum lífverum nauð- synlegt til viðhalds. Sálir dýra halda báðum þessum sérkenn- um, en hafa einnig skynjun (TO AISÞEETIKON), löngun (TO ORETIKON) og hreyfingarhæfileika (TO KINEETIKON). Auk þessa hafa dýrin ímyndun (PHANTASIA), sem m.a. veldur því að þau kunna að velja sér æti. Ofar sálum jurta og dýra stendur mannssálin, þar eð hún hefir sannleiksskyn (LOGOS eða NOUS) og hagnýtingar- skyn hugmynda (DIANOIA). Af öllu þessu er LOGOS einn ódauðlegur, enda er hann æðstur fyrir þá sök að hann getur tekið alla þætti sálarlífsins, það er gjörvallan manninn, í þjón- ustu sannleikans. Þannig virðist Aristóteles komast að þeirri niðurstöðu (þótt aðrar skýringar eigi einnig rétt á sér) að líkami og sál mannsins deyi, en sannleikur hans lifi. Hinn klassiski kristindómur gerir ráð fyrir mjög nánu sam- bandi milli sálar og likama. Líkamir kristinna manna eru musteri Heilags anda samkvæmt kenningu Páls. Bæði líkami og sál endurleysast, og sálin verður ekki án líkama í eilífð- inni, heldur er hið eilífa líf psycho-sómatiskt, þótt innihald upprisulíkamans sé DOKA, það er ljós. Hins vegar er eilíft líf algjörlega Guðs möguleiki og á Guðs valdi og í hans ríki. Þess vegna hefir það ekki nein áhrif á upprisuna þótt líkaminn sé brenndur í eldi (eins og gert var á ofsóknartímum) og ösk- unni dx-eift. Orsök glaðværðar og áhyggjuleysis hinna fyrstu kristnu manna var sú trú að líkami og sál þess manns, er gefur sig Guði, sé algjörlega á valdi Guðs þegar þetta líf endar. S. tölublað 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.